Stórveldi sem berjast með naglaspýtum

Mannskæðar landamæradeilur á milli Kína og Indlands fyrr á árinu er ein birtingarmynd vaxandi spennu á milli stórveldanna tveggja, sem keppast um auðlindir og efnahagsleg ítök.

Narendra Modi, forseti Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína.
Narendra Modi, forseti Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína.
Auglýsing

Í hrjóstrugri nátt­úru hárra fjalla­skarða Himala­ya­fjall­anna á landa­mærum Ind­lands og Kína gerð­ist nokkuð óvenju­legt síð­ast­liðið sum­ar. Í ann­ars frið­sælli og ósnertri nátt­úru voru þar menn að ráð­ast á hvorn annan með nagla­spýt­um, kylf­um, steinum og járn­pípum sem varð til þess að 24 létu líf­ið. Menn­irnir voru kín­verskir og ind­verskir her­menn.

Deil­urnar áttu sér stað við svæði sem nefn­ist Ladakh. Um 270 þús­und manns búa á svæð­inu sem er um 59 þús­und fer­kíló­metr­ar. Ladakh teygir sig hátt í Himala­ya­fjöllin og hefur menn­ing­ar­lega teng­ingu við Tíbet, en á tíbet­sku þýðir Ladakh einmitt „land hinna háu fjalla­skarða.“

Átökin áttu sér stað í dal við Galwan ána á svæði sem er afar erfitt yfir­ferð­ar. Á svæð­inu ríkir vopna­hlé og því má ekki nota skot­vopn, efna­vopn né sprengjur innan við tvo kíló­metra frá svæð­inu. Því brutu her­menn­irnir í raun ekki samn­ing­inn um vopna­hlé þegar þeir not­uðu nagla­spýtur og kylfur í átök­unum þar sem að minnsta kosti 4 kín­verskir her­menn og 20 ind­verskir létu lífið.

Auglýsing

Norð­ur­hluti Ladakh sem kall­ast Aksai Chin og er undir yfir­ráðum Kína, Ind­land gerir hins vegar kröfu til svæð­is­ins sem hluta af Ladakh. Aksai Chin fór undir stjórn Kína þegar komm­ún­istar tóku yfir Tíbet árið 1950 en mik­il­vægur vegur frá Tíbet til ann­ars hér­aðs í Kína, Xinji­ang, fer í gegnum svæð­ið. Bæði ríkin krefj­ast yfir­ráða á svæð­inu og eru ekki lík­leg til þess að vilja gefa nokkuð eftir í þeim mál­um. Ind­land og Kína hafa áður þónokkrum sinnum barist um svæð­ið, til að mynda árin 1962, 1967 og 1975.

Hröð hern­að­ar­upp­bygg­ing

Bæði Ind­land og Kína hafa staðið að mik­illi upp­bygg­ingu á svæð­inu á síð­ast­liðnum árum. Ind­land hefur til að mynda byggt upp um 5.000 kíló­metra af vegum sem tengja Ladakh betur við aðra hluta Ind­lands. Það sér Kína sem ógn vegna þess að það auð­veldar hernað á svæð­inu. Kín­versk stjórn­völd hafa jafn­framt ásakað ind­verska her­menn um að hafa farið yfir á kín­verskt land­svæði. Ind­versk stjórn­völd telja hins vegar að kín­verski her­inn hafi fært sig sunnar á Galwan ánni en áður sem gerir kín­verska hernum kleift að fylgj­ast með umferð Ind­verja um svæð­ið. Því er ljóst að mikið er um fingrabend­ingar á milli ríkj­anna tveggja.

Hern­að­ar­upp­bygg­ingin á svæð­inu var afar hröð í kjöl­far­ið. Kín­versk stjórn­völd byggðu upp her­svæði sem olli því að ind­versk stjórn­völd gerðu slíkt hið sama. Því juku kín­versk stjórn­völd við hern­að­ar­lega við­veru sína og í kjöl­farið gerðu ind­versk stjórn­völd það líka og svo koll af kolli.

Gervi­hnatta­myndir frá maí til hausts 2020 sýna mikla hern­að­ar­upp­bygg­ingu á svæð­inu. Stórir skrið­drekar, stór­skota­lið­stæki, og önnur tæki til hern­aðar birt­ust skyndi­lega á mynd­un­um.

Hluti af stærri deilu

En hvers vegna berj­ast tvö fjöl­menn­ustu ríki heims um þetta hrjóstruga land­svæði? Átökin eru hluti af stærri deilu Ind­lands og Kína. Þær snú­ast ekki ein­göngu um línur á korti á Ladakh svæð­inu, heldur eru aðrir hags­munir í húfi - til að mynda hvað varðar aðgengi að vatni. Kína stefnir til að mynda á að byggja gígantíska vatns­afls­virkjun á Yarl­ung Tsangpo ánni sem flæðir frá Tíbet til Ind­lands þar sem áin er þekkt undir nafn­inu Brahmaputra. Það myndi tak­marka aðgengi Ind­lands að vatni úr ánni til muna. Stefnt er á að upp­bygg­ing virkj­un­ar­innar hefj­ist síðar á þessu ári.

Deil­urnar tengj­ast einnig hinu stóra inn­viða- og fjár­fest­inga­verk­efni kín­verskra stjórn­valda, Belti og braut. Belti og braut er afar umdeilt og eru Banda­ríkin eflaust það ríki sem er opin­ber­lega hvað mest mót­fallið verk­efn­inu. Bæði fyrrum vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, og fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, hafa gagn­rýnt fram­takið og sagt það varpa ríkjum í skulda­gildru.

Ind­versk stjórn­völd eru einnig mjög gagn­rýnin á verk­efn­ið. Með verk­efn­inu stefna kín­versk stjórn­völd á að auka vega­sam­göngur sínar til nær­liggj­andi landa, til að mynda Myan­mar, Bangla­desh og Pakist­an. Jafn­framt ætla þau sér að styrkja sigl­inga­leiðir sínar um Ind­lands­haf til muna og hafa komið upp höfn í Sri Lanka og Gwadar höfn í Pakistan sem hluta af þeirri leið. Pakistan er nefn­in­lega annar hlekkur í deil­unni.

Efna­hags­sam­band eða hern­að­ar­banda­lag?

Kína og Pakistan hafa á síð­ustu árum styrkt efna­hags­legt sam­band sitt. Sam­kvæmt grein The New York Times hefur Kína fjár­fest 62 millj­örðum doll­ara í Pakistan undir for­merkjum Beltis og brautar sem hefur styrkt sam­band ríkj­anna til muna.

Í gegnum Belti og braut er áætlað að „Efna­hags­gátt“ [e. Economic Corridor] Kína og Pakistan muni tengja Gwadar höfn­ina sem er við Arab­íu­haf við lestar­teina allt norður til Kína. Von­ast er til að vöru­við­skipti á milli ríkj­anna muni aukast til muna. Það myndi þó líka tryggja aðgengi Kína að Arab­íu­hafi og auð­velda aðgengi að Ind­lands­hafi.

Mik­ill skortur hefur verið á fjár­fest­ingum í Pakistan, sér­stak­lega þegar kemur að innvið­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem blaða­menn the New York Times hafa undir hönd­un­um, liggur fyrir samn­ingur um hern­að­ar­við­skipti á milli Pakist­ans og Kína. Í samn­ingnum stendur að Kína muni kaupa her­þot­ur, rad­ar­sjár og annan her­varn­ing fram­leiddan í Pakistan fyrir kín­verska her­inn. En Kína selur Pakistan jafn­framt her­varn­ing. Til að jafna leik­inn gagn­vart Kína og Pakistan stefnir Ind­land á að kaupa her­dróna frá Banda­ríkj­unum fyrir þrjá millj­arða Banda­ríkja­dali.

Enn bæt­ist í hóp­inn

Í þennan dans á milli Ind­lands, Kína og Pakist­ans bæt­ast svo við Jap­an, Ástr­alía og Banda­rík­in. Saman mynda Ind­land með þeim síð­ar­nefndu ríkjum Hin fjóru eða Fjór­gengið [e. Quad] sem hefur verið kallað „Nató Indó-­Kyrra­hafs­ins“.

Um er að ræða óform­legan örygg­is­vett­vang ríkj­anna fjórra. Þau funda reglu­lega um örygg­is­mál og hvernig þau geti styrkt sam­band sitt og vegið á móti auknum völdum Kína.

Ófyr­ir­séðar afleið­ingar

En snúum okkur aftur að Ladakh. Í kjöl­far átak­anna á landa­mær­unum var gerð risa­stór netárás á borg­ina Mumbai í Ind­landi sem varð til þess að raf­magn fór af borg­inni, lestir stöðv­uð­ust og hluta­bréfa­mark­að­ur­inn lok­að­ist tíma­bund­ið. Spít­alar þurftu að nýta sér neyð­ar­rafala í miðjum COVID-19 far­aldri.

Sam­kvæmt ind­verskum yfir­völdum var netárásin fram­kvæmd af kín­verskum aðilum og er kín­verski her­inn sér­stak­lega nefndur í því sam­hengi.

Enn gætir van­trausts

Eftir að hafa reynt í tíu skipti að semja um að draga her­menn frá landa­mær­unum náð­ist loks sam­komu­lag í febr­úar síð­ast­liðn­um. Bæði ríki hafa því fjar­lægt her­menn sína frá svæð­inu. Enn er þó deilt um nákvæma stað­setn­ingu landamær­anna.

Í kjöl­far þess ræddu utan­rík­is­ráð­herrar ríkj­anna tveggja í fyrsta sinn í síma í um fimm mán­uði. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá kín­verska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sagði Wang Yi, utan­rík­is­ráð­herra Kína, í sím­tali sínu við Subra­hmanyam Jais­hinkar, utan­rík­is­ráð­herra Ind­lands, að bæði ríki þyrftu að vinna saman til að koma á stjórnun á landa­mær­unum og byggja upp traust að nýju. Jais­hinkar sagði að sam­skipti ríkj­anna hefðu skað­ast til muna á síð­ast­liðnu ári.

Sam­skiptin hafa vissu­lega skað­ast. Í kjöl­far átak­anna á landa­mær­unum sem og netárás­ar­innar hafa ind­versk stjórn­völd reynt að koma í veg fyrir kín­verskar fjár­fest­ingar í land­inu og bannað notkun meira en 200 kín­verskra for­rita, til að mynda TikTok og WeChat. Svo má ekki gleyma fyr­ir­hug­aðri vatns­afls­virkjun kín­verskra stjórn­valda á Yarl­ung Tsangpo ánni.

Leið­togar Kína og Ind­lands, Xi Jin­p­ing og Nar­endra Modi, eru báðir mjög þjóð­ern­is­sinn­aðir og vilja hvor­ugir virð­ast lúffa fyrir hin­um. Því er ljóst að þrátt fyrir að her­menn­irnir hafi verið fjar­lægðir þá gæti enn mik­ils van­trausts á milli ríkj­anna tveggja.

Kín­verska rík­is­frétta­stöðin CCTV deildi eft­ir­far­andi mynd­bandi um átökin.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar