Er Tesla í miðri hlutabréfabólu?

Hlutabréfaverð hjá rafbílaframleiðandanum Tesla hækkaði um nær 700 prósent á síðasta ári og er markaðsvirði hans nú langmest allra bílaframleiðenda heimsins. Hvað veldur þessari miklu hækkun?

Elon Musk, forstjóri Tesla
Elon Musk, forstjóri Tesla
Auglýsing

Á einu ári hefur ásókn fjár­festa í fyr­ir­tækið Tesla, sem þekkt­ast er fyrir raf­bíla­fram­leiðslu sína, auk­ist gríð­ar­lega og gert það að lang­verð­mætasta bíla­fram­leið­anda heims­ins. 

Þrátt fyrir það eru sölu­tölur fyr­ir­tæk­is­ins agn­arsmáar miðað við helstu keppi­nauta þess, en miklar vonir eru bundnar við hraðan vöxt bíla­fram­leið­and­ans á næstu miss­er­um. Aftur á móti er óvíst hversu lengi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins geti verið arð­bær, en grein­ing­ar­að­ilum greinir á hvort það sé í miðri hluta­bréfa­bólu eða ekki. 

Á heima­síð­unni companiesmar­ketcap.com er listi yfir verð­mæt­ustu bíla­fram­leið­endur heims­ins, sam­kvæmt mark­aðsvirði þeirra í kaup­höllum heims­ins. Þar er Tesla langefst með mark­aðsvirði sem nemur tæpum 700 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Auglýsing

Í öðru sæti kemur Toyota, en mark­aðsvirði þess nær ekki einum þriðja af virði raf­bíla­fram­leið­and­ans. Raunar er virði Tesla meira en sam­an­lagt virði allra sjö bíla­fram­leið­anda sem eru í öðru til átt­unda sæti list­ans, þ.e. Toyota, Volkswa­gen, BYD, NIO, Daim­ler, General Motors, Ferr­ari og BMW. 

Mikil aukn­ing í sölu

Háu mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins má að hluta til rekja til jákvæðrar rekstr­ar­nið­ur­stöðu þess á und­an­förnum miss­er­um. Á síð­asta árs­fjórð­ungi náði Tesla að selja um 180 þús­und bíla, en með því sló fyr­ir­tækið eigið sölu­met sem náð­ist á árs­fjórð­ungnum þar á undan með sölu tæp­lega 140 þús­und bíla. Til sam­an­burðar seldi fyr­ir­tækið aðeins um 20 þús­und bíla á hverjum árs­fjórð­ungi árin 2016 og 2017, eins og sjá má á mynd hér að neð­an. 

Heimild: Ársreikningar Tesla

Hins vegar eru sölu­tölur Tesla ekki ýkja stórar ef þær eru mið­aðar við aðra stóra bíla­fram­leið­end­ur. Til að mynda seldi Volkswagen 2,6 millj­ónir bíla á þriðja fjórð­ungi síð­asta árs, sem er tæp­lega 19 sinnum meira en Tesla gerði á sama tíma­bil­i.  

Sam­kvæmt umfjöllun The Detroit News um málið binda fjár­festar fyr­ir­tæk­is­ins miklar vonir við fram­tíð­ar­horfur þess, en hluta­bréfa­verð Tesla hefur hækkað all­hratt á síð­ustu mán­uð­um. Nú stendur virði hluta­bréf­anna í 738 Banda­ríkja­dölum á hlut og er það rúm­lega sjö­falt meira en í byrjun síð­asta árs. 

Til við­bótar við mikla sölu­aukn­ingu á síð­ustu miss­erum telur mið­ill­inn upp aðra þætti sem gætu haft áhrif á fram­tíð­ar­vænt­ingar fyr­ir­tæk­is­ins, líkt og gott upp­gjör fimm árs­fjórð­unga í röð, auk þess sem það sé leið­andi í þróun raf­hlaðna og stýri­kerfa fyrir raf­bíla á heims­vísu. Þar að auki er bent á að áhugi fjár­festa á fyr­ir­tæk­inu hafi auk­ist eftir að ákveðið var að lækka nafn­verð hluta­bréfa þess með því að fjölga hlutum í ágúst síð­ast­liðn­um. 

Meng­un­ar­kvótar bjarga rekstr­inum

Hins vegar er óvíst hversu lengi rekstr­ar­nið­ur­staða Tesla hald­ist jafn jákvæð og hún hefur gert síð­ustu miss­eri, en sam­kvæmt Detroit News  gengur fyr­ir­tæk­inu illa að skila hagn­aði á sölum bif­reiða þess. 

 Fyr­ir­tækið myndi myndi skila tap­rekstri ef ekki væri fyrir sér­stakan meng­un­ar­kvóta sem það fram­selur öðrum bíla­fram­leið­end­um, en fram­leið­end­urnir þurfa að kaupa slíkan kvóta ef þeir ná ekki yfir­lýstum mark­miðum banda­rískra stjórn­valda um fram­leiðslu á raf­bíl­u­m. 

Í við­tali við Detroit News segir Erik Gor­don, pró­fessor við Michig­an-há­skóla, að þessi tekju­lind muni minnka í fram­tíð­inni, þar sem raf­bíla­fram­leiðsla sé að aukast hjá öðrum bíla­fram­leið­end­um. „ Á ein­hverjum tíma­punkti mun Tesla þurfa að sanna sig sem fyr­ir­tæki, ekki bara sem fyr­ir­bæris á hluta­bréfa­mark­aðn­um,“ segir Gor­don. 

Bóla eða ekki bóla?

Hröð og mikil verð­hækkun Tesla á hluta­bréfa­mark­aði hefur vakið umtal í banda­rísku kaup­höll­inni á Wall Street og eru sumir grein­ing­ar­að­ilar vissir um að núver­andi hluta­bréfa­verð sé stór­lega ofmet­ið. Meðal þeirra er fjár­mála­fyr­ir­tækið JPMorgan, sem taldi virði fyr­ir­tæk­is­ins vera ein­ungis 13 pró­sent af mark­aðsvirði þess í síð­asta mán­uði. Fyr­ir­tækið RBC Capi­tal Markets telur einnig að Tesla sé í miðri hluta­bréfa­bólu, en verð­mat þess á bíla­fram­leið­and­ann var helm­ingi lægra en núver­andi mark­aðsvirð­i. 

Hins vegar eru aðrir ekki sam­mála. Gold­man Sachs telur fyr­ir­tækið vera nokkuð rétt verð­lagt, þar sem bank­inn býst við að raf­bíla­notkun muni aukast hraðar í náinni fram­tíð en áður var búist við. Sömu sögu er að segja um fyr­ir­tækin Wed­bush Securities og CFRA Res­e­arch, sem hvorug hvetja við­skipta­vini sína til að selja hluta­bréf í Tesla.For­stjóri Tesla, Elon Musk, sagði sjálfur að hann teldi hluta­bréfa­verð í Tesla vera of hátt í Twitt­er-­færslu í maí­byrjun síð­asta árs. Frá því að færslan, sem sjá má hér að ofan, birtist, hefur mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins svo nær fimm­fald­ast. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar