Vilja að virðisaukaskattur vegna viðhalds og íbúðaframkvæmda verði áfram felldur niður

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur varað við að átakið „Allir vinna“ verði framlengt. Ráðuneytið taldi það óþarft og sagði að framlenging gæti valdi ofþenslu. Samtök iðnaðarins vildu að átakið yrði framlengt. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hefur ákveðið að leggja til að haldið verði tíma­bundið áfram að fella niður virð­is­auka­skatt á starf­semi tengdri bygg­ing­ar­fram­kvæmdum og við­haldi hús­næðis í gegnum átakið „allir vinna“ fram eftir næsta ári, þrátt fyrir að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi lagst hart gegn því. Í minn­is­blaði ráðu­neyt­is­ins sem skilað var inn til nefnd­ar­innar var fram­leng­ingin sögð óþörf og varað við að hún gæti valdið ofþenslu.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans afgreiddi meiri­hlut­inn álit sitt á fundi nefnd­ar­innar í gær. Þar var lagt til að úrræðið fyrir starf­semi tengdri bygg­ing­ar­fram­kvæmdum og við­haldi hús­næðis verði fram­lengt að fullu út ágúst á næsta ári og frá 1. sept­em­ber muni end­ur­greiðslan mið­ast við 60 pró­sent af því sem ætti ann­ars að fara til rík­is­sjóðs sem virð­is­auka­skatt­ur. 

Þá verða end­ur­greiðslur vegna heim­il­is­hjálpar og reglu­legrar umhirðu og vegna frí­stunda­hús­næðis fram­lengdar til 30. júní. End­ur­greiðsla vegna bíla­við­gerða ýmis­konar mun hins vegar falla niður um ára­mót líkt og stefnt var að. 

Engin grein­ing á kostn­aði vegna fram­leng­ing­ar­innar var lögð fram sam­hliða nefnd­ar­á­lit­inu en í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins kom fram að auknar og útvíkk­aðar end­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti frá byrjun far­ald­urs­ins til árs­loka 2021 muni nema 16,5 millj­örðum króna. Þar sagði einnig að ef úrræðin yrðu fram­lengd í óbreyttri mynd út næsta ár gæti rík­is­sjóður orðið af 12 millj­örðum króna á næsta ári. 

Í ljósi þess að end­ur­greiðslur vegna íbúð­ar­hús­næðis hafa verið næstum 80 pró­sent allra end­ur­greiðslna vegna átaks­ins „Allir vinna“ er ljóst að við­bót­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna fram­leng­ing­ar­innar mun hlaupa á millj­örðum króna. 

Inn­spýt­ing í þegar þanið hag­kerfi

Sam­kvæmt fram­lögðu fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar stóð til að hætta átak­inu „Allir vinna“ í þeirri mynd sem verið hefur frá upp­hafi far­ald­urs­ins um kom­andi ára­mót. 

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, þar sem ákvörð­unin um að fram­lengja ekki úrræðið var rök­studd, er sér­stak­lega nefnt slík fram­leng­ing gæti falið í sér ruðn­ings­á­hrif, þar sem mik­illi upp­bygg­ingu hús­næðis sé nú þegar spáð á næstu miss­er­um. „Um væri að ræða inn­spýt­ingu á fjár­magni sem væri nú þegar þan­ið,“ segir í minn­is­blað­inu.

Auglýsing
Ráðuneytið nefndi einnig að fram­leng­ing úrræð­is­ins myndi fela í sér mikið tekju­tap fyrir rík­is­sjóð, líkt og rakið er hér að ofan. 

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu eru ekki sömu for­sendur til staðar fyrir nið­ur­fell­ingu á virð­is­auka­skatti vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda nú og í mars í fyrra, þar sem ýmsum atvinnu­grein­um, þar á meðal bygg­ing­ar­iðn­aði, hafi gengið vel frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Enn fremur spá bæði Seðla­bank­inn og Hag­stofan mik­illi aukn­ingu í íbúð­ar­fjár­fest­ingu á næstu miss­erum, þrátt fyrir að „Allir vinna“- átakið yrði ekki fram­lengt.

Í minn­is­blaði sínu nefnir ráðu­neytið einnig að búist sé við fram­leiðslu­spennu í hag­kerf­inu á næsta ári, auk þess sem verð­bólga hafi auk­ist og vextir hækk­að. Við þær aðstæður þurfi skýr rök til að lög­festa enn frek­ari inn­spýt­ingu inn í hag­kerfið sem átakið myndi fela í sér.

Fóru fram á ár í við­bót

Hags­muna­sam­tök þeirra sem málið snertir fjár­hags­lega eru ekki á sama máli. Í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varpið segja Sam­tök iðn­að­ar­ins að átakið hafi átt sinn þátt í því að nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­aði og mann­virkja­gerð hafi verið minni en oft áður í fyrri nið­ur­sveifl­um. Í ljósi þess hversu vel hafi tek­ist með verk­efn­ið, og að ýmis heim­ili og fyr­ir­tæki séu enn í við­kvæmri stöðu eftir efna­hags­sam­drátt­inn, telja sam­tökin mik­il­vægt að átakið verði fram­lengt um að minnsta kosti eitt ár.

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd: Bára Huld Beck

Í öðru minn­is­blaði sem birt­ist á vef alþingis fyrir helgi segja Sam­tök iðn­að­ar­ins að enn sé umtals­verður slaki í bygg­ing­ar­iðn­aði, sem líkur séu á að verði að minnsta kosti út næsta ár. Máli sínu til stuðn­ings bentu þau á fjölda atvinnu­lausra í grein­inni sem er nú meiri heldur en í upp­sveifl­unni frá 2015 til 2019, auk þess sem þau benda á að umfang hennar sé enn minna en það var þá.

Nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­að­inum byrj­aði þó nokkru fyrir far­ald­ur­inn. Ef litið er á tölur Hag­stofu má sjá að greinin stendur tölu­vert betur að vígi í ár heldur en að hún gerði þegar „Allir vinna“ átakið var lög­fest, þar sem tæp­lega þús­und fleiri störf­uðu í grein­inni síð­ast­lið­inn sept­em­ber heldur en í byrjun síð­asta árs. Fjölg­unin á þessu tíma­bili nemur um 7,5 pró­sent­um, en til sam­an­burðar hefur störfum í öllu hag­kerf­inu fjölgað um rétt rúm 5 pró­sent á sama tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar