Orðin hans Inga frá A til Ö – „Af því að ég veit það“

Íslenska þjóðin var tekin í óvænt ferðalag eftir kosningar sem byrjaði á hringekju en endaði í rússíbanareið. Kjarninn tók saman atburðarásina eins og hún birtist í orðum formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.

Ingi Tryggvason héraðsdómari og formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Ingi Tryggvason héraðsdómari og formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Konur eru í meiri­hluta þing­heims í fyrsta skipti í sög­unni. Á þessa leið hófust fréttir margra íslenskra fjöl­miðla á sunnu­dags­morgun er „loka­töl­ur“ voru komnar í öllum kjör­dæmum lands­ins. Þær fóru líka eins og hvirf­il­bylur um allan heim. En svo dundu ósköpin yfir. Og hringekja fór af stað. Í rús­sí­ban­anum sem hún leiddi af sér situr fremstur for­maður kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Sú reið mun enda inni á Alþingi Íslend­inga.

Hér að neðan verður þetta óvænta ferða­lag sem þjóðin öll var tekin í rakið með orðum kjör­stjórn­ar­for­manns­ins og hér­aðs­dóm­ar­ans, Inga Tryggva­son­ar.

Auglýsing

26. sept­em­ber

Kl. 14.37

„Búið er að boða taln­ing­ar­fólk í Norð­vest­ur­kjör­dæmi til end­ur­taln­ingar allra atkvæða í kjör­dæm­in­u,“ stóð í því sem Kjarn­inn kemst næst fyrstu frétt sem flutt var í fjöl­miðlum af áform­aðri end­ur­taln­ingu atkvæða eftir þing­kosn­ing­arn­ar, aðeins um fimm klukku­stundum eftir að yfir­kjör­stjórn­irnar í kjör­dæm­unum sex höfðu sent frá sér „loka­töl­ur“.

Það var hér­aðs­frétta­mið­ill­inn Skessu­horn sem greindi frá. Ingi Tryggva­son for­maður yfir­kjör­stjórnar stað­festi tíð­ind­in. „Ástæða þess að ákvörðun er tekin um end­ur­taln­ingu er lít­ill munur á atkvæða­magni sem gæti þýtt til­færslu á jöfn­un­ar­þing­sæt­um, og þá jafn­vel víðar en í þessu kjör­dæmi,“ stóð enn­fremur í frétt Skessu­horns.

Kl. 14.57

Tutt­ugu mín­útum síðar var fyrsti stóri lands­frétta­mið­il­inn, Vísir, kom­inn í mál­ið. „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lít­ill munur að við myndum end­ur­telja. Við viljum bara úti­loka það að þetta sé ekki í lag­i,“ var haft eftir Inga í frétt­inni.

Í frétt Vís­is, sem birt­ist rétt fyrir kl. 15 og nokkru áður en taln­ing hófst aftur sagð­ist Ingi ekki búast við að hún myndi hafa áhrif á hversu marga þing­menn flokk­arnir fengju en að hún gæti víxlað jöfn­un­ar­sætum á milli kjör­dæma.

Kl. 15.12

Ingi var nokkrum mín­útum síðar í við­tali við RÚV og sagði að eng­inn hefði óskað eftir end­ur­taln­ing­unni. Hún hafi verið ákvörðun yfir­kjör­stjórn­ar. Við­talið birt­ist um kl. 15 og sagði hann þá að beðið væri eftir því að fá fólk á stað­inn til þess að telja. Taln­ingin ætti ekki að taka meira en þrjá tíma. Ef ein­hver skekkja kæmi fram gæti það haft áhrif á það í hvaða kjör­dæmum flokk­arnir fá menn inn sem jöfn­un­ar­þing­menn.

Eins og átti svo heldur betur eftir að koma á dag­inn.

Kl. 17.44 og 18.02

„Það var mis­lesið hjá Við­reisn, þar fækkar atkvæðum um níu. Svo fækk­aði atkvæðum hjá Mið­flokknum um fimm. Á móti fjölgar hjá Sjálf­stæð­is­flokki,“ sagði Ingi við RÚV tæpum þremur klukku­stundum síð­ar. End­ur­taln­ingin hefði því leitt í ljós mis­ræmi í taln­ingu sem þýddi hrær­ingar á jöfn­un­ar­mönnum þing­flokka þótt þing­styrkur hvers flokks héldi sér.

Um kvöldið voru gagn­rýn­is­raddir farnar að heyr­ast. Þær snér­ust fyrst og fremst um það hvernig staðið hefði verið að end­ur­taln­ing­unni og bent var á aðra meinta ágalla á fram­kvæmd­inni, t.d. að kjör­kassar hefðu ekki verið inn­sigl­að­ir.

Ingi var aftur mættur í við­tal á Vísi klukkan 21.23. Í því sagði hann rétt að kjör­gögn hefðu ekki verið inn­sigluð „um leið“ en vís­aði hins vegar gagn­rýn­inni á bug og taldi ekki til­efni til að bregð­ast sér­stak­lega við henni. Kjör­gögnin hefðu verið geymd inni í læstum sal á hót­el­inu.

„Þetta er bara alveg sama skipu­lag og hefur verið mjög leng­i,“ segir hann.

En er þetta rétt, að þau hafi ekki verið inn­sigluð og skilin eft­ir?

„Já, ekki inn­sigl­uð. Það hefur aldrei verið gert. Þau eru bara skilin eftir og læst inn í sal­inn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á stað­inn. Þetta er bara vinnu­lag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekk­ert inn­sigl­að, það er engin aðstaða til að inn­sigla þetta. Menn ganga ekk­ert alveg frá þessu. Auð­vitað væri það hægt, það væri nátt­úru­lega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekk­ert búnir að sofa í tvo sól­ar­hringa.“

Þannig að þetta er rétt hjá hon­um, en þú vísar því á bug að það sé eitt­hvað athuga­vert við þetta?

„Já, já. Eins og ég segi, þetta hefur bara tíðkast og er bara venju­bund­ið. Það hafa aldrei verið nein vanda­mál í sam­bandi við þetta,“ svar­aði Ingi blaða­manni Vísi.

27. sept­em­ber

Kl. 11.33

Á mánu­deg­inum voru fjöl­miðlar enn að spyrja Inga út í inn­sigl­in. Þegar blaða­maður Mann­lífs spurði Inga út í málið og vís­aði í lög sem segðu að kjör­stjórn væri skylt að inn­sigla kjör­gögn sagð­ist hann halda að betra væri að leggja áherslu á að læsa her­bergj­un­um. „Það er spurn­ing hvort fólk viti það hvað felst i inn­sigl­i,“ sagði Ingi og bætti við að ef ein­hver ætl­aði sér inn í her­bergið kæmi inn­sigli ekki í veg fyrir það. Enda væri um lím­miða að ræða sem auð­velt væri að taka af og setja aftur á.

Ingi var einnig spurður hvort hann teldi að ein­hver annar gæti hafa haft aðgang að her­berg­inu sagð­ist hann ekk­ert hafa bent til þess. „Allar vanga­veltur um slíkt er bara bull.“

For­maður yfir­kjör­stjórnar í norð­vestur sagði að það væri ekk­ert mál að eiga við þessi ómerki­legu inn­sigli. I call BS.

Posted by Jóhann Hjalti Þor­steins­son on Tues­day, Sept­em­ber 28, 2021

Kl. 18.30

„At­kvæðin eru geymd inn í þeim sal þar sem taln­ingin fer fram. Sal­ur­inn er þá læstur og það eru örygg­is­mynda­vélar í hon­um. Þetta er bara hefð­bundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta emb­ætti að mér,“ sagði Ingi í frétt Vísis og Stöðvar 2 um kvöldið. Hann úti­lok­aði að ein­hver hafi getað komið inn í sal­inn meðan yfir­kjör­stjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór eng­inn inn í sal­inn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ sagði hann.

Kl. 18.52

„Ég hef engar áhyggjur af geymsl­unni á þessum gögn­um. Það er algjör­lega 100 pró­sent og meira en það að það fór eng­inn inn svæðið þennan stutta tíma sem að eng­inn úr yfir­kjör­stjórn var þarna stadd­ur,“ sagði Ingi við frétta­mann RÚV þetta sama kvöld.

Þannig að þetta er ein­göngu mis­taln­ing?

„Ein­göngu það, það er eng­inn vís­bend­ing um að óvið­kom­andi hafi farið inn á þetta svæði, það bara gerð­ist ekki.“

Í sömu frétt var haft eftir Krist­ínu Edwald, for­manni lands­kjör­stjórn­ar: „Þetta er baga­legt mál, þetta er mjög óheppi­legt. Trú­verð­ug­leiki kosn­inga er auð­vitað gíf­ur­lega mik­il­vægur og þess vegna höfum við í raun þessa þrjá örygg­is­ventla.“

Kl. 19.35

Kjarn­inn bað Inga að útskýra tíma­línu atburða, ástæður þess að ráð­ist var í taln­ingu atkvæða og ástæður þess að kjör­gögn voru ekki inn­sigl­uð. Ingi sagði að taln­ingu hafi verið lokið í kjör­dæm­inu „um kl. 7, hálf­-átta“ á sunnu­dags­morg­un, en loka­tölur úr kjör­dæm­inu voru gefnar út um kl. 7:40. Að því búnu hafi hann sjálfur farið heim til hvíld­ar, en flestir aðrir sem að taln­ing­unni komu hafi lagst til hvílu á Hótel Borg­ar­nesi þar sem atkvæðin voru tal­in.

Atkvæðin hefði verið skilin eftir í læstum sal hót­els­ins og ját­aði því að ekki hafi verið sett inn­sigli á hurð­ina. Kjör­gögnin sjálf hafi ekki heldur verið inn­sigl­uð.

Hann sagð­ist telja ýmsa veita því of mikið vægi að inn­sigli hefðu ekki verið not­uð, þar sem ein­ungis væri um að ræða „lím­miða“, en við­ur­kenndi þó að senni­lega hefði verið heppi­legra að inn­sigla kjör­gögn­in.

Auglýsing

Spurður hvort rýnt hefði verið í myndefnið á örygg­is­mynda­vél­unum á Hótel Borg­ar­nesi svar­aði Ingi að það hefði ekki verið gert svo hann vissi til, en hann sagð­ist þó full­viss um að eng­inn hefði farið inn í sal­inn þangað til yfir­kjör­stjórn sneri aftur til starfa um hádeg­is­bil á sunnu­dag.

Ingi sagði enn fremur að ábend­ing hefði borist frá lands­kjör­stjórn um að það mun­aði litlu að jöfn­un­ar­manna­hringekja á lands­vísu færi af stað ef ein­hverju skeik­aði í taln­ingu í kjör­dæm­inu. „Þá ákváðum við að skoða einn lista­bók­staf og þá kom það í ljós að það höfðu mis­lagst þar nokkur atkvæði og fyrst að það var svona var ákveðið að end­ur­telja þetta allt til að þetta væri allt pott­þétt.“

28. sept­em­ber

Kl. 12.08

„Mann­legu mis­tökin fel­ast í því að nið­ur­stöður taln­ing­ar­innar voru ekki alveg rétt­ar,“ sagði Ingi í við­tali við Vísi í hádeg­inu í gær, þriðju­dag.

En það bæt­ast þarna ógildir seðlar við, hvað er ógilt við þá?

„Það verður breyt­ing á milli ógildra og auðra seðla. Lengi vel var þetta talið saman auðir og ógildir og það fjölg­aði sem sagt ógildu seðl­unum vegna þess að þeir höfðu farið með auðu seðl­un­um. Það er bara það sem gerð­is­t.“

Hann tal­aði að mis­tökin fælust í að atkvæði hefðu mis­lagst í svo­nefndan C-bunka þar sem þau áttu í raun ekki að vera.

Um inn­sigli eða skort á þeim, sagði Ingi: „Ég tel að þess­ara gagna hafi bara alveg verið gætt á full­kom­inn hátt og hef heldur engar áhyggjur af því.“

Um þá kröfu fram­bjóð­enda að end­ur­taln­ingin yrði gerð ógild sagði Ingi: „Ef menn vilja ekki leið­rétta mis­tök þá er það allt í lagi. Ég hef bara alltaf litið svo á að ef það eru gerð mis­tök ætti að leið­rétta þau. Ef það á ekki að gera það í þessu máli, þá finnst mér það svo­lítið sér­stakt en þetta veldur mér engu hug­ar­angri. Ég biðst vel­virð­ingar á þessum mis­tökum bara.“

Hvað varð­aði þá gagn­rýni að ekki hefði verið haft sam­band við alla umboðs­menn flokka áður en end­ur­taln­ing hófst sagði hann: „Þeir hafa ekk­ert um það að segja hvort end­ur­taln­ing fer fram eða ekki. Þeir voru látnir vita af end­ur­taln­ing­unni og voru sumir við­staddir hana.“

Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.

Kl. 12.38

Til tíð­inda bar svo í hádeg­inu er Stundin greindi frá því að tengda­dóttir hót­el­stjór­ans á hót­el­inu í Borg­ar­nesi hefði birt mynd á Instagram af óinn­sigl­uðum atkvæð­um. Konan sem tók mynd­irnar virt­ist vera ein í saln­um, sagði frétt Stund­ar­inn­ar.

Kl. 13.25

Ingi kveðst í sam­tali við Vísi skömmu síðar ekki hafa séð myndir hót­el­starfs­manns­ins en að þær væru að öllum lík­indum teknar í and­dyr­inu að salnum rétt eftir að taln­ingu lauk. „Ég var þarna dáldið fram eftir þegar starfs­fólk kjör­stjórn­ar­innar var farið heim að ganga frá og svona og það er opið á milli for­stofu og gangs á hót­el­inu og sal­ar­ins. Starfs­fólk hót­els­ins var einnig eitt­hvað í þeirri for­stofu á meðan ég var að klára og hún gæti vel hafa tekið mynd­ina þá,.“

Kl. 13.31

Í við­tali við Frétta­blaðið var Ingi spurður hvort að myndir kon­unnar hefðu vakið spurn­ingar um lög­mæta með­ferð kjör­gagna og hvort hver sem er geti myndað þau. „Já, eftir klukkan 22 á meðan á taln­ing­unni stóð. Þá er hægt að mynda inn í sal­inn.“

Er ekki um að ræða brot?

„Nei, það er meira að segja streymt stundum frá taln­ingu. Það eru ekki allir sem fá að fara inn í sal­inn en margir sem geta tekið mynd.“

Kl. 14.51

Ingi sagði í við­tali við Frétta­blaðið síðar um dag­inn að hann hefði beðist afsök­unar á að fram­kvæmd taln­ingar og að með­ferð kjör­gagna hafi ekki gengið sem skyldi. Hann teldi sig hafa sýnt auð­mýkt með því að við­ur­kenna mis­tök.

Spurður hvort hann teldi að lög­reglu­rann­sókn sem Karl Gauti Hjalta­son, fram­bjóð­andi Mið­flokks­ins, hefði farið fram á myndi leiða í ljós sak­næmt hátta­lag, spurði Ingi á móti: „Er sak­næmt að gera mis­tök?“

Kl. 15.50

Ingi var aftur í við­tali við Stund­ina um miðjan dag og sagð­ist þá ekki ætla að skoða upp­tökur úr eft­ir­lits­mynda­vélum á Hótel Borg­ar­nesi. Hann sagð­ist ekki hafa tölu á því hversu margir lyklar væru að salnum sem kjör­stjórn yfir­gaf í sex klukku­tíma án þess að inn­sigla. Starfs­menn hót­els­ins hefðu ekki átt að hafa aðgang að salnum en að lykl­arnir væru marg­ir.

„Ég veit ekki hvað eru til margir lyklar að þessum inn­göng­um. Þetta er hluti af hót­el­inu, þetta er ekki hús­næði sem yfir­kjör­stjórn á. Það geta verið 50 lyklar að þessu plássi, ég veit það ekki. Við létum ekki skipta um skrá á hús­næð­in­u.“

Hann ítrek­aði að hann hefði ekki áhyggjur af því hvernig kjör­gögn voru geymd á meðan kjör­stjórn var ekki á staðn­um. „Það getur vel verið að starfs­menn hót­els­ins hafi haft aðgang að þessu rým­i.“

Aðspurður að því hvort hann hafi rætt við starfs­mann­inn sem tók mynd­irnar eftir að málið kom upp svar­aði Ingi „að það komi mál­inu ekk­ert við“. Sama sagði hann eiga við þegar hann var spurður út í það hvort hann þekkti starfs­mann­inn per­sónu­lega. „Það kemur mál­inu ekk­ert við.“

Hann sagði að kjör­stjórn myndi ekki fá upp­tökur úr örygg­is­mynda­vélum vegna per­sónu­vernd­ar­laga.

Viljið þið ekki vita hvort það hafi ein­hver farið inn í sal­inn þegar þið voruð ekki þar?

„Við vitum að svo var ekki.“

Hvernig veist þú að svo var ekki?

„Af því að ég veit það.“

Finnst þér ekk­ert alvar­legt að starfs­menn hót­els­ins hafi haft aðgang að salnum á meðan þið voruð ekki þar?

„Það var ekk­ert óeðli­legt við aðgang­inn að því rými sem þetta var geymt í eða aðgangi að gögn­unum meðan við vorum ekki á staðn­um.“

En finnst þér þetta vekja traust á taln­ing­unni að þið viljið ekki athuga með örygg­is­mynda­vél­arn­ar?

„Við þurfum ekki á því að halda.“

Þið treystið því bara að starfs­menn hót­els­ins hafi ekki verið að fikta í atkvæð­un­um?

„Já. Ég veit það alveg nákvæm­lega.“

Þú treystir því bara?

„Treysti ég því? Já ég veit það.“

Hvernig veistu það?

„Af því að ég veit alveg nákvæm­lega hvernig var gengið frá þessu áður en við fórum út úr salnum og hvernig þetta leit úr þegar ég kom aft­ur.“

En til að stað­festa það þarftu gögnin úr mynda­vél­un­um.

„Nei. Svo fæ ég ekk­ert þessi mynd­bönd út af per­sónu­vernd­ar­lög­um.“

Kl. 15.38

Í sam­tali við blaða­mann mbl.is um svipað leyti sagði Ingi mynd­irnar sem konan tók af kjör­gögnum í salnum ekki vera tor­tryggi­leg­ar. „Þessi mynd segir nú ekki neitt. Það sjást á þess­ari mynd átta kjör­kassar og auð borð á bak við þá. Sú mynd er tekin við inn­gang í sal­inn þar sem var talið. Það getur hafa verið fullt af fólki inni í salnum þegar þetta var tek­ið. Það var ekk­ert í þessum kössum þegar þessi mynd var tek­in, þetta eru kassar frá Ísa­firð­i.“

Mann­leg mis­tök hefðu orðið til þess að mis­ræmi var í fjölda tal­inna atkvæða. Upp­lýs­ingar um heild­ar­fjölda tal­inna atkvæða voru rang­lega færðar inn í Excel-skjal. „Þetta var inn­slátt­ar­villa, sem gerð var eftir upp­haf­lega taln­ing­u.“

Eru atkvæðin ekki stemmd af, sem sagt atkvæði greidd vs. atkvæði talin þarna í upp­haf­legu taln­ing­unni?

„At­kvæðin voru stemmd af upp úr öllum köss­un­um, miðað við skýrslu sem kjör­stjórnir senda til okkar yfir atkvæði greidd í öllum köss­un­um. Og það stemmdi allt sam­an, en svo er bara inn­slátt­ar­villa í Excel-skjal­inu sem er notað við loka­upp­gjörið og það kemur í ljós þegar við förum að skoða þetta um morg­un­inn. Þá hafði sem sagt verið búið að slá inn tveimur of fáum atkvæð­u­m.“

Spurður hvort trú­verð­ug­leiki kosn­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og þar með traust til yfir­kjör­stjórnar sé brost­ið, hafn­aði Ingi því. „Ég hef bara þá skoðun að ég veit ekki hvað ætti að valda því að það ætti að kjósa aft­ur. Og ég skil ekki heldur þá skoðun að það hefði ekki átt að end­ur­telja atkvæð­in. Það kom í ljós, strax og við fórum að skoða málið eftir ábend­ingu, að það hafi átt sér stað mann­leg mis­tök og í kjöl­farið af því var ákveðið að telja aft­ur.“

Hann sagði ein­hverja vilja að fyrri nið­ur­staða yrði látin standa, en því væri hann ósam­mála. „Ef menn gera mis­tök, verður þá ekki að leið­rétta þau?“ spyr hann.

Kl. 16.10

Mynd­irnar tvær sem konan birti á Instagram voru enn umfjöll­un­ar­efnið er RÚV ræddi við Inga síð­deg­is. „Mér sýn­ist að þessi mynd sé tekin áður en ég fór, ég tók til að mynda með mér þessi gögn sem sjást á borð­inu á annarri mynd­inni. Það var ekk­ert á borð­inu þegar ég fór.“

Ingi skoð­aði aðra mynd­ina á meðan frétta­stofa ræddi við hann og sagð­ist telja að hann hafi ekki verið far­inn þegar hún var tek­in. „Ég tók til að mynda þessi gögn sem sjást á henni með mér þegar ég fór á sunnu­dags­morg­un.“

Kl. 17.11

Í frétt Vísis skömmu síðar var haft eftir Inga að það væri alls ekki úti­lokað að starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness gætu hafa farið inn í sal hót­els­ins á meðan atkvæði voru geymd þar óinn­sigl­uð. Hann full­yrti hins vegar að eng­inn hefði átt við gögn­in, en að örygg­is­mynda­vélar úr salnum ættu að geta sannað að ekk­ert kosn­inga­svindl var framið.

En hefði starfs­fólk hót­els­ins alveg geta farið inn í sal­inn þegar þú varst far­inn af svæð­inu?

„Já, það gætu starfs­menn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þeir þyrftu. Þar er meðal ann­ars stjórn­bún­aður og eitt­hvað þannig. Það getur vel verið að þau hafi farið þang­að. En það eru örygg­is­mynda­vélar á svæð­inu þannig það sést nátt­úru­lega nákvæm­lega ef það hefur ein­hver gengið þar um.“

Ingi ítrek­aði þá full­vissu sína um að eng­inn hafi átt við kjör­gögnin á milli taln­ing­anna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjör­seðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæm­lega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það.“

Kl. 18.15

Lands­kjör­stjórn fjall­aði á fundi sínum í gær um skýrslur sem yfir­kjör­stjórn­ir, m.a. í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, höfðu skil­að. Kristín Edwald, for­maður lands­kjör­stjórn­ar, las eftir fund­inn upp bókun þar sem fram kom að ekki hefði borist stað­fest­ing frá yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis að með­ferð kjör­gagna hefði verið full­nægj­andi. Bolt­inn væri núna hjá Alþingi sem hefur það hlut­verk sam­kvæmt stjórn­ar­skrá að stað­festa úrslit þing­kosn­ing­anna.

Greinin var upp­færð kl. 18.30 eftir að ábend­ing barst um að Skessu­horn hefði fyrst miðla sagt frá fyr­ir­hug­aðri end­ur­taln­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar