Auglýsing

Það er nokkuð súr­r­eal­ískt að hlusta á sömu stjórn­mála­menn öskra á torgum um nauð­syn þess að sýna ráð­deild í rekstri en bera samt sem áður ábyrgð á því stofn­ana- og stjórn­sýslu­f­um­fangi sem er á Íslandi. Og bæta frekar við það en vinna gegn því.

Hér búa 374 þús­und manns. Það er ekki þörf á 69 sveit­ar­fé­lög­um, rúm­lega 160 stofn­un­um, tólf ráðu­neytum og níu stjórn­mála­flokkum á fjár­lög­um. Það er heldur ekki þörf á þessum risa­stóru, flóknu og þungu fram­færslu­kerf­um, upp­fullum af skerð­ingum sem skilja allt of marga þegna í þessu ríka og góða landi eftir í fátækt­ar­gildrum og föst í viðjum kvíða og van­líð­an. Það er hægt að ein­falda þetta allt sam­an.

Þegar við bæt­ist að margar ein­ing­arnar sem eiga raun­veru­lega að þjóna til­gangi fyrir almenn­ing eru alltaf und­ir­fjár­magn­aðar að mati þeirra sem þær reka, og geta þar af leið­andi ekki sinnt þeim verk­efnum sem þeim er ætl­að, þá er lítið annað hægt en að klóra sér í hausnum yfir til­gang­in­um. 

Og aðgerð­ar­leys­inu við að end­ur­skipu­leggja þessi kerfi með hags­muni not­enda þeirra að leið­ar­ljósi.

Frelsi til að eyða pen­ingum í milli­fitu og gæð­inga

Ef íslensk stjórn­sýsla væri fyr­ir­tæki á almennum mark­aði í eðli­legu landi þar sem of miklum pen­ingum væri eytt í milli­fitu og púka á fjós­bitum en allt of litlum í að láta starf­semi hennar virka fyrir not­endur þá væri fyrir löngu búið að reka alla æðstu stjórn­end­ur.

Hér er þessu ástandi hins vegar pakkað inn í þá póli­tísku orð­ræðu að um stöð­ug­leika sé að ræða og tekin afvega­leið­andi hlið­ar­um­ræða um að minnka þurfi báknið með því að selja sam­fé­lags­lega inn­viði til spá­kaup­manna, í nafni frels­is. Stundum tekst að selja þennan pakka með hnyttni og hlý­legu við­móti heim­il­is­legra ein­stak­linga og sann­færa nægi­lega marga um að það sé bara best að kjósa kyrr­stöðu. Það er svo þægi­legt að breyta litlu, eða engu.

Auglýsing
Hér væri hægt að spara tugi millj­arða króna á ári með því að stokka upp í öllum þessum kerf­um. Það væri til dæmis hægt að fækka ráðu­neytum aft­ur, byggja upp sam­eig­in­legar og samnýt­an­legar stoð­deildir fyrir þau, fækka sveit­ar­fé­lögum í átta til tíu og sam­eina verk­efni tuga stofn­ana sam­hliða því að þjón­usta verði í auknum mæli gerð staf­ræn.

Mark­miðið á ekki endi­lega að vera að fækka opin­berum starfs­mönn­um. Mark­miðið á fyrst og síð­ast að vera að bæta þjón­ust­una, færa hana nær not­endum og tryggja að við, eig­endur þessa stjórn­kerf­is, fáum meira fyrir skatt­pen­ing­ana okk­ar. Með þessu yrði hægt að fjölga starfs­mönnum þar sem þeirra er þörf, til dæmis í grund­vall­ar­þjón­ustu á sviði heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­mála, en fækka þeim ann­ars­stað­ar, t.d. á skrif­stofum sveit­ar­stjórna eða í stjórn­enda­lagi stofn­ana. Lyk­il­at­riðið er að fjár­magna þær ein­ingar sem eftir standa þannig að þær geti raun­veru­lega veitt þá þjón­ustu sem þær eiga að veita, og sam­fé­lagið þarf á að halda.

Frelsi til að þjappa saman valdi

Ísland er ekki mjög lýð­ræð­is­legt land, í þeim skiln­ingi að vald er afar sam­an­þjapp­að. Hér er sterkt ráð­herraræði, enda rík­is­stjórn ekki fjöl­skipað stjórn­vald, og aðkoma almenn­ings að stjórn­málum er að mestu bundin við kosn­ing­ar. Leiðir til að bæta þá aðkomu, til dæmis í gegnum skýr­ari ferla um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur með breyt­ingum á stjórn­ar­skrá, hafa verið svæfðar af íhalds­öflum á síð­ustu árum. 

Fyrir rúmum fjórum árum fór ný rík­is­stjórn af stað meðal ann­ars með það mark­mið að ætla að efla Alþingi. Það var sér­stak­lega skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann og var meira að segja í titli hans. Þegar á reyndi fólst þessi efl­ing þó ein­ungis í auknu fjár­austri í fjölgun starfs­manna þing­flokka og þing­nefnda. Eng­inn vilji var til staðar til að breyta þing­sköp­um. Bara til að eyða meiri pen­ingum í að auka tök starf­andi stjórn­mála­flokka á völd­um, og um leið skapa stórar fjár­hags­legar hindr­anir fyrir ný öfl til að kom­ast inn á stjórn­mála­svið­ið.

Þegar sama stjórn end­ur­nýj­aði svo hjú­skap­ar­heitin var sam­hliða ákveðið að kasta þess­ari styrk­ing­ar­grímu. Hún tók aftur við stýr­ingu nær allra fasta­nefnda, fjölg­aði ráðu­neytum og styrkti það ráð­herraræði sem stjórnin stendur fyrir í sessi. Hver og einn ráð­herra er kon­ungur sinna mála­flokka og ný skipan stjórn­ar­ráðs­ins, þar sem mála­flokkar rað­ast á köflum eftir áhuga­sviði þeirra sem sitja í stól­unum frekar en sam­fé­lags­legri þörf, sýnir þetta skýrt. 

Alþingi er fyrir vikið aðal­lega leik­hús og afgreiðslu­stofnun fyrir vilja ráð­herr­anna. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, rakti þessa stöðu ágæt­lega í ára­móta­grein sem birt var á Kjarn­an­um.

Þetta er kerfi þeirra sem finna til valds­ins og sækj­ast fyrst og síð­ast eftir sæti við borðið til að útdeila pen­ingum okkar allra til sumra sem þeim þókn­ast.  

Frelsi til að vald­efla Borg­ar­túnið

Borg­ar­tún­ið, heim­ili sér­hags­muna­gæslu valda­mik­illa og efn­aðra hópa, leggur lín­urnar fyrir þessi stjórn­mál. Þær áherslur eru nokkuð skýr­ar: opin­bert eft­ir­lit er vont og fyr­ir­tæki eiga frekar að fá að hafa eft­ir­lit með sjálfum sér. Flest verka­lýðs­fé­lög eru slæm. Þeim þarf að fækka veru­lega og það þarf að veikja vopn þeirra á borð við verk­falls­rétt umtals­vert. Flestir laun­þegar eru með allt of há laun.

Skattar eru slæm­ir, sér­stak­lega á efnað fólk og valin fyr­ir­tæki, jafn­vel þótt öllu skyn­sömu fólki ætti að vera ljóst að brauð­mola­hag­fræðin þar sem stærri kaka ríkra á að búa til stærri brauð­mola fyrir pöp­ul­inn virkar ekki vel fyrir neinn nema efsta lagið.

Hækkun á útgjöldum vegna þess sem Borg­ar­túnið kallar „bóta­kerfi“ er afleit ráð­stöf­un, enda ekki þörf á því að allt fólk geti borðað sig til seddu eða búið ein­hvers­stað­ar. 

Opin­berir starfs­menn eru slæmir og opin­berir starfs­menn sem fá mann­sæm­andi laun eru sér­stak­lega slæm­ir, jafn­vel þótt samið hafi verið við þá fyrir fimm árum um að gefa eftir líf­eyr­is­rétt­indi í skiptum fyrir hærri laun, án þess að það hafi verið efnt.

Umræða um upp­töku ann­ars gjald­mið­ils eða frekara alþjóð­legt sam­starf er ekki á dag­skrá, enda gæti aukin sam­keppni skert frelsi þeirra sem hafa mest tök á íslensku atvinnu­lífi til að halda fákeppni og ein­okun lif­andi.

Frelsi til að skammta réttum aðilum millj­arða í skattfé

Rík­is­út­gjöld eru að uppi­stöðu slæm nema þegar þau fela í sér greiðslur til fyr­ir­tækja í kreppu­á­standi svo eig­endur þeirra, sem margir hafa tekið millj­arða út úr fyr­ir­tækj­unum þegar vel gengur, þurfi ekki að ganga á eigið fé sitt. Þetta gerð­ist síð­ast þegar fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka Iðn­að­ar­ins, nú for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, ákvað að hlýða kalli núver­andi stjórn­enda þess hags­muna­gæslu­arms og fram­lengja átakið „allir vinna“. Það var gert þrátt fyrir að sér­fræð­ingar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins hafi sagt fram­leng­ing­una vera slæma hag­stjórn og að engin þörf væri á henni. Kostn­að­ur­inn rík­is­sjóðs: um sjö millj­arðar króna. 

Auglýsing
Annað dæmi snýr að end­ur­greiðslu á kostn­aði sem fellur til vegna rann­sókna og þró­un­ar. Nú skal und­ir­strika að stuðn­ingur hins opin­bera við nýsköpun er hið besta mál, og nauð­syn­leg­ur. Eft­ir­lits­laust fjár­austur til allra fyr­ir­tækja sem segj­ast stunda nýsköpun er það hins vegar ekki. Hér er staðan sú að á örfáum árum hafa end­ur­greiðslur vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar fyr­ir­tækja nífald­ast og verða 11,7 millj­arðar króna í ár. Skatt­ur­inn, sem á að hafa eft­ir­lit með þessu, hefur sagt skýrt að verið sé að mis­nota þetta fyr­ir­komu­lag. Ýmis fyr­ir­tæki telji fram almennan rekstr­ar­kostnað sem nýsköp­un. Eft­ir­lits­að­il­inn, sem skortir að eigin sögn sér­þekk­ingu til að valda eft­ir­lits­hlut­verki sínu, segir að þessi mis­notkun leiði til veru­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera og geti raskað sam­keppni. Ekk­ert hefur verið gert með þessar athuga­semd­ir.

Enn eitt dæmið er Mat­væla­sjóð­ur, sem á að styrkja þróun og nýsköpun við fram­leiðslu og vinnslu mat­væla og hlið­ar­af­urða úr land­bún­að­ar- og sjáv­ar­af­urð­um. Stjórn hans útdeilir nokkur hund­ruð millj­ónum króna af skattfé á hverju ári. Í henni situr meðal ann­ars fram­kvæmda­stjóri hags­muna­gæslu­sam­taka útgerð­ar­manna. Nokkur af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins, sem eiga eigið fé upp á tugi millj­arða króna og geta vel sinnt þróun án styrkja, eru á meðal helstu styrk­þega.

Svo má ekki gleyma ákvörðun um að greiða 700 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði til stuðn­­ings bændum vegna hækk­­unar áburð­­ar­verðs í kjöl­far heims­far­ald­­ur­s­ins svo hægt sé að við­halda „fæðu­ör­ygg­i“.

Frelsi til að græða pen­inga

Allt byggir þetta á ein­faldri hug­mynda­fræði: eini til­gangur gang­verks­ins er að sumir græði pen­inga. Eng­inn annar mæli­kvarði er á árangur en banka­reikn­ing­ur­inn og völdin sem pen­ing­arnir veita. Hag­vöxt­ur, hag­vöxt­ur, hag­vöxt­ur. 

Aukin auð­söfnun elur svo af sér meiri völd.

Öflin sem starfa eftir þess­ari mön­tru hafa styrkt stöðu sína gríð­ar­lega á síð­ast­liðnum ára­tug. Þau hafa úr miklum fjár­munum að spila og hafa ótrú­legt aðgengi að ráða­mönnum og ákvörð­un­ar­töku í gegnum tengsla­net, umsagn­ar­ferli, komu fyrir þing­nefndir og setu í hinum ýmsu nefndum og hópum sem skip­aðir eru til að móta sýn eða fram­fylgja henn­i. 

Sam­hliða þess­ari þróun var ákveðið að dæla fé í að koma upp upp­lýs­inga­full­trúa- og spuna­meistarageri innan fram­kvæmda­valds­ins og stjórn­mála­flokk­anna með fjár­austri úr opin­berum sjóð­um. Þessi hópur hefur það meg­in­hlut­verk að láta yfir­menn sína og ákvarð­anir þeirra, lit­aðar af hags­munum lobbí­ista, líta vel út.

Frelsi til að ná tökum á fjöl­miðlaum­fjöllun

Þá var tekin póli­tísk ákvörðun um að veikja kerf­is­bundið fjöl­miðlaum­hverf­ið, aðal­lega með því að gera nán­ast ekk­ert til að laga það í rúman ára­tug. Aðhalds­hlut­verk þess hefur fyrir vikið veikst gíf­ur­lega, stór­felldur atgervis­flótti eru úr stétt­inni, starf­andi hefur fækkað gríð­ar­lega og stærstu frétta­miðl­arnir hafa verið reknir í botn­lausu tapi árum saman. Það geta þeir vegna þess að ríkt og valda­mikið fólk úr atvinnu­líf­inu getur nýtt skatta­legt tap sitt af öðrum verk­efnum til að setja millj­arða króna í hít­ina í stað þess að greiða þá í skatta, og fá „tök á umræð­unni“ fyrir vik­ið. 

Auglýsing
Þau tök birt­ast sýni­leg­ast í umfjöllun um efna­hags­mál og við­skipti. Nær allir miðlar sem sér­hæfa sig í slíkri umfjöllun gera það út frá hags­munum fjár­magns­eig­enda. Við­mæl­end­ur, álits­gjafar og pistla­höf­undar koma nær und­an­tekn­ing­ar­laust úr hópi starfs­manna þeirra. 

Fárán­leiki þessa eitr­aða sam­bands náði nýjum hæðum í síð­asta mán­uði þegar vel­gjörð­ar­fé­lag fólks sem stundar Vinnu­stofu Kjar­vals stóð fyrir „Full­veld­is­há­tið atvinnu­lífs­ins“ í sam­starfi við nýjan við­skipta­mið­il. Fyrir hönd félags­ins kom fram kona sem er grunuð um að hafa, ásamt öðrum, ólög­lega haft mikið fé af Íslands­banka með glæp­sam­legum hætti. Á þessum við­burði var sami Íslands­banki verð­laun­aður fyrir að hafa verið seld­ur. Meðal þeirra sem tók við verð­laun­unum var banka­stjór­inn sem stýrði Íslands­banka þegar hinn ætl­aði glæpur var fram­inn og lét kæra málið til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Frelsi til að breyta

Stöð­ug­leiki er í besta falli kyrr­staða. Sá stöð­ug­leiki sem er stans­laust verið að klifa á við okkur að sé lífs­nauð­syn­legur snýst ekki um ráð­deild eða ábyrgð í rík­is­rekstri eða bætta stjórn­mála­menn­ingu. Hann snýst ekki um heil­brigða umræðu, vald­dreif­ingu, góða þjón­ustu, vel­ferð flestra, sterka fjöl­miðla og það að hags­munir almenn­ings séu hafðir í fyr­ir­rúmi.

Hann snýst um völd og því að við­halda völd­um. Því meira samdauna þessu kerfi sem fólk verð­ur, því sér­kenni­legri verða öll sam­skipti við það. 

Stjórn­mála­fólk sem árum saman brann af eld­móði og dirfsku er allt í einu orðið hálf væni­sjúkt og sér sam­særi gegn sér í hverju horni vegna þess að það fær gagn­rýni fyrir að vera orðið að því sem það stóð áður á móti. Fjöl­miðla­menn eru nú margir hverjir miklu nær við­fangs­efnum sínum sem þeir eiga að veita aðhald en þeim sem þeir eiga að vera að skrifa fyr­ir. Eig­endur umræð­unnar eru þeir sem eiga mestan pen­ing hverju sinni.

Sá stöð­ug­leiki sem verið er að bjóða okkur upp á er ekki eft­ir­sókn­ar­verð­ur. Þótt Ísland hafi um margt þró­ast í rétta átt á únd­an­förnum ára­tugum og sé að mörgu leyti gott land til að búa í þá má það ekki vera afsökun fyrir því að standa kyrr og taka ekki á þeim mein­semdum sem blasa við. Hér er sam­eig­in­legum gæðum mis­skipt, hér er völdum mis­beitt og hér er opin­berum fjár­munum sóað í að við­halda því ástandi.

Það þarf að að þora að breyta því sem er ekki að virka. Og nýta frelsið til að standa óhrædd upp í hár­inu á þeim sem vilja standa í vegi fyrir þeim breyt­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari