Vandræði Borisar Johnson ná nýjum hæðum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stendur frammi fyrir miklum áskorunum. Kosningar um sjálfstæði Skotlands og sjálfstæði Norður-Írlands gætu verið mögulegar á næstu misserum, auk þess sem efnahagur Bretlands dregst saman.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Aðstæður Borisar John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, eru væg­ast sagt snúnar um þessar mund­ir. Ekki ein­vörð­ungu vill Boris nýjan samn­ing um útgöngu Breta frá Evr­ópu­sam­band­inu fyrir 31. októ­ber næst­kom­andi, heldur hefur einnig verið kallað eftir sjálf­stæði Norð­ur­-Ír­lands sem og Skotlands. Fyrsti ráð­herra Skotlands, Nicola Stur­ge­on, segir að með Brexit hafi skap­ast nýr grund­völlur fyrir atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands. 

Orðrómur um að Boris muni kalla eftir skyndi­kosn­ingum á næstu miss­erum hafa hlotið hljóm­grunn und­an­farið eftir að breska stjórn­ar­ráðið neit­aði ekki fyrir slíkt. Þar með gæti Boris styrkt stöðu Íhalds­flokks­ins innan breska þings­ins og komið Brexit samn­ingi í gegn, ef um samn­ing verður að ræða. 

Auglýsing
Líkur á því að samn­ingur um Brexit muni ekki nást hafa hins vegar auk­ist vegna þeirrar patt­stöðu sem er í samn­inga­við­ræðum Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Deil­urnar snúa að mestu um ákvæði um svo­kallað bak­stopp.

Þrá­tefli vegna Norð­ur­-Ír­lands

Landa­mæri Írlands og Norð­ur­-Ír­lands eru afar við­kvæm á stjórn­mála­legan og diplómat­ískan hátt, auk þess sem örygg­is­mál landamær­anna eru vand­með­far­in, ekki ein­ungis fyrir Írland heldur einnig Bret­land. Þess vegna vilja hvorki Bret­land né Evr­ópu­sam­bandið að landamæra­vörslu komið á eða inn­við­ir, til að mynda hlið eða vegg­ur, á milli ríkj­anna verði byggð­ir.  

Þaðan kemur hug­myndin að hinu umdeilda „back­stop“ eða bak­stopp, til sög­unn­ar. Bak­stoppið á að við­halda óhindr­uðu flæði fólks á milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands. Það myndi þó þýða að Bret­land þyrfti að við­halda afar nánu sam­bandi við ESB um ókom­inn tíma. ESB hefur jafn­framt kraf­ist þess að Brexit samn­ingur inni­haldi klausu um slíkt stopp.

Bak­stoppið er talið nauð­syn­legt þar sem Bret­land og Írland eru í tolla­banda­lagi ESB og hluti af sam­eig­in­legum mark­aði ESB. Þar af leið­andi þurfa vörur ekki að vera til skoð­unar á landa­mærum Írlands og Bret­lands hjá toll­vörð­um, auk þess sem sömu staðlar eru á öllum vörum, til að mynda heil­brigð­is­staðl­ar. 

Bæði ESB og breska rík­is­stjórnin vilja nýjan versl­un­ar­samn­ing. Boris John­son vill þó fara úr bæði tolla­banda­lagi og sam­eig­in­legum mark­aði ESB, sem gerir það nærri ómögu­legt að koma í veg fyrir hörð landa­mæri á milli ríkj­anna. 

Bak­stopp­inu væri komið á til að koma í veg fyrir slík hörð landa­mæri. Það þýðir að Norð­ur­-Ír­land þyrfti að fara eftir ein­hverjum reglum sam­eig­in­legs mark­aðs ESB og tolla­banda­lags­ins. Slíkt bak­stopp myndi líka skapa annað vanda­mál, það er að segja að þá þyrfti að skoða vörur og staðla þeirra þegar þær færu frá Norð­ur­-Ír­landi til Bret­lands. Það gæti í raun valdið því að allt Bret­land þyrfti að vera innan sam­eig­in­lega mark­aðs ESB um ókom­inn tíma.

John­son mót­fall­inn bak­stopp­inu

Í nóv­em­ber 2018 samdi fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Ther­esa May, við ESB um Brexit samn­ing sem inni­hélt bak­stopp­ið. Fyrir það var hún harð­lega gagn­rýnd og sögðu nokkrir af ráð­herrum hennar af sér í kjöl­far­ið. Þeir sögð­ust ótt­ast að bak­stoppið myndi festa Bret­land í tolla­banda­lagi ESB um ókom­inn tíma sem kæmi í veg fyrir að landið gæti gert sína eigin frí­versl­un­ar­samn­inga. Aðrir vildu að samn­ing­ur­inn hefði tíma­mörk eða að Bret­land gæti sagt upp samn­ingnum ein­hliða. 

Mynd: EPA. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands

John­son vill ekki að samn­ingur um Brexit hafi ákvæði um bak­stopp. Hann hefur stað­hæft að engri sýni­legri landamæra­vörslu eða hindr­unum verði komið á milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands. Hann hefur enn fremur verið afar gagn­rýndur fyrir að neita að setj­ast niður til að ræða Brexit samn­ing­inn við leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ins nema að sam­bandið gefi eftir kröfur sínar um bak­stopp­ið. 

Írska rík­is­stjórnin hefur þó lagt áherslu á að bak­stoppið sé nauð­syn­legt til að koma í veg fyrir hörð landa­mæri. Hún hefur einnig sagt að bak­stoppið gæti verið tíma­bundið á meðan betra sam­komu­lag næð­ist um fram­tíð­ar­sam­band Bret­lands og Írlands.

Írska rík­is­stjórnin telur bak­stoppið einnig vera nauð­syn­legt til að koma í veg fyrir hörð landa­mæri við Norð­ur­-Ír­land, verði ekki búið að koma á nýjum samn­ingi með tolla­mál þegar Bret­land yfir­gefur Evr­ópu­sam­band­ið. Írski for­sæt­is­ráð­herrann, Leo Vara­d­kar, seg­ist til að mynda vera mót­fall­inn Brexit samn­ingi án bak­stopps­ins. 

Fjöl­margir við­skipta- og land­bún­að­ar­hópar, auk ýmissa stjórn­mála­manna í Norð­ur­-Ír­landi hafa lýst yfir stuðn­ingi sínum við bak­stopp­ið, þar sem þeir telja það vernda við­skipti á milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands. 

Segir Evr­ópu um að kenna ef illa fer

Boris John­son segir að hvort Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu með eða án samn­ings velti á Evr­ópu­sam­band­inu. „Þau vita að neðri deild breska þings­ins hefur synjað bak­stopp­inu þrisvar, það er engin leið að koma því í gegnum þing­ið, við verðum að taka bak­stoppið úr samn­ingn­um, við getum ekki haldið núver­andi samn­ingi til streit­u,“ sagði Boris John­son í lok júlí.

Hann sagði jafn­framt að ef ESB vildi ekki gera mála­miðl­anir þá yrði sam­bandið að und­ir­búa sig undir Brexit án samn­ing. 

Vilja sam­einað Írland

Þing­menn Sinn Féin, annar tveggja stærstu þing­flokka Írlands, stungið upp á því fyrr í sumar að efnt yrði til nýrra kosn­inga um sam­ein­ingu Írlands. Sinn Féin er vinstri-­þjóð­ern­is­flokkur sem berst fyrir sam­ein­ingu Írlands og Norð­ur­-Ír­lands og er starf­ræktur bæði á Írlandi og í Norð­ur­-Ír­land­i. 

Auglýsing
Í kjöl­far Brexit hefur Sinn Féin aukið kröfur sínar um sjálf­stæði Norð­ur­-Ír­lands. Sinn Féin hefur vísað til þess að sam­einað Írland gæti verið innan Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem 56 pró­sent íbúa Norð­ur­-Ír­lands kusu gegn Brex­it. Seamus Mallon, fyrrum fyrsti ráð­herra Norð­ur­-Ír­lands, hefur varað við slíkri kosn­ingu þar sem hún gæti kynt undir óróa á svæð­in­u. 

Sam­kvæmt Good Fri­day samn­ingnum er hægt að boða til kosn­inga um að Norð­ur­-Ír­land sam­ein­ist Írlandi, en ein­ungis ef inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands telji aðstæð­urnar til þess vera rétt­ar. Margir telja að slíkt myndi kynda undir óróa og gæti jafn­vel leitt til ofbeld­is. 

Eng­inn samn­ingur mögu­leiki

Svo virð­ist sem Boris sé að und­ir­búa sig undir Brexit án samn­ings. Boris hefur haldið því fram að Brexit muni eiga sér stað 31. októ­ber, sama við hvaða aðstæður það yrði, þá með eða án samn­ings. 

Diplómatar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel segja margir hverjir að Boris ætli sér ekki að semja á ný um Brexit samn­ing. Því eru sífellt meiri líkur á því að samn­ingur muni ekki nást um Brexit fyrir 31. októ­ber, að því er kemur fram í frétt the Guar­di­an. 

Mynd: EPA. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Ef Brexit mun eiga sér stað án samn­ings þá gæti Boris kallað eftir kosn­ingum í nóv­em­ber næst­kom­andi. Ýmsir þing­menn Íhalds­flokks­ins hafa lýst því yfir að þeir muni kjósa með stjórn­ar­and­stöð­unni ef eng­inn samn­ingur náist um Brex­it. Jafn­framt hefur Sinn Féin kraf­ist þess að efnt verði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sam­ein­ingu Írlands náist eng­inn Brexit samn­ing­ur.

Ef ekki verður samið um Brexit fyrir 31. októ­ber mun Bret­land ganga úr ESB án samn­ings. Þá myndu lög ESB hætta að gilda um Bret­land sam­stundis og und­ir­býr breska rík­is­stjórnin sig nú undir slíkar aðstæð­ur. 

Mik­ill kostn­aður gæti hlot­ist af engum samn­ingi þar sem mat­vörur gætu hækkað í verði, auk þess sem aukin fjár­hags­leg byrði yrði fyrir bresk stjórn­völd að koma á auk­inni toll­vörslu. ­Leo Vara­d­kar, for­sæt­is­ráð­herra Írlands, hefur einnig látið þau orð falla að líkur séu á að eng­inn samn­ingur myndi nást, en leggur áherslu að ekki sé hægt að semja á ný um nýjan samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið en þann sem fyrir ligg­i. 

Kosið verði á ný um sjálf­stæði Skotlands

Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, segir í við­tali við the Guar­dian að þegar Brexit muni eiga sér stað þá sé kom­inn nýr grund­völlur fyrir nýrri atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skotlands. Hún vill enn fremur að kosið verði um sjálf­stæði Skotlands fyrir árið 2021. 

Mynd: EPA. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands.

Hún segir jafn­framt að ef eng­inn samn­ingur muni nást um útgöngu Bret­lands úr ESB beri Jer­emy Cor­byn jafn mikla ábyrgð og Ther­esa May og Boris John­son á aðstæð­un­um. 

Eftir fund Stur­geon með Boris í síð­ustu viku sagði Stur­geon að hún hefði ekki verið „gjör­sam­lega í skýj­un­um“ vegna heim­sóknar for­sæt­is­ráð­herr­ans. „Hann talar um Brex­it, og sér­stak­lega um Brexit án samn­ings, líkt og það sé ekk­ert til að hafa áhyggjur af, og að allir sem segi að svo sé eru bara nei­kvæðir og nið­ur­drep­and­i,“ sagði Stur­ge­on. 

Stur­geon hefur jafn­framt sagt að slíkar aðstæður séu afar „hættu­leg­ar.“ Hún bendir á að mikil óvissa sé um sam­göng­ur, ferj­ur, hvort mat­ar­skortur muni eiga sér stað eða hvort skortur verði á lyfj­u­m. 

Nýjar kosn­ingar til þings mögu­legar

Starfs­manna­stjóri Borisar John­son hefur frestað fríi allra starfs­manna fyrir 31. októ­ber sem hefur kynnt enn fremur undir þann orðróm að von sé á skyndi­kosn­ingum í bráð eða beint eftir 31. októ­ber. Breska stjórn­ar­ráðið hefur ekki neitað orðróm­in­um. 

Slíkar kosn­ingar gætu verið Íhalds­flokknum hag­stæðar þar sem flokk­ur­inn gæti mögu­lega aukið fylgi sitt og fengi stærri meiri­hluta innan þings­ins. Það gæti auð­veldað Boris að koma samn­ing í gegnum þing­ið, ef um samn­ing sé að ræða á annað borð. 

Banda­rískir stjórn­mála­menn óánægðir

Banda­rískir stjórn­mála­menn hafa lýst því yfir að komið verði í veg fyrir nýj­an frí­versl­un­ar­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands eftir útgöngu Breta úr ESB verði landa­mæri Írlands og Norð­ur­-Ír­lands ekki opin.

Auglýsing
Til að vinna sér í hag­inn og minnka efna­hags­lega skað­ann sem mun hljót­ast við útgöngu Bret­lands úr ESB hefur Boris John­son afhent banda­rískum stjórn­völd­um drög að nýjum frí­versl­un­ar­samn­ingi. Þrátt fyrir góðan vin­skap á milli Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, og Borisar myndi það reyn­ast Trump erfitt að koma slíkum samn­ingi í gegnum banda­ríska þingið ef Good Fri­day samn­ing­ur­inn væri í hætt­u. 

Margir banda­rískir þing­menn hafa lýst því yfir að þeir myndu kjósa gegn frí­versl­un­ar­samn­ingi á milli Bret­lands og Banda­ríkj­anna ef komið væri á landa­mærum, þar á meðal Nancy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Boris John­son seg­ist munu virða Good Fri­day samn­ing­inn, sem kveður á um að engin hörð landa­mæri séu á milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands.

Sam­dráttur í efna­hagi Bret­lands

Hag­kerfi Bret­lands dróst saman um 0,2 pró­sent frá apríl til júní sem er í fyrsta sinn í sex og hálft ár sem slíkt ger­ist fyrir breskan efna­hag. Hag­fræð­ingar hafa bent á að óvissan af völdum Brexit og auknum líkum á að samn­ingar náist ekki hafi ýtt undir líkur á að hag­kerfið drag­ist sam­an. 

Óvissan í kringum Brexit hefur haft afar slæm áhrif á iðnað í Bret­landi. Til að mynda hefur fjár­fest­ing í bíla­iðn­aði minnkað um 90 milljón pund. Honda og Ford hafa bæði lýst yfir því að þau muni loka verk­smiðjum sínum í Bret­landi. Sajid Javid, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, segir þó að Bretar þurfi ekki að ótt­ast kreppu

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar