Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum

Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.

Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti á fundi sínum í gær að ráð­ist verði í að kynna svo­kall­aða skipu­lags­lýs­ingu sem varðar umhverfi Suð­ur­lands­brautar og efsta hluta Lauga­vegar í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á göt­unum og nágrenna þeirra í tengslum við fyrsta áfanga Borg­ar­línu. Full­trúar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði kalla þetta mik­il­vægan áfanga.

Skipu­lags­lýs­ingin er und­an­fari vinnslu deiliskipu­lags, en með því að kynna skipu­lags­lýs­ing­una er umsagn­ar­að­il­um, hags­muna­að­ilum og almenn­ingi gef­inn kostur á að leggja fram sjón­ar­mið og ábend­ingar sem að gagni gætu komið við mótun til­lögu að deiliskipu­lagi. Sam­kvæmt tíma­á­ætlun sem sett er fram í skipu­lags­lýs­ing­unni er gert ráð fyrir því að ný deiliskipu­lags­til­laga fyrir þetta svæði verði lögð fram í febr­úar næst­kom­andi.

Sjálf­stæð­is­flokkur margradda við með­ferð máls­ins

Málið verður tekið fyrir í borg­ar­stjórn áður en ráð­ist verður í form­lega kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar og má búast við því að þar verði deilt um mál­ið, en allir þrír borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögð­ust gegn kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar í borg­ar­ráði í gær.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði áður verið klof­inn í afstöðu sinni til máls­ins í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, en þar greiddi Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi atkvæði með full­trúum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans gegn tveimur atkvæðum sjálf­stæð­is­mann­anna Eyþórs Arn­alds og Ólafs Kr. Guð­munds­son­ar, sem lögð­ust gegn því að skipu­lags­lýs­ingin yrði sett í kynn­ingu.

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í bókun þeirra Eyþórs og Ólafs sagði að sú útfærsla sem væri boðuð í skipu­lags­lýs­ing­unni myndi þrengja að bíla­um­ferð, en unnið er út frá því að akreinum fyrir bíla á Suð­ur­lands­braut verði fækkað eins og lagt er upp með í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu. Reyndar er í skipu­lags­lýs­ing­unni tekið fram að fyrir liggi að þessi til­tekna breyt­ing sé „ekki óum­deild“ og að skýra þurfi „hvaða val­kostir eru til staðar og sýna hvernig óbreytt umferð­ar­rýmd fyrir bíla á göt­unni hefði áhrif á greið­færni borg­ar­lín­unnar og gæði borg­ar­um­hverf­is­ins við Laug­ar­dal.“

Í bókun Katrínar frá fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs, sem fram fór 10. nóv­em­ber, var bent á að ekki væri búið að að útkljá fækkun akreina og gera mætti ráð fyrir að hægt yrði að „taka upp­lýsta afstöðu til þess á síð­ari stig­um.“ Hún sagði einnig að ítar­legt sam­ráð væri framundan og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði lagt mikla áherslu á gott sam­ráð.

Auglýsing

„Borg­ar­línan er ekki hafin yfir gagn­rýni og það verður mik­il­vægt fyrir íbúa og hag­að­ila að fá tæki­færi til að gera athuga­semdir bæði nú og þegar deiliskipu­lags­til­lagan verður kynnt í febr­úar á næsta ári. Þar sem ein­göngu er um að ræða lýs­ingu á ferli framund­an, verið að bjóða upp á aukið sam­ráð, og ég tel rétt að vinna áfram að fram­gangi Sam­göngusátt­mála sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur sam­þykkt í sveit­ar­fé­lög­unum í kringum okkur og í rík­is­stjórn, þá sé ég enga ástæðu til ann­ars en að sam­þykkja skipu­lags­lýs­ing­una,“ bók­aði Katrín.

Bjóði upp á „óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um“

Í borg­ar­ráði lagð­ist Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi gegn því að skipu­lags­lýs­ingin færi í kynn­ingu, en þó á öðrum for­sendum en þau Eyþór Arn­alds og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, sem lögðu mesta áherslu á það í bókun sinni á fund­inum í gær að verið væri að þrengja að bíla­um­ferð­inni á Suð­ur­lands­braut með fækkun akreina.

Ætla má að þau Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds keppist um oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mynd: Samsett

Hildur gerði aðal­lega athuga­semdir við tíma­setn­ingu kynn­ingar skipu­lags­lýs­ing­ar, en sagði raunar einnig að breyt­ingar á Suð­ur­lands­braut­inni myndu „fyr­ir­séð vekja úlfúð meðal fjölda borg­ar­búa“ og að þær væru ekki til þess fallnar að „fjölga fylg­is­mönnum borg­ar­lín­u.“

„Þvert á móti ýta þær undir óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um. Full­trú­inn telur mik­il­vægt að vinna að sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í góðri sátt við fólk og fyr­ir­tæki. Tíma­setn­ing skipu­lags­lýs­ingar er hins vegar ekki til þess fallin að skapa slíka sátt enda fyr­ir­séð að breyt­ing­arnar munu ýta undir nei­kvæða umræðu um Borg­ar­lín­u,“ segir í bókun Hild­ar, sem seg­ist ekki fá séð að skipu­lags­lýs­ing þurfi að liggja fyrir svona snemma í ferl­inu.

Að hennar mati færi betur á því að kynna lýs­ing­una „þegar vinna við einka­fram­kvæmd Sunda­brautar er hafin og fyr­ir­hug­aðar stokka­lausnir sam­göngusátt­mála eru langt á veg komn­ar.“

Lyk­ilkafli Borg­ar­lín­unn­ar, segir meiri­hlut­inn

Í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna um málið segir að veg­ar­kafl­inn sem er undir í þess­ari skipu­lags­lýs­ingu, frá Steina­hlíð og alla leið að Katrín­ar­túni, gegni „lyk­il­hlut­verki í því að borg­ar­línan í heild sinni verði hágæða BRT-­kerfi“ og að mik­il­vægt sé að leggja ríka áherslu á þau gæða­við­mið í deiliskipu­lags­vinn­unni sem er framund­an.

Mynd: Bára Huld Beck

„Við leggjum mikla áherslu á að borg­ar­línan eigi að njóta for­gangs þegar kemur að pláss­notk­un, í borg­ar­rými og við gatna­mót. Um leið og þessum mik­il­væga áfanga er fagnað er því starfs­fólki sem unnið hefur að þessu stóra verk­efni þakk­að,“ segir í bókun meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði.

Verður kynnt fyrir fast­eigna­eig­endum við Suð­ur­lands­braut

Í skipu­lags­lýs­ing­unni kemur fram að umsagna um lýs­ing­una skuli leita víða, eða hjá Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofn­un, Minja­stofnun Íslands, Borg­ar­sögu­safni Reykja­vík­ur, Vega­gerð­inni, OR/Veit­um, Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, fram­kvæmda­nefnd vatns­verndar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Strætó bs., Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hinum ýmsu deildum og sviðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Einnig er tekið fram kynna skuli skipu­lags­lýs­ing­una fyrir lóð­ar­höfum og eig­endum fast­eigna við Suð­ur­lands­braut, íbúa­ráði Háleit­is- og Bústaða­hverf­is, íbúa­ráði Laug­ar­dals, íbúa­ráði Hlíða­hverfis og íþrótta­sam­böndum og -fé­lögum með aðstöðu í Laug­ar­dal: sér­sam­böndum ÍSÍ með aðstöðu í Laug­ar­dal, Þrótti, Ármanni og TBR – auk þess sem skipu­lags­lýs­ingin skuli kynnt almenn­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent