New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda

Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.

The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
Auglýsing

Útgáfu­fé­lag New York Times, New York Times Company, hefur kom­ist að sam­komu­lagi um kaup á íþrótta­vef­miðl­inum The Athlet­ic. Banda­ríska stór­blaðið mun greiða 550 milljón dali, jafn­virði yfir 70 millj­arða íslenskra króna, fyrir vef­mið­il­inn, sem stofn­aður var árið 2016.

The Athletic hefur aldrei skilað hagn­aði, en hefur náð að safna 1,2 millj­ónum áskrif­enda á heims­vísu. Íþrótta­mið­ill­inn hefur lagt áherslu á dýpri frétta­flutn­ing og grein­ingar úr heimi íþrótta og hefur það vakið mikla athygli hvernig mið­ill­inn hefur sópað til sín mörgum af öfl­ug­ustu íþrótta­skríbentum rót­grón­ari miðla í Banda­ríkj­unum og síðar Bret­landi.

Í frétt um þessi við­skipti á vef New York Times segir að kaupin á The Athletic færi New York Times nær mark­miði blaðs­ins að vera komið með 10 millj­ónir áskrif­enda á heims­vísu árið 2025. Auk þess muni kaupin færa áskrif­endum New York Times dýpri umfjöllun um þau rúm­lega 200 íþróttalið í Norð­ur­-Am­er­íku, Bret­landi og á meg­in­landi Evr­ópu sem blaða­menn The Atletic fylgist sér­stak­lega með­.

Til stendur að rekstur The Athletic verði áfram í þeirri mynd sem hann er nú og að rit­stjórn mið­ils­ins verði sjálf­stæð og óháð rit­stjórn New York Times. Áskriftir að The Athletic verða fyrst um sinn seldar stakar, en síðar verður boðið upp á þær sem hluta af áskrift­ar­pakka New York Times. New York Times mun áfram reka sína eigin íþrótta­deild.

Trúðu því að fólk vildi borga fyrir betri íþrótta­f­réttir

Sem áður segir fór The Athletic fyrst í loftið árið 2016, en stofn­endur mið­ils­ins eru þeir Alex Mather og Adam Hans­mann, sem áður störf­uðu saman hjá fyr­ir­tæk­inu Strava. Mið­ill­inn var stofn­aður í Chicago og fyrst um sinn beind­ist umfjöll­unin aðal­lega að íþrótta­lið­unum þar í borg, en síðan færði mið­ill­inn út kví­arnar og fór frá borg í borg í Banda­ríkj­unum og Kanada og kippti til sín færum íþrótta­f­rétta­mönnum sem höfðu sér­þekk­ingu á þeim liðum og íþrótta­greinum sem þar störf­uðu.

Árið 2019 heyrðu íslenskir íþrótta­á­huga­menn ef til margir um þennan miðil í fyrsta skipti, en þá færði The Athletic sig yfir Atl­ants­hafið til Bret­lands og hóf að fjalla af krafti um ensku knatt­spyrn­una. Réði mið­ill­inn meðal ann­ars til sín helstu fót­bolta­blaða­menn­ina af bæði breska rík­is­út­varp­inu BBC og blað­inu Guar­di­an.

Auglýsing

Hugs­unin hjá Mather og Hans­mann var frá upp­hafi sú að for­fallnir íþrótta­á­huga­menn væru ekki að fá þá teg­und umfjöll­unar um sín upp­á­halds íþróttalið í þeim fjöl­miðlum sem væru starf­andi á mark­aði, enda ættu flestir þeirra erfitt upp­dráttar og oft væri byrjað á því að skera niður í íþróttaum­fjöll­un.

Þeir höfðu þá trú að not­endur yrðu til­búnir að greiða fyrir góða frétta­mennsku og fram­setn­ingu, gott snjall­símafor­rit og aug­lýs­inga­leysi. Í ljós hefur komið að fjöldi íþrótta­á­huga­manna um heim allan er til­bú­inn að greiða fyrir slíka áskrift, en áskrif­end­urnir voru orðnir 1,2 millj­ónir tals­ins í des­em­ber, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá New York Times Company.

Reiknað með hagn­aði eftir þrjú ár

Þessi tölu­verði fjöldi áskrif­enda hefur þó ekki reynst nægur til að skila hagn­aði og það er af þeim sökum sem stofn­end­urnir hafa nú um nokk­urt skeið verið að reyna að selja félag­ið.

Alls eru um 600 manns starf­andi hjá The Athletic – þar af um 400 á rit­stjórn og nam tap félags­ins um 55 millj­ónum dala, 7 millj­örðum króna, árið 2020. Ekki stendur til að segja upp fólki þegar kaupin ganga í gegn, en búist er við að það verði fyrir 1. apr­íl.

Í til­kynn­ing­unni frá Times segir að búist sé við að kaupin hafi nei­kvæð áhrif á afkomu félags­ins í um það bil þrjú ár, en að með auknum vexti og upp­bygg­ingu aug­lýs­inga­kerfis hjá The Athletic verði rekst­ur­inn byrj­aður að skila móð­ur­fé­lag­inu hagn­aði að þeim tíma lokn­um.

Stofn­end­urnir Mather og Hans­mann munu áfram leiða The Athletic í lyk­il­stjórn­enda­hlut­verk­um, en David Perpich, sem er stjórn­andi hjá New York Times Company, verður útgef­andi mið­ils­ins.

Í til­kynn­ingu er Perpich sagður hafa mikla reynslu að baki í því að fjölga staf­rænum áskrif­endum og stækka ýmsar vörur hjá New York Times. Hann er meðal ann­ars sagður mað­ur­inn á bak við bæði mat­reiðslu- og leikja­vef New York Times, sem hafa á síð­ustu árum orðið miklar tekju­lindir fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent