Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði

Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan fékk tæp­lega 19,1 milljón króna styrk úr Mat­væla­sjóði vegna verk­efn­is­ins Rauða Gullið en úthlutað var úr sjóðnum fyrr í þessum mán­uði. Styrkur Síld­ar­vinnsl­unnar kemur úr þeirri deild Mat­væla­sjóðs sem nefn­ist Afurð og er hlut­verk Afurðar að styrkja verk­efni sem komin eru af hug­mynda­stigi en eru þó ekki enni til­búin til mark­aðs­setn­ing­ar. „Styrk­veit­ingar miða að því að gefa styrk­þegum tæki­færi til að móta og þróa afurðir úr hrá­efnum sem falla til við mat­væla­fram­leiðslu og stuðla þar með að verð­mæta­sköp­un,“ segir um Afurð á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Alls hlutu sjö verk­efni styrk úr Afurð og námu styrk­veit­ing­arnar alls tæpum 110 millj­ónum króna. Hámarks­styrkur í þessum flokki Mat­væla­sjóðs nemur 30 millj­ónum króna og getur lengd verk­efna að hámarki orðið 12 mán­uð­ir. Hæsta styrk­inn úr afurð hlaut Royal Iceland hf., 25,5 millj­ónir króna, fyrir verk­efni sem snýr að full­vinnslu grjót­krabba.

15 millj­óna styrkur til Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur

Annað félag sem hlaut styrk úr Afurð er Slipp­ur­inn Akur­eyri sem fékk rúm­lega 10 milljón króna styrk vegna verk­efnis sem ber heitið Sjáv­ar­lón. Slipp­ur­inn er að meiri­hluta í eigu Sam­herja í gegnum félagið Ice Tech ehf, sem á rúm­lega 71 pró­senta hlut í Slippn­um.

Auglýsing

Sam­herji er auk þess stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, með um 32,6 pró­senta beinan eign­ar­hlut, en Síld­ar­vinnslan var skráð á markað fyrr á þessu ári. Þar að auki á Sam­herji 15 pró­senta eign­ar­hlut í Eign­ar­halds­fé­lag­inu Snæfugli sem á 4,29 pró­sent af hlutafé Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Meðal ann­arra styrk­þega í úthlutun Mat­væla­sjóðs var Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur (ÚR) sem fékk rétt tæp­lega 15 milljón króna styrk úr flokknum Keldu vegna verk­efn­is­ins CRISP-FISH. Alls var rúm­lega 261 milljón króna úthlutað úr Keldu til 20 verk­efna.

Tæp­lega 570 millj­ónir til 64 verk­efna

Mat­væla­sjóður skipt­ist í fjórar deildir en auk Keldu og Afurðar eru flokk­arnir Bára og Fjár­sjóð­ur. Í flokknum Báru eru verk­efni á hug­mynda­stigi styrkt og geta fyr­ir­tæki sem stofnuð voru á síð­ustu fimm árum sótt um styrk, „sem og frum­kvöðlar sem vilja þróa hug­mynd, hrá­efni eða aðferðir sem tengj­ast íslenskri mat­væla­fram­leiðslu.“ Úr Báru var um 81 milljón króna úthlutað til 29 verk­efna.

Styrkir úr Fjár­sjóði eru ætl­aðir verk­efnum sem hafa það að mark­miði að styrkja mark­aðsinn­viði og stuðla að mark­aðs­sókn afurða tengdum íslenskri mat­væla­fram­leiðslu. Tæpum 115 millj­ónum króna var úthlutað til 8 verk­efna úr Fjár­sjóði.

Alls námu úthlut­anir úr Mat­væla­sjóði 566,6 millj­ónum og runnu þær til 64 verk­efna. 273 umsóknir um styrki bár­ust sjóðnum í ár. „Fjögur fagráð voru stjórn sjóðs­ins til ráð­gjaf­ar, eitt í hverjum styrkja­flokki, og skil­uðu þau til stjórnar for­gangs­röðun verk­efna eftir ein­kunnum ásamt umsögnum um hvert verk­efni fyrir sig. Stjórn Mat­væla­sjóðs skil­aði til­lögum til ráð­herra hinn 3. sept­em­ber sl. og hefur ráð­herra fall­ist á þær,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. Í stjórn Mat­væla­sjóðs eru Mar­grét Hólm Vals­dótt­ir, for­mað­ur, Karl Frí­manns­son, Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, sam­kvæmt til­nefn­ingu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, og Gunnar Þor­geirs­son, sam­kvæmt til­nefn­ingu Bænda­sam­taka Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent