Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður

Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.

Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Auglýsing

Trú­verð­ug­leiki fram­kvæmdar alþing­is­kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefur verið dreg­inn í efa und­an­far­inn tæpan sól­ar­hring, eftir að í ljós kom að skekkja var í upp­runa­legum loka­tölum sem kynntar höfðu verið á sunnu­dags­morg­un. Við end­ur­taln­ingu sem fór fram síð­degis í gær jókst heild­ar­fjöldi atkvæða um tvö stykki og atkvæðum allra flokka sem buðu fram ýmist fjölg­aði eða fækk­aði. Einnig fækk­aði auðum atkvæðum um 12 og ógildum fjölg­aði um 11.

Í ofaná­lag hefur komið fram að laga­bók­stafnum var ekki fylgt hvað með­höndlun kjör­gagna varð­ar, en geymslu­staður þeirra var ekki inn­sigl­aður né heldur kjör­gögnin sjálf. Einnig hefur verið bent á að í gild­andi kosn­inga­lögum er ekki kveðið á um sér­stakar heim­ildir til þess að yfir­kjör­stjórn ákveði að grípa til end­ur­taln­ingar atkvæða.

Kærur lagðar fram

Segja má að eðli­legt sé að spurn­ingar vakni og sagði Kristín Edwald for­maður lands­kjör­stjórnar við fjöl­miðla í dag, eftir fund kjör­stjórn­ar­inn­ar, að þetta væri „baga­legt mál“, hún teldi þetta „mjög óheppi­legt“ og að trú­verð­ug­leiki kosn­ing­anna væri „nátt­úr­lega gíf­ur­lega mik­il­væg­ur.“

Tveir fram­bjóð­endur til Alþingis hafa þegar boðað að fram­kvæmdin verði kærð vegna þess sem fram hefur kom­ið.

Ingi Tryggvason kynnir hér fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi fyrir fjölmiðlum á laugardagskvöld. Skjáskot úr útsendingu RÚV.

Karl Gauti Hjalta­son fram­bjóð­andi Mið­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi seg­ist ætla að beina kæru til lög­reglu og Magnús Davíð Norð­dahl fram­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi seg­ist ætla sér að leggja fram kæru til kjör­bréfa­nefndar Alþing­is, en vel að merkja er það á end­anum Alþingi sjálft sem tekur ákvörðun um gildi kosn­inga.

Guð­mundur Gunn­ars­son fram­bjóð­andi Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefur einnig óskað eftir því að fá grein­ar­gerð frá yfir­kjör­stjórn­inni vegna máls­ins, en hann er rétt eins og Karl Gauti einn fimm fram­bjóð­enda sem ekki verða alþing­is­menn að óbreyttu vegna þeirra svipt­inga sem komu í ljós við end­ur­taln­ing­una í Borg­ar­nesi.

Örygg­is­mynda­vél í sal Hótel Borg­ar­ness

Kjarn­inn heyrði í Inga Tryggva­syni for­manni yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í morgun og fékk hann til að útskýra tíma­línu atburða, ástæður þess að ráð­ist var í taln­ingu atkvæða og ástæður þess að kjör­gögn voru ekki inn­sigluð eins og segir í lögum að þau skuli vera.

Ingi segir í sam­tali við blaða­mann að taln­ingu atkvæða hafi verið lokið í kjör­dæm­inu „um kl. 7, hálf­átta“ á sunnu­dags­morg­un, en loka­tölur úr kjör­dæm­inu voru gefnar út um kl. 7:40. Að því búnu hafi hann sjálfur farið heim til hvíld­ar, en flestir aðrir sem að taln­ing­unni komu hafi lagst til hvílu á Hótel Borg­ar­nesi þar sem atkvæðin voru tal­in.

Ingi segir að atkvæðin hafi verið skilin eftir inni í læstum sal hót­els­ins og játar því að ekki hafi verið sett inn­sigli á hurð­ina. Kjör­gögnin sjálf voru að auki ekki inn­sigl­uð.

Spurður út í þetta segir Ingi að hann telji ýmsa veita því of mikið vægi að inn­sigli hafi ekki verið not­uð, þar sem ein­ungis sé um að ræða „lím­miða“, en við­ur­kennir þó að senni­lega hefði verið heppi­legra að inn­sigla kjör­gögn­in. Hann ítrekar að sal­ur­inn hafi verið læstur og í ofaná­lag séu þar örygg­is­mynda­vél­ar. Ingi vís­aði í sam­tali við Vísi í gær til „hefð­ar“ er hann var spurður út í verk­lag­ið, svona hefði þetta verið fram­kvæmt í fyrri kosn­ingum í kjör­dæm­inu.

Spurður hvort rýnt hafi verið í myndefnið á örygg­is­mynda­vél­unum á Hótel Borg­ar­nesi segir Ingi að það hafi ekki verið gert svo hann viti til, en hann seg­ist full­viss um að eng­inn hafi farið inn í sal­inn þar sem kjör­gögnin voru geymd þangað til yfir­kjör­stjórn sneri aftur til starfa um hádeg­is­bil á sunnu­dag.

Skekkja kom strax í ljós

Ingi segir að ábend­ing hafi borist frá lands­kjör­stjórn um að það mun­aði litlu að jöfn­un­ar­manna­hringekja á lands­vísu færi af stað ef ein­hverju hefði skeikað í taln­ingu í kjör­dæm­inu. Í gær­morgun var þannig ljóst að ef atkvæði til Við­reisnar væru tveimur færri en loka­tölur sem gefnar höfðu verið upp í Norð­vest­ur­kjör­dæmi segðu til um, myndi staðan breyt­ast.

Tvær ólíkar talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi.

Lands­kjör­stjórn beindi einnig ábend­ingu til kjör­stjórnar í Suð­ur­kjör­dæmi um að mjótt væri á munum þar upp á breyt­ingar að gera og þar á að telja aftur í kvöld, eftir að nokkur fram­boð settu fram beiðnir um end­ur­taln­ingu.

Ingi segir við Kjarn­ann að yfir­kjör­stjórnin hafi í ljósi þeirrar ábend­ingar sem barst frá lands­kjör­stjórn­inni ákveðið að prófa að telja einn bunka atkvæða og þar hafi strax komið í ljós mis­ræmi. Því hafi verið tekin sam­eig­in­leg ákvörðun í yfir­kjör­stjórn­inni um að telja öll atkvæðin í kjör­dæm­inu aft­ur.

„Það barst ábend­ing um að það mun­aði litlu á milli kjör­dæma varð­andi jöfn­un­ar­sæti. Þá ákváðum við að skoða einn lista­bók­staf og þá kom það í ljós að það höfðu mis­lagst þar nokkur atkvæði og fyrst að það var svona var ákveðið að end­ur­telja þetta allt til að þetta væri allt pott­þétt,“ segir Ingi. Þá fékkst önnur nið­ur­staða og jöfn­un­ar­manna­hringekjan fór á fleygi­ferð, með þeim afleið­ingum sem urðu ljósar í gær.

Ingi segir að allir í yfir­kjör­stjórn­inni sinni sínu starfi af bestu heil­ind­um, ráð­ist hafi verið end­ur­taln­ing­una af því að yfir­kjör­stjórnin vildi hafa nið­ur­stöð­una rétta.

Heim­ilt að stemma af, að skil­yrðum upp­fylltum

Í dag hafa verið settar fram spurn­ingar um hvort heim­ilt sé að ráð­ast í end­ur­taln­ingu atkvæða eins og gert var í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og til stendur að gera í Suð­ur­kjör­dæmi í kvöld. Einnig hefur því verið velt upp, meðal ann­ars af þing­manni Pírata, hvort heim­ilt hafi verið að ráð­ast í gæða­út­tektir eða afstemm­ingar á atkvæðum í þessum kjör­dæmum að umboðs­mönnum fram­boða fjar­stödd­um. Ekk­ert sé minnst á end­ur­taln­ingu í ákvæðum laga.

Kristín Edwald for­maður lands­kjör­stjórnar segir við Kjarn­ann að það sé rétt að það standi ekk­ert um end­ur­taln­ingu atkvæða í lögum um kosn­ingar til Alþing­is, en að yfir­kjör­stjórn í hverju kjör­dæmi beri ábyrgð á taln­ing­unni, fram­kvæmd hennar og að sjálf­sögðu því að hún sé rétt.

Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Mynd: LEX

Hún segir enn­fremur að yfir­kjör­stjórn hafi heim­ildir til að end­ur­telja, eða stemma sig af, að upp­fylltum skil­yrðum sem almennt gilda um taln­ingu atkvæða. Þau skil­yrði eru meðal ann­ars þau að taln­ing fari fram fyrir opnum tjöld­um, umboðs­menn fái að vera við­staddir og að með­ferð kjör­gagna sé í sam­ræmi við lög.

Loka­tölur til fjöl­miðla þýða ekki að öllu sé lokið

Í lögum um kosn­ingar til Alþingis segir að yfir­kjör­stjórnir skuli skila nið­ur­stöðum sínum til lands­kjör­stjórnar „taf­ar­laust“.

Spurð hvort mis­brestur hafi orðið á því útskýrir Kristín að málið sé flókn­ara en svo að loka­töl­unum beri að skila inn til lands­kjör­stjórnar um leið og þær hafi verið gefnar út til fjöl­miðla. Taln­ingu atkvæða sé nefni­lega ekki form­lega lokið af hálfu yfir­kjör­stjórna fyrr en búið sé að fara yfir breytta kjör­seðla og senda þær nið­ur­stöður til lands­kjör­stjórn­ar. Þeirri vinnu sé ekki enn lok­ið.

Engin til­mæli frá lands­kjör­stjórn um gæðaprufur

Lands­kjör­stjórn lét, eins og áður hefur komið fram, yfir­kjör­stjórn­irnar tvær vita af því að fá atkvæði gætu breytt þing­manna­skip­an. Kristín segir að í þeim ábend­ingum hafi ekki falist nein til­mæli um að rýna sér­stak­lega í taln­ing­una að nýju.

Auglýsing

„Nei, engin til­mæli og ekki neitt, enda höfum við ekk­ert um það að segja. Hins vegar sáum við á þeim nið­ur­stöðum sem yfir­kjör­stjórnir höfðu gefið fjöl­miðlum upp að það mun­aði mjög litlu, það mun­aði tveimur atkvæð­u­m,“ segir Krist­ín.

Hún bætir því við að yfir­kjör­stjórn­irnar hafi verið látnar vita, meðal ann­ars til að hægt væri að upp­lýsa umboðs­menn stjórn­mála­flokk­anna um stöð­una, svo þeir gætu tekið ákvarð­anir með full­nægj­andi upp­lýs­ingar undir hönd­um. Umboðs­menn gætu til dæmis viljað óska eftir end­ur­taln­ingu í ljósi þess hve fá atkvæði þyrftu að hnikast til svo úrslit breytt­ust.

Vilja útrýma vafa um rétta nið­ur­stöðu í Suð­ur­kjör­dæmi

Kjarn­inn beindi spurn­ingum um gæða­út­tekt­ina sem fram­kvæmd var í Suð­ur­kjör­dæmi til Þóris Har­alds­sonar for­manns yfir­kjör­stjórnar þar. Hann segir að end­ur­taln­ing kvölds­ins sé að mati yfir­kjör­stjórnar „um­fram laga­skyld­u“.

„Það að telja aftur er að okkar mati umfram laga­skyldu en er af okkar hálfu ætlað að útrýma öllum vafa um að rétt nið­ur­staða fáist og þannig nái vilji kjós­enda fram að ganga - sem er jú til­gang­ur­inn með lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um,“ segir Þórir í skrif­legu svari til Kjarn­ans.

Um gæða­út­tekt gær­dags­ins segir hann: „Yf­ir­kjör­stjórn ber ábyrgð á sinni fram­kvæmd og þegar kom í ljós að mjög fá atkvæði skildu fram­bjóð­endur að, ákváðum við að gera gæða­út­tekt á eigin vinnu­brögð­um. Hún fólst í því að yfir­fara flokkun atkvæða í hluta af atkvæða­bunkum sem fyrir lágu. Við álitum það vera okkar skyldu en engin end­ur­taln­ing fór fram. Umboðs­menn fram­boða voru ekki við­staddir þessa gæða­út­tekt,“ segir Þór­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent