Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra

Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Alls eru átta for­stjórar eða fram­kvæmda­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja með hærri mán­að­ar­laun en ráð­herrar lands­ins, að for­sæt­is­ráð­herra und­an­skild­um. Sex þeirra eru með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Víglunds­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, um launa­breyt­ingar for­stjóra og fram­kvæmda­stjóri rík­is­fyr­ir­tækja. 

­Mán­að­ar­laun allra ráð­herra nema Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, að fastri mán­að­ar­legri kostn­að­ar­greiðslu með­taldri, eru 1.866 þús­und krón­ur. Katrín hefur tæp­lega 200 þús­und krónum meira í laun á mán­uði, eða 2.061 þús­und krón­ur. 

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­­is­­stjórn­ Jó­hönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­­að­­gerða sem ­rík­­is­­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða ­laun og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Sam­­kvæmt lög­­unum átti kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Auglýsing
Ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Í kjöl­farið hækk­uðu laun margra rík­is­for­stjóra veru­lega.

Birna með hæstu launin

Í svari Bjarna til Þor­steins kemur fram að hæst laun­að­asti for­stjóri rík­is­fyr­ir­tækis í apríl síð­ast­liðnum hafi verið Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka. Hún er með 3.865 þús­und krónur í mán­að­ar­laun en laun hennar hafa lækkað um tæpa milljón frá því í júní 2017, þegar ákvarð­anir um laun rík­is­for­stjóra voru færðar frá kjara­ráði og yfir til stjórna fyr­ir­tækja sem ríkið á. Laun hennar voru lækkuð síðla árs í fyrra. Hinn rík­is­banka­stjór­inn, Lilja Björk Ein­ars­dóttir sem stýrir Lands­bank­an­um, kemur þar á eftir með 3.800 þús­und krónur á mán­uði. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, var með 3.405 þús­und krónur í laun á mán­uði og Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, með 2.880 þús­und krón­ur. 

For­stjóri Isa­via fékk greitt 2.508 þús­und krónur í laun í apríl en ekki er til­greint hvort að um sé að ræða greiðslur til Björns Óla Hauks­son­ar, sem lét að störfum 17. apríl síð­ast­lið­inn, eða þeirra sem önn­uð­ust dag­legan rekstur þar til að Svein­­björn Ind­riða­­son, þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins, var ráð­inn í starf for­stjóra í sum­ar. 

Auglýsing
Forstjóri Íslands­pósts var með 2.121 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl en Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, sem hafði gegnt því starfi árum sam­an, til­kynnti að hann myndi hætta í mars 2019. Nýr for­stjóri, Birgir Jóns­son, var ráð­inn í lok maí.

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, þáði 1.979 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl síð­ast­liðnum og Tryggvi Þór Har­alds­son, for­stjóri Rarik, var með 1.935 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Laun hækk­uðu um 82 pró­sent

Til­efni fyr­ir­spurnar Þor­steins var að fá fram svör frá ráð­herra um launa­breyt­ingar rík­is­for­stjóra frá því að ákvörðun um laun þeirra var færð undan kjara­ráði og til stjórna rík­is­fyr­ir­tækja um mitt ár 2017. Í svar­inu kemur í ljós að laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækk­uðu mest frá þeim tíma og fram í apríl síð­ast­lið­inn, eða um 1.711 þús­und krón­ur. Það er launa­hækkun upp á 82 pró­sent á tæpum tveimur árum.

For­stjóri Lands­virkj­unar hækk­aði um 63 pró­sent í launum á sama tíma­bili, eða um 1.316 þús­und krónur á mán­uði.

For­stjóri Lands­nets fékk einnig afar ríf­lega hækk­un, alls upp á 1.153 þús­und krón­ur, eða 67 pró­sent.

Laun þriggja fram­kvæmda­stjóra lækk­uðu á tíma­bil­inu. Mest lækk­uðu laun banka­stjóra Íslands­banka, eða um 946 þús­und krónur á mán­uði. Laun fram­kvæmda­stjóra Nýs Lands­spít­ala ohf. og fram­kvæmda­stjóra Þró­un­ar­fé­lags Kefla­víkur lækk­uðu einnig á tíma­bil­inu, en um minni upp­hæð­ir. 

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar