Gjöfult ár fyrir fisk og ál

Árið hefur verið gjöfult fyrir bæði sjávarútveginn og áliðnaðinn hér á landi, en samanlagður útflutningur þessara greina það sem af er ári hefur ekki verið meiri í áratug. Samkvæmt Seðlabankanum er búist við enn meiri vexti á næsta ári.

al_og_fiskur_collage.png
Auglýsing

Útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar- og álaf­urða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins jókst um 17 pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra og hefur ekki verið jafn­hátt á síð­ustu tíu árum. Seðla­bank­inn býst við áfram­hald­andi vexti, í ljósi mik­illa afla­heim­ilda á loðnu og hás álverðs.

Sam­kvæmt tölum Hag­stofu nam útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða frá jan­úar og út sept­em­ber alls 213 millj­örðum króna, en það var átta pró­sentum meira verð­mæti heldur en á sama tíma í fyrra. Útflutn­ings­verð­mæti álaf­urða nam aftur á móti 195 millj­örðum króna á tíma­bil­inu, sem er um 30 pró­sentum meira en útflutn­ings­verð­mæti þeirra á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs.

Auglýsing

Útflutn­ingur beggja vöru­flokka hefur ekki verið jafn verð­mætur í að minnsta kosti tíu ár, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Loðnan og hag­stætt álverð

Sam­kvæmt nýjasta hefti Pen­inga­mála Seðla­bank­ans má rekja auk­inn útflutn­ing sjáv­ar­af­urða til verð­mætrar loðnu­ver­tíðar í vor. Eftir það hafi útflutn­ing­ur­inn þó aðeins dreg­ist sam­an.

Álút­flutn­ingur hafi hins vegar tekið við sér á síð­asta árs­fjórð­ungi eftir því sem heims­mark­aðs­verð þess stórjókst.

Bank­inn verð­hækk­un­ina á áli skýr­ast einkum af minni álf­ram­leiðslu í Kína vegna rbeyttrar stefnu þar­lendra stjórn­valda í umhverf­is­málum sem hefur leitt til sam­dráttar í fram­boði orku til stór­iðju­fram­leiðslu. Einnig hafi fram­leiðsla á áli dreg­ist saman á Ind­landi sakir skorts á kolum og í Bras­ilíu vegna minni afkasta vatns­afls­virkj­ana. Þar að auki hafi fram­boðs­hnökrar leitt til þess að súrál, sem er notað í álf­ram­leiðslu, hafi hækkað tölu­vert í verði.

Búist er við að útflutn­ings­verð áls frá Íslandi verði 43 pró­sentum hærra í ár en það var í fyrra. Þá er einnig búist við nærri 16 pró­senta verð­hækkun á næsta ári.

Bjart­ari horfur

Seðla­bank­inn segir að horfur um vöru­út­flutn­ing á þessu og næsta ári hafa batnað frá síð­ustu spá þess í ágúst, en nú sé gert ráð fyrir 7,6 pró­senta vexti á milli ára. Aukn­ingin er bæði vegna bjart­ari horfa í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða í ljósi auk­inna afla­heim­ilda á loðnu og vænt­ingar um meiri útflutn­ing álaf­urða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent