Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að setja 580 milljarða króna í grænar fjárfestingar

Þréttán af fjórtán stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa skuldbundið sig til að setja níu prósent af hreinni eign íslenska lífeyrissjóðakerfisins í verkefni sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Á meðal þeirra leiða sem eru til staðar til að búa til hreina orku er fjölgun vindmylla.
Auglýsing

Þrettán íslenskir líf­eyr­is­sjóðir ætla að setja 580 millj­arða króna í fjár­fest­ingar í hreinni orku og umhverf­is­vænum lausnum til árs­ins 2030. Sjóð­irnir hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis gagn­vart alþjóð­legu sam­tök­unum Climate Invest­ment Coa­lition (CIC) sem var form­lega kynnt í morgun á lofslags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP26, sem fram fer í Glas­gow í Skotlandi. CIC mun fylgj­ast með og mæla hvort þátt­tak­endur í verk­efn­inu standi við yfir­lýst mark­mið og birta nið­ur­stöður sínar árlega.

Sjóð­irnir sem taka þátt í verk­efn­inu eru Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Birta líf­eyr­is­sjóð­ur, Brú líf­eyr­is­sjóð­ur, Festa líf­eyr­is­sjóð­ur, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Gild­i-líf­eyr­is­sjóð­ur, Líf­eyr­is­sjóður banka­manna, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Lífs­verk, LSR, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, SL líf­eyr­is­sjóður og Stapi líf­eyr­is­sjóð­ur. Um er að ræða þrettán af fjórtán stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins sem halda sam­tals á meg­in­þorra þeirra 6.410 millj­arða króna sem íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið á í hreinni eign um þessar mund­ir. 

Auglýsing
Með því að skrifa undir vilja­yf­ir­lýs­ing­una bæt­ast sjóð­irnir í hóp fjölda nor­rænna líf­eyr­is­sjóða sem hafa gefið út sam­bæri­legar yfir­lýs­ingar á síð­ustu tveimur árum. Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá þeim segir að með yfir­lýs­ing­unni nú stað­festi íslensku sjóð­irnir þrettán vilja til að stór­auka grænar fjár­fest­ingar sínar og styðja þannig við mark­mið um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. „Þar er meðal ann­ars horft til ákvæða Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Sjóð­irnir munu meðal ann­ars horfa til verk­efna sem nýta jarð­varma en einnig er stefnan að styðja við aukna notkun ann­arra sjálf­bærra orku­gjafa með það að mark­miði að stuðla að auk­inni notkun hreinnar orku í sam­göngum og atvinnu­starf­sem­i.“

CIC eru alþjóð­leg sam­tök en stofn­að­ilar eru danska umhverf­is-, orku og veitu­ráðu­neyt­ið, The Institutional Investors Group on Climate Change, Ins­urance & Pension Den­mark (sam­tök 92 trygg­inga­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða í Dan­mörku) og World Climate Founda­tion (sam­tök sem vinna að orku­skiptum og fram­þróun lág­kolefn­is­hag­kerf­is­ins). Mark­mið CIC er að stuðla að auk­inni fjár­fest­ingu í hreinni orku og öðrum umhverf­is­lausnum, svo sem nýt­ingu jarð­hita, vind­orku, sól­ar­orku, bættrar orku­nýt­ingar í bygg­ingum og bættri tækni við flutn­ing raf­orku. Árið 2019 fengu þau danska líf­eyr­is­sjóði til skuld­binda sig til að fjár­festa fyrir um 6.500 millj­arða króna í grænum lausnum fram til árs­ins 2030. Í til­kynn­ingu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna segir að í októ­ber í fyrra hafi haf­ist vinna CIC við að fá stofn­ana­fjár­festa, yfir­völd og aðra hag­að­ila ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum til að skuld­binda sig á svip­aðan hátt. „Sú vinna fór af stað eftir að nor­rænir for­sæt­is­ráð­herrar álykt­uðu á vett­vangi Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins að þeir myndu hvetja til slíkra fjár­fest­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent