Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra

Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Alls eru átta for­stjórar eða fram­kvæmda­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja með hærri mán­að­ar­laun en ráð­herrar lands­ins, að for­sæt­is­ráð­herra und­an­skild­um. Sex þeirra eru með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Víglunds­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, um launa­breyt­ingar for­stjóra og fram­kvæmda­stjóri rík­is­fyr­ir­tækja. 

­Mán­að­ar­laun allra ráð­herra nema Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, að fastri mán­að­ar­legri kostn­að­ar­greiðslu með­taldri, eru 1.866 þús­und krón­ur. Katrín hefur tæp­lega 200 þús­und krónum meira í laun á mán­uði, eða 2.061 þús­und krón­ur. 

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­­is­­stjórn­ Jó­hönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­­að­­gerða sem ­rík­­is­­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða ­laun og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Sam­­kvæmt lög­­unum átti kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Auglýsing
Ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Í kjöl­farið hækk­uðu laun margra rík­is­for­stjóra veru­lega.

Birna með hæstu launin

Í svari Bjarna til Þor­steins kemur fram að hæst laun­að­asti for­stjóri rík­is­fyr­ir­tækis í apríl síð­ast­liðnum hafi verið Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka. Hún er með 3.865 þús­und krónur í mán­að­ar­laun en laun hennar hafa lækkað um tæpa milljón frá því í júní 2017, þegar ákvarð­anir um laun rík­is­for­stjóra voru færðar frá kjara­ráði og yfir til stjórna fyr­ir­tækja sem ríkið á. Laun hennar voru lækkuð síðla árs í fyrra. Hinn rík­is­banka­stjór­inn, Lilja Björk Ein­ars­dóttir sem stýrir Lands­bank­an­um, kemur þar á eftir með 3.800 þús­und krónur á mán­uði. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, var með 3.405 þús­und krónur í laun á mán­uði og Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, með 2.880 þús­und krón­ur. 

For­stjóri Isa­via fékk greitt 2.508 þús­und krónur í laun í apríl en ekki er til­greint hvort að um sé að ræða greiðslur til Björns Óla Hauks­son­ar, sem lét að störfum 17. apríl síð­ast­lið­inn, eða þeirra sem önn­uð­ust dag­legan rekstur þar til að Svein­­björn Ind­riða­­son, þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins, var ráð­inn í starf for­stjóra í sum­ar. 

Auglýsing
Forstjóri Íslands­pósts var með 2.121 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl en Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, sem hafði gegnt því starfi árum sam­an, til­kynnti að hann myndi hætta í mars 2019. Nýr for­stjóri, Birgir Jóns­son, var ráð­inn í lok maí.

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, þáði 1.979 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl síð­ast­liðnum og Tryggvi Þór Har­alds­son, for­stjóri Rarik, var með 1.935 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Laun hækk­uðu um 82 pró­sent

Til­efni fyr­ir­spurnar Þor­steins var að fá fram svör frá ráð­herra um launa­breyt­ingar rík­is­for­stjóra frá því að ákvörðun um laun þeirra var færð undan kjara­ráði og til stjórna rík­is­fyr­ir­tækja um mitt ár 2017. Í svar­inu kemur í ljós að laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækk­uðu mest frá þeim tíma og fram í apríl síð­ast­lið­inn, eða um 1.711 þús­und krón­ur. Það er launa­hækkun upp á 82 pró­sent á tæpum tveimur árum.

For­stjóri Lands­virkj­unar hækk­aði um 63 pró­sent í launum á sama tíma­bili, eða um 1.316 þús­und krónur á mán­uði.

For­stjóri Lands­nets fékk einnig afar ríf­lega hækk­un, alls upp á 1.153 þús­und krón­ur, eða 67 pró­sent.

Laun þriggja fram­kvæmda­stjóra lækk­uðu á tíma­bil­inu. Mest lækk­uðu laun banka­stjóra Íslands­banka, eða um 946 þús­und krónur á mán­uði. Laun fram­kvæmda­stjóra Nýs Lands­spít­ala ohf. og fram­kvæmda­stjóra Þró­un­ar­fé­lags Kefla­víkur lækk­uðu einnig á tíma­bil­inu, en um minni upp­hæð­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar