Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.

Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Auglýsing

Samn­inga­nefndir Alþýðu­sam­bands Íslands og Sam­taka atvinnu­lífs­ins munu hitt­ast á fundi fimmtu­dag­inn 30. sept­em­ber, til þess að ræða um fram­hald lífs­kjara­samn­ings­ins. For­sendu­nefnd ASÍ og SA telur for­sendur samn­ings­ins brostnar er kemur að þeim málum sem stjórn­völd hétu að beita sér fyrir er samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ur.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Bára Huld Beck.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR segir við Kjarn­ann að hann hafi verið á fundi með samn­inga­nefnd ASÍ í dag, þar sem þessi nið­ur­staða hafi verið form­lega til­kynnt.

Hann segir að rík­is­stjórnin fari nú með það vega­nesti inn í kosn­ingar að mögu­lega séu samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði í upp­námi og segir það ekki stand­ast að ráð­herrar kenni hæga­gangi í þing­inu um að ákveðin mál hafi ekki verið kláruð.

„Verð­trygg­ing­ar­mál­in, því var bara haldið inni í fjár­mála­ráðu­neyt­inu mán­uðum sam­an,“ segir Ragnar Þór og nefnir að auki húsa­leigu­lög, starfs­kjara­lög og líf­eyr­is­mál.

Hann býst við því að brátt muni verða gerð ítar­legri grein fyrir því hvað ASÍ telur nákvæm­lega standa út af hvað efndir stjórn­valda varð­ar.

Flest aðild­ar­fé­lög ASÍ muni vilja verja samn­ing­inn

Spurður um fram­haldið segir Ragnar Þór að nú þurfi samn­inga­nefndir ASÍ og SA að hitt­ast til þess að fara yfir stöð­una og það verði gert 30. sept­em­ber, sem áður seg­ir, eða ein­ungis fimm dögum eftir að kosið verður til Alþing­is.

Auglýsing

„Við munum að sjálf­sögðu reyna að verja samn­ing­ana og ég held að flest aðild­ar­fé­lög ASÍ muni verja samn­ing­inn eins og kostur er,“ segir for­maður VR.

Lífs­kjara­samn­ing­arnir eiga að vera í gildi á almennum vinnu­mark­aði þar til í októ­ber árið 2022, en Ragnar segir að þeir gætu losnað um næstu mán­að­ar­mót ef annar aðil­inn við samn­inga­borðið tekur ákvörðun um að segja þeim upp.

„Það er ekki drauma­staðan til að lenda í svona eftir COVID, að fá allt upp í loft á almennum vinnu­mark­að­i,“ segir Ragnar Þór.

Þá liggur það form­lega fyrir að for­sendur kjara­samn­inga eru brostn­ar. For­sendu­nefnd ASÍ og SA hafa kom­ist að þeirri...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Sept­em­ber 20, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent