Draumur um landakaup

Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.

Donald Trump
Auglýsing

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal greindi síðastliðinn föstudag, 16. ágúst, frá því að Donald Trump hefði að undanförnu, oftar en einu sinni, rætt landakaup við ráðgjafa sína og samstarfsfólk. Í forsetatíð Trump hafa borist margar fréttir frá Hvíta húsinu, um hugdettur og ummæli forsetans, en fullyrða má að að fréttin um hugsanleg kaup á Grænlandi taki þeim flestum fram enda vakti hún heimsathygli. Í umfjöllun The Wall Street Journal kemur fram að forsetinn hafi falið tveimur nánum samstarfsmönnum sínum að kanna málið nánar. Fram hefur komið að forsetinn hafi fyrst nefnt hugmyndina um kaupin eftir að hann frétti af árlegum styrk sem Grænland fær frá danska ríkinu , hið svonefnda bloktilskud. Á síðasta ári nam þessi fjárveiting 3.8 milljörðum danskra króna sem samsvarar um það bil 70 milljörðum íslenskra króna.

Grænland er stærsta eyja jarðarinnar, sem ekki telst sérstök heimsálfa, 2,2 milljónir ferkílómetra. Fjarlægðin frá nyrsta odda til þess syðsta er 2.650 kílómetrar og strandlengjan er 39.330 kílómetrar, nánast sama vegalend og ummál jarðar við miðbaug. Íbúar Grænlands eru 55 þúsund og búa langflestir við firði á suðvesturhluta landsins. Um það bil 80% landsins er þakið jöklum en loftslagsbreytingar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu árum.

Andrew Johnson vildi líka kaupa Ísland 

Þótt fréttir af hugmynd Donald Trump hafi komið flestum á óvart er hann ekki fyrsti bandaríski forsetinn sem rennir hýru auga til Grænlands. Harry Truman (forseti frá 1945 – 1953) gerði árið 1946 Dönum tilboð um kaup á Grænlandi. Hann bauð jafnvirði 100 milljóna dollara, í gulli. Sú upphæð mun í dag jafngilda 10,4 milljörðum danskra króna, um það bil 192 milljörðum íslenskum. Danir höfnuðu tilboðinu samstundis. 

Auglýsing
Árið 1867 vildi Andrew Johnson (forseti 1865 – 1869) kaupa Grænland. Johnson, sem hafði verið varaforseti og tók við forsetaembættinu eftir morðið á Lincoln, vildi þó ekki láta duga að kaupa Grænland, hann vildi nefnilega láta Ísland fylgja með í kaupunum. Hugmynd hans varð aldrei að formlegu tilboði.

Keyptu Dönsku Vestur - Indíur og Alaska 

Árið 1917 keyptu Bandaríkin Dönsku Vestur – Indíur í Karíbahafi af Dönum. Eyjarnar höfðu þá verið í eigu Dana í rúm tvö hundruð ár. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í hitteðfyrra talsvert um sölu eyjanna, sem Bandaríkjamenn skírðu Jómfrúreyjar (Bandarísku Jómfrúreyjar), en þá var öld liðin frá sölunni. Í þeirri umfjöllun kom fram að Danir hefðu ekki riðið feitum hesti frá þeirri sölu. Bandaríkin borguðu 25 milljónir dollara fyrir eyjarnar, sú upphæð jafngildir í dag rúmum 57 milljörðum íslenskra króna.

Árið 1867, sama árið og Johnson vildi kaupa Grænland og Ísland, keyptu Bandaríkjamenn Alaska af Rússum. 

Hvað gengur Trump til?

Eins og áður var nefnt hefur hugmynd Trump um kaup á Grænlandi vakið mikla athygli, langt út fyrir bandaríska og danska landsteina. Allir sem um málið hafa fjallað velta fyrir sér hvað forsetanum gangi til og af hverju hann nefni þetta núna. Dönsku miðlarnir setja hugmyndina í samhengi við fyrirhugaða heimsókn Trump til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar, og forsetinn sé þessa dagana að kynna sér málefni landsins, sem hann að sögn þekkir lítið til. Einhversstaðar hefur því verið fleygt að forsetinn hafi nefnt landakaupin sem einhvers konar spaug. Danskir stjórnmálaskýrendur og sérfræðingar um varnar- og öryggismál segja ummæli forsetans ekki sögð í gríni. Þau séu sett fram í fullri alvöru, þótt hugmyndin um kaup á landinu séu nokkuð „brött“ eins og blaðamaður Berlingske komst að orði. 

Auglýsing
Bandarísk stjórnvöld hafa lengi verið þeirrar skoðunar að það sé óviðunandi að hafa þessa stóru eyju nánast í bakgarðinum án þess að hafa þar nokkur áhrif og yfirráð. Áhyggjur þeirra hafa aukist mjög á allra síðustu árum og tengjast síauknum áhuga Kínverja og Rússa, auk Bandaríkjanna, á norðurslóðum. Þar eru miklir hagsmunir í húfi.

Henrik Kaufmann og Thule samningurinn

9.apríl 1941, ári eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku, skrifaði Henrik Kaufmann, sendiherra Dana í Bandaríkjunum, í nafni konungsins, undir samkomulag við bandarísk stjórnvöld. Samkomulagið sem Franklin D. Roosevelt forseti Bandaríkjanna staðfesti tveimur mánuðum síðar kvað á um að Bandaríkjamenn skyldu verja Grænland gegn hugsanlegu hernámi Þjóðverja. Dönsk stjórnvöld staðfestu ekki samkomulagið og Henrik Kaufmann var rekinn úr starfi, að kröfu Þjóðverja, en varð síðar um tíma ráðherra. 

Auglýsing
Bandaríkjamenn tóku, þrátt fyrir að hafa ekki fengið samþykki Dana, völdin (ef svo mætti segja) yfir Grænlandi og árið 1951 var gerður samningur (Thule samningurinn) á grundvelli samkomulags Henrik Kaufmann og bandarískra stjórnvalda frá 1941. Þá var meðal annars byggður flugvöllur í Thule á norðvestur- Grænlandi. Á árum kalda stríðsins voru þar um 10 þúsund bandarískir hermenn en í dag eru þeir innan við þrjú hundruð. Bandarísk hernaðaryfirvöld vilja mjög gjarna styrkja stöðu sína á Grænlandi, meðal annars með byggingu fleiri og stærri flugvalla og kæra sig lítt um að Kínverjar og Rússar reyni að seilast til áhrifa í landinu.

Miklar auðlindir 

Þótt hernaðarmikilvægið vegi þyngst í hugum Bandaríkjamanna, hvað Grænland varðar, býr landið jafnframt yfir miklum náttúruauðlindum, sem Kínverjar hafa árum saman rennt hýru auga til. Þeir hafa lýst miklum áhuga á að leggja fé í uppbyggingu flugvalla, en slíkum tilboðum hefur til þessa verið hafnað. Rússar hafa farið sér hægar, áhugi þeirra beinist einkum að þeim möguleikum sem skapast með landfræðilegum breytingum á norðurslóðum. 

Sala á Grænlandi kemur ekki til greina

Viðbrögð danskra og grænlenskra stjórnmálamanna eru öll á einn veg: sala á Grænlandi kemur ekki til greina. Allar hugmyndir um að eitt ríki kaupi heilt land, og íbúana með, séu leifar nýlendutímans sem sé löngu liðinn. „Við erum opin fyrir viðskiptum, en ekki til sölu“ segir í yfirlýsingu ráðherra utanríkismála í grænlensku landstjórninni. Danskir stjórnmálamenn segja þessa hugmynd forsetans „lélegan brandara“. Søren Espersen, þingmaður Danska Þjóðarflokksins, tekur dýpra í árinni og segir þetta staðfesta að „forsetinn sé galinn“. Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra sagði að „þetta hlyti að vera aprílgabb, á alröngum tíma“. 

Eins og áður var nefnt kemur Donald Trump í opinbera heimsókn til Danmerkur dagana 2. og 3. september. Danskir stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að hugmynd hans um kaup á Grænlandi verði rædd á fundi hans með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana, en þó sé ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar