Óreiðukenndir örlagadagar í Bandaríkjunum

Donald Trump virðist ætla að reyna allt sem hann getur til að halda völdum með öllum ómögulegum leiðum. Forsetinn virðist skeyta litlu um að hann er að splundra Repúblikanaflokknum og valda bandarísku lýðræði miklum skaða í leiðinni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi í Dalton í Georgíu í gær.
Auglýsing

„Ég vil bara finna 11.780 atkvæð­i,“ sagði Don­ald Trump, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seti, í ein­stæðu sím­tali sem dag­blaðið Was­hington Post birti, fyrst að hluta, og svo í heild sinni, á sunnu­dag. Orð for­set­ans beindust að Brad Raf­fens­berger, inn­an­rík­is­ráð­herra Georg­íu­ríki, og lög­fræð­ingum rík­is­ins sem voru með honum í sím­tal­inu.

For­set­inn reyndi að fá emb­ætt­is­menn­ina til þess að finna handa sér fleiri atkvæði en talin voru upp úr kjör­köss­unum í Georg­íu. Skoða málið með opnum huga, og reyna með ein­hverjum hætti að sjá að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Joe Biden í kosn­ing­unum þann 3. nóv­em­ber. „Það er ekk­ert að því að segja, þú veist, að þið séuð búin að end­ur­reikna,“ sagði for­set­inn.

Trump er á útleið og þetta sím­tal, sem emb­ætt­is­menn­irnir í Georgíu tóku upp og létu fjöl­miðlum senni­lega í té eftir að for­set­inn fór með fleipur um efni þess á Twitter á sunnu­dags­morg­un, þótti flestum stjórn­mála­skýrendum til marks um að for­set­inn væri til­bú­inn að ganga nán­ast enda­laust langt í bar­áttu sinni fyrir því að halda völd­um, þrátt fyrir að hafa tapað kosn­ing­un­um.

Auglýsing

Nú eru rúmar tvær vikur þar til Trump lætur form­lega af völd­um, en í þess­ari viku eru tveir stór­við­burðir í banda­rískum stjórn­mál­um. Í dag er kosið um tvö laus öld­unga­deild­ar­þing­sæti í Georgíu og á morgun koma þing­menn bæði öld­unga­deildar og full­trúa­deildar saman til þess að stað­festa for­seta­kjör Joe Biden. 

Öld­unga­deildin gæti endað 50-50

Spennan er mikil í Georg­íu. Þar fékk eng­inn fram­bjóð­andi yfir 50 pró­sent atkvæða þegar kosið var í byrjun nóv­em­ber og ljóst varð að auka­kosn­ing­arnar í rík­inu skæru úr um hvernig valda­hlut­föllin í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings myndu líta út í upp­hafi for­seta­tíðar Joe Bidens.

Mik­il­vægi kosn­ing­anna er því gríð­ar­legt – og end­ur­spegl­ast það í því að nærri 500 millj­ónum banda­ríkja­dala hefur verið varið í aug­lýs­ingar í Georgíu í aðdrag­and­an­um.

Sam­kvæmt sam­an­tekt á skoð­ana­könn­un­um, sem FiveT­hir­tyEight birti í gær­kvöldi, eru fram­bjóð­endur Demókra­ta­flokks­ins, Jon Ossoff og Rap­h­ael Warnock, báðir með um tveggja pró­sentu­stiga for­skot á keppi­nauta sína úr röðum repúblikana, David Per­due og Kelly Loeffler. Frá því í nóv­em­ber hafa skoð­ana­kann­anir hins vegar sveifl­ast fram og til baka – og það gæti í raun hvað sem er gerst.

Sam­kvæmt frétt Polit­ico eru ráð­gjafar Joe Bidens þó efins um að Ossoff og Warnock hafi báðir sigur og hafa gert áætl­anir um stefnu­mótun á fyrstu 100 dögum Bidens í emb­ætti sem gera ráð fyrir því að Demókra­ta­flokk­ur­inn hafi ekki stjórn á öld­unga­deild­inni. Ef þeir hefðu hins vegar báðir betur yrðu repúblikanar og demókratar í öld­unga­deild­inni þá jafn margir – og atkvæði vara­for­set­ans Kamölu Harris myndu ráða úrslitum varð­andi afgreiðslu mála.

Ýmsir telja að Trump sjálfur hafi glætt vonir demókrata um tvö­faldan sigur í kosn­ingum dags­ins, með ítrek­uðum afsönn­uðum full­yrð­ingum sínum um kosn­inga­svik, sem margir telja að gætu latt kjós­endur sem taka mark á Trump í því að greiða atkvæði. Til hvers ætti fólk að kjósa ef það telur að kosn­inga­kerfið sjálft sé að svíkja sig?

Polit­ico hefur eftir einum starfs­manni Demókra­ta­flokks­ins að sá hinn sami eigi erfitt að ímynda sér hvernig Trump hefði getað spillt meira fyrir sig­ur­vonum Per­due og Loeffler.

Ef þetta er raun­in, að við­brögð kjós­enda við árásum Trump á lýð­ræðið verði nei­kvæð fyrir Repúblikana­flokk­inn, gerði fram­koma hans á fjölda­fundi í Dalton í Georgíu í gær­kvöldi lítið til þess að hjálpa fram­bjóð­endum flokks­ins. Þar þver­neit­aði hann fyrir sigur Biden og setti fram ýmsar sam­sær­is­kenn­ingar um úrslit kosn­ing­anna í Georgíu og raunar víð­ar.

Gæti orðið róstu­samt í Was­hington

Þing­menn beggja deilda Banda­ríkja­þings munu á morgun koma saman til að kjósa um hvort stað­festa skuli nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna, þann fjölda kjör­manna sem hvor fram­bjóð­andi fékk í hverju rík­i. 

Í eðli­legu árferði er það ein­fald­lega gert – al­gjört forms­at­riði – en nú hafa á annan tug öld­ung­ar­deild­ar­þing­manna og yfir 100 full­trú­ar­deild­ar­þing­menn Repúblikana­flokks­ins gefið það út að þeir muni mót­mæla nið­ur­stöðum kosn­ing­anna í nokkrum ríkj­um.

Innan þing­liðs flokks­ins standa nú miklar deilur á milli þeirra sem ætla sér að feta þessa braut og ann­arra, sem segja vegið að lýð­ræð­inu í land­inu og stjórn­ar­skránni með þessum æfing­um. Rétt er að taka fram að þetta er ekki talið lík­legt til að breyta nokkru um það að Joe Biden sverji emb­ætt­is­eið sinn 20. jan­ú­ar.

Á sama tíma – og kannski til marks um ástandið í banda­rískum stjórn­málum – hafa allir tíu fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herrar Banda­ríkj­anna skrifað grein í Was­hington Post, þar sem þeir segja meðal ann­ars að Banda­ríkja­her megi ekki taka neinn þátt í til­raunum Trumps til þess að snúa kosn­inga­úr­slit­unum sér í hag.

Á meðal þeirra sem rita sig fyrir grein­inni er Dick Cheney, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, en sam­kvæmt fréttum átti hann hug­mynd­ina að því að fá alla núlif­andi varn­ar­mála­ráð­herrana saman í þessa áminn­ingu að her­valdi skuli ekki beita í þágu póli­tískra hags­muna.

Nokkur hund­ruð þjóð­varð­liðar hafa verið kall­aðir út í Was­hington DC, til þess að vera við­búnir mót­mælum sem þar eiga að fara að fram í dag og á morg­un, en búist er við því að mik­ill fjöldi stuðn­ings­manna for­set­ans leggi leið sína til höf­uð­borg­ar­innar til þess að láta skoðun sína á úrslitum kosn­ing­anna í ljós. 

„Það er fólk sem ætlar að koma til borg­ar­innar okkar grátt fyrir járn­um,“ ­sagði Robert Contee, lög­reglu­stjóri í Was­hington í gær, en skilti hafa verið sett upp í mið­borg­inni til þess að minna á að vopna­burður er óheim­ill. Þar hafa fyr­ir­tæki sömu­leiðis búið sig undir óeirðir á götum úti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent