COVID, Ísland og bólusetningar

Barnalæknar á Barnaspítala Hringsins segja að Íslendingar geti varist kórónuveirunni – það gildi einnig fyrir börn. „Við hvetjum alla til að láta rannsóknir og þekkingu leiða okkur áfram.“

Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
Auglýsing

Tæp tvö ár eru nú frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem vissu­lega hefur gert okkur lífið leitt. Um fimm og hálf milljón manns hafa lát­ist vegna COVID-19 sem er meira en tífaldur fjöldi þeirra sem lát­ast úr árlegum inflú­ensu­far­aldri. Margt hefur þó áunn­ist. Umtals­verðar rann­sóknir hafa farið fram á öllum hliðum far­ald­urs­ins víða í heim­inum og fjöldi vís­inda­greina sem hafa birst er kom­inn vel yfir 200.000. Þekk­ing okkar byggir á rann­sóknum og vís­indum og sú þekk­ing getur leitt til fram­fara.

Bólu­setn­ingar gegn COVID-19

Í upp­hafi far­ald­urs­ins greip um sig tals­verður ugg­ur; óljóst var hvernig mögu­legt væri að bregð­ast við. Lyf sem virka á veirur eru fá, með mis­góða virkni og ekki voru til nein lyf gegn kór­óna­veirunni. Miklar vonir voru því bundnar við bólu­setn­ingar – en ótt­ast var að fram­leiðsla þeirra gæti tekið langan tíma. Til sam­an­burðar má t.d. nefna að fram­leiðsla á árlegum inflú­ensu­bólu­efnum tekur um hálft ár. Bólu­efnið er fram­leitt á þann hátt að veiran er ræktuð og úr þessum rækt­uðu veirum má gera bólu­efni. Það tekur hins vegar langan tíma og magnið er af veru­lega skornum skammti. Þannig er ekki til bólu­efni gegn inflú­ensu nema fyrir hluta heims­byggð­ar­inn­ar.

Um nokk­urra ára­tuga skeið hefur verið unnið á ýmsum rann­sókn­ar­stofum að nýrri tækni til að örva ónæm­is­kerf­ið, svo­kall­aðri mRNA tækni. Þessar rann­sóknir á mRNA höfðu þegar skilað afar áhuga­verðum nið­ur­stöðum áður en far­ald­ur­inn skall á. Ljóst var að með þess­ari tækni mætti fram­leiða bólu­efni hrað­ar, ódýrar og í mun meira mæli en áður þekkt­ist. Aðrar aðferðir við bólu­efna­fram­leiðslu voru vissu­lega einnig nýtt­ar. Nú eru fram­leidd bólu­efni gegn kór­óna­veirunni víða um heim, þ.m.t. Banda­ríkj­un­um, víða í Evr­ópu, Kína, Rúss­landi, Ind­landi, Kóreu, Japan og Suður Amer­íku. Yfir 100 bólu­efni eru í klínískum rann­sóknum og fleiri eru vænt­an­leg. Í heim­inum hafa verið fram­leiddir nærri 10 millj­arðar skammta og rúm­lega helm­ingur mann­kyns hefur fengið a.m.k. einn skammt.

Auglýsing

Far­ald­ur­inn á Íslandi

Færa má fyrir því rök að bar­áttan við far­ald­ur­inn hafi gengið vel á Íslandi. Dauðs­föll hafa nú verið rúm­lega 40 vegna COVID-19 eða 120 miðað við milljón íbúa. Það er lægsta dán­ar­hlut­fall Norð­ur­landa, í Nor­egi er þetta hlut­fall 250, í Finn­landi 300, í Dan­mörku 580 og í Sví­þjóð1500. Hefði dán­ar­hlut­fallið á Íslandi verið svipað og í Sví­þjóð væri fjöldi lát­inna ekki rúm­lega 40 heldur um 500 ein­stak­ling­ar. Því má segja að vel hafi tek­ist að halda far­aldr­inum í skefjum á Íslandi; heil­brigð­is­kerfið nær enn að glíma við vand­ann, þó álagið sé mikið og dauðs­föll eru ekki mörg. Sam­staða hefur verið mjög almenn, umræðan opin­ská og stjórn­mála­menn oft­ast haft þekk­ingu og álit sér­fræð­inga að leið­ar­ljósi. Þetta hefur skilað árangri en vissu­lega ekki verið átaka­laust.

Bólu­setn­ingar á Íslandi

Bólu­setn­ingar gegn COVID-19 hafa gengið afar vel á Íslandi og almenn þátt­taka verið mjög góð. Lík­legt verður að telja að þetta eigi drjúgan þátt í þeim árangri sem nefndur er hér að ofan. Bólu­setn­ingar barna eldri en fimm ára eru nú hafn­ar, eftir að rann­sóknir og reynsla hafi sýnt fram á bæði virkni og öryggi þeirra.

Við und­ir­rit­aðir höfum gert tvær rann­sóknir til að meta afstöðu for­eldra til bólu­setn­inga barna gegn COVID-19. Í fyrri rann­sókn­inni spurðum við rúm­lega 3000 for­eldra barna yngri en 16 ára um afstöðu þeirra til bólu­setn­inga barna gegn COVID-19. Afger­andi meiri­hluti þeirra var jákvæður fyrir slíkum bólu­setn­ingum eða um 80%. Í seinni rann­sókn­inni spurðum við for­eldra barna undir fjög­urra ára aldri. Nið­ur­staðan var svipuð þó eðli­lega væru fleiri óákveðnir (já: 68,3%, óákveðn­ir: 24,9%, nei: 6,8%).

Rök fyrir bólu­setn­ingum barna eru mörg að okkar mati. Meðal þeirra eru eft­ir­far­andi:

  • Ný afbrigði veirunnar smita börn meira en fyrri afbrigði. Þó börn smit­ast enn þá minna en full­orðnir og verða síður alvar­lega veik er þessi staða breytt. Ný afbrigði veirunnar leggj­ast á börn, þau geta vissu­lega glímt við umtals­verð ein­kenni og orðið alvar­lega veik. Ein­kenni COVID-19 hjá börnum geta þannig verið alvar­leg.
  • Rann­sóknir hafa sýnt að lang­tíma­ein­kenni eftir sýk­ingu með kór­óna­veirunni koma fyrir hjá börn­um, ekki síður en ung­lingum og full­orðn­um. Ein­kenni „long COVID“ geta m.a. verið þreyta, höf­uð­verk­ur, hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, slapp­leiki og svefn­trufl­anir ásamt ein­beit­ing­ar­skorti.
  • Rann­sóknir á virkni bólu­efn­is­ins hjá börnum liggja fyr­ir. Börn eldri en fimm ára svara bólu­efn­inu vel og mynda góð mótefni, a.m.k. sam­bæri­leg við mótefna­myndun ung­linga.
  • Rann­sóknir hafa sýnt að alvar­legar auka­verk­anir bólu­efna gegn COVID-19 hjá börnum eru mjög sjald­gæf­ar. Auka­verk­anir bólu­setn­ing­ar­innar eru oft af sama toga og ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms­ins – en miklu sjald­gæfari og minni.
  • Miðað við stöðu far­ald­urs­ins nú, er lík­legt að flestir sem ekki eru bólu­settir muni smit­ast á næstu mán­uðum og getur það leitt til fjölda inn­lagna á Barna­spít­ala Hrings­ins vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins.
  • Reynsla af notkun bólu­efn­is­ins fyrir börn eldri en fimm ára nær nú til millj­óna barna um allan heim og hefur reynslan verið góð. Þrátt fyrir náið eft­ir­lit með auka­verk­unum hafa engar upp­lýs­ingar komið fram sem kalla á breyttar ráð­legg­ing­ar. Mörg Evr­ópu­lönd hafa einnig tekið upp bólu­setn­ingar fyrir þennan ald­urs­hóp.
  • Full­orðnum ein­stak­lingum á Íslandi er boðin vörn gegn COVID-19. Við teljum að börn eigi sama rétt.

Bar­áttan við kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn hefur gengið betur á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Að okkar mati byggir það á góðu sam­starfi yfir­valda og almenn­ings, góðum upp­lýs­ingum og skyn­samri afstöðu til bólu­setn­inga og ann­arra for­varna gegn veirunni. Við getum varist veirunni, það gildir einnig fyrir börn. Við hvetjum alla til að láta rann­sóknir og þekk­ingu leiða okkur áfram.

Höf­undar eru barna­læknar á Barna­spít­ala Hrings­ins með ónæm­is­fræði barna og smit­sjúk­dóma barna sem sér­grein­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar