Ragnar Þór: Allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málið komst í fjöl­miðla

Formaður VR segir að íslenskt samfélag sé „óþolandi meðvirkt“ og að oft sé horft framhjá alvarlegum málum ef þau komast ekki í almenna umræðu eða fara á forsíðu fréttamiðla.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir í sam­tali við Kjarn­ann að líf­eyr­is­sjóðir virð­ist ekki hafa mik­inn hvata til að leita réttar síns ef grunur leikur á brot­legri eða sið­lausri hátt­semi stjórn­enda fyr­ir­tækja sem þeir fjár­festa í, þrátt fyrir fag­ur­gala um sið­ferð­is­við­mið og alþjóð­leg sam­fé­lags­leg við­mið.

Kjarn­inn leit­aði álits Ragn­ars Þórs vegna umfjöll­unar mið­ils­ins um ásak­anir ungrar konu á hendur þriggja valda­manna í íslensku við­skipta­lífi. Einn þeirra, Þórður Már Jóhann­es­son, var stjórn­ar­for­maður Festi þangað til í dag og eru stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins líf­eyr­is­sjóð­ir. Fram kom í umfjöllun Kjarn­ans að stjórn Festi hefði vitað af mál­inu í dágóðan tíma og líf­eyr­is­sjóð­irnir í margar vik­ur.

Vísar hann í þessu sam­bandi í við­mið umhverf­is­legra og félags­legra þátta og stjórn­ar­hátta (UFS) en það eru við­mið sem fjár­festar nota til að meta fjár­fest­ingar út frá aðferða­fræði ábyrgra fjár­fest­inga. Félags­leg við­mið snúa að því hvernig fyr­ir­tæki kemur fram við starfs­fólk sitt, birgja, við­skipta­vini og sam­fé­lagið sem það starfar í. Ragnar Þór segir að slík við­mið séu auð­vitað orðin tóm ef ekki er farið eftir þeim þegar á reyn­ir.

Auglýsing

Enn langt í land að eitt­hvað breyt­ist

­Nefnir Ragnar Þór einnig að fjöldi saka­mála sem líf­eyr­is­sjóðir fóru í eftir hrun beri vott um að meiri hvati sé til þögg­unar en skoð­un­ar. „Sam­an­ber Mílu-­mál­ið, Bakka­var­ar-­mál­ið, förgun skipa hjá Eim­skip og fjölda ann­arra mála þá hefur lítið heyrst í stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna, bara hreint ekki neitt. Þrátt fyrir kröfu almenn­ings um við­brögð.“

Hann telur hins vegar að umræða um hversu virkir og óvirkir eig­endur líf­eyr­is­sjóðir eiga að vera í fyr­ir­tækjum sé að aukast og margt jákvætt verið að ger­ast, sér­stak­lega hjá þeirra sjóði LIVE. „En það er enn langt í land að eitt­hvað raun­veru­lega breyt­ist.“

Snýst um að kom­ast upp með að gera það sem þeim sýn­ist

Ragnar Þór segir enn fremur að með­virknin eigi sér fleiri birt­ing­ar­mynd­ir. „Við stingum höfð­inu í sand­inn fyrir óeðli­legum hags­muna­tengslum stjórn­mála­manna, tengslum þeirra við skatta­skjól eða stór­fyr­ir­tæki á meðan kollegar þeirra í Skand­in­avíu segja af sér fyrir að hafa notað vit­laust kort í strætó.

Fjöl­mörg dæmi eru um að við­skipta­blokkir í miklum minni­hluta stjórni fyr­ir­tækjum sem eru að mestu í eigu líf­eyr­is­sjóða. Fyr­ir­tækjum og sjóðum sem stjórnað er af nafn­tog­uðu fólki sem hefur orð á sér fyrir að skeyta engu um sam­fé­lags­leg áhrif gjörða sinna, skeyta engu um almennt sið­ferði eða kröfu um óflekkað mann­orð. Allt snýst um gróð­ann og græðgina. Og ekki síst að kom­ast upp með að gera það sem þeim sýnist,“ segir hann.

Oft horft fram­hjá alvar­legum málum

Varð­andi við­talið við kon­una sem um ræðir sem birt­ist í fyrra­dag þá segir Ragnar Þór að málið sé auð­vitað hrika­legt og að átak­an­legt hafi verið að horfa á það. „Við erum óþol­andi með­virkt sam­fé­lag,“ segir hann í þessu sam­bandi.

Hann segir jafn­framt að oft sé horft fram­hjá alvar­legum málum ef þau kom­ast ekki í almenna umræðu eða fara á for­síðu frétta­miðla. „Þetta er ekki ósvipað og afstaða sumra innan KSÍ var á sínum tíma. Að allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málin komust í hámæli fjöl­miðla og urðu óþægi­leg fyrir það fólk. Heilög ritn­ing PR-­fólks­ins er að þegja af sér hlut­ina og það virkar best, svona í flestum til­fell­u­m,“ segir hann að lok­um.

Hægt er að lesa um við­brögð líf­eyr­is­sjóð­anna við mál­inu í umfjöllun Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent