Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum

Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.

HBGrandi
Auglýsing

Gildi lífeyrissjóður hefur selt nánast allan hlut sinn í HB Granda/Brim, alls 151,5 milljón hluti, á rétt tæplega fimm milljarða króna. Samkvæmt heimildum Kjarnans er kaupandinn Kaupfélag Skagfirðinga, eitt stærsta útgerðarveldi landsins. 

Gildi átti 8,51 prósent hlut í félaginu fyrir söluna og var fjórði stærsti eigandi þess. Nafni HB Granda var breytt í Brim í lok síðustu viku. 

Davíð Rúdólfsson, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar og stað­geng­ill for­stjóra Gildis líf­eyr­is­sjóðs, segir að ástæða sölunnar séu viðskipti HB Granda/Brim við stærsta hluthafa félagsins, samþykkt voru á hluthafafundi í síðustu viku. Viðskiptin snúast um kaup HB Granda/Brim á öllu hlutafé í sölu­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, frá Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­arða króna. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er stærsti hlut­hafi HB Granda/Brim og for­stjóri félagsins, Guð­mundur Krist­jáns­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. 

Óheppileg vegferð og viðskipti

Davíð segir að viðskiptin hafi verið óheppileg og að niðurstaða hluthafafundar síðastliðinn fimmtudag, þar sem hluthafar samþykktu viðskiptin, hafi verið vonbrigði. „Vegferðin sem félagið virðist vera á með endurteknum og umfangsmiklum viðskiptum við stærsta hluthafa og forstjóra félagsins er óásættanleg. Afleiðingin er sú að eignarhaldið á HB Granda er orðið með þeim hætti að við teljum rétt að hverfa á braut.“

Auglýsing
Davíð segir að undir öðrum kringumstæðum hefði Gildi viljað vera áfram inni í félaginu sem eigandi en í ljósi þess sem átt hefur sér stað væri besti kosturinn að selja. 

Hann segir að þegar búið sé að taka tillit til arðgreiðslna sem Gildi hefur fengið út úr HB Granda/Brim þá sé kaupverðið sambærilegt yfirtökutilboði sem hluthöfum Granda var gert vorið 2018, í kjölfar þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti 34,1 prósent í HB Granda /Brim í apríl í fyrra. 

Á vef Fréttablaðsins, sem greindi frá viðskiptunum fyrstur allra, kom fram að meðal annars hefði verið greitt fyrir hlutinn í HB Granda/Brim með hlut FISK-Seafood, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum, en FISK-Seafood átti 4,6 prósent hlut í smásölurisanum. Það er ekki rétt samkvæmt upplýsingum Kjarnans, heldur bætti Gildi við sig rúmum tveimur prósentum í Högum. 

Ekki einu viðskiptin

Hluthafafundur í HB Granda/Brim samþykkti að kaupa sölufélögin af Útgerðarfélagi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Í aðdraganda fundarins hafði Gildi komið því á framfæri að lífeyrissjóðurinn væri mótfallinn og myndi greiða atkvæði gegn þeim. 

Í til­­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­­ars fram að við­­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­­lega með minni til­­­­­­­­­kostn­að­i.  

Auglýsing
Umrædd sölu­fé­lög keypti gamla Brim, sem nú heitir Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, af Icelandic Group í lok árs 2015. Engar upp­lýs­ingar eru um hver verð­mið­inn á þeim var í árs­reikn­ingum Icelandic Group frá þeim tíma né í árs­reikn­ingi þáver­andi eig­anda félags­ins, Fram­taks­sjóðs Íslands. 

Eftir við­skiptin mun hlutur Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda/Brim hækka úr 35,01 pró­­­­sent í 42,31 pró­­­­­sent.

Kaupin á sölu­fé­lög­unum verða ekki einu við­skiptin sem átt hafa sér stað milli Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og HB Granda/Brim, frá því að fyrrnefnda félagið varð stærsti hluthafi HB Granda/Brim í fyrra. Seint á síð­asta ári sam­þykkti fram­halds­að­al­fundur kaup á Ögur­vík, sem gerir út skipið Vigra RE, á 12,3 millj­arða króna, af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Gildi var einnig mótfallið þeim kaupum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar