Ekki oft sem ráðuneyti vari Alþingi við hagstjórnarmistökum

Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki tekið tillit til varnaðarorða fjármálaráðuneytisins um framlengingu „Allir vinna“. Formaður nefndarinnar segir „ósanngjarnt“ að horfa bara á útgjaldahlið átaksins.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Guð­rúnu Haf­steins­dóttur for­mann efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis að því á Alþingi í dag hvernig stæði á því að meiri­hluti nefnd­ar­innar hefði ekki brugð­ist með neinum hætti við þeim „þungu og afger­andi við­vör­un­ar­orð­um“ sem skrif­stofa skatta­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu hefði beint til þings­ins hvað varðar fram­leng­ingu úrræðis sem nefn­ist Allir vinna.

Í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar við svo­kallað band­orms­frum­varp sem lagt var fram sam­hliða fjár­lög­unum er lagt til að úrræðið verði fram­lengt út ágúst­mán­uð, en þó með ákveðnum breyt­ingum sem draga aðeins úr umfang­inu, eins og Kjarn­inn fjall­aði um skömmu fyrir jól.

Skrif­stofa skatta­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu mælti hins vegar fremur afger­andi gegn því að úrræð­ið, sem felur í sér fulla end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af ákveðnum teg­undum útseldrar vinnu, yrði fram­lengt í þeirri mynd sem tekin var upp eftir að kór­ónu­veiran fór að láta á sér kræla.

Jóhann Páll spurði að því á Alþingi í morgun hvernig stæði á því að ekki hefði verið tekið til­lit til þeirra við­vör­un­ar­orða sem sett voru fram af hálfu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans og rifj­aði upp að það væri mat ráðu­neyt­is­ins að fram­leng­ing Allir vinna væri hrein­lega óráð­leg.

„Að mati ráðu­neyt­is­ins er fram­leng­ingin til þess fallin að ýta undir þenslu, hún raskar jafn­ræði á milli atvinnu­greina, grefur undir skil­virkni virð­is­auka­skatt­kerf­is­ins, kostar á átt­unda millj­arð króna á næsta ári og tor­veldar það verk­efni að draga úr halla­rekstri rík­is­sjóðs og halda aftur af verð­bólgu. Svo benti ráðu­neytið líka á það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið sporni gegn svartri atvinnu­starf­semi eða stuðli að betri skatt­skil­um, það liggja ekki fyrir neinar grein­ingar á þessu,“ sagði Jóhann Páll.

Til við­bótar því sem þing­mað­ur­inn nefndi má nefna að í minn­is­blað­inu frá ráðu­neyt­inu er þess getið að Skatt­ur­inn hefði sett mikla vinnu í að afgreiða þær yfir hund­rað þús­und end­ur­greiðslu­beiðnir sem borist hafa vegna úrræð­is­ins frá því í mars 2020 – og að ráðu­neytið velti því upp hvort tíma starfs­manna Skatts­ins væri ef til vill betur varið í skatt­eft­ir­lit.

Auglýsing

Jóhann Páll bað um útskýr­ingar frá Guð­rúnu á því að hvaða leyti meiri­hluti nefnd­ar­innar væri ósam­mála því sem fram kom í minn­is­blað­inu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem og á því hvers vegna ekki væri brugð­ist við inni­haldi minn­is­blaðs­ins með neinum hætti í nefnd­ar­á­lit­inu. Þing­mað­ur­inn nefndi að það væri ekki oft sem ráðu­neyti teldi sig knúið til þess að bein­línis vara Alþingi við hag­stjórn­ar­mis­tökum með þeim hætti sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­neytið hefði gert í þessu máli.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hafi tekið á sig fyrri högg

Guð­rún svar­aði því til að Allir vinna hefði verið við lýði í mjög langan tíma í íslensku sam­fé­lagi og full­yrti að úrræði hefði skilað ávinn­ingi í bar­átt­unni gegn svartri atvinnu­starf­semi í land­inu. Hún sagði að það væri enn slaki í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi og að þegar hefði gefið á bát­inn í íslensku efna­hags­lífi hefði mann­virkja­geir­inn verið sá geiri sem hefði þurft að bera mjög þungar byrð­ar.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Við þekkjum það öll frá efna­hags­á­fall­inu sem varð hér í kjöl­far banka­hruns­ins þá varð það högg sem bygg­ing­ar­geir­inn fékk á sig gríð­ar­legt og hefur hann varla borið sitt barr síð­an,“ sagði Guð­rún. Hún nefndi svo aftur að úrræðið hefði spornað gegn svartri atvinnu­starf­semi – það væri „óyggj­andi“ að ávinn­ingur væri af því að þessi vinna væri gefin upp, í stað þess að við­skiptin færu fram utan skatt­kerf­is­ins.

Jóhann Páll steig aftur í pontu og sagði að Guð­rún virt­ist frekar vera að tala „út frá til­finn­ingu um hvernig hlut­irnir séu“ fremur en gögn­um, en ráðu­neytið hefði byggt álit sitt á. Hann benti síðan á að áður en end­ur­greiðslu­hlut­fallið var fært upp í 100 pró­sent hefðu end­ur­greiðslur numið 60 pró­sentum og að ekki hefði verið með neinum hætti sýnt fram á það að það hefði aukið skatt­skil að færa hlut­fallið upp í 100 pró­sent.

Guð­rún sagði að nefndin hefði saknað þess að fá að sjá frá ráðu­neyt­inu útreikn­inga á tekju­hlið­inni, en ráðu­neytið hefði ein­göngu fært fram útreikn­inga á útgjalda­hlið­inni, eins og það komi ekk­ert inn til rík­is­ins vegna þessa úrræð­is.

„Okkur hættir til að gleyma því að það að öll vinna sé gefin upp til skatts, þá skilar hann sér til rík­is­ins, það er greitt útsvar, það kemur tekju­skatt­ur, það eru tekjur á móti. Það er ósann­gjarnt að horfa bara á annan öxul­inn hér og sjá bara útgjalda­hlið­ina, það koma vita­skuld tekjur inn á mót­i,“ ­sagði Guð­rún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent