Borgin setti 11,7 milljónir í kynningarblað um íbúðauppbyggingu

Það kostaði Reykjavíkurborg rúmar 11,7 milljónir króna að koma 64 blaðsíðna kynningarblaði um íbúðauppbyggingu í borginni inn á rúmlega 60 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu undir lok októbermánaðar.

Reykjavíkurborg hefur prentað og dreift svipuðu kynningarblaði árlega undanfarin ár.
Reykjavíkurborg hefur prentað og dreift svipuðu kynningarblaði árlega undanfarin ár.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg varði rúmum 11,7 millj­ónum króna í útgáfu kynn­ing­ar­rits­ins Upp­bygg­ing íbúða í borg­inni, sem dreift var inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þann 26. októ­ber. Alls voru prentuð 60.500 ein­tök af kynn­ing­ar­blað­inu, sam­kvæmt svari borg­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Sam­kvæmt svörum borg­ar­innar nam beinn kostn­aður við útgáf­una vegna efn­is­vinnslu, umbrots, prent­unar og dreif­ingar alls 11.705.300 kr. fyrir utan virð­is­auka­skatt. Borgin hefur mörg und­an­farin ár dreift kynn­ing­ar­blaði af þessu tagi inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að koma því á fram­færi við íbúa hvernig borgin er að byggj­ast upp.

Blað borgarinnar var 64 blaðsíður.

Almanna­tengsla­fyr­ir­tækið Athygli ehf. fékk greiddar rúmar 3,7 millj­ónir króna fyrir vinnu við umsjón og rit­stjórn, efn­is- og myndöfl­un, texta­skrif, upp­setn­ing­ar­vinnu með umbrots­manni, leið­rétt­ing­ar, frá­gang og fund­i/­sam­skipti við Reykja­vík­ur­borg og aðra.

Fyr­ir­tækið Rit­form ehf. sá síðan um hönnun og umbrot kynn­ing­ar­blaðs­ins og fékk greitt fyrir það rúm­lega 1,6 millj­ónir króna.

Ísa­fold prent­smiðja sá um prentun á kynn­ing­ar­blað­inu, sem var 64 síð­ur, og kost­aði prent­unin rúm­lega 3,8 millj­ónir króna.

Póst­dreif­ing sá síðan um dreif­ingu blaðs­ins inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, alls 60.089 heim­ili sem taka á móti fjöl­pósti. Reykja­vík­ur­borg greiddi rúmar 2,1 milljón króna fyrir dreif­ing­una.

Minni­hluti gagn­rýndi útgáf­una og spurði um kostnað

Kynn­ing­ar­blaðið var gefið út eins og síð­ustu ár í tengslum við árvissan kynn­ing­ar­fund Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra um upp­bygg­ingu íbúða í Reykja­vík, sem hald­inn var föstu­dag­inn 29. októ­ber síð­ast­lið­inn. Í kynn­ing­ar­blað­inu er fund­ur­inn aug­lýstur og hann kall­aður „mikil veisla fyrir þá sem elska stað­reyndir og vilja vita hvað er í píp­unum í upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis í Reykja­vík.“

Auglýsing

Rétt eins og útgáfa kynn­ing­ar­blaðs af þessu tagi hefur verið árviss við­burður hjá borg­ar­yf­ir­völdum hefur það að sama skapi verið árviss við­burður að minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn gagn­rýni útgáf­una og leggi fram fyr­ir­spurnir um kostnað við prentun og dreif­ingu kynn­ing­ar­blaðs­ins.

Borg­ar­ráðs­full­trúar bæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins spurðu þannig um kostnað við útgáfu kynn­ing­ar­blaðs­ins á fundi borg­ar­ráðs undir lok októ­ber og hafa vænt­an­lega fengið svar sitt á borg­ar­ráðs­fundi, sem fram fór fyrr í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent