New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda

Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.

The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
Auglýsing

Útgáfu­fé­lag New York Times, New York Times Company, hefur kom­ist að sam­komu­lagi um kaup á íþrótta­vef­miðl­inum The Athlet­ic. Banda­ríska stór­blaðið mun greiða 550 milljón dali, jafn­virði yfir 70 millj­arða íslenskra króna, fyrir vef­mið­il­inn, sem stofn­aður var árið 2016.

The Athletic hefur aldrei skilað hagn­aði, en hefur náð að safna 1,2 millj­ónum áskrif­enda á heims­vísu. Íþrótta­mið­ill­inn hefur lagt áherslu á dýpri frétta­flutn­ing og grein­ingar úr heimi íþrótta og hefur það vakið mikla athygli hvernig mið­ill­inn hefur sópað til sín mörgum af öfl­ug­ustu íþrótta­skríbentum rót­grón­ari miðla í Banda­ríkj­unum og síðar Bret­landi.

Í frétt um þessi við­skipti á vef New York Times segir að kaupin á The Athletic færi New York Times nær mark­miði blaðs­ins að vera komið með 10 millj­ónir áskrif­enda á heims­vísu árið 2025. Auk þess muni kaupin færa áskrif­endum New York Times dýpri umfjöllun um þau rúm­lega 200 íþróttalið í Norð­ur­-Am­er­íku, Bret­landi og á meg­in­landi Evr­ópu sem blaða­menn The Atletic fylgist sér­stak­lega með­.

Til stendur að rekstur The Athletic verði áfram í þeirri mynd sem hann er nú og að rit­stjórn mið­ils­ins verði sjálf­stæð og óháð rit­stjórn New York Times. Áskriftir að The Athletic verða fyrst um sinn seldar stakar, en síðar verður boðið upp á þær sem hluta af áskrift­ar­pakka New York Times. New York Times mun áfram reka sína eigin íþrótta­deild.

Trúðu því að fólk vildi borga fyrir betri íþrótta­f­réttir

Sem áður segir fór The Athletic fyrst í loftið árið 2016, en stofn­endur mið­ils­ins eru þeir Alex Mather og Adam Hans­mann, sem áður störf­uðu saman hjá fyr­ir­tæk­inu Strava. Mið­ill­inn var stofn­aður í Chicago og fyrst um sinn beind­ist umfjöll­unin aðal­lega að íþrótta­lið­unum þar í borg, en síðan færði mið­ill­inn út kví­arnar og fór frá borg í borg í Banda­ríkj­unum og Kanada og kippti til sín færum íþrótta­f­rétta­mönnum sem höfðu sér­þekk­ingu á þeim liðum og íþrótta­greinum sem þar störf­uðu.

Árið 2019 heyrðu íslenskir íþrótta­á­huga­menn ef til margir um þennan miðil í fyrsta skipti, en þá færði The Athletic sig yfir Atl­ants­hafið til Bret­lands og hóf að fjalla af krafti um ensku knatt­spyrn­una. Réði mið­ill­inn meðal ann­ars til sín helstu fót­bolta­blaða­menn­ina af bæði breska rík­is­út­varp­inu BBC og blað­inu Guar­di­an.

Auglýsing

Hugs­unin hjá Mather og Hans­mann var frá upp­hafi sú að for­fallnir íþrótta­á­huga­menn væru ekki að fá þá teg­und umfjöll­unar um sín upp­á­halds íþróttalið í þeim fjöl­miðlum sem væru starf­andi á mark­aði, enda ættu flestir þeirra erfitt upp­dráttar og oft væri byrjað á því að skera niður í íþróttaum­fjöll­un.

Þeir höfðu þá trú að not­endur yrðu til­búnir að greiða fyrir góða frétta­mennsku og fram­setn­ingu, gott snjall­símafor­rit og aug­lýs­inga­leysi. Í ljós hefur komið að fjöldi íþrótta­á­huga­manna um heim allan er til­bú­inn að greiða fyrir slíka áskrift, en áskrif­end­urnir voru orðnir 1,2 millj­ónir tals­ins í des­em­ber, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá New York Times Company.

Reiknað með hagn­aði eftir þrjú ár

Þessi tölu­verði fjöldi áskrif­enda hefur þó ekki reynst nægur til að skila hagn­aði og það er af þeim sökum sem stofn­end­urnir hafa nú um nokk­urt skeið verið að reyna að selja félag­ið.

Alls eru um 600 manns starf­andi hjá The Athletic – þar af um 400 á rit­stjórn og nam tap félags­ins um 55 millj­ónum dala, 7 millj­örðum króna, árið 2020. Ekki stendur til að segja upp fólki þegar kaupin ganga í gegn, en búist er við að það verði fyrir 1. apr­íl.

Í til­kynn­ing­unni frá Times segir að búist sé við að kaupin hafi nei­kvæð áhrif á afkomu félags­ins í um það bil þrjú ár, en að með auknum vexti og upp­bygg­ingu aug­lýs­inga­kerfis hjá The Athletic verði rekst­ur­inn byrj­aður að skila móð­ur­fé­lag­inu hagn­aði að þeim tíma lokn­um.

Stofn­end­urnir Mather og Hans­mann munu áfram leiða The Athletic í lyk­il­stjórn­enda­hlut­verk­um, en David Perpich, sem er stjórn­andi hjá New York Times Company, verður útgef­andi mið­ils­ins.

Í til­kynn­ingu er Perpich sagður hafa mikla reynslu að baki í því að fjölga staf­rænum áskrif­endum og stækka ýmsar vörur hjá New York Times. Hann er meðal ann­ars sagður mað­ur­inn á bak við bæði mat­reiðslu- og leikja­vef New York Times, sem hafa á síð­ustu árum orðið miklar tekju­lindir fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent