Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýnar og umsvifa­mik­ill fjár­fest­ir, skrif­aði nýverið grein í Ára­mót, blað sem Við­skipta­blaðið gefur út í lok hvers árs. Þar sagði meðal ann­ars: „Í dag er mikil pressa á fyr­ir­tæki að hugsa út fyrir hefð­bundið mark­mið sitt, að skapa verð­mæti. Í dag eiga fyr­ir­tæki að hafa sjálf­bærni­stefnu, sam­fé­lags­stefnu, umhverf­is­stefnu og svo mætti lengi telja. Það sem ein­hverjir virð­ast ekki átta sig á er að allar nýjar kvaðir tak­marka burði fyr­ir­tækja til verð­mæta­sköp­un­ar.“

Hann véfengdi í grein­inni að stjórn­endur fyr­ir­tækja hafi ein­hvers­konar umboð til að krýna sig sem „ridd­ara rétt­læt­is“ í þeim skiln­ingi að þeir inn­leiði ein­hvers­konar sam­fé­lags­lega stefnu og vék svo að stærstu eig­endum íslenskra fyr­ir­tækja, líf­eyr­is­sjóðum lands­ins.

Heiðar sagði lög um þá vera alveg skýr, til­gangur sjóð­anna væri að ávaxta fé, ekk­ert ann­að. Sem­sagt að græða pen­ing­inn. „Ég tel ein­sýnt að ef líf­eyr­is­sjóðir ætla að fjár­festa út frá öðrum for­sendum þurfi fyrst að fá sam­þykki eig­enda sjóð­anna, sjóðs­fé­laga, á aðal­fundi. En jafn­vel áður en það ger­ist þyrfti auð­vitað að breyta lögum til þess að lög­legt væri að fram­kvæma nýja stefnu sem snýr ekki bara um að velja arð­bærasta fjár­fest­inga­kost­inn, með til­liti til áhætt­u.“

Í nið­ur­lagi greinar sinnar skrif­aði hann að það væri kjör­inna full­trúa, engra ann­arra, að „marka stefnu í umhverf­is­málum og sam­fé­lag­inu öllu. Það er ekki fyr­ir­tækja, fjár­festa eða líf­eyr­is­sjóða að gera það. Ef þessum hlut­verkum er blandað saman vill­umst við alger­lega af leið. Við getum ekki blandað póli­tík inn í alla hluti, póli­tík á heima á Alþingi og í sveit­ar­stjórn­um.“

Þröng túlkun

Það er ýmis­legt við grein Heið­ars að athuga. Í fyrsta lagi er það kol­rangt hjá honum að lög um líf­eyr­is­sjóði afmarki til­gang þeirra sem fjár­festa við það að græða pen­ing. 

Þvert á móti er sér­stakur kafli í lög­unum sem fjallar um fjár­fest­ing­ar­stefnur líf­eyr­is­sjóða. Þar segir að stjórn sjóða skuli móta fjár­fest­ing­ar­stefnu og ávaxta fé í sam­ræmi við fimm regl­ur. Sú fyrsta er að sjóð­irnir skuli alltaf hafa hags­muni sjóðs­fé­laga að leið­ar­ljósi. Sú fimmta er að líf­eyr­is­sjóður skuli „setja sér sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­ing­um.“

Auglýsing
Ein reglan segir að fjár­fest­ingar skuli byggðar upp meðal ann­ars með „arð­semi safns­ins í heild í huga.“ Það er eina skiptið í lögum um líf­eyr­is­sjóði sem minnst er á orðið arð­semi. Sem er jafn oft og hug­takið „sið­ferði­leg við­mið“ kemur fyr­ir.

Sú þrönga túlkun Heið­ars að til­gangur líf­eyr­is­sjóða sé ein­ungis sá að „velja arð­bærasta fjár­fest­inga­kost­inn“ er því ekk­ert annað en nákvæm­lega það; þröng túlkun hans. 

Það verður að hafa í huga hvar Heiðar sit­ur. Hann er for­stjóri Sýn­ar, fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga hlut í. Hann á 9,16 pró­sent hlut á meðan að líf­eyr­is­sjóðir eiga, beint og óbeint, senni­lega nálægt helm­ing hluta­fjár í félag­inu. Sjóð­irnir eru óvirkir eig­endur í félag­inu og eft­ir­láta einka­fjár­festum eins og Heið­ari að móta og reka það.

Bein arð­semi hefur ekki verið í fyr­ir­rúmi þar þorra þess tíma sem Heiðar hefur verið for­stjóri. Á tveggja og hálfs árs tíma­bili, frá byrjun árs 2019 og fram á mitt ár í fyrra, skil­aði félagið tapi í átta af níu árs­fjórð­ung­um, alls upp á rúm­lega 2,6 millj­arða króna. Við­snún­ingur varð í rekstr­inum á seinni hluta síð­asta árs, bæði vegna þess að und­ir­liggj­andi rekstur batn­aði og þess að félagið seldi inn­viði, meðal ann­ars til að geta skilað allt að tveimur millj­örðum króna til hlut­hafa sinna. 

6.555 millj­arðar króna

Nú skulum við fara yfir nokkrar töl­ur. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir áttu 6.555 millj­arða króna í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins. Eignir þeirra hafa vaxið um tæp­lega fimm þús­und millj­arða króna frá byrjun árs 2008, um rúm­lega 2.500 millj­arða króna frá byrjun árs 2018 og rúm­lega 1.500 millj­arða króna frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á snemma árs 2020. Á þessu tíma­bili hafa þeir orðið alltum­lykj­andi í íslensku við­skipta­lífi.

Inn­lendar eignir þeirra voru 4.256 millj­arðar króna seint á síð­asta ári. Stór hluti þeirra eigna eru skulda­bréf, en strax árið 2016 áttu þeir 71 pró­sent allra slíka sem gefin höfðu verið út á mark­aði hér­lend­is. Sjóð­irnir áttu líka 1.117 millj­arða króna í inn­lendum hluta­bréfum og í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum sem fjár­festa í skráðum og óskráðum bréf­um. Sam­an­lagt virði allra hluta­bréfa í Kaup­höll­inni á sama tíma, í lok nóv­em­ber í fyrra, var 2.463 millj­arðar króna. Það má því áætla að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eigi allt að 45 pró­sent allra hluta­bréfa í skráðum íslenskum félög­um. Og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, það erum við öll. 

Hvaða fyr­ir­tæki eru þetta sem við eigum svona stóra hluti í? Að uppi­stöðu, fyrir utan Mar­el, eru þetta ekki fyr­ir­tæki sem byggja á snilld­ar­hug­myndum eða einka­leyf­is­vörðum upp­finn­ing­um. Þetta eru að mestu þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem íslensku kerfin hafa alið af sér, sem keppa á fákeppn­is­mark­aði hér inn­an­lands og þjón­usta íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Þetta eru smá­sölu­fyr­ir­tæki sem selja okkur mat­vöru og bens­ín. Trygg­inga­fé­lög sem lög­bundið er að kaupa þjón­ustu af. Fast­eigna­fé­lög sem eiga ein­vörð­ungu íslenskar fast­eignir sem leigðar eru af íslenskum leigu­tök­um. Bankar sem voru end­ur­reistir með laga­setn­ingu eftir banka­hrunið og fengu til­veru­grund­völl sinn þannig í arf frá rík­is­sjóði, og starfa nær ein­vörð­ungu inn­an­lands. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem byggja rekstur sinn á að veiða, verka eða selja auð­lind sem er sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Flug­fé­lag sem nýtur rík­is­á­byrgðar á hluta skulda. Skipa­fé­lag á mark­aði sem telur tvo. Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tæki með íslenska við­skipta­vini. Og svo fram­veg­is.

„Við eigum Ísland”

Með öðrum orðum eru flest skráðu fyr­ir­tækin þau sem veita okkur þá þjón­ustu sem við þurfum til að láta nútíma­sam­fé­lag ganga upp. Þau hafa áhrif á flest svið lífs okk­ar. 

Það er því ljóst að ef líf­eyr­is­sjóð­irnir sem fara með lög­bund­inn sparnað almenn­ings í land­inu eiga að fram­fylgja reglum sínum um fjár­fest­ing­ar­stefnu, og hafa alltaf hags­muni sjóðs­fé­laga og sið­ferði­leg við­mið að leið­ar­ljósi, þá þarf að taka til­lit til fleiri þátta en bara arð­sem­i. 

Það geta ekki verið hags­munir sjóðs­fé­laga að eiga öll þessi fyr­ir­tæki á þessum litla fákeppn­is­mark­aði og láta nokkra minni­hluta­fjár­festa alfarið um að móta hver stefna þeirra er, ákveða hvernig þau eru rekin og hvernig ávinn­ingnum af þeim rekstri er ráð­staf­að.

Sverrir Mar Alberts­­son, fram­­kvæmda­­stjóri AFLs starfs­­greina­­fé­lags, orð­aði þetta ágæt­lega á fundi sem hald­inn var haustið 2018 þegar hann bauð sig fram til for­manns Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Í umræðum um hvort líf­eyr­is­sjóð­irnir ættu að taka sér stærra sam­fé­lags­legt hlut­verk ræddi hann um sögu verka­lýðs­fé­lag­anna og hvað hefði áorkast frá því að fyrsta slíka félagið var stofnað hér­lendis 1896. „Þetta er fólk sem bjó í nán­­ast mold­­­ar­kof­um, áhyggju­efnin voru hvort að börnin fengu mat dag­inn eft­­ir. Menn voru settir út á kaldan klaka og fengu ekki atvinnu ef þeir voru í for­ystu fyrir verka­lýðs­­fé­lag­ið. Í dag, félögin sem þetta fólk stofn­aði, við eigum Ísland. Það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það.“

Mót­fram­­bjóð­andi Sverris, Drífa Snædal, sagð­ist vera honum sam­­mála. Drífa var á end­­anum kjörin í emb­ætt­ið og gegnir því enn.

Veik merki um breyttar áherslur

Ein­hver teikn hafa verið á lofti um að núver­andi stjórnir og stjórn­endur sjóð­anna séu að skilja þetta, þótt enn sem komið er séu þeir til­burðir fremur veiklu­leg­ir. 

Auglýsing
Árið 2019 seldu Gildi líf­eyr­is­sjóður til að mynda allan hlut sinn í Brim vegna við­skipta sem það félag átti við stærsta hlut­hafa sinn

Árið 2020 varð opin­ber óánægja sjóð­anna sem eiga i Eim­skip með fyr­ir­ferð Sam­herja, stærsta eig­anda félags­ins, í kringum stjórn­ar­kjör, yfir­töku­skyldu, slaka rekstr­ar­frammi­stöðu og meint brot á lögum um með­­höndlun úrgangs, með því að láta rífa skip í Asíu.

Í mars í fyrra lögð­ust tveir af stærstu sjóðum lands­ins gegn til­lögu um breytta starfs­kjara­stefnu Arion banka sem fól í sér að að koma á fót árang­­urstengdu launa­­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­­ar­rétt­ind­­um. Þeim varð lítið ágengt.

Síð­ar, í tengslum við ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál í Glas­gow, skuld­bundu þrettán íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sig til að setja allt að 580 millj­arða króna í grænar fjár­fest­ingar fram til árs­ins 2030. 

Og fyrr á þessu ári beittu sjóðir sér fyrir því að Þórður Már Jóhann­es­son, stjórn­ar­for­maður Festi, yrði lát­inn stíga til hliðar eftir ásak­anir um alvar­legt kyn­ferð­is­of­beldi sem hann og nokkrir vinir hans eiga að hafa beitt unga konu í heitum potti. Umræddir sjóðir eru stærstu eig­endur Festi. Raunar er staðan þannig innan Festi að ell­efu stærstu eig­end­urnir eru líf­eyr­is­sjóð­ir.

Þrír einka­fjár­festar eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa. Félag í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar, sem er líka á meðal þeirra sem eru ásak­aðir um að brjóta gegn kon­unni, á 1,9 pró­sent hlut. Hregg­viður var stjórn­ar­for­maður Festi áður en Þórður Már, vinur hans, tók við því starfi. Félag Bjarna Ármanns­son­ar, vinar Þórðar Más sem hefur stundað fjár­fest­ingar með honum, á 1,6 pró­sent hlut. Og félag Þórðar Más á tæp­lega 1,6 pró­sent. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þeirra er því rétt rúm­lega fimm pró­sent. Altalað er í við­skipta­líf­inu að þessi hópur hafi haft tögl og hagldir í Festi á und­an­förnum árum.

Sama dóm­greindin

Þórður Már fór þó ekki frá fyrr en málið hafði verið opin­berað í fjöl­miðl­um. Vit­neskja hafði þá verið um það innan stjórnar Festi og á meðal sumra sjóð­anna í margar vikur án þess að brugð­ist væri við af krafti. Ing­unn Agnes Kro, sem situr í stjórn nokk­urra félaga, orð­aði það vel í Kast­ljósi í kjöl­farið þegar hún sagði það ein­fald­lega lélega við­skipta­lega ákvörðun að bregð­ast ekki við strax. „Segjum að konan bara kæri ekki og þú veist ef við tökum það lengra, þá ertu með þennan stjórn­anda í fyr­ir­tæk­inu þínu sem hefur sýnt af sér þennan gríð­ar­lega dóm­greind­ar­brest. Er þetta ekki sama dóm­greindin og hann notar til þess að taka ákvarð­anir almennt inni í fyr­ir­tæk­inu þínu um alls­konar mik­il­væg mál? Er þetta mann­eskja sem þú treystir fyrir því að byggja upp kúlt­úr­inn í fyr­ir­tæk­inu þínu? Verður þetta kúltúr virð­ingar og traust og jafn­rétt­is?“

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins sem skipar helm­ing stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að málið sýndi að við værum óþol­andi með­virkt sam­fé­lag. „Þetta er ekki ósvipað og afstaða sumra innan KSÍ var á sínum tíma. Að allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málin komust í hámæli fjöl­miðla og urðu óþæg­i­­leg fyrir það fólk.“

Ragnar sagði einnig að fjöl­mörg dæmi væru um að við­­skipta­blokkir í miklum minn­i­hluta stjórni fyr­ir­tækjum sem séu að mestu í eigu líf­eyr­is­­sjóða. Fyr­ir­tækjum og sjóðum sem stjórnað er af nafn­­tog­uðu fólki sem hefur orð á sér fyrir að skeyta engu um sam­­fé­lags­­leg áhrif gjörða sinna, skeyta engu um almennt sið­­ferði eða kröfu um óflekkað mann­orð. Allt snýst um gróð­ann og græðgina. Og ekki síst að kom­­ast upp með að gera það sem þeim sýn­ist.“

Þurfa að verða virkir eig­endur

Guð­rún Johnsen, lektor í CBS og stjórn­­­ar­­maður í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­ar­manna, var á svip­uðum slóðum og Ragnar í grein sem hún skrif­aði í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku

Þar sagði hún meðal ann­ars að ójöfn­uður auðs og tekna hefði auk­ist um allan hinn vest­ræna heim og nálgist í sumum löndum hratt þá stöðu sem uppi var um þar síð­ustu alda­mót. „Sam­fara ójöfn­uði hefur raun­veru­legur heild­ar­kostn­aður seldra vara ekki end­ur­spegl­ast í útsölu­verði vara á mark­aði, sem hefur leitt til mik­illar aukn­ingar lofts­lags­á­hættu. Þess vegna hafa augu fólks m.a. beinst að líf­eyr­is­sjóð­unum á ný um að þeir sinni upp­runa­legum til­gangi sínum af ein­urð og beiti afli sínu sem hlut­hafar og fjár­magns­eig­end­ur, svo að stjórn­endur og iðn­rek­endur stundi heil­brigða og sjálf­bæra við­skipta­hætti, ásamt því að tryggja öruggan líf­eyri eftir starfs­lok.“

Það sem við blasir er að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að vera virkir eig­endur í þeim íslensku félögum sem þeir eiga. Taka stjórn­ina af litlu mönn­unum sem kom­ast að áhrifum og pen­ingum á baki þeirra. Sam­hliða þarf að auka lýð­ræði innan sjóð­anna og láta sjóðs­fé­laga kjósa stjórnir þeirra með beinum hætt­i. 

Það yrði risa­vaxin sam­fé­lags­leg breyt­ing til góðs ef líf­eyr­is­sjóð­irnir myndu fá skýrt umboð til að beita sér fyrir hags­munum sjóðs­fé­laga sinna á breiðum grunni og út frá við­ur­kenndum sið­ferði­legum við­mið­um. Það þýðir ekki að líf­eyr­is­sjóðir eigi að hunsa beina arð­semi, heldur að þeir eigi ekki bara að hugsa um hana. 

Við eigum nefni­lega Ísland, við þurfum bara að taka það. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar