Félag leikskólakennara segir „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs

Félag leikskólakennara segir að verið sé að taka inn sífellt yngri börn á leikskóla án þess að hugsa málið til enda. Sveitarfélög verði að fara að taka varnaðarorð félagsins um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.

Félag leikskólakennara segir að sveitarfélög landsins verði að fara að taka varnaðarorð um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Félag leikskólakennara segir að sveitarfélög landsins verði að fara að taka varnaðarorð um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Auglýsing

Félag leik­skóla­kenn­ara segir að sú til­laga „að búa til Tupp­erware píramída hvatn­ingu vegna ráðn­inga starfs­fólks í leik­skóla“ sé langt því frá lík­leg til þess að ráð­ast á rót mönn­un­ar­vanda í leik­skól­um.

Þetta kemur fram í Face­book færslu frá félag­inu, þar sem vísað er til fréttar Kjarn­ans frá því fyrr í dag, en þar sagði frá aðgerðum sem til stendur að ráð­ast í til að fjölga starfs­mönnum á leik­skólum í Reykja­vík­ur­borg.

Borg­ar­ráð sam­þykkti í gær að veita alls 20 millj­ónum auka­lega til skóla- og frí­stunda­sviðs til þess að bæta mönnun á leik­skól­um, en ein aðgerð­anna sem skóla- og frí­stunda­sviðið lagði til var sú að hvetja starfs­menn leik­skóla borg­ar­innar til að fá vini og ætt­ingja til að ráða sig í vinnu á leik­skóla, með 75 þús­und króna launa­auka ef ráðn­ing­ar­sam­band kæm­ist á.

Þetta hefur vakið nokkra athygli – og Félagi leik­skóla­kenn­ara líst ekki vel á áform­in.

Í færslu félags­ins segir að stærsta verk­efni sveit­ar­fé­laga sé að fjölga leik­skóla­kenn­urum og hafi lengi ver­ið. „Leik­skóla­stigið hefur þró­ast hratt sem skóla­stig. Ákvarð­anir sam­fé­lags­ins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fylli­lega til enda hefur aukið á vand­ann, aukið mönn­un­ar­þörf og hægt á hlut­falls­legri fjölgun leik­skóla­kenn­ara þrátt fyrir mikla fjölgun í leik­skóla­kenn­ara­námi und­an­farin ár,“ segir í færslu félags­ins.

Vöxtur leik­skóla­stigs­ins of hraður

Í færsl­unni segir enn fremur að starfs­fólki við upp­eldi og menntun í leik­skólum hafi fjölgað um 3.000 í 6.000 á árunum 1998 til 2019.

Auglýsing

„Fé­lag leik­skóla­kenn­ara þreyt­ist ekki að benda á að of hraður vöxtur leik­skóla­stigs­ins er helsta ástæða þess að ekki hefur tek­ist að fjölga leik­skóla­kenn­urum hlut­falls­lega á þessu tíma­bili. Sveit­ar­fé­lögin verða að fara að taka þau varn­að­ar­orð alvar­lega,“ segir í færslu félags­ins.

Reykja­vík­ur­borg er um þessar mundir með verk­efni í gangi sem kallað er Brúum bil­ið, en það felst fyrst og fremst í upp­bygg­ingu nýrra leik­skóla. Mark­miðið er að hægt verði að bjóða öllum börnum 12 mán­aða og eldri leik­skóla­vist í höf­uð­borg­inni. Í til­lögum frá skóla- og frí­stunda­sviði borg­ar­innar sem voru til umræðu í borg­ar­ráði í gær sagði að gert væri ráð fyrir mik­illi fjölgun leik­skóla­plássa næstu árin – og að það fæli í sér að fjölga þyrfti starfs­mönnum á leik­skólum um 250-300 næstu 3-4 árin.

Það væri því „mat mannauðs­þjón­ustu og leik­skóla­skrif­stofu skóla- og frí­stunda­sviðs og mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviðs borg­ar­innar að gera þurfi meira en í með­al­ári til að styðja leik­skóla í ráðn­ing­ar- og mannauðs­mál­u­m.“

Sú til­laga að búa til Tupp­erware píramída hvatn­ingu vegna ráðn­inga starfs­fólks í leik­skóla er langt því frá lík­leg að...

Posted by Félag leik­skóla­kenn­ara on Fri­day, Janu­ary 7, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent