Auglýsing

Það er nokkuð súr­r­eal­ískt að hlusta á sömu stjórn­mála­menn öskra á torgum um nauð­syn þess að sýna ráð­deild í rekstri en bera samt sem áður ábyrgð á því stofn­ana- og stjórn­sýslu­f­um­fangi sem er á Íslandi. Og bæta frekar við það en vinna gegn því.

Hér búa 374 þús­und manns. Það er ekki þörf á 69 sveit­ar­fé­lög­um, rúm­lega 160 stofn­un­um, tólf ráðu­neytum og níu stjórn­mála­flokkum á fjár­lög­um. Það er heldur ekki þörf á þessum risa­stóru, flóknu og þungu fram­færslu­kerf­um, upp­fullum af skerð­ingum sem skilja allt of marga þegna í þessu ríka og góða landi eftir í fátækt­ar­gildrum og föst í viðjum kvíða og van­líð­an. Það er hægt að ein­falda þetta allt sam­an.

Þegar við bæt­ist að margar ein­ing­arnar sem eiga raun­veru­lega að þjóna til­gangi fyrir almenn­ing eru alltaf und­ir­fjár­magn­aðar að mati þeirra sem þær reka, og geta þar af leið­andi ekki sinnt þeim verk­efnum sem þeim er ætl­að, þá er lítið annað hægt en að klóra sér í hausnum yfir til­gang­in­um. 

Og aðgerð­ar­leys­inu við að end­ur­skipu­leggja þessi kerfi með hags­muni not­enda þeirra að leið­ar­ljósi.

Frelsi til að eyða pen­ingum í milli­fitu og gæð­inga

Ef íslensk stjórn­sýsla væri fyr­ir­tæki á almennum mark­aði í eðli­legu landi þar sem of miklum pen­ingum væri eytt í milli­fitu og púka á fjós­bitum en allt of litlum í að láta starf­semi hennar virka fyrir not­endur þá væri fyrir löngu búið að reka alla æðstu stjórn­end­ur.

Hér er þessu ástandi hins vegar pakkað inn í þá póli­tísku orð­ræðu að um stöð­ug­leika sé að ræða og tekin afvega­leið­andi hlið­ar­um­ræða um að minnka þurfi báknið með því að selja sam­fé­lags­lega inn­viði til spá­kaup­manna, í nafni frels­is. Stundum tekst að selja þennan pakka með hnyttni og hlý­legu við­móti heim­il­is­legra ein­stak­linga og sann­færa nægi­lega marga um að það sé bara best að kjósa kyrr­stöðu. Það er svo þægi­legt að breyta litlu, eða engu.

Auglýsing
Hér væri hægt að spara tugi millj­arða króna á ári með því að stokka upp í öllum þessum kerf­um. Það væri til dæmis hægt að fækka ráðu­neytum aft­ur, byggja upp sam­eig­in­legar og samnýt­an­legar stoð­deildir fyrir þau, fækka sveit­ar­fé­lögum í átta til tíu og sam­eina verk­efni tuga stofn­ana sam­hliða því að þjón­usta verði í auknum mæli gerð staf­ræn.

Mark­miðið á ekki endi­lega að vera að fækka opin­berum starfs­mönn­um. Mark­miðið á fyrst og síð­ast að vera að bæta þjón­ust­una, færa hana nær not­endum og tryggja að við, eig­endur þessa stjórn­kerf­is, fáum meira fyrir skatt­pen­ing­ana okk­ar. Með þessu yrði hægt að fjölga starfs­mönnum þar sem þeirra er þörf, til dæmis í grund­vall­ar­þjón­ustu á sviði heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­mála, en fækka þeim ann­ars­stað­ar, t.d. á skrif­stofum sveit­ar­stjórna eða í stjórn­enda­lagi stofn­ana. Lyk­il­at­riðið er að fjár­magna þær ein­ingar sem eftir standa þannig að þær geti raun­veru­lega veitt þá þjón­ustu sem þær eiga að veita, og sam­fé­lagið þarf á að halda.

Frelsi til að þjappa saman valdi

Ísland er ekki mjög lýð­ræð­is­legt land, í þeim skiln­ingi að vald er afar sam­an­þjapp­að. Hér er sterkt ráð­herraræði, enda rík­is­stjórn ekki fjöl­skipað stjórn­vald, og aðkoma almenn­ings að stjórn­málum er að mestu bundin við kosn­ing­ar. Leiðir til að bæta þá aðkomu, til dæmis í gegnum skýr­ari ferla um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur með breyt­ingum á stjórn­ar­skrá, hafa verið svæfðar af íhalds­öflum á síð­ustu árum. 

Fyrir rúmum fjórum árum fór ný rík­is­stjórn af stað meðal ann­ars með það mark­mið að ætla að efla Alþingi. Það var sér­stak­lega skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann og var meira að segja í titli hans. Þegar á reyndi fólst þessi efl­ing þó ein­ungis í auknu fjár­austri í fjölgun starfs­manna þing­flokka og þing­nefnda. Eng­inn vilji var til staðar til að breyta þing­sköp­um. Bara til að eyða meiri pen­ingum í að auka tök starf­andi stjórn­mála­flokka á völd­um, og um leið skapa stórar fjár­hags­legar hindr­anir fyrir ný öfl til að kom­ast inn á stjórn­mála­svið­ið.

Þegar sama stjórn end­ur­nýj­aði svo hjú­skap­ar­heitin var sam­hliða ákveðið að kasta þess­ari styrk­ing­ar­grímu. Hún tók aftur við stýr­ingu nær allra fasta­nefnda, fjölg­aði ráðu­neytum og styrkti það ráð­herraræði sem stjórnin stendur fyrir í sessi. Hver og einn ráð­herra er kon­ungur sinna mála­flokka og ný skipan stjórn­ar­ráðs­ins, þar sem mála­flokkar rað­ast á köflum eftir áhuga­sviði þeirra sem sitja í stól­unum frekar en sam­fé­lags­legri þörf, sýnir þetta skýrt. 

Alþingi er fyrir vikið aðal­lega leik­hús og afgreiðslu­stofnun fyrir vilja ráð­herr­anna. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, rakti þessa stöðu ágæt­lega í ára­móta­grein sem birt var á Kjarn­an­um.

Þetta er kerfi þeirra sem finna til valds­ins og sækj­ast fyrst og síð­ast eftir sæti við borðið til að útdeila pen­ingum okkar allra til sumra sem þeim þókn­ast.  

Frelsi til að vald­efla Borg­ar­túnið

Borg­ar­tún­ið, heim­ili sér­hags­muna­gæslu valda­mik­illa og efn­aðra hópa, leggur lín­urnar fyrir þessi stjórn­mál. Þær áherslur eru nokkuð skýr­ar: opin­bert eft­ir­lit er vont og fyr­ir­tæki eiga frekar að fá að hafa eft­ir­lit með sjálfum sér. Flest verka­lýðs­fé­lög eru slæm. Þeim þarf að fækka veru­lega og það þarf að veikja vopn þeirra á borð við verk­falls­rétt umtals­vert. Flestir laun­þegar eru með allt of há laun.

Skattar eru slæm­ir, sér­stak­lega á efnað fólk og valin fyr­ir­tæki, jafn­vel þótt öllu skyn­sömu fólki ætti að vera ljóst að brauð­mola­hag­fræðin þar sem stærri kaka ríkra á að búa til stærri brauð­mola fyrir pöp­ul­inn virkar ekki vel fyrir neinn nema efsta lagið.

Hækkun á útgjöldum vegna þess sem Borg­ar­túnið kallar „bóta­kerfi“ er afleit ráð­stöf­un, enda ekki þörf á því að allt fólk geti borðað sig til seddu eða búið ein­hvers­stað­ar. 

Opin­berir starfs­menn eru slæmir og opin­berir starfs­menn sem fá mann­sæm­andi laun eru sér­stak­lega slæm­ir, jafn­vel þótt samið hafi verið við þá fyrir fimm árum um að gefa eftir líf­eyr­is­rétt­indi í skiptum fyrir hærri laun, án þess að það hafi verið efnt.

Umræða um upp­töku ann­ars gjald­mið­ils eða frekara alþjóð­legt sam­starf er ekki á dag­skrá, enda gæti aukin sam­keppni skert frelsi þeirra sem hafa mest tök á íslensku atvinnu­lífi til að halda fákeppni og ein­okun lif­andi.

Frelsi til að skammta réttum aðilum millj­arða í skattfé

Rík­is­út­gjöld eru að uppi­stöðu slæm nema þegar þau fela í sér greiðslur til fyr­ir­tækja í kreppu­á­standi svo eig­endur þeirra, sem margir hafa tekið millj­arða út úr fyr­ir­tækj­unum þegar vel gengur, þurfi ekki að ganga á eigið fé sitt. Þetta gerð­ist síð­ast þegar fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka Iðn­að­ar­ins, nú for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, ákvað að hlýða kalli núver­andi stjórn­enda þess hags­muna­gæslu­arms og fram­lengja átakið „allir vinna“. Það var gert þrátt fyrir að sér­fræð­ingar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins hafi sagt fram­leng­ing­una vera slæma hag­stjórn og að engin þörf væri á henni. Kostn­að­ur­inn rík­is­sjóðs: um sjö millj­arðar króna. 

Auglýsing
Annað dæmi snýr að end­ur­greiðslu á kostn­aði sem fellur til vegna rann­sókna og þró­un­ar. Nú skal und­ir­strika að stuðn­ingur hins opin­bera við nýsköpun er hið besta mál, og nauð­syn­leg­ur. Eft­ir­lits­laust fjár­austur til allra fyr­ir­tækja sem segj­ast stunda nýsköpun er það hins vegar ekki. Hér er staðan sú að á örfáum árum hafa end­ur­greiðslur vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar fyr­ir­tækja nífald­ast og verða 11,7 millj­arðar króna í ár. Skatt­ur­inn, sem á að hafa eft­ir­lit með þessu, hefur sagt skýrt að verið sé að mis­nota þetta fyr­ir­komu­lag. Ýmis fyr­ir­tæki telji fram almennan rekstr­ar­kostnað sem nýsköp­un. Eft­ir­lits­að­il­inn, sem skortir að eigin sögn sér­þekk­ingu til að valda eft­ir­lits­hlut­verki sínu, segir að þessi mis­notkun leiði til veru­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera og geti raskað sam­keppni. Ekk­ert hefur verið gert með þessar athuga­semd­ir.

Enn eitt dæmið er Mat­væla­sjóð­ur, sem á að styrkja þróun og nýsköpun við fram­leiðslu og vinnslu mat­væla og hlið­ar­af­urða úr land­bún­að­ar- og sjáv­ar­af­urð­um. Stjórn hans útdeilir nokkur hund­ruð millj­ónum króna af skattfé á hverju ári. Í henni situr meðal ann­ars fram­kvæmda­stjóri hags­muna­gæslu­sam­taka útgerð­ar­manna. Nokkur af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins, sem eiga eigið fé upp á tugi millj­arða króna og geta vel sinnt þróun án styrkja, eru á meðal helstu styrk­þega.

Svo má ekki gleyma ákvörðun um að greiða 700 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði til stuðn­­ings bændum vegna hækk­­unar áburð­­ar­verðs í kjöl­far heims­far­ald­­ur­s­ins svo hægt sé að við­halda „fæðu­ör­ygg­i“.

Frelsi til að græða pen­inga

Allt byggir þetta á ein­faldri hug­mynda­fræði: eini til­gangur gang­verks­ins er að sumir græði pen­inga. Eng­inn annar mæli­kvarði er á árangur en banka­reikn­ing­ur­inn og völdin sem pen­ing­arnir veita. Hag­vöxt­ur, hag­vöxt­ur, hag­vöxt­ur. 

Aukin auð­söfnun elur svo af sér meiri völd.

Öflin sem starfa eftir þess­ari mön­tru hafa styrkt stöðu sína gríð­ar­lega á síð­ast­liðnum ára­tug. Þau hafa úr miklum fjár­munum að spila og hafa ótrú­legt aðgengi að ráða­mönnum og ákvörð­un­ar­töku í gegnum tengsla­net, umsagn­ar­ferli, komu fyrir þing­nefndir og setu í hinum ýmsu nefndum og hópum sem skip­aðir eru til að móta sýn eða fram­fylgja henn­i. 

Sam­hliða þess­ari þróun var ákveðið að dæla fé í að koma upp upp­lýs­inga­full­trúa- og spuna­meistarageri innan fram­kvæmda­valds­ins og stjórn­mála­flokk­anna með fjár­austri úr opin­berum sjóð­um. Þessi hópur hefur það meg­in­hlut­verk að láta yfir­menn sína og ákvarð­anir þeirra, lit­aðar af hags­munum lobbí­ista, líta vel út.

Frelsi til að ná tökum á fjöl­miðlaum­fjöllun

Þá var tekin póli­tísk ákvörðun um að veikja kerf­is­bundið fjöl­miðlaum­hverf­ið, aðal­lega með því að gera nán­ast ekk­ert til að laga það í rúman ára­tug. Aðhalds­hlut­verk þess hefur fyrir vikið veikst gíf­ur­lega, stór­felldur atgervis­flótti eru úr stétt­inni, starf­andi hefur fækkað gríð­ar­lega og stærstu frétta­miðl­arnir hafa verið reknir í botn­lausu tapi árum saman. Það geta þeir vegna þess að ríkt og valda­mikið fólk úr atvinnu­líf­inu getur nýtt skatta­legt tap sitt af öðrum verk­efnum til að setja millj­arða króna í hít­ina í stað þess að greiða þá í skatta, og fá „tök á umræð­unni“ fyrir vik­ið. 

Auglýsing
Þau tök birt­ast sýni­leg­ast í umfjöllun um efna­hags­mál og við­skipti. Nær allir miðlar sem sér­hæfa sig í slíkri umfjöllun gera það út frá hags­munum fjár­magns­eig­enda. Við­mæl­end­ur, álits­gjafar og pistla­höf­undar koma nær und­an­tekn­ing­ar­laust úr hópi starfs­manna þeirra. 

Fárán­leiki þessa eitr­aða sam­bands náði nýjum hæðum í síð­asta mán­uði þegar vel­gjörð­ar­fé­lag fólks sem stundar Vinnu­stofu Kjar­vals stóð fyrir „Full­veld­is­há­tið atvinnu­lífs­ins“ í sam­starfi við nýjan við­skipta­mið­il. Fyrir hönd félags­ins kom fram kona sem er grunuð um að hafa, ásamt öðrum, ólög­lega haft mikið fé af Íslands­banka með glæp­sam­legum hætti. Á þessum við­burði var sami Íslands­banki verð­laun­aður fyrir að hafa verið seld­ur. Meðal þeirra sem tók við verð­laun­unum var banka­stjór­inn sem stýrði Íslands­banka þegar hinn ætl­aði glæpur var fram­inn og lét kæra málið til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Frelsi til að breyta

Stöð­ug­leiki er í besta falli kyrr­staða. Sá stöð­ug­leiki sem er stans­laust verið að klifa á við okkur að sé lífs­nauð­syn­legur snýst ekki um ráð­deild eða ábyrgð í rík­is­rekstri eða bætta stjórn­mála­menn­ingu. Hann snýst ekki um heil­brigða umræðu, vald­dreif­ingu, góða þjón­ustu, vel­ferð flestra, sterka fjöl­miðla og það að hags­munir almenn­ings séu hafðir í fyr­ir­rúmi.

Hann snýst um völd og því að við­halda völd­um. Því meira samdauna þessu kerfi sem fólk verð­ur, því sér­kenni­legri verða öll sam­skipti við það. 

Stjórn­mála­fólk sem árum saman brann af eld­móði og dirfsku er allt í einu orðið hálf væni­sjúkt og sér sam­særi gegn sér í hverju horni vegna þess að það fær gagn­rýni fyrir að vera orðið að því sem það stóð áður á móti. Fjöl­miðla­menn eru nú margir hverjir miklu nær við­fangs­efnum sínum sem þeir eiga að veita aðhald en þeim sem þeir eiga að vera að skrifa fyr­ir. Eig­endur umræð­unnar eru þeir sem eiga mestan pen­ing hverju sinni.

Sá stöð­ug­leiki sem verið er að bjóða okkur upp á er ekki eft­ir­sókn­ar­verð­ur. Þótt Ísland hafi um margt þró­ast í rétta átt á únd­an­förnum ára­tugum og sé að mörgu leyti gott land til að búa í þá má það ekki vera afsökun fyrir því að standa kyrr og taka ekki á þeim mein­semdum sem blasa við. Hér er sam­eig­in­legum gæðum mis­skipt, hér er völdum mis­beitt og hér er opin­berum fjár­munum sóað í að við­halda því ástandi.

Það þarf að að þora að breyta því sem er ekki að virka. Og nýta frelsið til að standa óhrædd upp í hár­inu á þeim sem vilja standa í vegi fyrir þeim breyt­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari