Hafa framleitt örfáa bíla en eru samt verðmætari en flestir bílaframleiðendur

Tvö bandarísk rafbílafyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa einungis framleitt örfáa bíla til þessa eru á meðal tíu verðmætustu bílaframleiðenda heims eins og sakir standa, í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.

Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Auglýsing

Raf­bíla­fram­leið­and­inn Rivian var skráður á markað í Banda­ríkj­unum fyrr í mán­uð­inum og er nú, þrátt fyrir að hafa ein­ungis fram­leitt nokkur hund­ruð raf­bíla, einn verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi heims. Í gær var mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins nærri 130 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði um 17 þús­und millj­arða íslenskra króna.

Það var enn hærra fyrr í vik­unni, en þá skaust mark­aðsvirði félags­ins meira að segja upp fyrir verð­mæti Volkswagen – og Rivian varð þar með þriðji verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi í heimi. Ein­ungis Tesla og Toyota voru ofar.

Í fyrra­dag dal­aði hluta­bréfa­verð félags­ins þó nokk­uð, í fyrsta sinn frá skrán­ingu félags­ins þann 11. nóv­em­ber og þarf Rivian að gera sér það að góðu að vera sjötta verð­mætasta fyr­ir­tækið í bíla­brans­an­um, sam­kvæmt sam­an­tekt á vefnum companiesmar­ketcap.com.

En hvernig má það vera að fyr­ir­tæki sem hefur selt sára­fáa bíla og á eftir að koma allri sinni fjölda­fram­leiðslu almenni­lega af stað geti talist svona verð­mætt? Sér­fræð­ingar sem fylgj­ast grannt með á þessum mark­aði klóra sér sumir í höfð­inu yfir því. Í hlað­varps­þætti Fin­ancial Times í gær var spurn­ing­unni velt upp og sagði blaða­mað­ur­inn Peter Camp­bell að ein­fald­ast væri að lýsa verð­mati fyr­ir­tæk­is­ins sem hálf­gerðri klikk­un.

„Stutta svarið er að þetta er algjör­lega klikk­að, út frá öllum þeim mæli­kvörðum sem not­aðir eru til að verð­meta fyr­ir­tæki; tekj­um, hagn­aði og öðru,“ sagði Camp­bell í þætt­in­um, en benti síðan á að það virt­ist ein­fald­lega vera mat mark­aðs­að­ila að raf­bíla­fram­leið­endur væru mun verð­mæt­ari en hefð­bundnir bíla­fram­leið­endur í dag.

Það er ekki ofsögum sagt. Trú fjár­festa á raf­magn­aðri fram­tíð bíla­brans­ans virð­ist gíf­ur­leg og margir virð­ast til­búnir að taka áhættu og fjár­festa í fyr­ir­tæki eins og Rivi­an, sem gæti ef til vill flogið með him­in­skautum líkt og Tesla – sem er metið á yfir billjón banda­ríkja­dali sem sakir standa.

Auglýsing

Stórir fjár­festar virð­ast líka hafa mikla trú á raf­bílum Rivi­an. Amazon-veldið á 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og hefur samið við Rivian um fram­leiðslu á 100 þús­und raf­knúnum sendi­bílum fram til árs­ins 2030. Bíla­fram­leið­and­inn Ford er líka nokkuð stór hlut­hafi í Rivi­an, þrátt fyrir að vera reyndar í beinni sam­keppni á mark­aðnum fyrir raf­knúna pall­bíla.

Annað banda­rískt fyr­ir­tæki sem ein­beitir sér að fram­leiðslu raf­bíla, Lucid Motors, var einnig nýlega skráð á markað og er líka á lista yfir tíu verð­mæt­ustu bíla­fram­leið­endur heims­ins, þrátt fyrir að hafa til þessa selt sára­fáa bíla.

Í gær nam mark­aðsvirðið röskum 84 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði 11 þús­und millj­arða íslenskra króna. Fyrstu tutt­ugu sport­bíl­arnir úr smiðju fyr­ir­tæk­is­ins voru afhentir í lok októ­ber­mán­aðar og glædd­ist hluta­bréfa­verðið veru­lega um sama leyti og það var til­kynnt.

Hið sama blasir hins vegar við bæði Lucid Motors og Rivian – fyr­ir­tækin eiga enn eftir að koma fjölda­fram­leiðslu sinni á raf­knúnum öku­tækjum almenni­lega af stað. Það er alls óvíst hversu vel það mun ganga og sam­keppnin á ein­ungis eftir að harðna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent