Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?

Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara, segir að fjárlög fyrir árið 2022 og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar bendi til að eldra fólk verði áfram að bíða eftir réttlætinu.

Auglýsing

„Stjórn­völd eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læt­inu“

Þetta sagði for­maður VG Katrín Jak­obs­dóttir skömmu áður en hún varð for­sæt­is­ráð­herra. Þarna er for­mað­ur­inn að vísa í orð Mart­ins Luther Kings um að bíða með rétt­lætið jafn­gilti því að neita fólki um rétt­læt­ið. Martin Luther King sagð­ist einnig eiga sér þann draum um að sam­fé­lagið tæki mið af þeirri stað­reynd að allir men væru skap­aðir jafn­ir.

Draumur Mart­ins Luther Kings hlýtur að vera leið­ar­ljós allra sem kenna sig við jafn­að­ar­mennsku.

Nú er að hefj­ast annað kjör­tíma­bil undir stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG. Mörg okkar höfðu miklar vænt­ingar til þess að rík­is­stjórn undir hennar for­ystu tæki til hend­inni og inn­leiddi aukið rétt­læti í stað þess að við­halda órétt­læti.

Allar kann­anir á efna­hags­legri stöðu ein­stakra hópa sýna að eldra fólk og öryrkjar eru þeir hópar sem eru lík­leg­astir til að búa við ­fá­tækt. Af því má leiða að það eru þeir hópar sem lengst hafa beðið eftir rétt­læt­inu.

Sé horft til síð­asta kjör­tíma­bils gerð­ist fátt sem breytti efna­legri stöðu eldra fólks. Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar eru nefnd nokkur atriði sem rík­is­stjórnin ætlar vinna að í mál­efnum eldra fólks. ­Stjórn­ar­sátt­máli er sam­an­safn mark­miða en fjár­lög hvers árs kveða á um hvað eigi að vinna að á yfir­stand­andi ári.

Auglýsing
Það voru því mikil von­brigði að í fjár­lögum fyrir árið 2022 er ekk­ert kveðið á um að draga eigi úr því mikla órétt­læti sem felst m.a. í miklum skerð­ingum í almanna­trygg­ingum og óheyri­legum jað­ar­skött­um. Það sem unnið skal að, sbr. Fjár­lög­in, er að auka atvinnu­þátt­töku eldra fólks og auka sér­eign­ar­sparn­að. Ágæt mark­mið, en þau bæta ekki fjár­hags­lega stöðu þeirra sem eru hættir atvinnu­þátt­töku og komnir eru á eft­ir­laun.

Nú liggur fyr­ir­ Al­þingi þings­á­lyktun um fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar til árs­ins 2026. Í fjár­mála­stefn­unni er hvergi vikið að því að til standi að leið­rétta órétt­lætið gagn­vart eldra fólki. Það er hins vegar nefnt að eldra fólk verði aukin byrði á sam­fé­lag­inu á kom­andi árum vegna hækk­andi hlut­falls þeirra sem ná að verða eldri en 67 ára. Sú nei­kvæða sýn sem birt­ist í fjár­mála­stefn­unni er mikið áhyggju­efni og nálg­ast for­dóma gagn­vart eldra fólki. 

Það er horft fram­hjá því að eldra fólk greiðir skatta af öllu sínum tekjum og nýj­ustu rann­sóknir sýna að það stendur undir þeim kostn­aði sem sam­fé­lagið verður fyrir vegna þjón­ustu við eldra fólk. Þess vegna getum við sagt með stolti að eldra fólk er sjálf­bært .

For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins tal­aði mikið um í aðdrag­anda kosn­ing­anna að flokk­ur­inn vildi fjár­festa í fólki. Ef horft er til fjár­laga fyrir árið 2022 og fjár­mála­stefn­una til árs­ins 2026 bendir allt til að Sig­urður Ingi hafi ekki átt við að það væri áhuga­vert að fjár­festa í eldra fólki. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur, því það er góð fjár­fest­ing að bæta lífs­kjör eldra fólks og skapa því skil­yrði til að geta búið sem lengst heima hjá sér. Að fresta því t.d. í hálft ár eða kannski í enn lengri tíma að eldra fólk þurfi á mik­illi sam­fé­lags­legri aðstoð gefur vel í aðra hönd, það bætir lífs­gæði og sparar bein útgjöld sveit­ar­fé­laga og rík­is.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins talar um land tæki­fær­anna. Martin Luther King dreymdi jöfn tæki­færi fyrir alla. Fjár­lögin og fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar benda til að Bjarni hafi ekki verið að meina að land tæki­fær­anna væri fyrir alla.

Ef við horfum til fjár­laga fyrir árið 2022 og fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar bendir allt til að eldra fólk verði enn að bíða eftir rétt­læt­in­u. 

Spurn­ingin er: Kemur rétt­læt­ið á næsta ári eða kannski á þar næsta? 

Ég vil trúa því að Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG hafi meint það árið 2017, rétt áður en hún varð for­sæt­is­ráð­herra, að fátækt fólk getur ekki beðið eftir rétt­læt­inu.

Höf­undur er for­maður kjara­nefndar LEB

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar