COVID, Ísland og bólusetningar

Barnalæknar á Barnaspítala Hringsins segja að Íslendingar geti varist kórónuveirunni – það gildi einnig fyrir börn. „Við hvetjum alla til að láta rannsóknir og þekkingu leiða okkur áfram.“

Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
Auglýsing

Tæp tvö ár eru nú frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem vissu­lega hefur gert okkur lífið leitt. Um fimm og hálf milljón manns hafa lát­ist vegna COVID-19 sem er meira en tífaldur fjöldi þeirra sem lát­ast úr árlegum inflú­ensu­far­aldri. Margt hefur þó áunn­ist. Umtals­verðar rann­sóknir hafa farið fram á öllum hliðum far­ald­urs­ins víða í heim­inum og fjöldi vís­inda­greina sem hafa birst er kom­inn vel yfir 200.000. Þekk­ing okkar byggir á rann­sóknum og vís­indum og sú þekk­ing getur leitt til fram­fara.

Bólu­setn­ingar gegn COVID-19

Í upp­hafi far­ald­urs­ins greip um sig tals­verður ugg­ur; óljóst var hvernig mögu­legt væri að bregð­ast við. Lyf sem virka á veirur eru fá, með mis­góða virkni og ekki voru til nein lyf gegn kór­óna­veirunni. Miklar vonir voru því bundnar við bólu­setn­ingar – en ótt­ast var að fram­leiðsla þeirra gæti tekið langan tíma. Til sam­an­burðar má t.d. nefna að fram­leiðsla á árlegum inflú­ensu­bólu­efnum tekur um hálft ár. Bólu­efnið er fram­leitt á þann hátt að veiran er ræktuð og úr þessum rækt­uðu veirum má gera bólu­efni. Það tekur hins vegar langan tíma og magnið er af veru­lega skornum skammti. Þannig er ekki til bólu­efni gegn inflú­ensu nema fyrir hluta heims­byggð­ar­inn­ar.

Um nokk­urra ára­tuga skeið hefur verið unnið á ýmsum rann­sókn­ar­stofum að nýrri tækni til að örva ónæm­is­kerf­ið, svo­kall­aðri mRNA tækni. Þessar rann­sóknir á mRNA höfðu þegar skilað afar áhuga­verðum nið­ur­stöðum áður en far­ald­ur­inn skall á. Ljóst var að með þess­ari tækni mætti fram­leiða bólu­efni hrað­ar, ódýrar og í mun meira mæli en áður þekkt­ist. Aðrar aðferðir við bólu­efna­fram­leiðslu voru vissu­lega einnig nýtt­ar. Nú eru fram­leidd bólu­efni gegn kór­óna­veirunni víða um heim, þ.m.t. Banda­ríkj­un­um, víða í Evr­ópu, Kína, Rúss­landi, Ind­landi, Kóreu, Japan og Suður Amer­íku. Yfir 100 bólu­efni eru í klínískum rann­sóknum og fleiri eru vænt­an­leg. Í heim­inum hafa verið fram­leiddir nærri 10 millj­arðar skammta og rúm­lega helm­ingur mann­kyns hefur fengið a.m.k. einn skammt.

Auglýsing

Far­ald­ur­inn á Íslandi

Færa má fyrir því rök að bar­áttan við far­ald­ur­inn hafi gengið vel á Íslandi. Dauðs­föll hafa nú verið rúm­lega 40 vegna COVID-19 eða 120 miðað við milljón íbúa. Það er lægsta dán­ar­hlut­fall Norð­ur­landa, í Nor­egi er þetta hlut­fall 250, í Finn­landi 300, í Dan­mörku 580 og í Sví­þjóð1500. Hefði dán­ar­hlut­fallið á Íslandi verið svipað og í Sví­þjóð væri fjöldi lát­inna ekki rúm­lega 40 heldur um 500 ein­stak­ling­ar. Því má segja að vel hafi tek­ist að halda far­aldr­inum í skefjum á Íslandi; heil­brigð­is­kerfið nær enn að glíma við vand­ann, þó álagið sé mikið og dauðs­föll eru ekki mörg. Sam­staða hefur verið mjög almenn, umræðan opin­ská og stjórn­mála­menn oft­ast haft þekk­ingu og álit sér­fræð­inga að leið­ar­ljósi. Þetta hefur skilað árangri en vissu­lega ekki verið átaka­laust.

Bólu­setn­ingar á Íslandi

Bólu­setn­ingar gegn COVID-19 hafa gengið afar vel á Íslandi og almenn þátt­taka verið mjög góð. Lík­legt verður að telja að þetta eigi drjúgan þátt í þeim árangri sem nefndur er hér að ofan. Bólu­setn­ingar barna eldri en fimm ára eru nú hafn­ar, eftir að rann­sóknir og reynsla hafi sýnt fram á bæði virkni og öryggi þeirra.

Við und­ir­rit­aðir höfum gert tvær rann­sóknir til að meta afstöðu for­eldra til bólu­setn­inga barna gegn COVID-19. Í fyrri rann­sókn­inni spurðum við rúm­lega 3000 for­eldra barna yngri en 16 ára um afstöðu þeirra til bólu­setn­inga barna gegn COVID-19. Afger­andi meiri­hluti þeirra var jákvæður fyrir slíkum bólu­setn­ingum eða um 80%. Í seinni rann­sókn­inni spurðum við for­eldra barna undir fjög­urra ára aldri. Nið­ur­staðan var svipuð þó eðli­lega væru fleiri óákveðnir (já: 68,3%, óákveðn­ir: 24,9%, nei: 6,8%).

Rök fyrir bólu­setn­ingum barna eru mörg að okkar mati. Meðal þeirra eru eft­ir­far­andi:

  • Ný afbrigði veirunnar smita börn meira en fyrri afbrigði. Þó börn smit­ast enn þá minna en full­orðnir og verða síður alvar­lega veik er þessi staða breytt. Ný afbrigði veirunnar leggj­ast á börn, þau geta vissu­lega glímt við umtals­verð ein­kenni og orðið alvar­lega veik. Ein­kenni COVID-19 hjá börnum geta þannig verið alvar­leg.
  • Rann­sóknir hafa sýnt að lang­tíma­ein­kenni eftir sýk­ingu með kór­óna­veirunni koma fyrir hjá börn­um, ekki síður en ung­lingum og full­orðn­um. Ein­kenni „long COVID“ geta m.a. verið þreyta, höf­uð­verk­ur, hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, slapp­leiki og svefn­trufl­anir ásamt ein­beit­ing­ar­skorti.
  • Rann­sóknir á virkni bólu­efn­is­ins hjá börnum liggja fyr­ir. Börn eldri en fimm ára svara bólu­efn­inu vel og mynda góð mótefni, a.m.k. sam­bæri­leg við mótefna­myndun ung­linga.
  • Rann­sóknir hafa sýnt að alvar­legar auka­verk­anir bólu­efna gegn COVID-19 hjá börnum eru mjög sjald­gæf­ar. Auka­verk­anir bólu­setn­ing­ar­innar eru oft af sama toga og ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms­ins – en miklu sjald­gæfari og minni.
  • Miðað við stöðu far­ald­urs­ins nú, er lík­legt að flestir sem ekki eru bólu­settir muni smit­ast á næstu mán­uðum og getur það leitt til fjölda inn­lagna á Barna­spít­ala Hrings­ins vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins.
  • Reynsla af notkun bólu­efn­is­ins fyrir börn eldri en fimm ára nær nú til millj­óna barna um allan heim og hefur reynslan verið góð. Þrátt fyrir náið eft­ir­lit með auka­verk­unum hafa engar upp­lýs­ingar komið fram sem kalla á breyttar ráð­legg­ing­ar. Mörg Evr­ópu­lönd hafa einnig tekið upp bólu­setn­ingar fyrir þennan ald­urs­hóp.
  • Full­orðnum ein­stak­lingum á Íslandi er boðin vörn gegn COVID-19. Við teljum að börn eigi sama rétt.

Bar­áttan við kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn hefur gengið betur á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Að okkar mati byggir það á góðu sam­starfi yfir­valda og almenn­ings, góðum upp­lýs­ingum og skyn­samri afstöðu til bólu­setn­inga og ann­arra for­varna gegn veirunni. Við getum varist veirunni, það gildir einnig fyrir börn. Við hvetjum alla til að láta rann­sóknir og þekk­ingu leiða okkur áfram.

Höf­undar eru barna­læknar á Barna­spít­ala Hrings­ins með ónæm­is­fræði barna og smit­sjúk­dóma barna sem sér­grein­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar