Ekki oft sem ráðuneyti vari Alþingi við hagstjórnarmistökum

Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki tekið tillit til varnaðarorða fjármálaráðuneytisins um framlengingu „Allir vinna“. Formaður nefndarinnar segir „ósanngjarnt“ að horfa bara á útgjaldahlið átaksins.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Guð­rúnu Haf­steins­dóttur for­mann efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis að því á Alþingi í dag hvernig stæði á því að meiri­hluti nefnd­ar­innar hefði ekki brugð­ist með neinum hætti við þeim „þungu og afger­andi við­vör­un­ar­orð­um“ sem skrif­stofa skatta­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu hefði beint til þings­ins hvað varðar fram­leng­ingu úrræðis sem nefn­ist Allir vinna.

Í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar við svo­kallað band­orms­frum­varp sem lagt var fram sam­hliða fjár­lög­unum er lagt til að úrræðið verði fram­lengt út ágúst­mán­uð, en þó með ákveðnum breyt­ingum sem draga aðeins úr umfang­inu, eins og Kjarn­inn fjall­aði um skömmu fyrir jól.

Skrif­stofa skatta­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu mælti hins vegar fremur afger­andi gegn því að úrræð­ið, sem felur í sér fulla end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af ákveðnum teg­undum útseldrar vinnu, yrði fram­lengt í þeirri mynd sem tekin var upp eftir að kór­ónu­veiran fór að láta á sér kræla.

Jóhann Páll spurði að því á Alþingi í morgun hvernig stæði á því að ekki hefði verið tekið til­lit til þeirra við­vör­un­ar­orða sem sett voru fram af hálfu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans og rifj­aði upp að það væri mat ráðu­neyt­is­ins að fram­leng­ing Allir vinna væri hrein­lega óráð­leg.

„Að mati ráðu­neyt­is­ins er fram­leng­ingin til þess fallin að ýta undir þenslu, hún raskar jafn­ræði á milli atvinnu­greina, grefur undir skil­virkni virð­is­auka­skatt­kerf­is­ins, kostar á átt­unda millj­arð króna á næsta ári og tor­veldar það verk­efni að draga úr halla­rekstri rík­is­sjóðs og halda aftur af verð­bólgu. Svo benti ráðu­neytið líka á það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið sporni gegn svartri atvinnu­starf­semi eða stuðli að betri skatt­skil­um, það liggja ekki fyrir neinar grein­ingar á þessu,“ sagði Jóhann Páll.

Til við­bótar því sem þing­mað­ur­inn nefndi má nefna að í minn­is­blað­inu frá ráðu­neyt­inu er þess getið að Skatt­ur­inn hefði sett mikla vinnu í að afgreiða þær yfir hund­rað þús­und end­ur­greiðslu­beiðnir sem borist hafa vegna úrræð­is­ins frá því í mars 2020 – og að ráðu­neytið velti því upp hvort tíma starfs­manna Skatts­ins væri ef til vill betur varið í skatt­eft­ir­lit.

Auglýsing

Jóhann Páll bað um útskýr­ingar frá Guð­rúnu á því að hvaða leyti meiri­hluti nefnd­ar­innar væri ósam­mála því sem fram kom í minn­is­blað­inu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem og á því hvers vegna ekki væri brugð­ist við inni­haldi minn­is­blaðs­ins með neinum hætti í nefnd­ar­á­lit­inu. Þing­mað­ur­inn nefndi að það væri ekki oft sem ráðu­neyti teldi sig knúið til þess að bein­línis vara Alþingi við hag­stjórn­ar­mis­tökum með þeim hætti sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­neytið hefði gert í þessu máli.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hafi tekið á sig fyrri högg

Guð­rún svar­aði því til að Allir vinna hefði verið við lýði í mjög langan tíma í íslensku sam­fé­lagi og full­yrti að úrræði hefði skilað ávinn­ingi í bar­átt­unni gegn svartri atvinnu­starf­semi í land­inu. Hún sagði að það væri enn slaki í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi og að þegar hefði gefið á bát­inn í íslensku efna­hags­lífi hefði mann­virkja­geir­inn verið sá geiri sem hefði þurft að bera mjög þungar byrð­ar.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Við þekkjum það öll frá efna­hags­á­fall­inu sem varð hér í kjöl­far banka­hruns­ins þá varð það högg sem bygg­ing­ar­geir­inn fékk á sig gríð­ar­legt og hefur hann varla borið sitt barr síð­an,“ sagði Guð­rún. Hún nefndi svo aftur að úrræðið hefði spornað gegn svartri atvinnu­starf­semi – það væri „óyggj­andi“ að ávinn­ingur væri af því að þessi vinna væri gefin upp, í stað þess að við­skiptin færu fram utan skatt­kerf­is­ins.

Jóhann Páll steig aftur í pontu og sagði að Guð­rún virt­ist frekar vera að tala „út frá til­finn­ingu um hvernig hlut­irnir séu“ fremur en gögn­um, en ráðu­neytið hefði byggt álit sitt á. Hann benti síðan á að áður en end­ur­greiðslu­hlut­fallið var fært upp í 100 pró­sent hefðu end­ur­greiðslur numið 60 pró­sentum og að ekki hefði verið með neinum hætti sýnt fram á það að það hefði aukið skatt­skil að færa hlut­fallið upp í 100 pró­sent.

Guð­rún sagði að nefndin hefði saknað þess að fá að sjá frá ráðu­neyt­inu útreikn­inga á tekju­hlið­inni, en ráðu­neytið hefði ein­göngu fært fram útreikn­inga á útgjalda­hlið­inni, eins og það komi ekk­ert inn til rík­is­ins vegna þessa úrræð­is.

„Okkur hættir til að gleyma því að það að öll vinna sé gefin upp til skatts, þá skilar hann sér til rík­is­ins, það er greitt útsvar, það kemur tekju­skatt­ur, það eru tekjur á móti. Það er ósann­gjarnt að horfa bara á annan öxul­inn hér og sjá bara útgjalda­hlið­ina, það koma vita­skuld tekjur inn á mót­i,“ ­sagði Guð­rún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent