Landsvirkjun Kjalölduveita Skjáskot: Landsvirkjun
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Landsvirkjun

Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar

Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram, enn einu sinni, á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu, efst í Þjórsá, úr vernd í biðflokk.

Þeir virkj­ana­kostir sem Lands­virkjun áformar að virkja næst eru allir í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt núgild­andi ramma­á­ætl­un. Þetta eru Hvamms­virkjun í Þjórsá (93 MW), virkj­anir á veitu­leið Blöndu (28 MW) og stækkun Þeista­reykja­virkj­un­ar.

„Ekki liggja fyrir til­lögur stjórn­valda um hvernig eigi að stækka bið­flokk­inn í ramma­á­ætlun eða færa kosti milli flokka. Lands­virkjun bíður því eftir til­lögum stjórn­valda áður en tekin verður afstaða til þess hvaða ein­staka virkj­ana­kostir fær­ist milli flokka.“

Þetta kemur fram í svari Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um for­gangs­röðun þeirra virkj­ana­hug­mynda fyr­ir­tæk­is­ins sem finna má í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er verður lögð fram á Alþingi í lok mars í fjórða sinn. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son verður fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann á rúm­lega fimm árum sem leggur til­lög­una fram.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var send í ljósi þess að búið er að ákveða hvenær til­lagan verður lögð fram sem og vegna þess að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar frá því í nóv­em­ber er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

En að fjölga kostum í bið­flokki til­lög­unnar getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hafi ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Áformuð Hvammsvirkjun er þegar í nýtingaflokki núgildandi rammaáætlunar. Hún er ein þeirra virkjana sem Landsvirkjun vill reisa á næstunni.
Landsvirkjun

Þar sem næstu áform­uðu virkj­anir Lands­virkj­unar hafa þegar fengið sam­þykki Alþingis er annar áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur árið 2013 er að mati fyr­ir­tæk­is­ins ekk­ert sem liggur á varð­andi afgreiðslu á næstu áföngum ramma­á­ætl­un­ar. „Mik­il­vægt er að vanda til verka og taka það einnig inn í mynd­ina að ákveðið hefur verið að end­ur­skoða lögin um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun frá grunni og einnig að setja sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku,“ segir í svari Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Meðal þeirra virkj­un­ar­kosta Lands­virkj­unar sem eru í vernd­ar­flokki til­lögu að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er Kjal­alda sem er í efri hluta Þjórs­ár. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins við til­lög­una í fyrra kom fram ósk um að færa Kjalöldu úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Á kortinu má sjá staðsetningu Kjalölduveitu og virkjana Landsvirkjunar sem þegar á finna á sömu slóðum.
Landsvirkjun

Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar komst að því á sínum tíma að Kjalöldu­veita væri í raun breytt útfærsla á Norð­linga­öldu­veitu, og að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, yrði fyrir áhrif­um. Norð­linga­öldu­veita er í vernd­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar.

Í umsögn Lands­virkj­unar kom fram sú skoðun fyr­ir­tæk­is­ins að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hefði ekki verið farið að lögum og að mat verk­efn­is­stjórnar á áhrifum virkj­ana­kosta hafi verið ófull­nægj­andi. Benti fyr­ir­tækið m.a. á að ekki hefði verið tekið til­lit til nið­ur­staðna allra fag­hópa ramma­á­ætl­unar áður en flokk­unin fór fram líkt og lög kveði á um. Þá telur Lands­virkjun afmörkun land­svæða ekki í sam­ræmi við lög og að verk­efn­is­stjórn hafi ekki verið heim­ilt „að setja heil vatna­svið í vernd­ar­flokk“ á grund­velli nið­ur­stöðu tveggja af fjórum fag­hópum og „setja síðan alla virkj­un­ar­kosti á við­kom­andi vatna­sviði í vernd­ar­flokk“.

Fyr­ir­tækið sagði einnig í umsögn­inni að þrátt fyrir að það sé Orku­stofnun sem lögum sam­kvæmt ákveði hvaða kostir fái umfjöllun hafi verk­efn­is­stjórnin ein­hliða ákveðið að ekki skildi fjallað um Kjalöldu­veitu. Henni hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa. Með því má halda því fram að verk­efn­is­stjórn hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún er ekki bær að lögum til að taka“.

Með Kjalöldu­veitu yrði efsti hluti Þjórsár stíflaður og myndað lón, Kjalöldu­lón vestan Kjalöldu. Vatni yrði dælt úr lón­inu yfir í Kvísla­veitu þannig að það nýt­ist til raf­magns­fram­leiðslu í þeim virkj­unum sem þegar hafa verið reistar á Þjórs­ár­svæð­inu ofan Sult­ar­tanga­lóns. Þetta þýðir að rennsli Þjórsár á kafl­anum frá Kjalöldu­lóni að Sult­ar­tanga­lóni myndi rýrna.

Kjalöldu­veitu er raðað í vernd­ar­flokk verk­efn­is­stjórn­ar­innar með eft­ir­far­andi rök­stuðn­ingi: „Að fengnu áliti fag­hópa 1 og 2 taldi verk­efn­is­stjórn að um væri að ræða breytta útfærslu Norð­linga­öldu­veitu, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, sé undir í báðum til­vikum og að virkj­un­ar­fram­kvæmdir á þessu land­svæði muni hafa áhrif sem skerði vernd­ar­gildi svæð­is­ins. Ákvörðun um að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun 2013 byggð­ist fyrst og fremst á sér­stöðu og vernd­ar­gildi svæð­is­ins.

Þrátt fyrir að nafn virkj­un­ar­kosts­ins sé ann­að, vatns­borð lóns­ins sé lægra, lónið minna og mann­virki neðar í far­veg­inum hafa fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkj­un­ar­kosts­ins ekki áhrif á þessar grunn­for­sendur flokk­un­ar­innar.“

Segir grund­vall­ar­mun á hug­mynd­unum

Lands­virkjun telur hins vegar að ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar hafi verið ólög­mæt og óskar eftir að Kjalöldu­veitu verði raðað í bið­flokk, „þannig að hægt verði að leggja virkj­un­ar­kost­inn fyrir fag­hópa með lög­form­legum hætt­i“.

Sagði í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að stækkun friðlands­ins í Þjórs­ár­verum árið 2017 und­ir­striki þann „grund­vall­ar­mun sem er á Kjalöldu­veitu og Norð­linga­öldu­veit­u“, en mann­virki og lón Kjalöldu­veitu eru „al­farið utan friðlands­markanna“.

Lindir sem koma upp um sprungur í Hvanngiljaseti í norðvesturhlíðum Kjalaldna í 555 m y.s. skammt neðan við fyrirhugaða stíflu Kjalölduveitu.
Landsvirkjun

Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, var sam­þykkt á Alþingi í jan­úar 2013. Í með­ferð umhverf­is- og iðn­að­ar­ráð­herra og Alþingis varð breyt­ing frá þeirri flokkun sem kynnt var í fyrstu drögum að til­lög­unni. Fimm virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar færð­ust úr orku­nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk, þrjár virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, Skrokköldu­virkjun og Hágöngu­virkj­un. Af þeim vatns­afls­kostum sem Lands­virkjun lagði fram fyrir ramma­á­ætlun röð­uð­ust ein­göngu virkj­anir á veitu­leið Blöndu í orku­nýt­ing­ar­flokk. Í bið­flokk röð­uð­ust virkj­un­ar­mögu­leikar í Jök­ulsám í Skaga­firði, í Skjálf­anda­fljóti, í Neðri­-­Þjórsá og Skrokköldu­virkjun á veitu­leið Köldu­kvíslar milli Hágöngu­lóns og Kvísla­veitu. Einnig röð­uð­ust í bið­flokk tvær útfærslur af virkjun Hólmsár. Í vernd­ar­flokk Norð­linga­öldu­veita og Tungnár­lón auk Bjalla­virkj­un­ar.

Af jarð­varma­kostum Lands­virkj­unar röð­uð­ust virkj­anir í Bjarn­arflagi, á Kröflu­svæð­inu og á Þeista­reykjum í nýt­ing­ar­flokk. Hágöngu­virkjun og Fremri­námum var raðað í bið­flokk en Gjá­stykki í vernd­ar­flokk.

Breyt­ing gerð á flokkun Hvamms­virkj­unar

Hinar þrjár áform­uðu virkj­anir í Þjórsá, Hvamms­virkj­un, Urriða­foss­virkjun og Holta­virkj­un, sem settar höfðu verið í bið­flokk við afgreiðslu Alþing­is, voru teknar til sér­stakrar umfjöll­unar í nýrri verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga. Nið­ur­staðan varð sú að færa eina þeirra, Hvamms­virkj­un, í nýt­ing­ar­flokk sem var og sam­þykkt af Alþingi.

Í til­lögu verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga, sem afhent var umhverf­is­ráð­herra í ágúst 2016, til­lögur sem ráð­herr­ann tók óbreyttar upp og lagði fram til þings­á­lykt­unar þá um haustið og verður brátt lögð fram enn einu sinni, eru fjórir nýir virkj­ana­kostir Lands­virkj­unar settir í nýt­ing­ar­flokk: Skrokköldu­virkjun á vatna­sviði Köldu­kvísl­ar, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun í neðri hluta Þjórsá og vind­orku­kost­ur­inn Blöndu­lund­ur. Ekki var breytt flokkun fjög­urra virkj­ana­hug­mynda fyr­ir­tæk­is­ins í nýt­ing­ar­flokki: Hvamms­virkj­un, virkj­anir á veitu­leið Blöndu­virkj­un­ar, Bjarn­arflags­virkjun og Kröflu­virkj­un.

Sex nýir virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar sem verk­efnsi­stjórnin hafði til umfjöll­unar eru í bið­flokki til­lög­unn­ar: Tvær útfærslur virkj­unar Hólmsár, Stóra-­Laxá, Hágöngu­virkj­un, jarð­varma­kost­ur­inn Fremri­námar og vind­orku­kost­ur­inn Búr­fellslund­ur.

Í vernd­ar­flokki til­lög­unnar eru þrír kostir sem Lands­virkjun lagði fram í Hér­aðs­vötn­um: Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkj­un. Í þann flokk er enn­fremur lagt til að setja fjórar virkj­ana­hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins í Skjálf­anda­fljóti: Fljóts­hnjúks­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­anir A, B og C. Allir þessir kostir eru flokk­aðir í bið­flokk í núgild­andi ramma­á­ætl­un.

Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga lagði svo ekki til breyt­ingar á flokkun fimm kosta sem eru þegar í vernd­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar. Þar eru hinar fyrr­nefndu virkj­anir kenndar við Kjalöldu ann­ars vegar og Norð­inga­öldu hins veg­ar, báðar á vatna­sviði Þjórs­ár, ein útgáfa Hólmsár­virkj­un­ar, Tungna­ár­lón og Gjá­stykki. Ljóst er að ekki verður hróflað við flokkun þriggja þess­ara virkj­ana­hug­mynda þar Guð­mundur Ingi Guð­brands­son frið­lýsti hluta Hólmsár, Gjá­stykki og Tungnaá á síð­asta kjör­tíma­bili er hann var umhverf­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar