Er Tesla í miðri hlutabréfabólu?

Hlutabréfaverð hjá rafbílaframleiðandanum Tesla hækkaði um nær 700 prósent á síðasta ári og er markaðsvirði hans nú langmest allra bílaframleiðenda heimsins. Hvað veldur þessari miklu hækkun?

Elon Musk, forstjóri Tesla
Elon Musk, forstjóri Tesla
Auglýsing

Á einu ári hefur ásókn fjár­festa í fyr­ir­tækið Tesla, sem þekkt­ast er fyrir raf­bíla­fram­leiðslu sína, auk­ist gríð­ar­lega og gert það að lang­verð­mætasta bíla­fram­leið­anda heims­ins. 

Þrátt fyrir það eru sölu­tölur fyr­ir­tæk­is­ins agn­arsmáar miðað við helstu keppi­nauta þess, en miklar vonir eru bundnar við hraðan vöxt bíla­fram­leið­and­ans á næstu miss­er­um. Aftur á móti er óvíst hversu lengi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins geti verið arð­bær, en grein­ing­ar­að­ilum greinir á hvort það sé í miðri hluta­bréfa­bólu eða ekki. 

Á heima­síð­unni companiesmar­ketcap.com er listi yfir verð­mæt­ustu bíla­fram­leið­endur heims­ins, sam­kvæmt mark­aðsvirði þeirra í kaup­höllum heims­ins. Þar er Tesla langefst með mark­aðsvirði sem nemur tæpum 700 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Auglýsing

Í öðru sæti kemur Toyota, en mark­aðsvirði þess nær ekki einum þriðja af virði raf­bíla­fram­leið­and­ans. Raunar er virði Tesla meira en sam­an­lagt virði allra sjö bíla­fram­leið­anda sem eru í öðru til átt­unda sæti list­ans, þ.e. Toyota, Volkswa­gen, BYD, NIO, Daim­ler, General Motors, Ferr­ari og BMW. 

Mikil aukn­ing í sölu

Háu mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins má að hluta til rekja til jákvæðrar rekstr­ar­nið­ur­stöðu þess á und­an­förnum miss­er­um. Á síð­asta árs­fjórð­ungi náði Tesla að selja um 180 þús­und bíla, en með því sló fyr­ir­tækið eigið sölu­met sem náð­ist á árs­fjórð­ungnum þar á undan með sölu tæp­lega 140 þús­und bíla. Til sam­an­burðar seldi fyr­ir­tækið aðeins um 20 þús­und bíla á hverjum árs­fjórð­ungi árin 2016 og 2017, eins og sjá má á mynd hér að neð­an. 

Heimild: Ársreikningar Tesla

Hins vegar eru sölu­tölur Tesla ekki ýkja stórar ef þær eru mið­aðar við aðra stóra bíla­fram­leið­end­ur. Til að mynda seldi Volkswagen 2,6 millj­ónir bíla á þriðja fjórð­ungi síð­asta árs, sem er tæp­lega 19 sinnum meira en Tesla gerði á sama tíma­bil­i.  

Sam­kvæmt umfjöllun The Detroit News um málið binda fjár­festar fyr­ir­tæk­is­ins miklar vonir við fram­tíð­ar­horfur þess, en hluta­bréfa­verð Tesla hefur hækkað all­hratt á síð­ustu mán­uð­um. Nú stendur virði hluta­bréf­anna í 738 Banda­ríkja­dölum á hlut og er það rúm­lega sjö­falt meira en í byrjun síð­asta árs. 

Til við­bótar við mikla sölu­aukn­ingu á síð­ustu miss­erum telur mið­ill­inn upp aðra þætti sem gætu haft áhrif á fram­tíð­ar­vænt­ingar fyr­ir­tæk­is­ins, líkt og gott upp­gjör fimm árs­fjórð­unga í röð, auk þess sem það sé leið­andi í þróun raf­hlaðna og stýri­kerfa fyrir raf­bíla á heims­vísu. Þar að auki er bent á að áhugi fjár­festa á fyr­ir­tæk­inu hafi auk­ist eftir að ákveðið var að lækka nafn­verð hluta­bréfa þess með því að fjölga hlutum í ágúst síð­ast­liðn­um. 

Meng­un­ar­kvótar bjarga rekstr­inum

Hins vegar er óvíst hversu lengi rekstr­ar­nið­ur­staða Tesla hald­ist jafn jákvæð og hún hefur gert síð­ustu miss­eri, en sam­kvæmt Detroit News  gengur fyr­ir­tæk­inu illa að skila hagn­aði á sölum bif­reiða þess. 

 Fyr­ir­tækið myndi myndi skila tap­rekstri ef ekki væri fyrir sér­stakan meng­un­ar­kvóta sem það fram­selur öðrum bíla­fram­leið­end­um, en fram­leið­end­urnir þurfa að kaupa slíkan kvóta ef þeir ná ekki yfir­lýstum mark­miðum banda­rískra stjórn­valda um fram­leiðslu á raf­bíl­u­m. 

Í við­tali við Detroit News segir Erik Gor­don, pró­fessor við Michig­an-há­skóla, að þessi tekju­lind muni minnka í fram­tíð­inni, þar sem raf­bíla­fram­leiðsla sé að aukast hjá öðrum bíla­fram­leið­end­um. „ Á ein­hverjum tíma­punkti mun Tesla þurfa að sanna sig sem fyr­ir­tæki, ekki bara sem fyr­ir­bæris á hluta­bréfa­mark­aðn­um,“ segir Gor­don. 

Bóla eða ekki bóla?

Hröð og mikil verð­hækkun Tesla á hluta­bréfa­mark­aði hefur vakið umtal í banda­rísku kaup­höll­inni á Wall Street og eru sumir grein­ing­ar­að­ilar vissir um að núver­andi hluta­bréfa­verð sé stór­lega ofmet­ið. Meðal þeirra er fjár­mála­fyr­ir­tækið JPMorgan, sem taldi virði fyr­ir­tæk­is­ins vera ein­ungis 13 pró­sent af mark­aðsvirði þess í síð­asta mán­uði. Fyr­ir­tækið RBC Capi­tal Markets telur einnig að Tesla sé í miðri hluta­bréfa­bólu, en verð­mat þess á bíla­fram­leið­and­ann var helm­ingi lægra en núver­andi mark­aðsvirð­i. 

Hins vegar eru aðrir ekki sam­mála. Gold­man Sachs telur fyr­ir­tækið vera nokkuð rétt verð­lagt, þar sem bank­inn býst við að raf­bíla­notkun muni aukast hraðar í náinni fram­tíð en áður var búist við. Sömu sögu er að segja um fyr­ir­tækin Wed­bush Securities og CFRA Res­e­arch, sem hvorug hvetja við­skipta­vini sína til að selja hluta­bréf í Tesla.



For­stjóri Tesla, Elon Musk, sagði sjálfur að hann teldi hluta­bréfa­verð í Tesla vera of hátt í Twitt­er-­færslu í maí­byrjun síð­asta árs. Frá því að færslan, sem sjá má hér að ofan, birtist, hefur mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins svo nær fimm­fald­ast. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar