Hafa framleitt örfáa bíla en eru samt verðmætari en flestir bílaframleiðendur

Tvö bandarísk rafbílafyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa einungis framleitt örfáa bíla til þessa eru á meðal tíu verðmætustu bílaframleiðenda heims eins og sakir standa, í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.

Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Auglýsing

Raf­bíla­fram­leið­and­inn Rivian var skráður á markað í Banda­ríkj­unum fyrr í mán­uð­inum og er nú, þrátt fyrir að hafa ein­ungis fram­leitt nokkur hund­ruð raf­bíla, einn verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi heims. Í gær var mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins nærri 130 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði um 17 þús­und millj­arða íslenskra króna.

Það var enn hærra fyrr í vik­unni, en þá skaust mark­aðsvirði félags­ins meira að segja upp fyrir verð­mæti Volkswagen – og Rivian varð þar með þriðji verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi í heimi. Ein­ungis Tesla og Toyota voru ofar.

Í fyrra­dag dal­aði hluta­bréfa­verð félags­ins þó nokk­uð, í fyrsta sinn frá skrán­ingu félags­ins þann 11. nóv­em­ber og þarf Rivian að gera sér það að góðu að vera sjötta verð­mætasta fyr­ir­tækið í bíla­brans­an­um, sam­kvæmt sam­an­tekt á vefnum companiesmar­ketcap.com.

En hvernig má það vera að fyr­ir­tæki sem hefur selt sára­fáa bíla og á eftir að koma allri sinni fjölda­fram­leiðslu almenni­lega af stað geti talist svona verð­mætt? Sér­fræð­ingar sem fylgj­ast grannt með á þessum mark­aði klóra sér sumir í höfð­inu yfir því. Í hlað­varps­þætti Fin­ancial Times í gær var spurn­ing­unni velt upp og sagði blaða­mað­ur­inn Peter Camp­bell að ein­fald­ast væri að lýsa verð­mati fyr­ir­tæk­is­ins sem hálf­gerðri klikk­un.

„Stutta svarið er að þetta er algjör­lega klikk­að, út frá öllum þeim mæli­kvörðum sem not­aðir eru til að verð­meta fyr­ir­tæki; tekj­um, hagn­aði og öðru,“ sagði Camp­bell í þætt­in­um, en benti síðan á að það virt­ist ein­fald­lega vera mat mark­aðs­að­ila að raf­bíla­fram­leið­endur væru mun verð­mæt­ari en hefð­bundnir bíla­fram­leið­endur í dag.

Það er ekki ofsögum sagt. Trú fjár­festa á raf­magn­aðri fram­tíð bíla­brans­ans virð­ist gíf­ur­leg og margir virð­ast til­búnir að taka áhættu og fjár­festa í fyr­ir­tæki eins og Rivi­an, sem gæti ef til vill flogið með him­in­skautum líkt og Tesla – sem er metið á yfir billjón banda­ríkja­dali sem sakir standa.

Auglýsing

Stórir fjár­festar virð­ast líka hafa mikla trú á raf­bílum Rivi­an. Amazon-veldið á 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og hefur samið við Rivian um fram­leiðslu á 100 þús­und raf­knúnum sendi­bílum fram til árs­ins 2030. Bíla­fram­leið­and­inn Ford er líka nokkuð stór hlut­hafi í Rivi­an, þrátt fyrir að vera reyndar í beinni sam­keppni á mark­aðnum fyrir raf­knúna pall­bíla.

Annað banda­rískt fyr­ir­tæki sem ein­beitir sér að fram­leiðslu raf­bíla, Lucid Motors, var einnig nýlega skráð á markað og er líka á lista yfir tíu verð­mæt­ustu bíla­fram­leið­endur heims­ins, þrátt fyrir að hafa til þessa selt sára­fáa bíla.

Í gær nam mark­aðsvirðið röskum 84 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði 11 þús­und millj­arða íslenskra króna. Fyrstu tutt­ugu sport­bíl­arnir úr smiðju fyr­ir­tæk­is­ins voru afhentir í lok októ­ber­mán­aðar og glædd­ist hluta­bréfa­verðið veru­lega um sama leyti og það var til­kynnt.

Hið sama blasir hins vegar við bæði Lucid Motors og Rivian – fyr­ir­tækin eiga enn eftir að koma fjölda­fram­leiðslu sinni á raf­knúnum öku­tækjum almenni­lega af stað. Það er alls óvíst hversu vel það mun ganga og sam­keppnin á ein­ungis eftir að harðna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent