Færið oss hrunið í nýjum búningi

Bolli Héðinsson segir engin teikn á lofti um breytingu í starfsháttum og framkomu Festi. Hann spyr hvort ekki sé kominn tími til að tengja svo lífeyrissjóðir átti sig á ábyrgð sinni?

Auglýsing

Festi hf. er félag skráð á hluta­bréfa­mark­aði og að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða. Til und­ir­bún­ings aðal­fundi félags­ins er starf­rækt svokölluð til­nefn­ing­ar­nefnd sem á að finna heppi­leg­ustu fram­bjóð­endur til stjórnar félags­ins. Mér lék hugur á að vita meira um starf­semi til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar, ekki vegna þess ég hafi áhuga á að verða til­nefnd­ur, heldur vegna þess að hér um að ræða eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins og í eigu almenn­ings bæði beint og óbeint.

Því sendi ég til­nefn­ing­ar­nefnd­inni eft­ir­far­andi erind­i:  

  • Hver til­nefndi þá ein­stak­linga sem nú sitja í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni?
  • Hvernig er nefndin kjör­in/­skip­uð?
  • Hvað fá ein­stakir nefnd­ar­menn greitt fyrir störf sín í nefnd­inn­i? 
  • Hver ákveður upp­hæð greiðsl­unn­ar?
  • Flettir til­nefn­ing­ar­nefndin upp í skýrslum rann­sókn­ar­nefnda Alþingis um hrunið þegar mat er lagt á hverjir eru til­nefndir til stjórn­ar­setu og skoðar umfjöllun um við­kom­andi þar? 
  • Má búast við að nefndin til­nefni til stjórn­ar­setu ein­stak­linga sem í fyrri störfum sínum áttu hlut að því að veru­legir fjár­munir fóru for­görðum þ.á.m. fjár­munir líf­eyr­is­sjóða þó við­kom­andi hafi ekki verið kærður eða hlotið dóm fyr­ir?
  • Hver er aðkoma for­stjóra félags­ins og frá­far­andi stjórnar að starfi nefnd­ar­inn­ar?
  • Var það núver­andi til­nefn­ing­ar­nefnd sem til­nefndi frá­far­andi stjórn­ar­for­mann til stjórn­ar­set­u?  

Fljót­lega barst svar frá for­manni nefnd­ar­innar sem kvaðst ekki mundu veita mér umbeðnar upp­lýs­ingar þrátt fyrir að:

Auglýsing
  • hér sé um að ræða félag þar sem for­maður stjórnar félags­ins varð nýlega upp­vís að ótil­hlýði­legri fram­komu við unga konu og
  • þetta sama félag afvega­leiddi opin­bera aðila til að láta þá færa sér við­skipta­vini á silf­ur­fati til þess að geta okrað á þeim.

Þetta er félag sem telur sig rísa undir nafni sem almenn­ings­hluta­fé­lag þar sem það er skráð á hluta­bréfa­mark­að, auk­in­heldur að almenn­ingur er í reynd eig­and­inn, svo félag­inu ætti að vera kapps­mál að veita sem mestar og gleggstar upp­lýs­ingar um starf­semi sína.

Hrun­verjaklíka

Í leið­ara Kjarn­ans 21. jan. sagði um Festi h.f.:

Þrír einka­fjár­festar eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa. Félag í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, sem er líka á meðal þeirra sem eru ásak­aðir um að brjóta gegn kon­unni, á 1,9 pró­sent hlut. Hregg­viður var stjórn­ar­for­maður Festi áður en Þórður Már, vinur hans, tók við því starfi. Félag Bjarna Ármanns­son­ar, vinar Þórðar Más sem hefur stundað fjár­fest­ingar með honum, á 1,6 pró­sent hlut. Og félag Þórðar Más á tæp­lega 1,6 pró­sent. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þeirra er því rétt rúm­lega fimm pró­sent. Altalað er í við­skipta­líf­inu að þessi hópur hafi haft tögl og hagldir í Festi á und­an­förnum árum. Þórður Már fór þó ekki frá fyrr en málið hafði verið opin­berað í fjöl­miðl­um. Vit­neskja hafði þá verið um það innan stjórnar Festi og á meðal sumra sjóð­anna í margar vikur án þess að brugð­ist væri við af kraft­i.“ 

Því miður eru engin teikn á lofti um breyt­ingu í starfs­háttum og fram­komu félags­ins og síst er þess að vænta þegar for­maður umræddrar til­nefn­ing­ar­nefndar telur sig ekki þurfa að svara fyrr­greindum spurn­ing­um.

Líkt og spurt var í leið­ara Kjarn­ans þá hljótum við sem eigum þetta fyr­ir­tæki að spyrja hvers vegna þetta við­gang­ist? Hvers vegna er það látið átölu­laust að ein­stak­lingar sem með störfum sínum fyrir hrun stuðl­uðu að millj­arða tapi líf­eyr­is­sjóða, sem margir hverjir þurftu að skerða líf­eyr­is­rétt­indi sjóð­fé­laga um tugi pró­senta, skulu kall­aðir til starfa og valdir til æðstu met­orða í fyr­ir­tækjum í eigu þess­ara sömu líf­eyr­is­sjóða? 

Svarið er skortur á sam­stöðu líf­eyr­is­sjóða við val á þeim ein­stak­lingum sem setj­ast í stjórnir félaga á borð við Festi. Reyndar er það ekki alveg rétt því líf­eyr­is­sjóð­irnir eru að því er virð­ist nokkuð sam­stíga um að láta þetta við­gang­ast átölu­laust.

Guð­rún John­sen lektor segir í nýlegri grein í Vís­bend­ingu:

Sem hlut­hafar í skráðum og óskráðum fyr­ir­tækjum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir ríka ábyrgð. Í krafti eign­ar­halds síns hafa þeir slag­kraft til að til­nefna stjórn­ar­menn, kalla til hlut­hafa­fundar og krefja stjórn­endur svara um hin ýmsu atriði, greiða atkvæði á hlut­hafa­fund­um, móta sam­þykktir fyr­ir­tækja og eftir atvikum aga stjórn­endur með því að sjá til þess að lög og rétt­indi hlut­hafa séu virt. 

Nauð­syn­legt er að kort­leggja með reglu­legu milli­bili virkni líf­eyr­is­sjóða sem hlut­hafa til að kanna hvort laga­leg umgjörð dugar til að til­gangur sjóð­anna nái fram að ganga þegar kemur að því að standa vörð um að lang­tíma­hags­munir sjóð­fé­laga og minni­hluta­eig­enda.

Ójöfn­uður auðs og tekna hefur auk­ist um allan hinn vest­ræna heim og nálg­ast í sumum löndum hratt þá stöðu sem uppi var um þar síð­ustu alda­mót... Þess vegna hafa augu fólks m.a. beinst að líf­eyr­is­sjóð­unum á ný um að þeir sinni upp­runa­legum til­gangi sínum af ein­urð og beiti afli sínu sem hlut­hafar og fjár­magns­eig­end­ur, svo að stjórn­endur og iðn­rek­endur stundi heil­brigða og sjálf­bæra við­skipta­hætti, ásamt því að tryggja öruggan líf­eyri eftir starfs­lok.

Er ekki kom­inn tími til að tengja svo líf­eyr­is­sjóðir átti sig á ábyrgð sinni?

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar