Ragnar Þór: Allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málið komst í fjöl­miðla

Formaður VR segir að íslenskt samfélag sé „óþolandi meðvirkt“ og að oft sé horft framhjá alvarlegum málum ef þau komast ekki í almenna umræðu eða fara á forsíðu fréttamiðla.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir í sam­tali við Kjarn­ann að líf­eyr­is­sjóðir virð­ist ekki hafa mik­inn hvata til að leita réttar síns ef grunur leikur á brot­legri eða sið­lausri hátt­semi stjórn­enda fyr­ir­tækja sem þeir fjár­festa í, þrátt fyrir fag­ur­gala um sið­ferð­is­við­mið og alþjóð­leg sam­fé­lags­leg við­mið.

Kjarn­inn leit­aði álits Ragn­ars Þórs vegna umfjöll­unar mið­ils­ins um ásak­anir ungrar konu á hendur þriggja valda­manna í íslensku við­skipta­lífi. Einn þeirra, Þórður Már Jóhann­es­son, var stjórn­ar­for­maður Festi þangað til í dag og eru stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins líf­eyr­is­sjóð­ir. Fram kom í umfjöllun Kjarn­ans að stjórn Festi hefði vitað af mál­inu í dágóðan tíma og líf­eyr­is­sjóð­irnir í margar vik­ur.

Vísar hann í þessu sam­bandi í við­mið umhverf­is­legra og félags­legra þátta og stjórn­ar­hátta (UFS) en það eru við­mið sem fjár­festar nota til að meta fjár­fest­ingar út frá aðferða­fræði ábyrgra fjár­fest­inga. Félags­leg við­mið snúa að því hvernig fyr­ir­tæki kemur fram við starfs­fólk sitt, birgja, við­skipta­vini og sam­fé­lagið sem það starfar í. Ragnar Þór segir að slík við­mið séu auð­vitað orðin tóm ef ekki er farið eftir þeim þegar á reyn­ir.

Auglýsing

Enn langt í land að eitt­hvað breyt­ist

­Nefnir Ragnar Þór einnig að fjöldi saka­mála sem líf­eyr­is­sjóðir fóru í eftir hrun beri vott um að meiri hvati sé til þögg­unar en skoð­un­ar. „Sam­an­ber Mílu-­mál­ið, Bakka­var­ar-­mál­ið, förgun skipa hjá Eim­skip og fjölda ann­arra mála þá hefur lítið heyrst í stjórnum líf­eyr­is­sjóð­anna, bara hreint ekki neitt. Þrátt fyrir kröfu almenn­ings um við­brögð.“

Hann telur hins vegar að umræða um hversu virkir og óvirkir eig­endur líf­eyr­is­sjóðir eiga að vera í fyr­ir­tækjum sé að aukast og margt jákvætt verið að ger­ast, sér­stak­lega hjá þeirra sjóði LIVE. „En það er enn langt í land að eitt­hvað raun­veru­lega breyt­ist.“

Snýst um að kom­ast upp með að gera það sem þeim sýn­ist

Ragnar Þór segir enn fremur að með­virknin eigi sér fleiri birt­ing­ar­mynd­ir. „Við stingum höfð­inu í sand­inn fyrir óeðli­legum hags­muna­tengslum stjórn­mála­manna, tengslum þeirra við skatta­skjól eða stór­fyr­ir­tæki á meðan kollegar þeirra í Skand­in­avíu segja af sér fyrir að hafa notað vit­laust kort í strætó.

Fjöl­mörg dæmi eru um að við­skipta­blokkir í miklum minni­hluta stjórni fyr­ir­tækjum sem eru að mestu í eigu líf­eyr­is­sjóða. Fyr­ir­tækjum og sjóðum sem stjórnað er af nafn­tog­uðu fólki sem hefur orð á sér fyrir að skeyta engu um sam­fé­lags­leg áhrif gjörða sinna, skeyta engu um almennt sið­ferði eða kröfu um óflekkað mann­orð. Allt snýst um gróð­ann og græðgina. Og ekki síst að kom­ast upp með að gera það sem þeim sýnist,“ segir hann.

Oft horft fram­hjá alvar­legum málum

Varð­andi við­talið við kon­una sem um ræðir sem birt­ist í fyrra­dag þá segir Ragnar Þór að málið sé auð­vitað hrika­legt og að átak­an­legt hafi verið að horfa á það. „Við erum óþol­andi með­virkt sam­fé­lag,“ segir hann í þessu sam­bandi.

Hann segir jafn­framt að oft sé horft fram­hjá alvar­legum málum ef þau kom­ast ekki í almenna umræðu eða fara á for­síðu frétta­miðla. „Þetta er ekki ósvipað og afstaða sumra innan KSÍ var á sínum tíma. Að allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málin komust í hámæli fjöl­miðla og urðu óþægi­leg fyrir það fólk. Heilög ritn­ing PR-­fólks­ins er að þegja af sér hlut­ina og það virkar best, svona í flestum til­fell­u­m,“ segir hann að lok­um.

Hægt er að lesa um við­brögð líf­eyr­is­sjóð­anna við mál­inu í umfjöllun Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent