Mynd: Bára Huld Beck

Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara

Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið. Sömu sögu er að segja af máli bílaleigu sem skrúfaði niður í kílómetramælum bíla og seldi þá síðan. Saksóknari fer nú yfir málsgögn og tekur ákvörðun um hvort ákært verði.

Rann­sókn á tveimur efna­hags­brota­málum sem hafa verið í rann­sókn hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í lengri tíma er lok­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Annað málið er kennt við Skelj­ung og hitt við bíla­leig­una Proc­ar. 

Öllum rann­sókn­ar­gögnum hefur nú verið skilað inn til sak­sókn­ara sem mun fara yfir þau og taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í mál­unum eða þau felld nið­ur. Ekki er búist við að nið­ur­staða liggi fyrir um hvor leiðin verði far­inn fyrr en snemma á næsta ári. 

Fimm fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings

Fimmt­u­dag­inn 31. maí 2018 réðst emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í umfangs­­miklar aðgerðir vegna máls sem hafði verið til skoð­unar þar frá miðju árið 2016. Málið sner­ist um meint umboðs­svik, meint skila­svik, mög­u­­leg mút­u­brot og mög­u­­legt brot á lögum um pen­inga­þvætti þegar olíu­­­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Við brot­unum getur legið allt að sex ára fang­els­is­vist. 

Fimm ein­stak­l­ingar fengu stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn máls­ins. Tvö þeirra, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dóttir og Guð­­mundur Þórð­­ar­­son, voru hand­­tek­in í kringum aðgerð­irn­­ar. 

Hin þrjú; Einar Örn Ólafs­­son, Halla Sig­rún Hjart­­ar­dóttir og Kári Guð­jóns­­son, sem unnu saman í fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf Glitnis fyrir um ára­tug, voru boðuð til skýrslu­­töku á sama tíma. Fólkið er grunað um að hafa mis­­notað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á und­ir­verði, að hafa nýtt sam­eig­in­­legar eignir Skelj­ungs og bank­ans til að greiða fyrir kaup í félag­inu, að hafa vilj­andi rýrt eignir Íslands­­­banka og að hafa gert með sér sam­komu­lag þar sem Svan­hildur Nanna og Guð­­mundur afhentu hinum þremur sem seldu þeim Skelj­ung yfir 800 millj­­ónir króna hverju fyrir sig fyrir þeirra aðkomu að mál­inu.

Á sama tíma og hand­tök­­urnar áttu sér stað fóru fram hús­­leitir víða um höf­uð­­borg­­ar­­svæðið í tengslum við rann­­sókn máls­ins. Engar eignir voru þó kyrr­­settar á því  stigi máls­ins, en fólkið hefur allt efn­­ast mjög hratt á síð­­­ustu árum og eru flest afar fyr­ir­ferða­mikil í íslensku við­skipta­lífi í dag. Einar Örn er til að mynda stjórn­ar­for­maður og einn stærsti hlut­hafi flug­fé­lags­ins Play og stór hlut­hafi í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoð­um, sem á meðal ann­ars stóra hluti í Sím­an­um, Play, Arion banka og Kviku banka. Svan­hildur Nanna er meðal ann­ars stór hlut­hafi í Kviku banka og situr í stjórn vel­gjörð­ar­fé­lags­ins 1881, bak­hjarli nýrra við­skipta­verð­launa Inn­herja á Vísi sem veitt voru í gær.  Guð­mundur Örn, sem er fyrr­ver­andi eig­in­maður Svan­hildar Nönnu, situr í stjórn Kviku banka.

Hægt er að lesa allt um Skelj­ungs­málið hér að neð­an:

Skrúf­uðu til baka kíló­metra­mæla í bílum

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur opin­ber­aði Procar-­málið í febr­úar 2019. Í þætt­inum var sagt frá því að starfs­­menn Procar hefðu tekið sig til og skrúfað til baka kíló­­metra­­mæla í bílum og selt þá svo almenn­ingi á bíla­­sölum lands­ins. Þetta hafði átt sér stað um ára­langt skeið og fórn­ar­lömbin voru fjöl­mörg.

Í yfir­lýs­ingu sem send var út fyrir hönd stjórnar Procar eftir þátt­inn kom fram að fyr­ir­tækið hefði á árunum 2013 til 2015 selt um 650 not­aðar bif­reið­ar. „Fram hefur komið að átt hafði verið við kíló­metra­mæla í hluta þess­ara bíla, eða í um 100-120 af þeim bílum sem fyr­ir­tækið seldi á tíma­bil­inu, en end­an­legur listi um fjöld­ann liggur ekki enn fyr­ir. Þetta var gert með því að akst­urs­mælar bíl­anna voru „færðir nið­ur“ og þannig gefið til kynna að þeir væru minna eknir en raun var á. Í flestum til­fellum nam nið­ur­færslan 15-30 þús­und kíló­metr­um. Til­gang­ur­inn var að gera bíla fyr­ir­tæk­is­ins auð­selj­an­legri en á þessum árum kom mik­ill fjöldi bíla á mark­að­inn frá bíla­leigum og hörð sam­keppni var um sölu á not­uðum bílum til almenn­ings. Þessum inn­gripum í akst­urs­skrán­ingu bíl­anna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þess­ari fram­kvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyr­irtækis­ins.“

Málið hefur verið í rann­sókn frá þeim tíma og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er henni nú lok­ið. Gögn máls­ins eru nú til yfir­ferðar hjá sak­sókn­ara hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin á hendur fyr­ir­svars­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins eða málið fellt nið­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar