Álútflutningur hefur aldrei verið verðmætari

Nýtt met var slegið í útflutningsverðmætum áls og álafurða í síðasta mánuði, en þau hafa ekki verið meiri frá upphafi mælinga.

RioTinto.jpg
Auglýsing

Verð­mæti útflutn­ings á áli og álaf­urðum nam alls tæpum 34 millj­örðum króna des­em­ber, sam­kvæmt nýjum tölum um útflutn­ings­verð­mæti frá Hag­stof­unni. Þetta eru hæstu fjár­hæð­irnar sem feng­ist hafa fyrir útflutn­ingi á vör­unni frá byrjun mæl­inga Hag­stof­unn­ar, þrátt fyrir að litlar breyt­ingar hafi verið á fram­leiðslu hennar á síð­ustu tíu árum.

37 pró­senta aukn­ing á milli ára

Líkt og sést á mynd hér að neðan hefur mán­að­ar­legt útflutn­ings­verð­mæti áls hækkað stöðugt frá haust­mán­uðum 2020, eftir að hafa hald­ist nokkuð stöðugt í um 18 millj­örðum króna frá árinu 2009. Á síð­ustu þremur mán­uðum hafa með­al­verð­mætin þó verið 64 pró­sentum meiri, eða í kringum 30 millj­arða króna.

Auglýsing

Ef litið er til síð­asta árs í heild sinni voru útflutn­ings­verð­mætin þar 37 pró­sentum meiri þá en á árinu 2020. Þetta er lang­mesta aukn­ingin í útflutn­ings­verð­mætum á milli ára frá árinu 2010.

Þessa aukn­ingu má rekja til mik­illa hækk­ana á heims­mark­aðs­verði áls. Eitt tonn af málm­inum kostar nú tæpa þrjú þús­und Banda­ríkja­dali, en til sam­an­burðar hefur tonnið venju­lega kostað í kringum tvö þús­und Banda­ríkja­dali á síð­ustu árum.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Þrátt fyrir þessar verð­hækk­anir hefur magn álút­flutn­ings ekki auk­ist á síð­ustu mán­uð­um. Þar sem slík fram­leiðsla er treg­breyt­an­leg hér­lendis hefur útflutn­ing­ur­inn verið mjög stöð­ugur síð­ustu tíu árin, þar sem að með­al­tali eru flutt út um 70 þús­und tonn af áli og álaf­urðum í hverjum mán­uði.

Seðla­bank­inn spáir meiri vexti

Í síð­asta hefti Pen­inga­mála spáði Seðla­bank­inn að útflutn­ings­verð áls myndi hækka um 43 pró­sent. Ólík­legt er þó að sú spá hafi gengið upp, þar sem aukn­ingin í útflutn­ings­verð­mætum á milli ára var tölu­vert minni og fram­leiðslan stöðug.

Bank­inn spáði því einnig að álverð myndi halda áfram að hækka á þessu ári og bjóst við því að hækk­unin myndi nema 16 pró­sent­um. Gangi sú spá upp má gera ráð fyrir því að útflutn­ings­tekjur af áli og álaf­urðum auk­ist um 40 millj­arða króna í ár og auka hag­vöxt um 1,3 pró­sentu­stig.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent