Vilja að virðisaukaskattur vegna viðhalds og íbúðaframkvæmda verði áfram felldur niður

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur varað við að átakið „Allir vinna“ verði framlengt. Ráðuneytið taldi það óþarft og sagði að framlenging gæti valdi ofþenslu. Samtök iðnaðarins vildu að átakið yrði framlengt. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hefur ákveðið að leggja til að haldið verði tíma­bundið áfram að fella niður virð­is­auka­skatt á starf­semi tengdri bygg­ing­ar­fram­kvæmdum og við­haldi hús­næðis í gegnum átakið „allir vinna“ fram eftir næsta ári, þrátt fyrir að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi lagst hart gegn því. Í minn­is­blaði ráðu­neyt­is­ins sem skilað var inn til nefnd­ar­innar var fram­leng­ingin sögð óþörf og varað við að hún gæti valdið ofþenslu.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans afgreiddi meiri­hlut­inn álit sitt á fundi nefnd­ar­innar í gær. Þar var lagt til að úrræðið fyrir starf­semi tengdri bygg­ing­ar­fram­kvæmdum og við­haldi hús­næðis verði fram­lengt að fullu út ágúst á næsta ári og frá 1. sept­em­ber muni end­ur­greiðslan mið­ast við 60 pró­sent af því sem ætti ann­ars að fara til rík­is­sjóðs sem virð­is­auka­skatt­ur. 

Þá verða end­ur­greiðslur vegna heim­il­is­hjálpar og reglu­legrar umhirðu og vegna frí­stunda­hús­næðis fram­lengdar til 30. júní. End­ur­greiðsla vegna bíla­við­gerða ýmis­konar mun hins vegar falla niður um ára­mót líkt og stefnt var að. 

Engin grein­ing á kostn­aði vegna fram­leng­ing­ar­innar var lögð fram sam­hliða nefnd­ar­á­lit­inu en í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins kom fram að auknar og útvíkk­aðar end­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti frá byrjun far­ald­urs­ins til árs­loka 2021 muni nema 16,5 millj­örðum króna. Þar sagði einnig að ef úrræðin yrðu fram­lengd í óbreyttri mynd út næsta ár gæti rík­is­sjóður orðið af 12 millj­örðum króna á næsta ári. 

Í ljósi þess að end­ur­greiðslur vegna íbúð­ar­hús­næðis hafa verið næstum 80 pró­sent allra end­ur­greiðslna vegna átaks­ins „Allir vinna“ er ljóst að við­bót­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna fram­leng­ing­ar­innar mun hlaupa á millj­örðum króna. 

Inn­spýt­ing í þegar þanið hag­kerfi

Sam­kvæmt fram­lögðu fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar stóð til að hætta átak­inu „Allir vinna“ í þeirri mynd sem verið hefur frá upp­hafi far­ald­urs­ins um kom­andi ára­mót. 

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, þar sem ákvörð­unin um að fram­lengja ekki úrræðið var rök­studd, er sér­stak­lega nefnt slík fram­leng­ing gæti falið í sér ruðn­ings­á­hrif, þar sem mik­illi upp­bygg­ingu hús­næðis sé nú þegar spáð á næstu miss­er­um. „Um væri að ræða inn­spýt­ingu á fjár­magni sem væri nú þegar þan­ið,“ segir í minn­is­blað­inu.

Auglýsing
Ráðuneytið nefndi einnig að fram­leng­ing úrræð­is­ins myndi fela í sér mikið tekju­tap fyrir rík­is­sjóð, líkt og rakið er hér að ofan. 

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu eru ekki sömu for­sendur til staðar fyrir nið­ur­fell­ingu á virð­is­auka­skatti vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda nú og í mars í fyrra, þar sem ýmsum atvinnu­grein­um, þar á meðal bygg­ing­ar­iðn­aði, hafi gengið vel frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Enn fremur spá bæði Seðla­bank­inn og Hag­stofan mik­illi aukn­ingu í íbúð­ar­fjár­fest­ingu á næstu miss­erum, þrátt fyrir að „Allir vinna“- átakið yrði ekki fram­lengt.

Í minn­is­blaði sínu nefnir ráðu­neytið einnig að búist sé við fram­leiðslu­spennu í hag­kerf­inu á næsta ári, auk þess sem verð­bólga hafi auk­ist og vextir hækk­að. Við þær aðstæður þurfi skýr rök til að lög­festa enn frek­ari inn­spýt­ingu inn í hag­kerfið sem átakið myndi fela í sér.

Fóru fram á ár í við­bót

Hags­muna­sam­tök þeirra sem málið snertir fjár­hags­lega eru ekki á sama máli. Í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varpið segja Sam­tök iðn­að­ar­ins að átakið hafi átt sinn þátt í því að nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­aði og mann­virkja­gerð hafi verið minni en oft áður í fyrri nið­ur­sveifl­um. Í ljósi þess hversu vel hafi tek­ist með verk­efn­ið, og að ýmis heim­ili og fyr­ir­tæki séu enn í við­kvæmri stöðu eftir efna­hags­sam­drátt­inn, telja sam­tökin mik­il­vægt að átakið verði fram­lengt um að minnsta kosti eitt ár.

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd: Bára Huld Beck

Í öðru minn­is­blaði sem birt­ist á vef alþingis fyrir helgi segja Sam­tök iðn­að­ar­ins að enn sé umtals­verður slaki í bygg­ing­ar­iðn­aði, sem líkur séu á að verði að minnsta kosti út næsta ár. Máli sínu til stuðn­ings bentu þau á fjölda atvinnu­lausra í grein­inni sem er nú meiri heldur en í upp­sveifl­unni frá 2015 til 2019, auk þess sem þau benda á að umfang hennar sé enn minna en það var þá.

Nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­að­inum byrj­aði þó nokkru fyrir far­ald­ur­inn. Ef litið er á tölur Hag­stofu má sjá að greinin stendur tölu­vert betur að vígi í ár heldur en að hún gerði þegar „Allir vinna“ átakið var lög­fest, þar sem tæp­lega þús­und fleiri störf­uðu í grein­inni síð­ast­lið­inn sept­em­ber heldur en í byrjun síð­asta árs. Fjölg­unin á þessu tíma­bili nemur um 7,5 pró­sent­um, en til sam­an­burðar hefur störfum í öllu hag­kerf­inu fjölgað um rétt rúm 5 pró­sent á sama tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar