Það helsta hingað til: Ríkisforstjórarnir og þingmennirnir á háu laununum

Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt það fyrirferðamesta hefur snúist um miklar launahækkanir sem æðstu embættismenn og ríkisforstjórar hafa fengið á undanförnum árum.

Maður í jakkafötum
Auglýsing

Hvað?

Rík­is­starfs­menn hafa verið leið­andi í launa­þróun á und­an­förnum árum. Sumir slíkir hópar hafa hækkað í launum um tugi pró­senta í einu. Fræg­asta dæmið um slíkt var þegar kjara­ráð ákvað að opin­bera, á kjör­dag 2016, að laun for­­­­seta Íslands, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna og laun ráð­herra yrðu hækkuð umtals­vert. Sam­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­­­lega 1,5 millj­­­­ónir en laun for­­­­seta voru tæpar 2,5 millj­­­­ón­­­­ir.

­Laun þing­­­­­manna hækk­­­­­uðu hlut­­­­­falls­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­sent.

Skömmu áður, eða um sum­arið 2016, höfðu laun skrif­stofu­stjóra í ráðu­neyt­um, og laun aðstoð­ar­manna ráð­herra sem miða við skrif­stofu­stjóra­laun­in, verið hækkuð um allt að 35 pró­sent. Þau urðu þá um 1,2 millj­ónir króna á mán­uði.

Til við­bótar höfðu laun ýmissa for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja hækkað um tugi pró­senta eftir að ákvörðun um þau var færð undan kjara­ráði um mitt ár 2017, og yfir til póli­tískt skip­aðra stjórna fyr­ir­tækj­anna. Þessar hækk­anir gerð­ust þrátt fyrir að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefði beint þeim til­mælum til stjórna fyr­ir­tækj­anna að hækka launin ekki óhof­lega.

Af hverju?

Það stóðu yfir við­kvæmar kjara­við­ræður og ljóst að allar kröfur verka­lýðs­hreyf­inga myndu taka mið af þeim gríð­ar­legu hækk­unum sem orðið höfðu á launum æðstu emb­ætt­is­manna og for­stjóra lands­ins, sem voru þó þegar með ein hæstu laun í íslensku sam­fé­lagi fyrir þær hækk­an­ir.

Fyrir lá að íslenskt efna­hags­líf myndi ekki ráða við slíkar hækk­anir þvert yfir allan skal­ann og því var skýrt krafa sett fram um að undið yrði ofan af hinum miklu hækk­un­um, ann­ars yrði erfitt að ná saman við gerð kjara­samn­inga. Litið var á hækk­an­irnar sem hreina sjálftöku.

Hver varð nið­ur­stað­an?

Hún var alls­kon­ar. Þann 13. mars síð­ast­lið­inn var birt bréf Lárusar Blön­dal, for­manns Banka­­­sýslu rík­­­is­ins, og Jóns Gunn­­­ars Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, for­­­stjóra stofn­un­­­ar­inn­­­ar, til Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar. Í því kom fram að laun banka­­­stjóra rík­­­is­­­bank­anna, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ans, yrðu lækk­­­uð. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka mun fá 3,65 millj­ónir króna á mán­uði eftir þá lækk­un, en laun hennar árið 2018 voru 5,3 millj­ónir króna.

Auglýsing
Heild­­ar­­laun banka­­­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, urðu 3,5 millj­ónir króna við þá breyt­ingu, en hún var með 3,8 millj­ónir króna fyrir hana.

Kast­ljósið hafði verið mjög á tveimur rík­is­for­stjórum sem höfðu fengið ríf­legar launa­hækk­an­ir. Annar þeirra var Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via. Laun hans hækk­uðu um 43,3 pró­sent frá miðju ári 2017, úr 1,75 millj­ónum króna í 2,5 millj­ónir króna á mán­uði. Björn Óli missti starf sitt sem for­stjóri Isa­via fyrr í þessum mán­uði.

Stjórn­ar­for­maður Isa­via á þessum tíma var Ingi­mundur Sig­ur­páls­son. Hann var líka for­stjóri Íslands­pósts, rík­is­fyr­ir­tækis sem glímdi við gríð­ar­lega rekstr­ar­erf­ið­leika og þurfti meðal ann­ars að fá mörg hund­ruð milljón króna lán hið minnsta frá rík­is­sjóði í lok síð­asta árs til að lifa af. Lán sem fyr­ir­tækið getur ekki greitt til baka. Þrátt fyrir þessa stöðu var ákveðið að hækka laun Ingi­mundar tví­vegis á síð­asta ári. Þau voru í mars 2.052 þús­und krónur á mán­uði og höfðu hækkað um tæp 43 pró­sent frá miðju ári 2017, þegar þau voru 1.436 þús­und krónur á mán­uði. Ingi­mundur hætti sem for­stjóri Íslands­pósts um miðjan mars.

Þá ákvað Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, fyrr í apríl að gera tvær breyt­ingar á frum­varpi til breyt­inga á lögum vegna brott­­falls laga um kjara­ráð, sem er nú til með­­­ferðar Alþing­­is.

Auglýsing
Önnur breyt­ingin er sú að launa­hækkun kjör­inna full­­trúa – þing­­manna og ráð­herra – sem átti að koma til fram­­kvæmda 1. júlí næst­kom­andi mun ekki verða. Þess í stað verði ráð­herr­­anum veitt heim­ild í eitt skipti til að hækka laun laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa þann 1. jan­úar 2020 til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum þann 1. júlí 2020.

Auk þess er lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. jan­úar til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum 1. júlí verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frum­varps­ins.

En ekki hefur verið þverpóli­tískur vilji hjá þing­mönnum og ráð­herrum um að draga ein­fald­lega til baka þær miklu hækk­anir sem þeir fengu á kjör­dag 2016.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar