Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra

Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Alls eru átta for­stjórar eða fram­kvæmda­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja með hærri mán­að­ar­laun en ráð­herrar lands­ins, að for­sæt­is­ráð­herra und­an­skild­um. Sex þeirra eru með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Víglunds­son­ar, þing­manns Við­reisn­ar, um launa­breyt­ingar for­stjóra og fram­kvæmda­stjóri rík­is­fyr­ir­tækja. 

­Mán­að­ar­laun allra ráð­herra nema Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, að fastri mán­að­ar­legri kostn­að­ar­greiðslu með­taldri, eru 1.866 þús­und krón­ur. Katrín hefur tæp­lega 200 þús­und krónum meira í laun á mán­uði, eða 2.061 þús­und krón­ur. 

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­­is­­stjórn­ Jó­hönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­­að­­gerða sem ­rík­­is­­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða ­laun og starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Sam­­kvæmt lög­­unum átti kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­­kjör fram­­kvæmda­­stjóra hluta­­fé­laga og ann­­ars konar félaga, einka­rétt­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­grein falla.“

Auglýsing
Ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Í kjöl­farið hækk­uðu laun margra rík­is­for­stjóra veru­lega.

Birna með hæstu launin

Í svari Bjarna til Þor­steins kemur fram að hæst laun­að­asti for­stjóri rík­is­fyr­ir­tækis í apríl síð­ast­liðnum hafi verið Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka. Hún er með 3.865 þús­und krónur í mán­að­ar­laun en laun hennar hafa lækkað um tæpa milljón frá því í júní 2017, þegar ákvarð­anir um laun rík­is­for­stjóra voru færðar frá kjara­ráði og yfir til stjórna fyr­ir­tækja sem ríkið á. Laun hennar voru lækkuð síðla árs í fyrra. Hinn rík­is­banka­stjór­inn, Lilja Björk Ein­ars­dóttir sem stýrir Lands­bank­an­um, kemur þar á eftir með 3.800 þús­und krónur á mán­uði. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, var með 3.405 þús­und krónur í laun á mán­uði og Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, með 2.880 þús­und krón­ur. 

For­stjóri Isa­via fékk greitt 2.508 þús­und krónur í laun í apríl en ekki er til­greint hvort að um sé að ræða greiðslur til Björns Óla Hauks­son­ar, sem lét að störfum 17. apríl síð­ast­lið­inn, eða þeirra sem önn­uð­ust dag­legan rekstur þar til að Svein­­björn Ind­riða­­son, þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins, var ráð­inn í starf for­stjóra í sum­ar. 

Auglýsing
Forstjóri Íslands­pósts var með 2.121 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl en Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, sem hafði gegnt því starfi árum sam­an, til­kynnti að hann myndi hætta í mars 2019. Nýr for­stjóri, Birgir Jóns­son, var ráð­inn í lok maí.

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri RÚV, þáði 1.979 þús­und krónur í mán­að­ar­laun í apríl síð­ast­liðnum og Tryggvi Þór Har­alds­son, for­stjóri Rarik, var með 1.935 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Laun hækk­uðu um 82 pró­sent

Til­efni fyr­ir­spurnar Þor­steins var að fá fram svör frá ráð­herra um launa­breyt­ingar rík­is­for­stjóra frá því að ákvörðun um laun þeirra var færð undan kjara­ráði og til stjórna rík­is­fyr­ir­tækja um mitt ár 2017. Í svar­inu kemur í ljós að laun banka­stjóra Lands­bank­ans hækk­uðu mest frá þeim tíma og fram í apríl síð­ast­lið­inn, eða um 1.711 þús­und krón­ur. Það er launa­hækkun upp á 82 pró­sent á tæpum tveimur árum.

For­stjóri Lands­virkj­unar hækk­aði um 63 pró­sent í launum á sama tíma­bili, eða um 1.316 þús­und krónur á mán­uði.

For­stjóri Lands­nets fékk einnig afar ríf­lega hækk­un, alls upp á 1.153 þús­und krón­ur, eða 67 pró­sent.

Laun þriggja fram­kvæmda­stjóra lækk­uðu á tíma­bil­inu. Mest lækk­uðu laun banka­stjóra Íslands­banka, eða um 946 þús­und krónur á mán­uði. Laun fram­kvæmda­stjóra Nýs Lands­spít­ala ohf. og fram­kvæmda­stjóra Þró­un­ar­fé­lags Kefla­víkur lækk­uðu einnig á tíma­bil­inu, en um minni upp­hæð­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar