Fá rök sett fram til réttlætingar á margmilljarða skattaendurgreiðslum

Óljós ávinningur af aukinni innheimtu tekjuskatts eru helstu rökin sem lögð hafa verið fram af hálfu þeirra stjórnmálamanna sem lögðu til og samþykktu að verja milljörðum króna í að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna fram eftir ári.

Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Auglýsing

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefndar og þing­maður Vinstri grænna, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að fjöl­margir sem komið hafi fyrir fjár­laga­nefnd Alþingis hafi lagt „mikla áherslu“ á að úrræðið Allir vinna yrði fram­lengt, þar sem það hefði reynst vel.

Við fjár­laga­vinn­una sem fram fór á Alþingi í des­em­ber var ákveðið að fram­lengja úrræðið í tak­mark­aðri mynd út ágúst­mán­uð. Áfram verður þannig hægt að fá allan virð­is­auka­skatt vegna vinnu iðn­að­ar- og verka­manna við nýbygg­ingu, við­hald og end­ur­bætur íbúð­ar­hús­næðis end­ur­greidd­an.

Í upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar var gert ráð fyrir að þessar end­ur­greiðslur tak­markast við 60 pró­sent frá ára­mót­um, eins og var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­urnn, en það breytt­ist í með­förum þings­ins. Einnig var ákveðið að áfram yrði hægt að fá fulla end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti vegna vinnu við hönnun og eft­ir­lit íbúð­ar- og frí­stunda­hús­næð­is, nýbygg­ingar og við­hald frí­stunda­hús­næðis og annað hús­næði sveit­ar­fé­laga fram til 30. júní, en að þeim tíma liðnum falla þær end­ur­greiðslur alveg nið­ur.

Áætl­aður tekju­missir rík­is­sjóðs vegna þess­ara breyt­inga nemur 7,2 millj­örðum króna á árinu 2022. Til þess að setja þá tölu í sam­hengi, þá er það sam­bæri­leg upp­hæð og áætlað er að verja til bygg­ingar nýs Land­spít­ala á árinu.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

Jákvæð áhrif á hag­kerfið

Í svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ist Bjarkey álíta nið­ur­stöð­una sem ákveðna milli­leið á milli ólíkra sjón­ar­miða. Hún segir skiptar skoð­anir hafa verið um málið og að sumir hafi ekki viljað sjá neina fram­leng­ingu á úrræð­inu, sem komið var á til þess að mæta efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Aðrir hafi viljað fram­lengja það út árið 2022 í óbreyttri mynd.

„Gera má ráð fyrir því að þetta hafi jákvæð áhrif á hag­kerfið og mik­il­vægt að hafa í huga að fjár­mála­ráðu­neytið reiknar ekki inn þær tekjur sem skap­ast á móti m.a. í auknum inn­heimtum tekju­skatt­i,“ segir Bjarkey í svari til Kjarn­ans, en vert er að taka fram að óljóst er hversu miklar auka­tekjur skap­ast vegna auk­innar inn­heimtu tekju­skatts með því að end­ur­greiða virð­is­auka­skatt af útseldri vinnu að fullu.

Spurð nánar um það á hverju hún byggi það að gera megi ráð fyrir jákvæðum áhrifum á hag­kerfið með þess­ari ráð­stöfun segir Bjarkey að reynslan hafi sýnt að „end­ur­greiðslan á virð­is­auka­skatti jókst tölu­vert enda eins og við vitum þá var t.d. palla­efni og margt fleira tengt bygg­ing­ar­iðn­að­inum ill fáan­legt og virt­ist þetta einnig hvetja til almenns við­halds.“

Fjár­mála­ráðu­neytið mælti ein­dregið gegn fram­leng­ingu

Fram­leng­ing verk­efn­is­ins var nokkuð umdeild inni á þingi í fjár­laga­vinn­unni sem fram í síð­ari hluta des­em­ber. Hafa stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sumir hverjir sagt þessa ráð­stöfun óskyn­sam­lega og í því sam­hengi helst vísað til minn­is­blaðs sem skatta­skrif­stofa fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sendi til efna­hags- og við­skipta­nefndar um málið þann 16. des­em­ber.

Auglýsing

Þar var mælst til þess á nokkuð ein­dreg­inn máta að fallið yrði að öllu leyti frá 100 pró­sent end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af útseldri vinnu strax um ára­mót­in. Meðal ann­ars var vísað til þess að um væri að ræða inn­spýt­ingu fjár­magns í þegar þanið hag­kerfi – en hag­spár bæði Seðla­banka og Hag­stof­unnar gera ráð fyrir því að fram­leiðslu­spenna mynd­ist í þjóð­ar­bú­inu á þessu ári. Auk þess benti fjár­mála­ráðu­neytið á að búist væri við vexti í íbúða­fjár­fest­ingu.

„Þessar spár benda ekki til að þörf sé fyrir sér­stakan skatta­hvata í bygg­ing­ar­starf­semi. Varð­andi end­ur­bætur og við­hald íbúð­ar­hús­næðis þá bendir fátt til verk­efna­skorts. Sú hæfni sem þarf til þeirra verk­efna nýt­ist einnig við bygg­ingu nýs íbúð­ar­hús­næð­is. Þá m á nefna að letj­andi áhrif Covid á ferða­lög til útlanda hafa að sama skapi haft hvetj­andi áhrif á sum­ar­bú­staða­fram­kvæmdir og þau áhrif eru ekki horf­in. Auk þess bendir margt til þess að umfram­eft­ir­spurn sé eftir iðn­að­ar­mönnum og myndi áfram­hald­andi skatta­hvati fremur við­halda því ójafn­vægi en draga úr því,“ segir orð­rétt í minn­is­blað­inu frá ráðu­neyt­inu.

Engin rök­stuðn­ingur í nefnd­ar­á­liti

Engan sér­stakan rök­stuðn­ing er að finna fyrir fram­leng­ingu úrræð­is­ins í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar, sem mælt­ist til þess í fjár­laga­vinn­unni að Allir vinna yrði fram­lengt og lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­lögin þess efnis eftir að hafa fengið fjölda hags­mun­að­ila á sinn fund, meðal ann­ars fjóra hags­muna­verði frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins, sem töl­uðu fyrir því að end­ur­greiðslum virð­is­auka­skatts yrði haldið áfram.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans sagði svo ein­fald­lega að meiri­hlut­inn teldi „ekki tíma­bært“ að fella úrræðið með öllu nið­ur, en frek­ari rök ekki færð fram fyrir því af hverju. Engin afstaða var tekin til áður­nefndra varn­að­ar­orða fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur þó bæði í ræðu­stól Alþingis og í pistli í Morg­un­blað­inu gert grein fyrir því af hverju henni þykir þetta skyn­sam­leg ráð­stöf­un.

Á þingi nefndi hún, eftir að Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ingar gagn­rýndi að ekki hefði verið tekið frekara mið af inni­haldi minn­is­blaðs­ins frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, að bygg­ing­ar­geir­inn hefði tekið á sig gríð­ar­legt högg eftir banka­hrunið og að úrræðið hefði spornað gegn svartri atvinnu­starf­semi. Ávinn­ing­ur­inn sagði Guð­rún vera „óyggj­and­i.“

Þá sagði hún að „vita­skuld“ kæmu inn auknar tekjur í formi tekju­skatts á móti útgjöldum rík­is­ins vegna end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts­ins. Í minn­is­blaði fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur þó fram að óvíst sé hvort það að hækka end­ur­greiðslur úr 60 pró­sentum upp í 100 pró­sent hafi ein­hver áhrif haft á hvata kaup­enda til að greiða fyrir vinnu sam­kvæmt reikn­ingi.

Nefnd­ar­menn spurðir

Fáir þing­menn úr stjórn­ar­meiri­hlut­anum hafa mælt þess­ari ráð­stöfun bót opin­ber­lega og lék Kjarn­anum for­vitni á að vita hver afstaða ann­arra nefnd­ar­manna í meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar til máls­ins hefði verið og væri.

Ein­ungis tveir af fjórum þing­mönnum sem skrif­aðir eru fyrir nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar ásamt for­mann­inum Guð­rúnu brugð­ust við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans sem send var í upp­hafi vik­unn­ar.

Stein­unn Þóra Árna­dóttir þing­maður Vinstri grænna sem situr í nefnd­inni segir í skrif­legu svari að hún hafi stutt breyt­ing­ar­til­lög­una, sem hafi verið milli­leið á milli ólíkra sjón­ar­miða sem komu fram í með­ferð þings­ins.

„Sumir umsagn­ar­að­ilar vildu hafa úrræðið óbreytt árið 2022 annað sjón­ar­mið var að það félli alveg nið­ur. Þá er rétt að benda á að fyrir Covid hafði í mörg ár verið end­ur­greiðsla upp á 60%“ segir Stein­unn Þóra.

Auglýsing

Dilja Mist Ein­ars­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks svar­aði fyr­ir­spurn blaða­manns og benti ein­fald­lega á að rök­stuðn­ing meiri­hluta nefnd­ar­innar mætti finna í nefnd­ar­á­lit­inu, sem hún væri skrifuð fyr­ir.

Tveir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins í nefnd­inni, þau Ágúst Bjarni Garð­ars­son og Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, höfðu ekki brugð­ist við spurn­ingu Kjarn­ans um þeirra afstöðu til máls­ins þegar fréttin fór í birt­ingu. Ágúst Bjarni svar­aði blaða­manni 24. jan­úar og sagð­ist hafa stutt mál­ið, eins og nefnd­ar­á­lit meiri­hlut­ans ber með sér.

„Það voru vissu­lega ólík sjón­ar­mið til staðar en árið 2022 er ekki allt undir eins og þar fram kem­ur. Átakið er að mínu mati vel heppnað og þar sem við erum enn ekki komin út úr far­aldr­in­um, þá tel ég mik­il­vægt að örva atvinnu­líf­ið, búa til störf og hvetja til fjár­fest­inga. Það skilar fjár­munum í rík­is­sjóð,“ segir Ágúst í skrif­legu svari til Kjarn­ans.

Óskað eftir svörum um hvert end­ur­greiðsl­urnar hafa farið

Kristrún Frosta­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar, sem gagn­rýndi ráð­stöf­un­ina og skort á rök­semda­færslu fyrir fram­leng­ingu úrræð­is­ins harð­lega í minni­hluta­á­liti sínu úr fjár­laga­nefnd, beindi fyrr í þess­ari viku fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvernig end­ur­greiðslur vegna Allir vinna skipt­ust eftir sveit­ar­fé­lög­um, lög­að­il­um, ein­stak­lingum og tekju­tí­und­um.

Auk þess spurði hún hvort farið hefði fram mat á áhrifum úrræð­is­ins á inn­heimtu tekju­skatts – og ef svo væri, hverju verk­efnið hefði skil­að.

Fréttin var upp­færð 24. jan­úar með svörum sem bár­ust frá Ágúst Bjarna Garð­ars­syni þing­manni Fram­sókn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar