Helgi Magnússon setur 300 milljónir í viðbót í rekstur útgáfufélags Fréttablaðsins

Hópurinn sem keypti sig inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, sumarið 2019 hefur eytt 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlafyrirtækinu og hlutafjáraukningar. Það fé hefur að uppistöðu komið frá Helga Magnússyni.

Helgi Magnússon og fréttablaðið
Auglýsing

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, hefur keypt nýtt hlutafé í Torgi ehf., sem heldur úti Frétta­blað­inu, DV og sjón­varps­stöð­inni Hring­braut, fyrir 300 millj­ónir króna. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Skjölum vegna hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar hefur ekki verið skilað til Skatts­ins og breytt eign­ar­hald vegna hennar hefur ekki verið til­kynnt til fjöl­miðla­nefndar líkt og lög gera ráð fyr­ir.

​​Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­nefnda félags­­ins er fjár­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­son og hann á 82 pró­­sent í því síð­­­ar­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­ar­­for­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­urður Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Hring­brautar og við­­skipta­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­son, fyrr­ver­andi rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­varps­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­kvæmda­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­mála og dag­­­­­­­skrár­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­arra en Helga er hverf­andi.

Í Frétta­blað­inu í dag segir að alls hafi heild­ar­hlutafé Torgs ehf. nemi nú 750 millj­ónum króna, sem allt hefur verið keypt á geng­inu tveimur fyrir sam­tals 1.500 millj­ónir króna. 

Hóp­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­að­­ar­­mál en í árs­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­ins.  Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­ónir króna í lok árs 2020. Með nýju hluta­fjár­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­starfs­menn hans komu að rekstr­inum fyrir tveimur og hálfu ári. 

Millj­arðs tap af reglu­legri starf­semi á tveimur árum

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að rekstr­­ar­tap Torgs, útgáfu­­fé­lags Frétta­­blaðs­ins, Hring­braut­­ar, DV og tengdra miðla, var 688,7 millj­­ónir króna á árinu 2020. Árið áður var rekstr­­ar­tap félags­­ins 197,3 millj­­ónir króna og því nam sam­eig­in­­legt rekstr­­ar­tap þess á tveimur árum 886 millj­­ónum króna. 

Þegar vaxta­­gjöldum vegna lána sem Torg hefur þurft að borga af og geng­is­mun er bætt við kemur í ljós að tap af reglu­­legri starf­­semi fyrir skatta var um 750 millj­­ónir króna á síð­­asta ári og rúm­­lega einn millj­­arður króna á tveimur áður.

Auglýsing
Á árinu 2020 var gengið frá kaupum á DV og tengdum miðlum frá Frjálsri fjöl­mið­l­un, félags sem skráð er í eigu Sig­­urðar G. Guð­jóns­­sonar en var alla tíð fjár­­­magnað með vaxta­­lausum lánum frá fjár­­­fest­inga­­fé­lagi Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar.  Frá því að Frjáls fjöl­miðlun eign­að­ist mið­l­anna haustið 2017 og þangað til að þeir voru seldir til Torgs í apríl 2020 tap­aði útgáfu­­fé­lagið um 745 millj­­ónum króna. Torg greiddi samt sem áður 300 millj­­ónir króna fyrir mið­l­anna en sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi voru 100 millj­­ónir króna greiddar með fjár­­munum úr rekstr­inum og 200 millj­­ónir króna með nýjum lang­­tíma­lán­­um. Frjáls fjöl­miðlun virð­ist hafa lánað að minnsta kosti 150 millj­­ónir króna af þeirri upp­­hæð í formi selj­enda­láns, en eina fasta­fjár­­muna­­eign þess félags er skulda­bréf upp á þá tölu sem varð til á árinu 2020.

Færri útgáfu­dag­ar, minna upp­lag og lestur á leið undir 30 pró­sent

Flagg­­skipið í útgáfu Torgs er Frétta­­blað­ið. Útgáfu­­dögum þess var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­dags­út­­­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dreif­ing frí­blaðs­ins dreg­ist saman úr 80 í 75 þús­und ein­tök á dag. 

Lestur Frétta­­blaðs­ins mæld­ist 30,5 pró­­sent í nóv­em­ber. Hann hefur dalað jafnt og þétt und­an­farin ár en í apríl 2007 var hann 65,2 pró­­sent og hélst yfir 50 pró­­sent þangað til í des­em­ber 2015. Síð­­sum­­­ars 2018 fór lest­­ur­inn svo undir 40 pró­­sent í fyrsta sinn og stefnir nú undir 30 pró­­sent á næstu mán­uð­um, en frá byrjun árs 2018 hefur lestur Frétta­­­blaðs­ins auk­ist á milli mán­aða í sex skipti en dalað 39 sinn­­­um.

Í ald­­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­­­ur­inn nú 21,1 pró­­­sent og er nú um þriðj­ungur þess sem hann var fyrir tólf árum. 

Rekstr­ar­tekjur dreg­ist mikið saman

Þrátt fyrir að Hring­braut, DV og ýmsum tengdum miðlum hafi verið bætt við sam­­stæð­una þá hafa rekstr­­ar­­tekjur Torgs dreg­ist umtals­vert saman á und­an­­förnum árum. Þær voru tæp­­lega 2,6 millj­­arðar króna á árinu 2018 en voru rétt yfir tvo millj­­arða króna árið 2020. Þar af skil­aði sala, aðal­­­lega aug­lýs­inga, 1.923 millj­­ónum krónum þá en 2.574 millj­­ónum króna tveimur árum fyrr. Tekjur af sölu hafa því dreg­ist saman um fjórð­ung þrátt fyrir að fjöl­mið­l­unum í sam­­stæð­unni hafi fjölgað umtals­vert á tíma­bil­inu.

Í árs­­reikn­ingi Torgs vegna árs­ins 2020 segir að ástæða hins mikla tap­­rekst­­urs það ár hafi verið sam­­dráttur í aug­lýs­inga­­tekjum ásamt því að kostn­aður vegna launa og dreif­ingar jókst. „Á vor­mán­uðum hefur rekstr­­ar­um­hverfi Torgs ehf. hefur breyst mjög hratt til hins betra með auk­inni aug­lýs­inga­­sölu þannig að stjórn­­endur félags­­ins gera sér vonir um að jafn­­vægi verði í rekstri þess á árinu 2021.“ Árs­reikn­ingur vegna 2021 liggur ekki fyrir enda þarf ekki að skila slíkum inn til Skatts­ins fyrr en í lok ágúst­mán­að­ar. 

Þar segir þó einnig að eignir og skuldir félags­­ins séu metnar með hlið­­sjón af því að for­­senda um rekstr­­ar­hæfi félags­­ins sé fyrir hendi. Sú óvissa um rekstr­­ar­hæfi snýst fyrst og síð­­­ast um mat á við­­skipta­vild sem metin er á 943,5 millj­­ónir króna. Í áliti end­­ur­­skoð­anda Torgs í árs­­reikn­ingi félags­­ins vegna árs­ins 2020 er gerð sér­­­stök ábend­ing vegna þess­­arar óvissu, en sér­­stak­­lega tekið fram að það sé gert án þess að fyr­ir­vari sé gerður við reikn­ing­inn.  

Heild­­ar­skuldir komnar í 1,5 millj­­arð króna

Við­­­skipta­vild er mat á virði hug­lægra eigna fyr­ir­tæk­­­is. Með því er til að mynda sett mat á fjár­­­hags­­­legu verð­­­mæti þess að eiga hóp fastra við­­­skipta­vina, eins og þeirra sem kaupa aug­lýs­ingar af miðlum Torgs og þeirra sem lesa eða horfa á þá. 

Í árs­­reikn­ingi Torgs kemur fram að við­­skipta­vild félags­­ins hafi hækkað mikið árið 2020, alls um 191,1 milljón króna í 943,5 millj­­ónir króna, þrátt fyrir að tekjur Torgs hafi dreg­ist saman og rekst­­ur­inn skilað 750 millj­­óna króna tapi af reglu­­legri starf­­semi fyrir skatta. 

Auglýsing
Við­skipta­vild og tekju­skattsinn­­eign vegna upp­­safn­aðs taps voru um 61 pró­­sent af öllum eignum Torgs í lok síð­­asta árs og rúm­­lega öll ástæða hækk­­unar á virði heild­­ar­­eigna á því ári. 

Heild­­ar­skuldir Torgs juk­ust um 318,5 millj­­ónir króna á árinu 2020 og stóðu í 1,5 millj­­arði króna í lok þess árs. þær hafa auk­ist um 740 millj­­ónir króna á tveimur árum, eða nán­­ast tvö­­fald­­ast. 

Pappír hækkar vegna far­ald­­ur­s­ins

Torg er á meðal þeirra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja sem fengið hefur styrk úr rík­­is­­sjóði sem veittur er til einka­rek­inna fjöl­miðla. Félagið fékk 50 millj­­ónir króna á árinu 2019 og rúm­­lega 81 milljón króna vegna árs­ins 2020. 

Þeir miðlar sem gefa út í prenti hafa orðið fyrir umtals­verðum kostn­að­­ar­hækk­­unum und­an­farið sem rekja má til aðfanga­skorts vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. Sér­­stak­­lega þeir sem prenta stór upp­lög af blöðum í viku hverri, eins og Frétta­­blað­ið.

Stundin greindi frá því í lok sept­­em­ber að 40 pró­­­sent verð­hækkun eða meiri væri yfir­­­vof­andi á dag­­­blaða­­­pappír og vitn­aði þar í til­­­kynn­ingu sem Lands­­­prent, prent­smiðju í eigu Árvak­­­urs, hafði sent við­­­skipta­vinum sínum en Lands­­­prent prentar meðal ann­­­ars Stund­ina.

Kjarn­inn er á meðal þeirra fjöl­miðla sem þiggja rekstr­­­ar­­­styrki úr rík­­­is­­­sjóði og fékk 14,4 millj­­­ónir króna við síð­­­­­ustu úthlut­un. Þau fyr­ir­tæki sem hér eru til umfjöll­unar eru sam­keppn­is­að­ilar Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent