Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum

Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.

Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti á fundi sínum í gær að ráð­ist verði í að kynna svo­kall­aða skipu­lags­lýs­ingu sem varðar umhverfi Suð­ur­lands­brautar og efsta hluta Lauga­vegar í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á göt­unum og nágrenna þeirra í tengslum við fyrsta áfanga Borg­ar­línu. Full­trúar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði kalla þetta mik­il­vægan áfanga.

Skipu­lags­lýs­ingin er und­an­fari vinnslu deiliskipu­lags, en með því að kynna skipu­lags­lýs­ing­una er umsagn­ar­að­il­um, hags­muna­að­ilum og almenn­ingi gef­inn kostur á að leggja fram sjón­ar­mið og ábend­ingar sem að gagni gætu komið við mótun til­lögu að deiliskipu­lagi. Sam­kvæmt tíma­á­ætlun sem sett er fram í skipu­lags­lýs­ing­unni er gert ráð fyrir því að ný deiliskipu­lags­til­laga fyrir þetta svæði verði lögð fram í febr­úar næst­kom­andi.

Sjálf­stæð­is­flokkur margradda við með­ferð máls­ins

Málið verður tekið fyrir í borg­ar­stjórn áður en ráð­ist verður í form­lega kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar og má búast við því að þar verði deilt um mál­ið, en allir þrír borg­ar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögð­ust gegn kynn­ingu skipu­lags­lýs­ing­ar­innar í borg­ar­ráði í gær.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði áður verið klof­inn í afstöðu sinni til máls­ins í skipu­lags- og sam­göngu­ráði, en þar greiddi Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi atkvæði með full­trúum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans gegn tveimur atkvæðum sjálf­stæð­is­mann­anna Eyþórs Arn­alds og Ólafs Kr. Guð­munds­son­ar, sem lögð­ust gegn því að skipu­lags­lýs­ingin yrði sett í kynn­ingu.

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í bókun þeirra Eyþórs og Ólafs sagði að sú útfærsla sem væri boðuð í skipu­lags­lýs­ing­unni myndi þrengja að bíla­um­ferð, en unnið er út frá því að akreinum fyrir bíla á Suð­ur­lands­braut verði fækkað eins og lagt er upp með í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu. Reyndar er í skipu­lags­lýs­ing­unni tekið fram að fyrir liggi að þessi til­tekna breyt­ing sé „ekki óum­deild“ og að skýra þurfi „hvaða val­kostir eru til staðar og sýna hvernig óbreytt umferð­ar­rýmd fyrir bíla á göt­unni hefði áhrif á greið­færni borg­ar­lín­unnar og gæði borg­ar­um­hverf­is­ins við Laug­ar­dal.“

Í bókun Katrínar frá fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs, sem fram fór 10. nóv­em­ber, var bent á að ekki væri búið að að útkljá fækkun akreina og gera mætti ráð fyrir að hægt yrði að „taka upp­lýsta afstöðu til þess á síð­ari stig­um.“ Hún sagði einnig að ítar­legt sam­ráð væri framundan og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði lagt mikla áherslu á gott sam­ráð.

Auglýsing

„Borg­ar­línan er ekki hafin yfir gagn­rýni og það verður mik­il­vægt fyrir íbúa og hag­að­ila að fá tæki­færi til að gera athuga­semdir bæði nú og þegar deiliskipu­lags­til­lagan verður kynnt í febr­úar á næsta ári. Þar sem ein­göngu er um að ræða lýs­ingu á ferli framund­an, verið að bjóða upp á aukið sam­ráð, og ég tel rétt að vinna áfram að fram­gangi Sam­göngusátt­mála sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur sam­þykkt í sveit­ar­fé­lög­unum í kringum okkur og í rík­is­stjórn, þá sé ég enga ástæðu til ann­ars en að sam­þykkja skipu­lags­lýs­ing­una,“ bók­aði Katrín.

Bjóði upp á „óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um“

Í borg­ar­ráði lagð­ist Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi gegn því að skipu­lags­lýs­ingin færi í kynn­ingu, en þó á öðrum for­sendum en þau Eyþór Arn­alds og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, sem lögðu mesta áherslu á það í bókun sinni á fund­inum í gær að verið væri að þrengja að bíla­um­ferð­inni á Suð­ur­lands­braut með fækkun akreina.

Ætla má að þau Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds keppist um oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mynd: Samsett

Hildur gerði aðal­lega athuga­semdir við tíma­setn­ingu kynn­ingar skipu­lags­lýs­ing­ar, en sagði raunar einnig að breyt­ingar á Suð­ur­lands­braut­inni myndu „fyr­ir­séð vekja úlfúð meðal fjölda borg­ar­búa“ og að þær væru ekki til þess fallnar að „fjölga fylg­is­mönnum borg­ar­lín­u.“

„Þvert á móti ýta þær undir óþarfa menn­ing­ar­stríð í sam­göngu­mál­um. Full­trú­inn telur mik­il­vægt að vinna að sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í góðri sátt við fólk og fyr­ir­tæki. Tíma­setn­ing skipu­lags­lýs­ingar er hins vegar ekki til þess fallin að skapa slíka sátt enda fyr­ir­séð að breyt­ing­arnar munu ýta undir nei­kvæða umræðu um Borg­ar­lín­u,“ segir í bókun Hild­ar, sem seg­ist ekki fá séð að skipu­lags­lýs­ing þurfi að liggja fyrir svona snemma í ferl­inu.

Að hennar mati færi betur á því að kynna lýs­ing­una „þegar vinna við einka­fram­kvæmd Sunda­brautar er hafin og fyr­ir­hug­aðar stokka­lausnir sam­göngusátt­mála eru langt á veg komn­ar.“

Lyk­ilkafli Borg­ar­lín­unn­ar, segir meiri­hlut­inn

Í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna um málið segir að veg­ar­kafl­inn sem er undir í þess­ari skipu­lags­lýs­ingu, frá Steina­hlíð og alla leið að Katrín­ar­túni, gegni „lyk­il­hlut­verki í því að borg­ar­línan í heild sinni verði hágæða BRT-­kerfi“ og að mik­il­vægt sé að leggja ríka áherslu á þau gæða­við­mið í deiliskipu­lags­vinn­unni sem er framund­an.

Mynd: Bára Huld Beck

„Við leggjum mikla áherslu á að borg­ar­línan eigi að njóta for­gangs þegar kemur að pláss­notk­un, í borg­ar­rými og við gatna­mót. Um leið og þessum mik­il­væga áfanga er fagnað er því starfs­fólki sem unnið hefur að þessu stóra verk­efni þakk­að,“ segir í bókun meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði.

Verður kynnt fyrir fast­eigna­eig­endum við Suð­ur­lands­braut

Í skipu­lags­lýs­ing­unni kemur fram að umsagna um lýs­ing­una skuli leita víða, eða hjá Skipu­lags­stofn­un, Umhverf­is­stofn­un, Minja­stofnun Íslands, Borg­ar­sögu­safni Reykja­vík­ur, Vega­gerð­inni, OR/Veit­um, Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, fram­kvæmda­nefnd vatns­verndar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Strætó bs., Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hinum ýmsu deildum og sviðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Einnig er tekið fram kynna skuli skipu­lags­lýs­ing­una fyrir lóð­ar­höfum og eig­endum fast­eigna við Suð­ur­lands­braut, íbúa­ráði Háleit­is- og Bústaða­hverf­is, íbúa­ráði Laug­ar­dals, íbúa­ráði Hlíða­hverfis og íþrótta­sam­böndum og -fé­lögum með aðstöðu í Laug­ar­dal: sér­sam­böndum ÍSÍ með aðstöðu í Laug­ar­dal, Þrótti, Ármanni og TBR – auk þess sem skipu­lags­lýs­ingin skuli kynnt almenn­ingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent