Svandís hefur talað fyrir uppkosningu en hinir stjórnarflokkarnir vilja aðra niðurstöðu

Það mun liggja fyrir á fimmtudag í næstu viku hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi eða hvort endurtalning verði látin gilda. Engin eining er milli flokka um niðurstöðuna, ekki einu sinni innan raða ríkisstjórnarflokkanna.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, sem situr í undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, sem situr í undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra og þing­maður Vinstri grænna, sem situr í und­ir­bún­ings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa er sögð tala mjög fyrir upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sam­kvæmt for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í dag

Þar kemur einnig fram að þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar muni kjósa gegn stað­fest­ingu kjör­bréfa en óljóst sé hvort þing­menn Vinstri grænna muni fylgja Svandísi, beiti hún sér fyrir upp­kosn­ingu. Svan­dís segir við Frétta­blaðið að hún hafa talað opið fyrir báðum nið­ur­stöðum en finn­ist allt of bratt að hrapa að nið­ur­stöðu um stað­fest­ingu kjör­bréfa.

Björn Leví Gunn­­ar­s­­son þing­­maður Pírata og nefnd­­ar­­maður í nefnd­inni, sagði við Kjarn­ann á mið­viku­dag að sér heyr­ð­ist það vera ríkj­andi skoðun hjá meiri­hluta nefnd­­ar­­manna að seinni taln­ing atkvæða í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi skuli gilda. Þetta segir hann þó ekki vera ein­róma álit nefnd­­ar­­manna, og sjálfur væri hann ekki á þess­ari skoð­un, en að lín­­urnar lægju á þessum slóð­um. „Að með­­al­tali er skoð­unin nær seinni taln­ing­unni, en allir eru með fyr­ir­vara um að skoðun sín geti breyst.“

Auglýsing
Inga Sæland, for­­maður Flokks fólks­ins, á sæti í nefnd­inni rétt eins og Björn Leví og hún sagði við Kast­­ljós á þriðju­dag að hún sæi ekk­ert annað í stöð­unni en að önnur taln­ing yrði tekin gild. „Eins og mín staða er akkúrat núna þá sé ég ekk­ert annað í kort­inu, ekki neitt.“ 

Talið er að full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Flokks fólks­ins í nefnd­inni séu allir á þeirri skoðun og ef þing­menn þeirra fylgi þeim þá mun það duga til að vera með meiri­hluta þegar kosið verður um kjör­bréf, en saman hafa flokk­arnir 35 þing­menn af 63. Þannig yrðu kynntar nið­ur­stöður kosn­ing­anna ekki settar í upp­nám. 

Þing sett á þriðju­dag og kosið um upp­kosn­ingu á fimmtu­dag

Und­ir­­bún­­ings­­nefndin á sam­­kvæmt verk­lags­­reglum sínum að nálg­­ast verk­efni sitt og þar með talið til­­lög­u­­gerð á grund­velli mál­efna­­legra sjón­­­ar­miða og lög­­fræð­i­­legs mats. Vinna nefnd­­ar­innar er þó hvorki bind­andi fyrir kjör­bréfa­­nefnd né þing­­menn, sem hafa að end­ingu það stjórn­­­ar­­skrár­bundna hlut­verk að skera úr um hvort að þeir og sam­­þing­­menn þeirra séu lög­­­lega kosn­­­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans veður þing­setn­ing í fyrsta sinn frá kosn­ingum á þriðju­dag í næstu viku. Til stendur að kjósa um nið­ur­stöðu kjör­bréfa­nefnd­ar­innar tveimur dögum síð­ar, eða á fimmtu­dag. Þá mun liggja fyrir hvort úrslit kosn­ing­anna eftir end­ur­taln­ingu verði stað­fest af þing­mönnum eða hvort kjósa þurfi aftur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent