Færið oss hrunið í nýjum búningi

Bolli Héðinsson segir engin teikn á lofti um breytingu í starfsháttum og framkomu Festi. Hann spyr hvort ekki sé kominn tími til að tengja svo lífeyrissjóðir átti sig á ábyrgð sinni?

Auglýsing

Festi hf. er félag skráð á hluta­bréfa­mark­aði og að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða. Til und­ir­bún­ings aðal­fundi félags­ins er starf­rækt svokölluð til­nefn­ing­ar­nefnd sem á að finna heppi­leg­ustu fram­bjóð­endur til stjórnar félags­ins. Mér lék hugur á að vita meira um starf­semi til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar, ekki vegna þess ég hafi áhuga á að verða til­nefnd­ur, heldur vegna þess að hér um að ræða eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins og í eigu almenn­ings bæði beint og óbeint.

Því sendi ég til­nefn­ing­ar­nefnd­inni eft­ir­far­andi erind­i:  

  • Hver til­nefndi þá ein­stak­linga sem nú sitja í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni?
  • Hvernig er nefndin kjör­in/­skip­uð?
  • Hvað fá ein­stakir nefnd­ar­menn greitt fyrir störf sín í nefnd­inn­i? 
  • Hver ákveður upp­hæð greiðsl­unn­ar?
  • Flettir til­nefn­ing­ar­nefndin upp í skýrslum rann­sókn­ar­nefnda Alþingis um hrunið þegar mat er lagt á hverjir eru til­nefndir til stjórn­ar­setu og skoðar umfjöllun um við­kom­andi þar? 
  • Má búast við að nefndin til­nefni til stjórn­ar­setu ein­stak­linga sem í fyrri störfum sínum áttu hlut að því að veru­legir fjár­munir fóru for­görðum þ.á.m. fjár­munir líf­eyr­is­sjóða þó við­kom­andi hafi ekki verið kærður eða hlotið dóm fyr­ir?
  • Hver er aðkoma for­stjóra félags­ins og frá­far­andi stjórnar að starfi nefnd­ar­inn­ar?
  • Var það núver­andi til­nefn­ing­ar­nefnd sem til­nefndi frá­far­andi stjórn­ar­for­mann til stjórn­ar­set­u?  

Fljót­lega barst svar frá for­manni nefnd­ar­innar sem kvaðst ekki mundu veita mér umbeðnar upp­lýs­ingar þrátt fyrir að:

Auglýsing
  • hér sé um að ræða félag þar sem for­maður stjórnar félags­ins varð nýlega upp­vís að ótil­hlýði­legri fram­komu við unga konu og
  • þetta sama félag afvega­leiddi opin­bera aðila til að láta þá færa sér við­skipta­vini á silf­ur­fati til þess að geta okrað á þeim.

Þetta er félag sem telur sig rísa undir nafni sem almenn­ings­hluta­fé­lag þar sem það er skráð á hluta­bréfa­mark­að, auk­in­heldur að almenn­ingur er í reynd eig­and­inn, svo félag­inu ætti að vera kapps­mál að veita sem mestar og gleggstar upp­lýs­ingar um starf­semi sína.

Hrun­verjaklíka

Í leið­ara Kjarn­ans 21. jan. sagði um Festi h.f.:

Þrír einka­fjár­festar eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa. Félag í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, sem er líka á meðal þeirra sem eru ásak­aðir um að brjóta gegn kon­unni, á 1,9 pró­sent hlut. Hregg­viður var stjórn­ar­for­maður Festi áður en Þórður Már, vinur hans, tók við því starfi. Félag Bjarna Ármanns­son­ar, vinar Þórðar Más sem hefur stundað fjár­fest­ingar með honum, á 1,6 pró­sent hlut. Og félag Þórðar Más á tæp­lega 1,6 pró­sent. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þeirra er því rétt rúm­lega fimm pró­sent. Altalað er í við­skipta­líf­inu að þessi hópur hafi haft tögl og hagldir í Festi á und­an­förnum árum. Þórður Már fór þó ekki frá fyrr en málið hafði verið opin­berað í fjöl­miðl­um. Vit­neskja hafði þá verið um það innan stjórnar Festi og á meðal sumra sjóð­anna í margar vikur án þess að brugð­ist væri við af kraft­i.“ 

Því miður eru engin teikn á lofti um breyt­ingu í starfs­háttum og fram­komu félags­ins og síst er þess að vænta þegar for­maður umræddrar til­nefn­ing­ar­nefndar telur sig ekki þurfa að svara fyrr­greindum spurn­ing­um.

Líkt og spurt var í leið­ara Kjarn­ans þá hljótum við sem eigum þetta fyr­ir­tæki að spyrja hvers vegna þetta við­gang­ist? Hvers vegna er það látið átölu­laust að ein­stak­lingar sem með störfum sínum fyrir hrun stuðl­uðu að millj­arða tapi líf­eyr­is­sjóða, sem margir hverjir þurftu að skerða líf­eyr­is­rétt­indi sjóð­fé­laga um tugi pró­senta, skulu kall­aðir til starfa og valdir til æðstu met­orða í fyr­ir­tækjum í eigu þess­ara sömu líf­eyr­is­sjóða? 

Svarið er skortur á sam­stöðu líf­eyr­is­sjóða við val á þeim ein­stak­lingum sem setj­ast í stjórnir félaga á borð við Festi. Reyndar er það ekki alveg rétt því líf­eyr­is­sjóð­irnir eru að því er virð­ist nokkuð sam­stíga um að láta þetta við­gang­ast átölu­laust.

Guð­rún John­sen lektor segir í nýlegri grein í Vís­bend­ingu:

Sem hlut­hafar í skráðum og óskráðum fyr­ir­tækjum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir ríka ábyrgð. Í krafti eign­ar­halds síns hafa þeir slag­kraft til að til­nefna stjórn­ar­menn, kalla til hlut­hafa­fundar og krefja stjórn­endur svara um hin ýmsu atriði, greiða atkvæði á hlut­hafa­fund­um, móta sam­þykktir fyr­ir­tækja og eftir atvikum aga stjórn­endur með því að sjá til þess að lög og rétt­indi hlut­hafa séu virt. 

Nauð­syn­legt er að kort­leggja með reglu­legu milli­bili virkni líf­eyr­is­sjóða sem hlut­hafa til að kanna hvort laga­leg umgjörð dugar til að til­gangur sjóð­anna nái fram að ganga þegar kemur að því að standa vörð um að lang­tíma­hags­munir sjóð­fé­laga og minni­hluta­eig­enda.

Ójöfn­uður auðs og tekna hefur auk­ist um allan hinn vest­ræna heim og nálg­ast í sumum löndum hratt þá stöðu sem uppi var um þar síð­ustu alda­mót... Þess vegna hafa augu fólks m.a. beinst að líf­eyr­is­sjóð­unum á ný um að þeir sinni upp­runa­legum til­gangi sínum af ein­urð og beiti afli sínu sem hlut­hafar og fjár­magns­eig­end­ur, svo að stjórn­endur og iðn­rek­endur stundi heil­brigða og sjálf­bæra við­skipta­hætti, ásamt því að tryggja öruggan líf­eyri eftir starfs­lok.

Er ekki kom­inn tími til að tengja svo líf­eyr­is­sjóðir átti sig á ábyrgð sinni?

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar