Landsvirkjun Kjalölduveita Skjáskot: Landsvirkjun
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Landsvirkjun

Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar

Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram, enn einu sinni, á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu, efst í Þjórsá, úr vernd í biðflokk.

Þeir virkj­ana­kostir sem Lands­virkjun áformar að virkja næst eru allir í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt núgild­andi ramma­á­ætl­un. Þetta eru Hvamms­virkjun í Þjórsá (93 MW), virkj­anir á veitu­leið Blöndu (28 MW) og stækkun Þeista­reykja­virkj­un­ar.

„Ekki liggja fyrir til­lögur stjórn­valda um hvernig eigi að stækka bið­flokk­inn í ramma­á­ætlun eða færa kosti milli flokka. Lands­virkjun bíður því eftir til­lögum stjórn­valda áður en tekin verður afstaða til þess hvaða ein­staka virkj­ana­kostir fær­ist milli flokka.“

Þetta kemur fram í svari Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um for­gangs­röðun þeirra virkj­ana­hug­mynda fyr­ir­tæk­is­ins sem finna má í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er verður lögð fram á Alþingi í lok mars í fjórða sinn. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son verður fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann á rúm­lega fimm árum sem leggur til­lög­una fram.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var send í ljósi þess að búið er að ákveða hvenær til­lagan verður lögð fram sem og vegna þess að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar frá því í nóv­em­ber er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

En að fjölga kostum í bið­flokki til­lög­unnar getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hafi ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Áformuð Hvammsvirkjun er þegar í nýtingaflokki núgildandi rammaáætlunar. Hún er ein þeirra virkjana sem Landsvirkjun vill reisa á næstunni.
Landsvirkjun

Þar sem næstu áform­uðu virkj­anir Lands­virkj­unar hafa þegar fengið sam­þykki Alþingis er annar áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur árið 2013 er að mati fyr­ir­tæk­is­ins ekk­ert sem liggur á varð­andi afgreiðslu á næstu áföngum ramma­á­ætl­un­ar. „Mik­il­vægt er að vanda til verka og taka það einnig inn í mynd­ina að ákveðið hefur verið að end­ur­skoða lögin um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun frá grunni og einnig að setja sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku,“ segir í svari Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Meðal þeirra virkj­un­ar­kosta Lands­virkj­unar sem eru í vernd­ar­flokki til­lögu að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er Kjal­alda sem er í efri hluta Þjórs­ár. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins við til­lög­una í fyrra kom fram ósk um að færa Kjalöldu úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Á kortinu má sjá staðsetningu Kjalölduveitu og virkjana Landsvirkjunar sem þegar á finna á sömu slóðum.
Landsvirkjun

Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar komst að því á sínum tíma að Kjalöldu­veita væri í raun breytt útfærsla á Norð­linga­öldu­veitu, og að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, yrði fyrir áhrif­um. Norð­linga­öldu­veita er í vernd­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar.

Í umsögn Lands­virkj­unar kom fram sú skoðun fyr­ir­tæk­is­ins að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hefði ekki verið farið að lögum og að mat verk­efn­is­stjórnar á áhrifum virkj­ana­kosta hafi verið ófull­nægj­andi. Benti fyr­ir­tækið m.a. á að ekki hefði verið tekið til­lit til nið­ur­staðna allra fag­hópa ramma­á­ætl­unar áður en flokk­unin fór fram líkt og lög kveði á um. Þá telur Lands­virkjun afmörkun land­svæða ekki í sam­ræmi við lög og að verk­efn­is­stjórn hafi ekki verið heim­ilt „að setja heil vatna­svið í vernd­ar­flokk“ á grund­velli nið­ur­stöðu tveggja af fjórum fag­hópum og „setja síðan alla virkj­un­ar­kosti á við­kom­andi vatna­sviði í vernd­ar­flokk“.

Fyr­ir­tækið sagði einnig í umsögn­inni að þrátt fyrir að það sé Orku­stofnun sem lögum sam­kvæmt ákveði hvaða kostir fái umfjöllun hafi verk­efn­is­stjórnin ein­hliða ákveðið að ekki skildi fjallað um Kjalöldu­veitu. Henni hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa. Með því má halda því fram að verk­efn­is­stjórn hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún er ekki bær að lögum til að taka“.

Með Kjalöldu­veitu yrði efsti hluti Þjórsár stíflaður og myndað lón, Kjalöldu­lón vestan Kjalöldu. Vatni yrði dælt úr lón­inu yfir í Kvísla­veitu þannig að það nýt­ist til raf­magns­fram­leiðslu í þeim virkj­unum sem þegar hafa verið reistar á Þjórs­ár­svæð­inu ofan Sult­ar­tanga­lóns. Þetta þýðir að rennsli Þjórsár á kafl­anum frá Kjalöldu­lóni að Sult­ar­tanga­lóni myndi rýrna.

Kjalöldu­veitu er raðað í vernd­ar­flokk verk­efn­is­stjórn­ar­innar með eft­ir­far­andi rök­stuðn­ingi: „Að fengnu áliti fag­hópa 1 og 2 taldi verk­efn­is­stjórn að um væri að ræða breytta útfærslu Norð­linga­öldu­veitu, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, sé undir í báðum til­vikum og að virkj­un­ar­fram­kvæmdir á þessu land­svæði muni hafa áhrif sem skerði vernd­ar­gildi svæð­is­ins. Ákvörðun um að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun 2013 byggð­ist fyrst og fremst á sér­stöðu og vernd­ar­gildi svæð­is­ins.

Þrátt fyrir að nafn virkj­un­ar­kosts­ins sé ann­að, vatns­borð lóns­ins sé lægra, lónið minna og mann­virki neðar í far­veg­inum hafa fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkj­un­ar­kosts­ins ekki áhrif á þessar grunn­for­sendur flokk­un­ar­innar.“

Segir grund­vall­ar­mun á hug­mynd­unum

Lands­virkjun telur hins vegar að ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar hafi verið ólög­mæt og óskar eftir að Kjalöldu­veitu verði raðað í bið­flokk, „þannig að hægt verði að leggja virkj­un­ar­kost­inn fyrir fag­hópa með lög­form­legum hætt­i“.

Sagði í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að stækkun friðlands­ins í Þjórs­ár­verum árið 2017 und­ir­striki þann „grund­vall­ar­mun sem er á Kjalöldu­veitu og Norð­linga­öldu­veit­u“, en mann­virki og lón Kjalöldu­veitu eru „al­farið utan friðlands­markanna“.

Lindir sem koma upp um sprungur í Hvanngiljaseti í norðvesturhlíðum Kjalaldna í 555 m y.s. skammt neðan við fyrirhugaða stíflu Kjalölduveitu.
Landsvirkjun

Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, var sam­þykkt á Alþingi í jan­úar 2013. Í með­ferð umhverf­is- og iðn­að­ar­ráð­herra og Alþingis varð breyt­ing frá þeirri flokkun sem kynnt var í fyrstu drögum að til­lög­unni. Fimm virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar færð­ust úr orku­nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk, þrjár virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, Skrokköldu­virkjun og Hágöngu­virkj­un. Af þeim vatns­afls­kostum sem Lands­virkjun lagði fram fyrir ramma­á­ætlun röð­uð­ust ein­göngu virkj­anir á veitu­leið Blöndu í orku­nýt­ing­ar­flokk. Í bið­flokk röð­uð­ust virkj­un­ar­mögu­leikar í Jök­ulsám í Skaga­firði, í Skjálf­anda­fljóti, í Neðri­-­Þjórsá og Skrokköldu­virkjun á veitu­leið Köldu­kvíslar milli Hágöngu­lóns og Kvísla­veitu. Einnig röð­uð­ust í bið­flokk tvær útfærslur af virkjun Hólmsár. Í vernd­ar­flokk Norð­linga­öldu­veita og Tungnár­lón auk Bjalla­virkj­un­ar.

Af jarð­varma­kostum Lands­virkj­unar röð­uð­ust virkj­anir í Bjarn­arflagi, á Kröflu­svæð­inu og á Þeista­reykjum í nýt­ing­ar­flokk. Hágöngu­virkjun og Fremri­námum var raðað í bið­flokk en Gjá­stykki í vernd­ar­flokk.

Breyt­ing gerð á flokkun Hvamms­virkj­unar

Hinar þrjár áform­uðu virkj­anir í Þjórsá, Hvamms­virkj­un, Urriða­foss­virkjun og Holta­virkj­un, sem settar höfðu verið í bið­flokk við afgreiðslu Alþing­is, voru teknar til sér­stakrar umfjöll­unar í nýrri verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga. Nið­ur­staðan varð sú að færa eina þeirra, Hvamms­virkj­un, í nýt­ing­ar­flokk sem var og sam­þykkt af Alþingi.

Í til­lögu verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga, sem afhent var umhverf­is­ráð­herra í ágúst 2016, til­lögur sem ráð­herr­ann tók óbreyttar upp og lagði fram til þings­á­lykt­unar þá um haustið og verður brátt lögð fram enn einu sinni, eru fjórir nýir virkj­ana­kostir Lands­virkj­unar settir í nýt­ing­ar­flokk: Skrokköldu­virkjun á vatna­sviði Köldu­kvísl­ar, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun í neðri hluta Þjórsá og vind­orku­kost­ur­inn Blöndu­lund­ur. Ekki var breytt flokkun fjög­urra virkj­ana­hug­mynda fyr­ir­tæk­is­ins í nýt­ing­ar­flokki: Hvamms­virkj­un, virkj­anir á veitu­leið Blöndu­virkj­un­ar, Bjarn­arflags­virkjun og Kröflu­virkj­un.

Sex nýir virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar sem verk­efnsi­stjórnin hafði til umfjöll­unar eru í bið­flokki til­lög­unn­ar: Tvær útfærslur virkj­unar Hólmsár, Stóra-­Laxá, Hágöngu­virkj­un, jarð­varma­kost­ur­inn Fremri­námar og vind­orku­kost­ur­inn Búr­fellslund­ur.

Í vernd­ar­flokki til­lög­unnar eru þrír kostir sem Lands­virkjun lagði fram í Hér­aðs­vötn­um: Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkj­un. Í þann flokk er enn­fremur lagt til að setja fjórar virkj­ana­hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins í Skjálf­anda­fljóti: Fljóts­hnjúks­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­anir A, B og C. Allir þessir kostir eru flokk­aðir í bið­flokk í núgild­andi ramma­á­ætl­un.

Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga lagði svo ekki til breyt­ingar á flokkun fimm kosta sem eru þegar í vernd­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar. Þar eru hinar fyrr­nefndu virkj­anir kenndar við Kjalöldu ann­ars vegar og Norð­inga­öldu hins veg­ar, báðar á vatna­sviði Þjórs­ár, ein útgáfa Hólmsár­virkj­un­ar, Tungna­ár­lón og Gjá­stykki. Ljóst er að ekki verður hróflað við flokkun þriggja þess­ara virkj­ana­hug­mynda þar Guð­mundur Ingi Guð­brands­son frið­lýsti hluta Hólmsár, Gjá­stykki og Tungnaá á síð­asta kjör­tíma­bili er hann var umhverf­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar