Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum

Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.

Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti á fundi sínum í gær að ráð­ist verði í að kynna svo­kall­aða skipu­lags­lýs­ingu sem varðar umhverfi Suð­ur­lands­brautar og efsta hluta Lauga­vegar í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á göt­unum og nágrenna þeirra í tengslum við fyrsta áfanga Borg­ar­línu. Full­trúar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði kalla þetta mik­il­vægan áfanga.

Skipu­lags­lýs­ingin er und­an­fari vinnslu deiliskipu­lags, en með því að kynna skipu­lags­lýs­ing­una er umsagn­ar­að­il­um, hags­muna­að­ilum og almenn­ingi gef­inn kostur á að leggja fram sjón­ar­mið og ábend­ingar sem að gagni gætu komið við mótun til­lögu að deiliskipu­lagi. Sam­kvæmt tíma­á­ætlun sem sett er fram í skipu­lags­lýs­ing­unni er gert ráð fyrir því að ný deiliskipu­lags­til­laga fyrir þetta svæði verði lögð fram í febr­úar næst­kom­andi.

Sjálf­stæð­is­flokkur margradda við með­ferð máls­ins

Málið verður tekið fyrir í borg­ar­stjórn áður en ráð­ist verður í form­lega kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar og má búast við því að þar verði deilt um mál­ið, en allir þrír borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögð­ust gegn kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar í borg­ar­ráði í gær.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði áður verið klof­inn í afstöðu sinni til máls­ins í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, en þar greiddi Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi atkvæði með full­trúum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans gegn tveimur atkvæðum sjálf­stæð­is­mann­anna Eyþórs Arn­alds og Ólafs Kr. Guð­munds­son­ar, sem lögð­ust gegn því að skipu­lags­lýs­ingin yrði sett í kynn­ingu.

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í bókun þeirra Eyþórs og Ólafs sagði að sú útfærsla sem væri boðuð í skipu­lags­lýs­ing­unni myndi þrengja að bíla­um­ferð, en unnið er út frá því að akreinum fyrir bíla á Suð­ur­lands­braut verði fækkað eins og lagt er upp með í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu. Reyndar er í skipu­lags­lýs­ing­unni tekið fram að fyrir liggi að þessi til­tekna breyt­ing sé „ekki óum­deild“ og að skýra þurfi „hvaða val­kostir eru til staðar og sýna hvernig óbreytt umferð­ar­rýmd fyrir bíla á göt­unni hefði áhrif á greið­færni borg­ar­lín­unnar og gæði borg­ar­um­hverf­is­ins við Laug­ar­dal.“

Í bókun Katrínar frá fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs, sem fram fór 10. nóv­em­ber, var bent á að ekki væri búið að að útkljá fækkun akreina og gera mætti ráð fyrir að hægt yrði að „taka upp­lýsta afstöðu til þess á síð­ari stig­um.“ Hún sagði einnig að ítar­legt sam­ráð væri framundan og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði lagt mikla áherslu á gott sam­ráð.

Auglýsing

„Borg­ar­línan er ekki hafin yfir gagn­rýni og það verður mik­il­vægt fyrir íbúa og hag­að­ila að fá tæki­færi til að gera athuga­semdir bæði nú og þegar deiliskipu­lags­til­lagan verður kynnt í febr­úar á næsta ári. Þar sem ein­göngu er um að ræða lýs­ingu á ferli framund­an, verið að bjóða upp á aukið sam­ráð, og ég tel rétt að vinna áfram að fram­gangi Sam­göngusátt­mála sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur sam­þykkt í sveit­ar­fé­lög­unum í kringum okkur og í rík­is­stjórn, þá sé ég enga ástæðu til ann­ars en að sam­þykkja skipu­lags­lýs­ing­una,“ bók­aði Katrín.

Bjóði upp á „óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um“

Í borg­ar­ráði lagð­ist Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi gegn því að skipu­lags­lýs­ingin færi í kynn­ingu, en þó á öðrum for­sendum en þau Eyþór Arn­alds og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, sem lögðu mesta áherslu á það í bókun sinni á fund­inum í gær að verið væri að þrengja að bíla­um­ferð­inni á Suð­ur­lands­braut með fækkun akreina.

Ætla má að þau Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds keppist um oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mynd: Samsett

Hildur gerði aðal­lega athuga­semdir við tíma­setn­ingu kynn­ingar skipu­lags­lýs­ing­ar, en sagði raunar einnig að breyt­ingar á Suð­ur­lands­braut­inni myndu „fyr­ir­séð vekja úlfúð meðal fjölda borg­ar­búa“ og að þær væru ekki til þess fallnar að „fjölga fylg­is­mönnum borg­ar­lín­u.“

„Þvert á móti ýta þær undir óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um. Full­trú­inn telur mik­il­vægt að vinna að sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í góðri sátt við fólk og fyr­ir­tæki. Tíma­setn­ing skipu­lags­lýs­ingar er hins vegar ekki til þess fallin að skapa slíka sátt enda fyr­ir­séð að breyt­ing­arnar munu ýta undir nei­kvæða umræðu um Borg­ar­lín­u,“ segir í bókun Hild­ar, sem seg­ist ekki fá séð að skipu­lags­lýs­ing þurfi að liggja fyrir svona snemma í ferl­inu.

Að hennar mati færi betur á því að kynna lýs­ing­una „þegar vinna við einka­fram­kvæmd Sunda­brautar er hafin og fyr­ir­hug­aðar stokka­lausnir sam­göngusátt­mála eru langt á veg komn­ar.“

Lyk­ilkafli Borg­ar­lín­unn­ar, segir meiri­hlut­inn

Í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna um málið segir að veg­ar­kafl­inn sem er undir í þess­ari skipu­lags­lýs­ingu, frá Steina­hlíð og alla leið að Katrín­ar­túni, gegni „lyk­il­hlut­verki í því að borg­ar­línan í heild sinni verði hágæða BRT-­kerfi“ og að mik­il­vægt sé að leggja ríka áherslu á þau gæða­við­mið í deiliskipu­lags­vinn­unni sem er framund­an.

Mynd: Bára Huld Beck

„Við leggjum mikla áherslu á að borg­ar­línan eigi að njóta for­gangs þegar kemur að pláss­notk­un, í borg­ar­rými og við gatna­mót. Um leið og þessum mik­il­væga áfanga er fagnað er því starfs­fólki sem unnið hefur að þessu stóra verk­efni þakk­að,“ segir í bókun meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði.

Verður kynnt fyrir fast­eigna­eig­endum við Suð­ur­lands­braut

Í skipu­lags­lýs­ing­unni kemur fram að umsagna um lýs­ing­una skuli leita víða, eða hjá Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofn­un, Minja­stofnun Íslands, Borg­ar­sögu­safni Reykja­vík­ur, Vega­gerð­inni, OR/Veit­um, Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, fram­kvæmda­nefnd vatns­verndar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Strætó bs., Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hinum ýmsu deildum og sviðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Einnig er tekið fram kynna skuli skipu­lags­lýs­ing­una fyrir lóð­ar­höfum og eig­endum fast­eigna við Suð­ur­lands­braut, íbúa­ráði Háleit­is- og Bústaða­hverf­is, íbúa­ráði Laug­ar­dals, íbúa­ráði Hlíða­hverfis og íþrótta­sam­böndum og -fé­lögum með aðstöðu í Laug­ar­dal: sér­sam­böndum ÍSÍ með aðstöðu í Laug­ar­dal, Þrótti, Ármanni og TBR – auk þess sem skipu­lags­lýs­ingin skuli kynnt almenn­ingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent