Ríkjandi viðhorf í nefndinni að seinni talningin í Borgarnesi skuli gilda

„Að meðaltali er skoðunin nær seinni talningunni, en allir eru með fyrirvara um að skoðun sín geti breyst,“ segir þingmaður Pírata, spurður út í störf undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, sem er að ljúka vinnu sinni.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í und­ir­bún­ings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréf segir að sér heyr­ist það vera ríkj­andi skoðun hjá meiri­hluta nefnd­ar­manna að seinni taln­ing atkvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi skuli gilda.

Reikna má með að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir helgi, eftir að hafa verið að störfum frá því í upp­hafi októ­ber­mán­að­ar.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur verið opinská með að hún telji seinni talninguna úr Borganesi eiga að gilda. Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins á sæti í nefnd­inni rétt eins og Björn Leví og hún sagði við Kast­ljós í gær­kvöldi að hún sæi ekk­ert annað í stöð­unni en að önnur taln­ing yrði tekin gild. „Eins og mín staða er akkúrat núna þá sé ég ekk­ert annað í kort­inu, ekki neitt,“ sagði Inga í Kast­ljósi, en full­trúar í und­ir­brún­ings­kjör­bréfa­nefnd hafa ekki tjáð sig með svo afger­andi hætti um skoð­anir sínar á mála­vöxtum fram til þessa.

Þessa skoðun ítrek­aði Inga í sam­tali við mbl.is í dag, engin ástæða væri til að grípa til upp­kosn­ing­ar.

Spurður hvort hann telji það við­horf sem kom fram hjá Ingu, að fátt komi í veg fyrir að svokölluð seinni taln­ing atkvæð­anna í Borg­ar­nesi verði látin gilda, sé ríkj­andi hjá meiri­hluta nefnd­ar­manna svarar Björn Leví því til að já, það sé hans mat.

Auglýsing

Þetta segir hann þó ekki vera ein­róma álit nefnd­ar­manna, en að lín­urnar liggi á þessum slóðum sem sem stend­ur. „Að með­al­tali er skoð­unin nær seinni taln­ing­unni, en allir eru með fyr­ir­vara um að skoðun sín geti breyst,“ segir Björn Leví og leggur áherslu á hið síð­ar­nefnda.

„Við getum ennþá skipt um skoðun fram á síð­ustu stundu og Inga sagði það nú sjálf í Kast­ljós­inu í gær að ef það kæmi fram eitt­hvað stjarn­fræði­legt gæti þetta breyst, en ég held að lín­urnar séu dálítið þar nún­a,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að meiri­hluti nefnd­ar­innar hall­ist frekar að því að mæla með því að seinni taln­ingin gild­i.

Sjálfur seg­ist Björn Leví ekki vera á þeirri skoð­un. Hann segir ekki alveg ljóst hvernig þeir nefnd­ar­menn sem ekki verða sam­mála meiri­hlut­anum muni koma þeirri skoðun sinni á fram­færi við þing­ið, en und­ir­bún­ings­nefndin er ekki að fara að skila hefð­bundnum meiri­hluta- og minni­hluta­á­litum til þings­ins, heldur verður loka­af­urð nefnd­ar­innar í formi skýrslu sem lögð verður fyrir kjör­bréfa­nefnd.

Und­ir­bún­ings­nefndin á sam­kvæmt verk­lags­reglum sínum að nálg­ast verk­efni sitt og þar með talið til­lögu­gerð á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða og lög­fræði­legs mats. Vinna nefnd­ar­innar er þó hvorki bind­andi fyrir kjör­bréfa­nefnd né þing­menn, sem hafa að end­ingu það stjórn­ar­skrár­bundna hlut­verk að skera úr um hvort að þeir og sam­þing­menn þeirra séu lög­lega kosn­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent