Gjöfult ár fyrir fisk og ál

Árið hefur verið gjöfult fyrir bæði sjávarútveginn og áliðnaðinn hér á landi, en samanlagður útflutningur þessara greina það sem af er ári hefur ekki verið meiri í áratug. Samkvæmt Seðlabankanum er búist við enn meiri vexti á næsta ári.

al_og_fiskur_collage.png
Auglýsing

Útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar- og álaf­urða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins jókst um 17 pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra og hefur ekki verið jafn­hátt á síð­ustu tíu árum. Seðla­bank­inn býst við áfram­hald­andi vexti, í ljósi mik­illa afla­heim­ilda á loðnu og hás álverðs.

Sam­kvæmt tölum Hag­stofu nam útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða frá jan­úar og út sept­em­ber alls 213 millj­örðum króna, en það var átta pró­sentum meira verð­mæti heldur en á sama tíma í fyrra. Útflutn­ings­verð­mæti álaf­urða nam aftur á móti 195 millj­örðum króna á tíma­bil­inu, sem er um 30 pró­sentum meira en útflutn­ings­verð­mæti þeirra á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs.

Auglýsing

Útflutn­ingur beggja vöru­flokka hefur ekki verið jafn verð­mætur í að minnsta kosti tíu ár, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Loðnan og hag­stætt álverð

Sam­kvæmt nýjasta hefti Pen­inga­mála Seðla­bank­ans má rekja auk­inn útflutn­ing sjáv­ar­af­urða til verð­mætrar loðnu­ver­tíðar í vor. Eftir það hafi útflutn­ing­ur­inn þó aðeins dreg­ist sam­an.

Álút­flutn­ingur hafi hins vegar tekið við sér á síð­asta árs­fjórð­ungi eftir því sem heims­mark­aðs­verð þess stórjókst.

Bank­inn verð­hækk­un­ina á áli skýr­ast einkum af minni álf­ram­leiðslu í Kína vegna rbeyttrar stefnu þar­lendra stjórn­valda í umhverf­is­málum sem hefur leitt til sam­dráttar í fram­boði orku til stór­iðju­fram­leiðslu. Einnig hafi fram­leiðsla á áli dreg­ist saman á Ind­landi sakir skorts á kolum og í Bras­ilíu vegna minni afkasta vatns­afls­virkj­ana. Þar að auki hafi fram­boðs­hnökrar leitt til þess að súrál, sem er notað í álf­ram­leiðslu, hafi hækkað tölu­vert í verði.

Búist er við að útflutn­ings­verð áls frá Íslandi verði 43 pró­sentum hærra í ár en það var í fyrra. Þá er einnig búist við nærri 16 pró­senta verð­hækkun á næsta ári.

Bjart­ari horfur

Seðla­bank­inn segir að horfur um vöru­út­flutn­ing á þessu og næsta ári hafa batnað frá síð­ustu spá þess í ágúst, en nú sé gert ráð fyrir 7,6 pró­senta vexti á milli ára. Aukn­ingin er bæði vegna bjart­ari horfa í útflutn­ingi sjáv­ar­af­urða í ljósi auk­inna afla­heim­ilda á loðnu og vænt­ingar um meiri útflutn­ing álaf­urða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent