Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári

Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.

nýsköpun
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar leggur til að fjár­heim­ild til end­ur­greiðslna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði aukin um 1.259 millj­ónir króna frá því sem áður var ætlað að láta renna til mála­flokks­ins úr rík­is­sjóði á árinu 2022. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans, sem sam­anstendur af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja.

Í álit­inu segir að þetta sé gert í þar sem kostn­að­ar­á­ætlun Rannís geri ráð fyrir að heild­ar­end­ur­greiðslur verði 11,7 millj­arðar króna á árinu 2022. „Hækkun milli umræðna skýrist af því að áætlun Rannís var ekki til­búin þegar 1. umræða fór fram. Nú hefur Rannís unnið áætlun um heild­ar­end­ur­greiðslur á árinu 2022 sem unnin er út frá umsóknum sem borist hafa á árinu 2021. Umfang til­lagna er meira en á síð­asta ári og einnig er um fleiri fyr­ir­tæki að ræða. Rannís not­ast við reikni­for­múlur þar sem áætluð er lík­leg end­ur­greiðsla og hefur líkanið skilað góðu sam­ræmi milli áætl­ana og álagn­ingar hjá Skatt­in­um.“

Ákveðið var að hækka þakið á end­ur­greiðslum vegna rann­sókna og þró­unar í fyrra og í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórna Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks var til­kynnt að sú tíma­bundna hækkun yrði gerð var­an­leg.

End­ur­greiðslu­hlut­fallið er 35 pró­sent í til­viki lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, en 25 pró­sent í til­viki stórra fyr­ir­tækja.  Hámark skatta­frá­dráttar er 385 millj­ónir króna hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og 275 millj­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækj­u­m. 

264 fyr­ir­tæki fengu end­ur­greiðslur í ár

End­­­ur­greiðslur rík­­­is­­­sjóðs vegna rann­­­sókna- og þró­un­­­ar­­­kostn­aðar voru alls 10.431 millj­­­ónir króna í ár vegna þess­­arar hækk­­un­­ar. Það er rúm­­­lega tvö­­­falt meira en end­­­ur­greiðsl­­­urnar í fyrra, sem námu sam­tals 5.186 millj­­­ónum króna. End­ur­greiðsl­urnar voru um 2,1 millj­arður króna árið 2016 og 1,3 millj­arður króna 2015. 

Í ár skiptu alls 264 fyr­ir­tæki end­ur­greiðsl­unum á milli sín og þeim fjölg­aði um 63 milli ára. 

Auglýsing
Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fékk mest end­ur­greitt í ár, alls 550 millj­­ónir króna. CCP, sem er skil­­greint sem stórt fyr­ir­tæki, hefur fengið allt að tvö­­falda end­­ur­greiðslu frá Skatt­inum á síð­­­ustu árum, þar sem fyr­ir­tækið skiptir rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­að­inum af starf­­semi sinni upp í tvö félög. Í ár fékk CCP fær 275 millj­­óna króna frá­­­drátt í gegnum félagið CCP ehf. og aðra jafn­­háa upp­­hæð í gegnum félagið CCP Plat­­form ehf.

Að CCP und­an­­skildu fékk upp­­lýs­inga­­tækn­i­­fyr­ir­tækið Origo mesta skatta­frá­­drátt­inn í ár, en hann nam alls 372 millj­­ónum króna, ef tal­inn var með 44,5 pró­­senta eign­­ar­hlutur þess í fyr­ir­tæk­inu Tempo. LS Retail var svo með þriðja mesta skatta­frá­­drátt­inn í ár, en hann nam alls 317 millj­­ónum króna. Þar á eftir komu Össur og Alvot­ech, sem hvort um sig fékk 275 millj­­ónir króna í skatta­af­­slátt vegna nýsköp­un­­ar.

Sögðu ýmsa telja fram rekstr­ar­kostnað sem nýsköpun

Í vor var frum­varp um að gera end­ur­greiðsl­urnar var­an­legar til umfjöll­unar á þingi. Á meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um það var Skatt­ur­inn. Hann hafði ýmis­legt við áformin að athuga. Í um­sögn­inni sagði að fram­­kvæmd sú sem snerti nýsköp­un­­ar­­styrki væri afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venju­bund­ins rekstr­­ar­­kostn­aðar og kostn­aðar vegna nýsköp­un­­ar­verk­efna. Á stundum þurfi sér­­hæfða þekk­ingu til að skilja þar á milli.

­Reynslan af úthlutun nýsköp­un­­ar­­styrkja úr rík­­is­­sjóði hafi sýnt „að ekki er van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­­flokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­ar­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­heyri frekar eðli­­legum end­­ur­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­festra nýsköp­un­­ar­verk­efna.“ 

Skatt­ur­inn benti á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beit­ingu álags eða ann­­arra refsi­við­­ur­laga til að bregð­­ast við eða skapa varn­að­­ar­á­hrif vegna „hátt­­semi sem sam­­rým­ist ekki lögum þessum [...]  Ekki ætti að þurfa að árétta að mis­­­notkun á þessum stuðn­­ingi með órétt­­mætum kostn­að­­ar­­færslum getur leitt til veru­­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­­mætra end­­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Í ljósi alls þessa taldi Skatt­ur­inn „óvar­­legt að gera ráð­staf­­anir sem ljóst þykir að muni leiða til auk­ins umfangs mála­­flokks­ins til fram­­búð­­ar, og auk­inna end­­ur­greiðslna úr rík­­is­­sjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi við­eig­andi reglu­verk í því skyni að ein­falda og styrkja umrædda fram­­kvæmd. Slíkar breyt­ingar væru jafn­­framt til þess fallnar að auka gagn­­sæi og fyr­ir­­sjá­an­­leika gagn­vart skatt­að­il­u­m.“

Fyr­ir­vari: Hjálmar Gísla­­son, stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri GRID, er hlut­hafi og stjórn­­­ar­­maður í Kjarn­­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar