Hafa framleitt örfáa bíla en eru samt verðmætari en flestir bílaframleiðendur

Tvö bandarísk rafbílafyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa einungis framleitt örfáa bíla til þessa eru á meðal tíu verðmætustu bílaframleiðenda heims eins og sakir standa, í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.

Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Auglýsing

Raf­bíla­fram­leið­and­inn Rivian var skráður á markað í Banda­ríkj­unum fyrr í mán­uð­inum og er nú, þrátt fyrir að hafa ein­ungis fram­leitt nokkur hund­ruð raf­bíla, einn verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi heims. Í gær var mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins nærri 130 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði um 17 þús­und millj­arða íslenskra króna.

Það var enn hærra fyrr í vik­unni, en þá skaust mark­aðsvirði félags­ins meira að segja upp fyrir verð­mæti Volkswagen – og Rivian varð þar með þriðji verð­mæt­asti bíla­fram­leið­andi í heimi. Ein­ungis Tesla og Toyota voru ofar.

Í fyrra­dag dal­aði hluta­bréfa­verð félags­ins þó nokk­uð, í fyrsta sinn frá skrán­ingu félags­ins þann 11. nóv­em­ber og þarf Rivian að gera sér það að góðu að vera sjötta verð­mætasta fyr­ir­tækið í bíla­brans­an­um, sam­kvæmt sam­an­tekt á vefnum companiesmar­ketcap.com.

En hvernig má það vera að fyr­ir­tæki sem hefur selt sára­fáa bíla og á eftir að koma allri sinni fjölda­fram­leiðslu almenni­lega af stað geti talist svona verð­mætt? Sér­fræð­ingar sem fylgj­ast grannt með á þessum mark­aði klóra sér sumir í höfð­inu yfir því. Í hlað­varps­þætti Fin­ancial Times í gær var spurn­ing­unni velt upp og sagði blaða­mað­ur­inn Peter Camp­bell að ein­fald­ast væri að lýsa verð­mati fyr­ir­tæk­is­ins sem hálf­gerðri klikk­un.

„Stutta svarið er að þetta er algjör­lega klikk­að, út frá öllum þeim mæli­kvörðum sem not­aðir eru til að verð­meta fyr­ir­tæki; tekj­um, hagn­aði og öðru,“ sagði Camp­bell í þætt­in­um, en benti síðan á að það virt­ist ein­fald­lega vera mat mark­aðs­að­ila að raf­bíla­fram­leið­endur væru mun verð­mæt­ari en hefð­bundnir bíla­fram­leið­endur í dag.

Það er ekki ofsögum sagt. Trú fjár­festa á raf­magn­aðri fram­tíð bíla­brans­ans virð­ist gíf­ur­leg og margir virð­ast til­búnir að taka áhættu og fjár­festa í fyr­ir­tæki eins og Rivi­an, sem gæti ef til vill flogið með him­in­skautum líkt og Tesla – sem er metið á yfir billjón banda­ríkja­dali sem sakir standa.

Auglýsing

Stórir fjár­festar virð­ast líka hafa mikla trú á raf­bílum Rivi­an. Amazon-veldið á 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og hefur samið við Rivian um fram­leiðslu á 100 þús­und raf­knúnum sendi­bílum fram til árs­ins 2030. Bíla­fram­leið­and­inn Ford er líka nokkuð stór hlut­hafi í Rivi­an, þrátt fyrir að vera reyndar í beinni sam­keppni á mark­aðnum fyrir raf­knúna pall­bíla.

Annað banda­rískt fyr­ir­tæki sem ein­beitir sér að fram­leiðslu raf­bíla, Lucid Motors, var einnig nýlega skráð á markað og er líka á lista yfir tíu verð­mæt­ustu bíla­fram­leið­endur heims­ins, þrátt fyrir að hafa til þessa selt sára­fáa bíla.

Í gær nam mark­aðsvirðið röskum 84 millj­örðum banda­ríkja­dala, jafn­virði 11 þús­und millj­arða íslenskra króna. Fyrstu tutt­ugu sport­bíl­arnir úr smiðju fyr­ir­tæk­is­ins voru afhentir í lok októ­ber­mán­aðar og glædd­ist hluta­bréfa­verðið veru­lega um sama leyti og það var til­kynnt.

Hið sama blasir hins vegar við bæði Lucid Motors og Rivian – fyr­ir­tækin eiga enn eftir að koma fjölda­fram­leiðslu sinni á raf­knúnum öku­tækjum almenni­lega af stað. Það er alls óvíst hversu vel það mun ganga og sam­keppnin á ein­ungis eftir að harðna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent