„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi

Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.

Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
Auglýsing

Olaf Scholz, leið­togi Jafn­að­ar­manna­flokks­ins sem hlaut flest atkvæði (25,7 pró­sent) í þing­kosn­ing­unum í Þýska­landi í gær, segir lík­leg­ast að næsta rík­is­stjórn verði auk flokks hans skipuð Græn­ingjum og Frjáls­lyndum demókröt­um. Kristi­legir demókrat­ar, flokkur Ang­elu Merkel, fengu 24,1 pró­sent atkvæða og hafa líkt og Jafn­að­ar­menn lýst því yfir að þeir vilji leiða kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur.

­For­menn allra flokka sem náðu kjöri eru sagðir ætla að hitt­ast í dag og kanna jarð­veg­inn fyrir við­ræð­um. Þótt Jafn­að­ar­menn og Kristi­legir demókrat­ar, sem eiga báðir sæti í frá­far­andi rík­is­stjórn, hafi náð mestu fylgi í kosn­ing­unum vilja margir meina að sig­ur­veg­ari þeirra sé flokkur Græn­ingja sem jók fylgi sitt mest allra flokka eða í 15 pró­sent.

Á fyrsta blaða­manna­fundi Scholz eftir kosn­ing­arnar spurði breskur blaða­maður hann hvort hann hygð­ist senda vöru­bíl­stjóra til Bret­landseyja þar sem skortur á þeim hefur orðið til þess að teppa og setja stundum veru­lega úr skorðum afhend­ingu vara á borð við mat­væli.

Auglýsing

„Frjáls för vinnu­afls er hluti af Evr­ópu­sam­band­inu og við lögðum mikið á okkur til að sann­færa Breta um að ganga ekki úr því,“ var svar Scholz. Hann benti svo á að mögu­lega mætti rekja skort á vöru­bíl­stjórum í Bret­landi til of lágra launa. Eftir þetta afger­andi svar bætti hann við að auð­vitað væri mik­il­vægt að halda áfram góðum tengslum milli Þýska­lands og Bret­lands.

„Það er skýrt í okkar huga að við ættum að fá umboð til að búa til rík­is­stjórn,“ sagði hann enn fremur á fund­inum og bætti við að Græn­ingjar og Frjáls­lyndir demókratar hafi aukið fylgi sitt „og þess vegna munum við reyna að mynda stjórn með þessum flokk­um“. Sagð­ist hann vilja að slíkar við­ræður hæfust sem fyrst.

Jafnaðarmenn fagna í Þýskalandi. Mynd: EPA

Stjórn sem byggði á félags­hyggju, umhverf­is­vernd og frjáls­hyggju ætti sér sögu og hefð í Þýska­landi. Slíka stjórn þurfi að mynda eigi að vera hægt að „takast á við áskor­anir fram­tíð­ar“.

Scholz lofar að Þjóð­verjar fái nýja rík­is­stjórn fyrir jól. Fyrir svo stuttum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er ekki rík hefð í land­inu. Árið 2017 tók það til dæmis hálft ár að mynda stjórn.

Annar tveggja for­manna flokks Græn­ingja, Robert Habeck, sagði eftir að úrslit kosn­ing­anna voru orðin ljós að honum virt­ist sem Jafn­að­ar­menn væru „fram­fara flokk­ur“ og að vel færi á því að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við þá. Til að ná meiri­hluta á þing­inu þyrfti hins vegar þriðja flokk­inn og nefndi hann líkt og Scholz Frjáls­lynda demókrata. Þessi mögu­lega sam­steypu stjórn hefur verið kennd við umferð­ar­ljós enda grænn litur Græn­ingja, rauður ein­kenn­islitur Jafn­að­ar­manna­flokks­ins og gulur Frjáls­lyndra demókrata. Habeck ítrek­aði svo helstu áherslu­mál flokks­ins. „Allar rík­is­stjórnin verða að grípa til aðgerða til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um.“ Þá leggja Græn­ingjar einnig aðal­á­herslu á útrým­ingu félags­legs mis­réttis í Þýska­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent