Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári

Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.

nýsköpun
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar leggur til að fjár­heim­ild til end­ur­greiðslna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði aukin um 1.259 millj­ónir króna frá því sem áður var ætlað að láta renna til mála­flokks­ins úr rík­is­sjóði á árinu 2022. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans, sem sam­anstendur af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja.

Í álit­inu segir að þetta sé gert í þar sem kostn­að­ar­á­ætlun Rannís geri ráð fyrir að heild­ar­end­ur­greiðslur verði 11,7 millj­arðar króna á árinu 2022. „Hækkun milli umræðna skýrist af því að áætlun Rannís var ekki til­búin þegar 1. umræða fór fram. Nú hefur Rannís unnið áætlun um heild­ar­end­ur­greiðslur á árinu 2022 sem unnin er út frá umsóknum sem borist hafa á árinu 2021. Umfang til­lagna er meira en á síð­asta ári og einnig er um fleiri fyr­ir­tæki að ræða. Rannís not­ast við reikni­for­múlur þar sem áætluð er lík­leg end­ur­greiðsla og hefur líkanið skilað góðu sam­ræmi milli áætl­ana og álagn­ingar hjá Skatt­in­um.“

Ákveðið var að hækka þakið á end­ur­greiðslum vegna rann­sókna og þró­unar í fyrra og í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórna Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks var til­kynnt að sú tíma­bundna hækkun yrði gerð var­an­leg.

End­ur­greiðslu­hlut­fallið er 35 pró­sent í til­viki lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, en 25 pró­sent í til­viki stórra fyr­ir­tækja.  Hámark skatta­frá­dráttar er 385 millj­ónir króna hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum og 275 millj­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækj­u­m. 

264 fyr­ir­tæki fengu end­ur­greiðslur í ár

End­­­ur­greiðslur rík­­­is­­­sjóðs vegna rann­­­sókna- og þró­un­­­ar­­­kostn­aðar voru alls 10.431 millj­­­ónir króna í ár vegna þess­­arar hækk­­un­­ar. Það er rúm­­­lega tvö­­­falt meira en end­­­ur­greiðsl­­­urnar í fyrra, sem námu sam­tals 5.186 millj­­­ónum króna. End­ur­greiðsl­urnar voru um 2,1 millj­arður króna árið 2016 og 1,3 millj­arður króna 2015. 

Í ár skiptu alls 264 fyr­ir­tæki end­ur­greiðsl­unum á milli sín og þeim fjölg­aði um 63 milli ára. 

Auglýsing
Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fékk mest end­ur­greitt í ár, alls 550 millj­­ónir króna. CCP, sem er skil­­greint sem stórt fyr­ir­tæki, hefur fengið allt að tvö­­falda end­­ur­greiðslu frá Skatt­inum á síð­­­ustu árum, þar sem fyr­ir­tækið skiptir rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­að­inum af starf­­semi sinni upp í tvö félög. Í ár fékk CCP fær 275 millj­­óna króna frá­­­drátt í gegnum félagið CCP ehf. og aðra jafn­­háa upp­­hæð í gegnum félagið CCP Plat­­form ehf.

Að CCP und­an­­skildu fékk upp­­lýs­inga­­tækn­i­­fyr­ir­tækið Origo mesta skatta­frá­­drátt­inn í ár, en hann nam alls 372 millj­­ónum króna, ef tal­inn var með 44,5 pró­­senta eign­­ar­hlutur þess í fyr­ir­tæk­inu Tempo. LS Retail var svo með þriðja mesta skatta­frá­­drátt­inn í ár, en hann nam alls 317 millj­­ónum króna. Þar á eftir komu Össur og Alvot­ech, sem hvort um sig fékk 275 millj­­ónir króna í skatta­af­­slátt vegna nýsköp­un­­ar.

Sögðu ýmsa telja fram rekstr­ar­kostnað sem nýsköpun

Í vor var frum­varp um að gera end­ur­greiðsl­urnar var­an­legar til umfjöll­unar á þingi. Á meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um það var Skatt­ur­inn. Hann hafði ýmis­legt við áformin að athuga. Í um­sögn­inni sagði að fram­­kvæmd sú sem snerti nýsköp­un­­ar­­styrki væri afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venju­bund­ins rekstr­­ar­­kostn­aðar og kostn­aðar vegna nýsköp­un­­ar­verk­efna. Á stundum þurfi sér­­hæfða þekk­ingu til að skilja þar á milli.

­Reynslan af úthlutun nýsköp­un­­ar­­styrkja úr rík­­is­­sjóði hafi sýnt „að ekki er van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­­flokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­­ar­­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­­heyri frekar eðli­­legum end­­ur­­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­­festra nýsköp­un­­ar­verk­efna.“ 

Skatt­ur­inn benti á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beit­ingu álags eða ann­­arra refsi­við­­ur­laga til að bregð­­ast við eða skapa varn­að­­ar­á­hrif vegna „hátt­­semi sem sam­­rým­ist ekki lögum þessum [...]  Ekki ætti að þurfa að árétta að mis­­­notkun á þessum stuðn­­ingi með órétt­­mætum kostn­að­­ar­­færslum getur leitt til veru­­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­­mætra end­­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Í ljósi alls þessa taldi Skatt­ur­inn „óvar­­legt að gera ráð­staf­­anir sem ljóst þykir að muni leiða til auk­ins umfangs mála­­flokks­ins til fram­­búð­­ar, og auk­inna end­­ur­greiðslna úr rík­­is­­sjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi við­eig­andi reglu­verk í því skyni að ein­falda og styrkja umrædda fram­­kvæmd. Slíkar breyt­ingar væru jafn­­framt til þess fallnar að auka gagn­­sæi og fyr­ir­­sjá­an­­leika gagn­vart skatt­að­il­u­m.“

Fyr­ir­vari: Hjálmar Gísla­­son, stofn­andi og fram­­kvæmda­­stjóri GRID, er hlut­hafi og stjórn­­­ar­­maður í Kjarn­­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar