Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að setja 580 milljarða króna í grænar fjárfestingar

Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Auglýsing

Þrettán íslenskir líf­eyr­is­sjóðir ætla að setja 580 millj­arða króna í fjár­fest­ingar í hreinni orku og umhverf­is­vænum lausnum til árs­ins 2030. Sjóð­irnir hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis gagn­vart alþjóð­legu sam­tök­unum Climate Invest­ment Coa­lition (CIC) sem var form­lega kynnt í morgun á lofslags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, sem fram fer í Glas­gow í Skotlandi. CIC mun fylgj­ast með og mæla hvort þátt­tak­endur í verk­efn­inu standi við yfir­lýst mark­mið og birta nið­ur­stöður sínar árlega.

Sjóð­irnir sem taka þátt í verk­efn­inu eru Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Birta líf­eyr­is­sjóð­ur, Brú líf­eyr­is­sjóð­ur, Festa líf­eyr­is­sjóð­ur, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Gild­i-líf­eyr­is­sjóð­ur, Líf­eyr­is­sjóður banka­manna, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Lífs­verk, LSR, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, SL líf­eyr­is­sjóður og Stapi líf­eyr­is­sjóð­ur. Um er að ræða þrettán af fjórtán stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins sem halda sam­tals á meg­in­þorra þeirra 6.410 millj­arða króna sem íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið á í hreinni eign um þessar mund­ir. 

Auglýsing
Með því að skrifa undir vilja­yf­ir­lýs­ing­una bæt­ast sjóð­irnir í hóp fjölda nor­rænna líf­eyr­is­sjóða sem hafa gefið út sam­bæri­legar yfir­lýs­ingar á síð­ustu tveimur árum. Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá þeim segir að með yfir­lýs­ing­unni nú stað­festi íslensku sjóð­irnir þrettán vilja til að stór­auka grænar fjár­fest­ingar sínar og styðja þannig við mark­mið um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. „Þar er meðal ann­ars horft til ákvæða Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Sjóð­irnir munu meðal ann­ars horfa til verk­efna sem nýta jarð­varma en einnig er stefnan að styðja við aukna notkun ann­arra sjálf­bærra orku­gjafa með það að mark­miði að stuðla að auk­inni notkun hreinnar orku í sam­göngum og atvinnu­starf­sem­i.“

CIC eru alþjóð­leg sam­tök en stofn­að­ilar eru danska umhverf­is-, orku og veitu­ráðu­neyt­ið, The Institutional Investors Group on Climate Change, Ins­urance & Pension Den­mark (sam­tök 92 trygg­inga­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða í Dan­mörku) og World Climate Founda­tion (sam­tök sem vinna að orku­skiptum og fram­þróun lág­kolefn­is­hag­kerf­is­ins). Mark­mið CIC er að stuðla að auk­inni fjár­fest­ingu í hreinni orku og öðrum umhverf­is­lausnum, svo sem nýt­ingu jarð­hita, vind­orku, sól­ar­orku, bættrar orku­nýt­ingar í bygg­ingum og bættri tækni við flutn­ing raf­orku. Árið 2019 fengu þau danska líf­eyr­is­sjóði til skuld­binda sig til að fjár­festa fyrir um 6.500 millj­arða króna í grænum lausnum fram til árs­ins 2030. Í til­kynn­ingu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna segir að í októ­ber í fyrra hafi haf­ist vinna CIC við að fá stofn­ana­fjár­festa, yfir­völd og aðra hag­að­ila ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum til að skuld­binda sig á svip­aðan hátt. „Sú vinna fór af stað eftir að nor­rænir for­sæt­is­ráð­herrar álykt­uðu á vett­vangi Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins að þeir myndu hvetja til slíkra fjár­fest­inga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent