Mynd: EPA

Vilja steypa Boris Johnson af stóli

Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.

Stjórn­ar­and­staðan á breska þing­inu reynir nú að sam­mæl­ast um mögu­legan for­sæt­is­ráð­herra sem gæti leitt bráða­birgða­stjórn í Bret­landi og kæmi í stað Borisar John­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Stjórn­ar­and­staðan vill með því koma í veg fyrir að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. Jer­emy Cor­byn, for­maður Verka­manna­flokks­ins, vill að hann sjálfur verði fyrir val­inu en ekki eru allir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­una á því að hann sé besti mað­ur­inn í hlut­verk­ið.

Cor­byn vill að stjórn­ar­and­staðan velji sig sem næsta for­sæt­is­ráð­herra eftir að kosið hafi verið um van­traust­s­til­lögu gegn Bor­is. Cor­byn hefur hvatt þing­menn Íhalds­flokks­ins sem ekki séu hlið­hollir Boris að hjálpa stjórn­ar­and­stöð­unni að bola honum burt. Þannig muni verða hægt að koma í veg fyrir að Bret­land gangi úr ESB án samn­ings. 

Jo Swin­son, leið­togi frjáls­lyndra demókrata, telur áætlun Cor­byn ekki vera fýsi­lega þar sem hann gæti ekki safnað nægi­legu fylgi stjórn­ar­and­stöð­unnar og þeirra þing­manna Íhalds­flokks­ins sem væru óhlið­hollir Boris til að ná meiri­hluta innan þings­ins. 

Swin­son lagði til að stjórn­ar­and­staðan myndi fremur styðja við Kenn­eth Clar­ke, þing­mann Íhalds­flokks­ins, eða Harriet Harman, þing­mann verka­manna­flokks­ins. Þau hafa bæði verið í stjórn­málum lengi og eru stjórn­mála­skoð­anir þeirra taldar vera til miðju, fremur en vinstri eða hægri. Þannig gætu fleiri þing­menn sam­ein­ast um þau sem leið­toga bráða­birgða­stjórn­ar­inn­ar. 

„Lof mér að vera skýr, við erum að renna út á tíma. En þessi krísa um engan Brexit samn­ing getur verið og verður að vera stöðv­uð,“ sagði Swin­son í sam­tali við the Guar­di­an. 

Vilja nýja kosn­ingu um Brexit

Swin­son segir að hennar fyrsta val væri að efna til nýrra kosn­inga um Brexit þar sem mögu­leiki væri á að halda Bret­landi innan ESB. Annað val væri að kjósa um van­traust­s­til­lögu gegn Bor­is. 

Liz Saville Roberts, leið­togi velska flokks­ins Plaid Cym­ru, sagði það afar mikil von­brigði að Cor­byn vilji ekki nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem fyrsta val, heldur vilji fremur almennar kosn­ing­ar. Caroline Lucas, þing­maður Græn­ingja, tók undir með Roberts og lýsti yfir von­brigðum sín­um. 

Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, segir að Swin­son ætti að end­ur­skoða það að hafa Cor­byn sem leið­toga bráða­birgða­stjórn­ar­inn­ar. Hún segir að Cor­byn sé ekki eini mögu­leik­inn, en miðað við núver­andi aðstæður ætti ekki að úti­loka neitt. Stur­geon sagði einnig að hún myndi vinna með hverjum þeim sem kæmi í veg fyrir Brexit eða kæmi í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB án samn­ings. 

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Hún segist vilja vinna með hverjum þeim sem kæmi í veg fyrir Brexit.
Mynd: EPA

Van­traust­s­til­laga lögð fram við fyrsta tæki­færi„Þessi rík­is­stjórn hefur ekk­ert umboð til að ganga úr ESB án samn­ings og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan árið 2016 veitti heldur ekk­ert umboð fyrir útgöngu án samn­ings. Þess vegna ætla ég að leggja fram van­traust­s­til­lögu við fyrsta tæki­færi, þegar við getum verið viss um árang­ur,“ skrifar Cor­byn í opin­berri yfir­lýs­ingu. Hann skrifar að í kjöl­farið muni Cor­byn mynda tíma­bundna rík­is­stjórn sem myndi kalla til almennra kosn­inga. Cor­byn hefur þó enn ekki gefið út neina dag­setn­ingu sem kosn­ing­arnar yrðu haldn­ar. 

Nái áætlun Cor­byn fram að ganga mun Cor­byn efna til nýrra kosn­inga og nýrrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Brexit í kjöl­far­ið. Cor­byn hefur einnig sagt að það væri „and-lýð­ræð­is­leg valda­mis­notk­un“ af völdum Borisar ef útganga Bret­lands úr ESB myndi eiga sér stað án samn­ings. 

Enn deilt um Norð­ur­-Ír­land

Landa­­mæri Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands eru afar við­­kvæm á stjórn­­­mála­­legan og diplómat­ískan hátt, auk þess sem örygg­is­­mál landa­mær­anna eru vand­­með­­far­in, ekki ein­ungis fyrir Írland heldur einnig Bret­land. Þess vegna vilja hvorki Bret­land né Evr­­ópu­­sam­­bandið að landamæra­vörslu komið á eða inn­­við­ir, til að mynda hlið eða vegg­­ur, á milli ríkj­anna verði byggð­­ir.  

Þaðan kemur hug­­myndin að hinu umdeilda „back­­stop“ eða bak­­stopp, til sög­unn­­ar. John­son er and­vígur „bak­stopp­inu“ sem myndi tryggja frjálst flæði fólks á milli landamæra Írlands og Norð­ur­-Ír­lands og koma í veg fyrir landamæra­vörslu. Hins vegar myndi bak­­stoppið skapa annað vanda­­mál, það er að segja að þá þyrfti að skoða vörur og staðla þeirra þegar þær færu frá Norð­­ur­-Ír­landi til Bret­lands. Það gæti í raun valdið því að allt Bret­land þyrfti að vera innan sam­eig­in­­lega mark­aðs ESB um ókom­inn tíma. ESB hefur jafn­­framt kraf­ist þess að Brexit samn­ingur inn­i­haldi klausu um slíkt stopp.

Bak­­stoppið er talið nauð­­syn­­legt þar sem Bret­land og Írland eru í tolla­­banda­lagi ESB og hluti af sam­eig­in­­legum mark­aði ESB. Þar af leið­andi þurfa vörur ekki að vera til skoð­unar á landa­­mærum Írlands og Bret­lands hjá toll­vörð­um, auk þess sem sömu staðlar eru á öllum vörum, til að mynda heil­brigð­is­­stað­l­­ar. 

Ther­esa May, for­veri John­son, hafði samið við Evr­ópu­sam­bandið um slíkt bak­stopp en kom því ekki í gegnum breska þing­ið. Bæði ESB og breska rík­­is­­stjórnin vilja nýjan versl­un­­ar­­samn­ing. Boris John­­son vill þó fara úr bæði tolla­­banda­lagi og sam­eig­in­­legum mark­aði ESB, sem gerir það nærri ómög­u­­legt að koma í veg fyrir hörð landa­­mæri á milli ríkj­anna.

Útganga án samn­ings helsta for­gangs­at­riðið

Á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn svar­aði Boris völdum spurn­ingum almenn­ings í beinni útsend­ingu á Face­book. Boris sagði að lík­urnar á að samn­ingur myndi ekki nást um Brexit fyrir útgöngu væru sífellt meiri þar sem 31. októ­ber, dag­ur­inn sem útganga mun að öllum lík­indum ger­ast, nálg­ast óðfluga. Ekki er víst hverjar afleið­ing­arnar yrðu af útgöngu án samn­ings á landa­mæri Írlands og Norð­ur­-Ír­lands. Margir stjórn­mála­menn í Bret­landi ótt­ast að útganga án samn­ings myndi neyða bæði Írland og Bret­land til að koma á hörðum landa­mær­um.

Boris segir að und­ir­bún­ingur undir útgöngu Bret­lands úr ESB án samn­ings sé helsta for­gangs­at­riði rík­is­stjórnar hans. Hann segir jafn­framt að opin­berir emb­ætt­is­menn ættu að gera allt sem þeir gætu til að svo yrði. Það kemur í kjöl­far yfir­lýs­inga Cor­byn um að emb­ætt­is­menn Bret­lands ættu að reyna að koma í veg fyrir að eng­inn samn­ingur muni nást. 

John­son hefur stað­hæft að engri sýn­i­­legri landamæra­vörslu eða hindr­­unum verði komið á milli Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands. Hann hefur enn fremur verið afar gagn­rýndur fyrir að neita að setj­­­ast niður til að ræða Brexit samn­ing­inn við leið­­toga Evr­­ópu­­sam­­bands­ins nema að sam­­bandið gefi eftir kröfur sínar um bak­­stopp­ið. 

Írar vilja bak­stoppið

Írska rík­­is­­stjórnin hefur þó lagt áherslu á að bak­­stoppið sé nauð­­syn­­legt til að koma í veg fyrir hörð landa­­mæri. Hún hefur einnig sagt að bak­­stoppið gæti verið tíma­bundið á meðan betra sam­komu­lag næð­ist um fram­­tíð­­ar­­sam­­band Bret­lands og Írlands.

Írska rík­­is­­stjórnin telur bak­­stoppið einnig vera nauð­­syn­­legt til að koma í veg fyr­ir hörð landa­­mæri við Norð­­ur­-Ír­land, verði ekki búið að koma á nýjum samn­ingi með tolla­­mál þegar Bret­land yfir­­­gefur Evr­­ópu­­sam­­band­ið. Írski for­­sæt­is­ráð­herrann, Leo Vara­d­kar, seg­ist til að mynda vera mót­­fall­inn Brexit samn­ingi án bak­­stopps­ins. 

Fjöl­margir við­­skipta- og land­­bún­­að­­ar­hópar, auk ýmissa stjórn­­­mála­­manna í Norð­­ur­-Ír­landi hafa lýst yfir stuðn­­ingi sínum við bak­­stopp­ið, þar sem þeir telja það vernda við­­skipti á milli Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands. 

Banda­rískir stjórn­­­mála­­menn óánægðir

Banda­rískir stjórn­­­mála­­menn hafa lýst því yfir að komið verði í veg fyrir nýj­an frí­versl­un­­ar­­samn­ing á milli Banda­­ríkj­anna og Bret­lands eftir útgöngu Breta úr ESB verði landa­­mæri Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands ekki opin.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: EPA

Til að vinna sér í hag­inn og minnka efna­hags­­lega skað­ann sem mun hljót­­ast við útgöngu Bret­lands úr ESB hefur Boris John­­son afhent banda­rískum stjórn­­völd­um drög að nýjum frí­versl­un­­ar­­samn­ingi. Þrátt fyrir góðan vin­­skap á milli Don­alds Trump, for­­seta Banda­­ríkj­anna, og Borisar myndi það reyn­­ast Trump erfitt að koma slíkum samn­ingi í gegnum banda­ríska þingið ef Good Fri­day samn­ing­­ur­inn væri í hætt­u. 

Margir banda­rískir þing­­menn hafa lýst því yfir að þeir myndu kjósa gegn frí­versl­un­­ar­­samn­ingi á milli Bret­lands og Banda­­ríkj­anna ef komið væri á landa­­mærum, þar á meðal Nancy Pelosi, for­­seti full­­trú­a­­deildar Banda­­ríkja­­þings. Boris John­­son seg­ist munu virða Good Fri­day samn­ing­inn, sem kveður á um að engin hörð landa­­mæri séu á milli Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands.

Segir Evr­­ópu um að kenna ef illa fer

Boris John­­son segir að hvort Bret­land gangi úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu með eða án samn­ings velti á Evr­­ópu­­sam­­band­inu. „Þau vita að neðri deild breska þings­ins hefur synjað bak­­stopp­inu þrisvar, það er engin leið að koma því í gegnum þing­ið, við verðum að taka bak­­stoppið úr samn­ingn­um, við getum ekki haldið núver­andi samn­ingi til streit­u,“ sagði Boris John­­son í lok júlí.

Hann sagði jafn­­framt að ef ESB vildi ekki gera mála­mið­l­­anir þá yrði sam­­bandið að und­ir­­búa sig undir Brexit án samn­ing. 

Aðstæður Borisar John­­son, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, eru væg­­ast sagt snúnar um þessar mund­­ir. Ekki ein­vörð­ungu vill Boris nýjan samn­ing um útgöngu Breta frá Evr­­ópu­­sam­­band­inu fyrir 31. októ­ber næst­kom­andi, heldur hefur einnig verið kallað eftir sjálf­­stæði Norð­­ur­-Ír­lands sem og Skotlands. Fyrsti ráð­herra Skotlands, Nicola Stur­­ge­on, segir að með Brexit hafi skap­­ast nýr grund­­völlur fyrir atkvæða­greiðslu um sjálf­­stæði Skotlands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar