Siðanefndir óþarfar í fullkomnum heimi

Prófessor í heimspeki segir að heppilegast sé að hafa siðanefnd Alþingis án tengsla við stjórnmálin, þá komi síður upp vanhæfnisspurningar. Kjarninn spjallaði við Sigurð Kristinsson um siðareglur og siðanefndir.

Siðareglur
Auglýsing

„Í fullkomnum heimi þarf ekki siðanefndir heldur bara almenn viðmið til að umræðan þokist í einhverja góða átt. Í ófullkomnum heimi þarf stundum siðanefnd.“ Þetta segir Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, en hann hefur skrifað bók og greinar um siðareglur til fjölda ára. 

Til stendur að endurskoða siðareglur fyrir alþingismenn eftir að upp kom misklíð eftir að fyrstu niðurstöður siðanefndar birtust, sem forsætisnefnd staðfesti síðan.

Sigurður telur að sem flestir þingmenn þurfi að taka þátt í að skapa ferlið. „Heppilegast væri að hafa siðanefndina án tengsla við stjórnmálin, þá koma síður upp vanhæfnisspurningar,“ segir hann. Þá sé mikilvægt að forsætisnefnd mati ekki siðanefnd, að hún hafi frjálsara umboð – það er taki við kvörtunum og setji sér sjálf starfsreglur sem þingið staðfesti. „Vonandi skilar hún sér þessi vinna sem fram framundan er,“ segir hann.

Auglýsing

Siðareglur eiga að bæta menningu innan hóps

Sigurður Kristinsson Mynd: HÍSigurður segir enn fremur að tilgangurinn með siðareglum sé margvíslegur. Að hans mati er þó mikilvægasti tilgangur skráðra siðareglna sá að bæta menningu innan hópsins sem setur sér reglunar. Það þýði að þessi hópur hagi samskiptum sínum og vinnubrögðum á betri hátt með tilliti til tilgangs hópsins.

Þá sé hægt að spyrja sig hvort „dýnamíkin“ innan hóps hjálpi honum að sinna hlutverki sínu vel og ef svo er ekki þá þurfi að bæta menninguna innan hans. Að setja siðareglur væri þá að aðferð til að gera hann betur færan til að sinna sínu hlutverki og gætu þær jafnframt miðlað uppsafnaðri þekkingu. Þá sé hægt að læra af mistökum, til að mynda er varða samskipti og freistnivanda.

Umræðan ætti að verða málefnalegri

„Með því að setja siðareglur er gerður nokkurs konar sáttmáli innan hópsins,“ segir Sigurður. Þá lofi fólk – þegar það gengst við siðareglunum – að standa við þær gegn því að aðrir geri það líka og að taka þær fram yfir sína eigin hagsmuni. Hann bendir á að siðareglur miðli einnig mikilvægum skilaboðum út á við, það er þegar loforð er gefið til skjólstæðinga, eða í tilviki stjórnmálamanna til kjósenda sem síðan dæma gjörðir þeirra á endanum.

„Þegar slíkur sáttmáli er kominn þá verður umræðan málefnalegri,“ segir hann og bætir því við að í þeim tilfellum verði siðareglur hjálpartæki þegar á þarf að halda.

Sigurður segir að tilgangur siðareglna sé að bæta þessa menningu og að þær séu þetta hjálpartæki, meðal annars til að samræma væntingar – frekar en ytra eftirlit. „Lykilatriðið er að þær eru liður í sjálfræði hópsins, sameiginlegar reglur. Þær virka ekki sem ytra valdboð.“ Mikilvægt er, að hans mati, að vandað sé til verka þegar siðareglur eru gerðar. „Ferlið skiptir oft meira máli en útkoman sjálf,“ segir hann. Á endanum sé engin forskrift að siðareglum.

Fara verður varlega í að beita viðurlögum

Þegar talið berst að siðareglum þingmanna þá segir Sigurður að fara verði varlega í það að beita viðurlögum. „Ef við lítum á siðareglur sem innri og ytri sáttmála þá koma ytri viðurlögin frá kjósendum.“ Þeir ákveði með atkvæði sínu hvort þingmenn hafi staðið við sáttmálann. Hvað varðar innri sáttmála þá væri hægt að líta svo á að ef þingmenn brjóta siðareglur þá njóti þeir ekki trausts innan þingsins. Viðurlög gætu í því tilfelli verið tímabundin, þeir gætu til að mynda ekki verið formenn í nefndum eða sinnt ákveðnum trúnaðarstörfum. Þessi leið er þó vandmeðfarin að mati Sigurðar.

Hann segir enn fremur að siðareglur geti verið til trafala í erfiðum og flóknum málum á borð við Klausturmálið. „Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þegar búið er að setja upp siðanefnd sem úrskurðar um brot þá fari málið að snúast um málsmeðferð – eins og fyrir dómstólum.“ Kosturinn við að hafa siðareglur en ekki siðanefnd er sá að þá sé skýrara að hlutverk reglnanna sé að styðja við málefnalega umræðu og ígrundun.

Á hinn bóginn séu ákveðin rök fyrir því að setja á fót sérstaka siðanefnd, til dæmis hjá fagfélögum. Það geti verið liður í að vernda skjólstæðinga og þá gefist fólki jafnframt kostur á að verja sig gegn tilhæfulausum ásökunum. Vandaðir úrskurðir geta búið til gagnleg viðmið.

Áhersla verði lögð á að reglurnar verði fáar og almennar

En hvað þyrfti Alþingi að gera til að öðlast traust almennings og þingheims? Sigurður telur það skynsamlegt að endurskoða siðareglurnar og ferlið í heild sinni á ný, eins og til stendur að gera í vetur. „Mér finnst það vera aðalatriðið að allir þingmennirnir hafi samráð og að úr verði raunverulegur sáttmáli milli þeirra.“

Þá vonar hann að sú endurskoðun verði ekki gerð að pólitísku bitbeini og að áhersla verði lögð á að reglurnar séu fáar og almennar. Með umræðum um siðareglur þokist málin í átt að niðurstöðu sem almenn sátt geti verið um.

Hægt er að lesa fréttaskýringu Kjarnans um siðareglur hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal