Siðanefndir óþarfar í fullkomnum heimi

Prófessor í heimspeki segir að heppilegast sé að hafa siðanefnd Alþingis án tengsla við stjórnmálin, þá komi síður upp vanhæfnisspurningar. Kjarninn spjallaði við Sigurð Kristinsson um siðareglur og siðanefndir.

Siðareglur
Auglýsing

„Í full­komnum heimi þarf ekki siða­nefndir heldur bara almenn við­mið til að umræðan þok­ist í ein­hverja góða átt. Í ófull­komnum heimi þarf stundum siða­nefnd.“ Þetta segir Sig­urður Krist­ins­son, pró­fessor í heim­speki við félags­vís­inda­deild Háskól­ans á Akur­eyri, en hann hefur skrifað bók og greinar um siða­reglur til fjölda ára. 

Til stendur að end­ur­skoða siða­reglur fyrir alþing­is­menn eftir að upp kom mis­klíð eftir að fyrstu nið­ur­stöður siða­nefndar birtu­st, sem for­sætis­nefnd stað­festi síð­an.

Sig­urður telur að sem flestir þing­menn þurfi að taka þátt í að skapa ferl­ið. „Heppi­leg­ast væri að hafa siða­nefnd­ina án tengsla við stjórn­mál­in, þá koma síður upp van­hæfn­is­spurn­ing­ar,“ segir hann. Þá sé mik­il­vægt að for­sætis­nefnd mati ekki siða­nefnd, að hún hafi frjáls­ara umboð – það er taki við kvört­unum og setji sér sjálf starfs­reglur sem þingið stað­festi. „Von­andi skilar hún sér þessi vinna sem fram framundan er,“ segir hann.

Auglýsing

Siða­reglur eiga að bæta menn­ingu innan hóps

Sigurður Kristinsson Mynd: HÍSig­urður segir enn fremur að til­gang­ur­inn með siða­reglum sé marg­vís­leg­ur. Að hans mati er þó mik­il­væg­asti til­gangur skráðra siða­reglna sá að bæta menn­ingu innan hóps­ins sem setur sér regl­un­ar. Það þýði að þessi hópur hagi sam­skiptum sínum og vinnu­brögðum á betri hátt með til­liti til til­gangs hóps­ins.

Þá sé hægt að spyrja sig hvort „dýnamíkin“ innan hóps hjálpi honum að sinna hlut­verki sínu vel og ef svo er ekki þá þurfi að bæta menn­ing­una innan hans. Að setja siða­reglur væri þá að aðferð til að gera hann betur færan til að sinna sínu hlut­verki og gætu þær jafn­framt miðlað upp­safn­aðri þekk­ingu. Þá sé hægt að læra af mis­tök­um, til að mynda er varða sam­skipti og freistni­vanda.

Umræðan ætti að verða mál­efna­legri

„­Með því að setja siða­reglur er gerður nokk­urs konar sátt­máli innan hóps­ins,“ segir Sig­urð­ur. Þá lofi fólk – þegar það gengst við siða­regl­unum – að standa við þær gegn því að aðrir geri það líka og að taka þær fram yfir sína eigin hags­muni. Hann bendir á að siða­reglur miðli einnig mik­il­vægum skila­boðum út á við, það er þegar lof­orð er gefið til skjól­stæð­inga, eða í til­viki stjórn­mála­manna til kjós­enda sem síðan dæma gjörðir þeirra á end­an­um.

„Þegar slíkur sátt­máli er kom­inn þá verður umræðan mál­efna­legri,“ segir hann og bætir því við að í þeim til­fellum verði siða­reglur hjálp­ar­tæki þegar á þarf að halda.

Sig­urður segir að til­gangur siða­reglna sé að bæta þessa menn­ingu og að þær séu þetta hjálp­ar­tæki, meðal ann­ars til að sam­ræma vænt­ingar – frekar en ytra eft­ir­lit. „Lyk­il­at­riðið er að þær eru liður í sjálf­ræði hóps­ins, sam­eig­in­legar regl­ur. Þær virka ekki sem ytra vald­boð.“ Mik­il­vægt er, að hans mati, að vandað sé til verka þegar siða­reglur eru gerð­ar. „Ferlið skiptir oft meira máli en útkoman sjálf,“ segir hann. Á end­anum sé engin for­skrift að siða­regl­um.

Fara verður var­lega í að beita við­ur­lögum

Þegar talið berst að siða­reglum þing­manna þá segir Sig­urður að fara verði var­lega í það að beita við­ur­lög­um. „Ef við lítum á siða­reglur sem innri og ytri sátt­mála þá koma ytri við­ur­lögin frá kjós­end­um.“ Þeir ákveði með atkvæði sínu hvort þing­menn hafi staðið við sátt­mál­ann. Hvað varðar innri sátt­mála þá væri hægt að líta svo á að ef þing­menn brjóta siða­reglur þá njóti þeir ekki trausts innan þings­ins. Við­ur­lög gætu í því til­felli verið tíma­bund­in, þeir gætu til að mynda ekki verið for­menn í nefndum eða sinnt ákveðnum trún­að­ar­störf­um. Þessi leið er þó vand­með­farin að mati Sig­urð­ar.

Hann segir enn fremur að siða­reglur geti verið til trafala í erf­iðum og flóknum málum á borð við Klaust­ur­mál­ið. „Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þegar búið er að setja upp siða­nefnd sem úrskurðar um brot þá fari málið að snú­ast um máls­með­ferð – eins og fyrir dóm­stól­u­m.“ Kost­ur­inn við að hafa siða­reglur en ekki siða­nefnd er sá að þá sé skýr­ara að hlut­verk regln­anna sé að styðja við mál­efna­lega umræðu og ígrund­un.

Á hinn bóg­inn séu ákveðin rök fyrir því að setja á fót sér­staka siða­nefnd, til dæmis hjá fag­fé­lög­um. Það geti verið liður í að vernda skjól­stæð­inga og þá gef­ist fólki jafn­framt kostur á að verja sig gegn til­hæfu­lausum ásök­un­um. Vand­aðir úrskurðir geta búið til gagn­leg við­mið.

Áhersla verði lögð á að regl­urnar verði fáar og almennar

En hvað þyrfti Alþingi að gera til að öðl­ast traust almenn­ings og þing­heims? Sig­urður telur það skyn­sam­legt að end­ur­skoða siða­regl­urnar og ferlið í heild sinni á ný, eins og til stendur að gera í vet­ur. „Mér finnst það vera aðal­at­riðið að allir þing­menn­irnir hafi sam­ráð og að úr verði raun­veru­legur sátt­máli milli þeirra.“

Þá vonar hann að sú end­ur­skoðun verði ekki gerð að póli­tísku bit­beini og að áhersla verði lögð á að regl­urnar séu fáar og almenn­ar. Með umræðum um siða­reglur þok­ist málin í átt að nið­ur­stöðu sem almenn sátt geti verið um.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um siða­reglur hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal