Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti

Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann treysta kjör­stjórn­um, bæði lands­kjör­stjórn og yfir­kjör­stjórn að gera það sem þarf að gera varð­andi skoðun á end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. „Rétt skal vera rétt,“ segir hún.

„Maður fær ákveðið óbragð í munn­inn þegar maður skoðar og horfir yfir þetta. Eitt af því sem við höfum talið okkur til tekna og sem hefur verið fram­lag okkar á alþjóða­vett­vangi er þunga­vigt okkar í jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál­um. Hluti af mann­rétt­indum er að lýð­ræð­is­legar kosn­ingar fari rétt fram og eins og þetta blasir við núna þá eru ein­hver ónot vegna þessa í mann­i.“

Hún seg­ist jafn­framt vona að málið rýri ekki ásýnd Íslend­inga í málum sem þess­um. „Það má ekki vera í þessu eitt­hvað vina­hygli eða annað – eða slöpp fram­kvæmd. Það bara má ekki vera slök fram­kvæmd á umgjörð kosn­inga.“

Auglýsing

Nauð­syn­legt að fá hið rétta fram

Þor­gerður Katrín segir að málið dragi fram umræðu um jafnt atkvæða­vægi. Í grein sem þing­menn Við­reisnar rit­uðu í októ­ber 2020 kom fram sú skoðun að kosn­ing­ar­réttur manna mætti ekki vera skipti­mynt á hinu póli­tíska sviði. Atkvæða­vægi lands­manna ætti að vera hið sama hvar sem þeir búa á land­inu. Aðeins þannig yrðu þing­menn raun­veru­lega þing­menn allra lands­manna. Það yki sam­kennd, skiln­ing, sam­starf og yfir­sýn og ýtti undir að þeir ynnu að fram­fara­málum fyrir landið allt.

Hún nefnir í þessu sam­hengi umræðu um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá. „Í stjórn­ar­skrár­vinn­unni voru stjórn­ar­flokk­arnir ófá­an­legir til að ræða að jafnt vægi atkvæða í stjórn­ar­skrá. Það sýnir sig að þó að þetta snerti í dag ein­ungis ein­hverjar kenni­tölur ein­stak­linga á milli kjör­dæma þá dregur þetta líka fram að það væri mikið ein­fald­ara að hafa landið eitt kjör­dæmi – og þannig sjálf­krafa hefði einn maður eitt atkvæð­i.“

Hún ítrekar að þau í Við­reisn líti svo á að nauð­syn­legt sé að fá hið rétta fram í þessu máli.

„Nátt­úru­lega ótrú­legt að upp­lifa þetta“

Guð­mundur Gunn­ars­son, odd­viti fram­boðs­lista Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sagði í við RÚV í gær að kanna þyrfti betur hverskyns mis­tök hefðu orðið í taln­ingu atkvæða í hans kjör­dæmi. Sam­kvæmt fyrstu nið­ur­stöðum kosn­ing­anna var Guð­mundur inni á þingi sem jöfn­un­ar­þing­maður en eftir end­ur­taln­ingu í gær komst hann ekki á þing.

„Þetta er nátt­úru­lega ótrú­legt að upp­lifa þetta sem nýliði í þessu“ segir Guð­mundur við RÚV. „Við vorum við­stödd þarna þegar úrslitin voru kunn­gjörð eftir end­ur­taln­ingu. Þá kemur í ljós að þessi hringekja jöfn­un­ar­þing­manna fer að stað með þessum afleið­ingum sem við höfum séð“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent