Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum

Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.

HBGrandi
Auglýsing

Gildi líf­eyr­is­sjóður hefur selt nán­ast allan hlut sinn í HB Granda/Brim, alls 151,5 milljón hluti, á rétt tæp­lega fimm millj­arða króna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er kaup­and­inn Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, eitt stærsta útgerð­ar­veldi lands­ins. 

Gildi átti 8,51 pró­sent hlut í félag­inu fyrir söl­una og var fjórði stærsti eig­andi þess. Nafni HB Granda var breytt í Brim í lok síð­ustu viku. 

Da­víð Rúd­ólfs­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, segir að ástæða söl­unnar séu við­skipti HB Granda/Brim við stærsta hlut­hafa félags­ins, sam­þykkt voru á hlut­hafa­fundi í síð­ustu viku. Við­skiptin snú­ast um kaup HB Granda/Brim á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er stærsti hlut­hafi HB Granda/Brim og for­­stjóri félags­ins, Guð­­mundur Krist­jáns­­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. 

Óheppi­leg veg­ferð og við­skipti

Davíð segir að við­skiptin hafi verið óheppi­leg og að nið­ur­staða hlut­hafa­fundar síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þar sem hlut­hafar sam­þykktu við­skipt­in, hafi verið von­brigði. „Veg­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­ur­teknum og umfangs­miklum við­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­stjóra félags­ins er óásætt­an­leg. Afleið­ingin er sú að eign­ar­haldið á HB Granda er orðið með þeim hætti að við teljum rétt að hverfa á braut.“

Auglýsing
Davíð segir að undir öðrum kring­um­stæðum hefði Gildi viljað vera áfram inni í félag­inu sem eig­andi en í ljósi þess sem átt hefur sér stað væri besti kost­ur­inn að selja. 

Hann segir að þegar búið sé að taka til­lit til arð­greiðslna sem Gildi hefur fengið út úr HB Granda/Brim þá sé kaup­verðið sam­bæri­legt yfir­tökutil­boði sem hlut­höfum Granda var gert vorið 2018, í kjöl­far þess að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti 34,1 pró­sent í HB Granda /Brim í apríl í fyrra. 

Á vef Frétta­blaðs­ins, sem greindi frá við­skipt­unum fyrstur allra, kom fram að meðal ann­ars hefði verið greitt fyrir hlut­inn í HB Granda/Brim með hlut FISK-­Seafood, dótt­ur­fé­lagi Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, í Hög­um, en FISK-­Seafood átti 4,6 pró­sent hlut í smá­söluris­an­um. Það er ekki rétt sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, heldur bætti Gildi við sig rúmum tveimur pró­sentum í Hög­um. 

Ekki einu við­skiptin

Hlut­hafa­fundur í HB Granda/Brim sam­þykkti að kaupa sölu­fé­lögin af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Í aðdrag­anda fund­ar­ins hafði Gildi komið því á fram­færi að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn væri mót­fall­inn og myndi greiða atkvæði gegn þeim. 

Í til­­­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­­­ars fram að við­­­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­­­lega með minni til­­­­­­­­­­­kostn­að­i.  

Auglýsing
Umrædd sölu­­fé­lög keypti gamla Brim, sem nú heitir Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, af Icelandic Group í lok árs 2015. Engar upp­­lýs­ingar eru um hver verð­mið­inn á þeim var í árs­­reikn­ingum Icelandic Group frá þeim tíma né í árs­­reikn­ingi þáver­andi eig­anda félags­­ins, Fram­taks­­sjóðs Íslands. 

Eftir við­­skiptin mun hlutur Útgerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda/Brim hækka úr 35,01 pró­­­­­sent í 42,31 pró­­­­­­sent.

Kaupin á sölu­­fé­lög­unum verða ekki einu við­­skiptin sem átt hafa sér stað milli Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur og HB Granda/Brim, frá því að fyrr­nefnda félagið varð stærsti hlut­hafi HB Granda/Brim í fyrra. Seint á síð­­asta ári sam­­þykkti fram­halds­­að­al­fundur kaup á Ögur­vík, sem gerir út skipið Vigra RE, á 12,3 millj­­arða króna, af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur. Gildi var einnig mót­fallið þeim kaup­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar