Segir samkennd með Loga Bergmann ekki fela í sér afstöðu né van­trú á frá­sagn­ir þolenda

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á erfiðum tím­um reyni hún „að sýna þeim sem standa mér nærri sam­kennd“. Verk hennar sem dómsmálaráðherra og þingmaður í málaflokknum segir meira um afstöðu hennar en nokkuð annað.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, iðn­­að­ar- og ný­­­sköp­un­­­ar­ráð­herra, segir við mbl.is að hún hafi viljað sýna sam­kennd með Loga Berg­mann Eiðs­syni fjöl­miðla­manni, sem hún teng­ist vina­bönd­um, með því að setja læk við yfir­lýs­ingu sem hann birti í gær. „Á erf­iðum tím­um reyni ég að sýna þeim sem standa mér nærri sam­­kennd, það má gera með öðrum hætti en ég gerði. En í því felst eng­in afstaða né van­­trú á frá­­sagn­ir þolenda.“

Í sam­tal­inu segir Áslaug Arna að störf sín, laga­breyt­ing­ar og bar­átta í dóms­­mála­ráðu­neyt­inu og sem þing­maður þar á und­an segi meira um af­­stöðu sína í þessum málum en nokkuð ann­að. „Ég aft­ur á móti skil vel þá umræðu sem á sér stað, og ég þarf að vanda mig í þessu eins og öðru.“ 

Auglýsing
Logi Berg­mann er einn fjög­­­urra manna sem Vítalía Laz­areva hefur ásakað um kyn­­­ferð­is­brot. Hún setti fyrst fram ásak­­­anir á hendur þremur mann­anna: þeim Ara Edwald, Þórði Má Jóhann­essyni og Hregg­viði Jóns­­­syni, á sam­­­fé­lags­miðlum í lok októ­ber. Þeir eru allir valda­­­miklir í íslensku við­­­skipta­­­lífi.

Auk þess hún hefur sett fram ásak­­­anir um illa með­­­­­ferð og fram­komu gagn­vart Arn­­­ari Grant, sem hún átti í ást­­­ar­­­sam­­­bandi við. Vítalía hefur meðal ann­­­ars sagt Arnar hafa látið sig gera kyn­­­ferð­is­­­lega hluti við aðra menn gegn vilja henn­­­ar. 

Málið vatt upp á sig á þriðju­dag þegar Vítalía steig fram í við­tali við Eddu Falak í hlað­varp­inu Eigin konur og rakti það sem komið hefði fyrir hana.

Hún nefndi menn­ina ekki á nafn og setti auk þess fram ásökun á hendur öðrum manni vegna atviks sem átti sér stað síð­­­­­­­ar­. Sá maður er Logi Berg­­­mann.

Sagð­ist sak­laus á þeim sökum sem á hann hefðu verið bornar

Logi Berg­mann birti yfir­lýs­ingu á Face­book í gær vegna máls­ins. Þar sagði: „Ég er sak­­laus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar und­an­farna daga. Ég hef alla mína ævi haft and­­styggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórn­­­ar­lömbum þess og stutt bar­áttu þeirra í gegnum tíð­ina. Ekk­ert er fjær mér en að þröngva annarri mann­eskju til kyn­­ferð­is­­legra athafna.“

Logi Berg­mann sagð­ist hins vegar vera sekur um að hafa farið yfir mörk í einka­­lífi fólks með því að hafa farið inn í her­bergi sem hann átti ekki að fara inn í. „Það var takt­­laust og heimsku­­­legt og ég hef þegar tjáð við­kom­andi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt.“

Ás­laug Arna var ein þeirra sem lækaði færslu Loga. Ýmsir hafa gagn­rýnt ráð­herr­ann fyrir lækið í ljósi þess að Áslaug Arna er fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra og tók meðal ann­­ars þátt í mynd­­bandi með yfir­­­skrift­inni „Ég trúi“ þar sem þekktir ein­stak­l­ingar lýstu yfir stuðn­­ingi við þolendur kyn­­ferð­is­af­brota.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Áslaug Arna kemst í frétt­­irnar vegna umræðu um „læk“ en í byrjun sept­­em­ber á síð­­asta ári gagn­rýndi hún Helga Magnús Gunn­ars­son vara­­rík­­is­sak­­sókn­­ara fyrir fram­­göngu hans á sam­­fé­lags­mið­l­­um. Hún taldi að hann mætti ekki rýra traust og trú almenn­ings með fram­göngu sinni á opin­berum vett­vangi.

Hún vildi ekki tjá sig um gagn­rýni sína á Helga Magnús þegar mbl.is spurði hana út í mál­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent