„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi

Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.

Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
Auglýsing

Olaf Scholz, leið­togi Jafn­að­ar­manna­flokks­ins sem hlaut flest atkvæði (25,7 pró­sent) í þing­kosn­ing­unum í Þýska­landi í gær, segir lík­leg­ast að næsta rík­is­stjórn verði auk flokks hans skipuð Græn­ingjum og Frjáls­lyndum demókröt­um. Kristi­legir demókrat­ar, flokkur Ang­elu Merkel, fengu 24,1 pró­sent atkvæða og hafa líkt og Jafn­að­ar­menn lýst því yfir að þeir vilji leiða kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur.

­For­menn allra flokka sem náðu kjöri eru sagðir ætla að hitt­ast í dag og kanna jarð­veg­inn fyrir við­ræð­um. Þótt Jafn­að­ar­menn og Kristi­legir demókrat­ar, sem eiga báðir sæti í frá­far­andi rík­is­stjórn, hafi náð mestu fylgi í kosn­ing­unum vilja margir meina að sig­ur­veg­ari þeirra sé flokkur Græn­ingja sem jók fylgi sitt mest allra flokka eða í 15 pró­sent.

Á fyrsta blaða­manna­fundi Scholz eftir kosn­ing­arnar spurði breskur blaða­maður hann hvort hann hygð­ist senda vöru­bíl­stjóra til Bret­landseyja þar sem skortur á þeim hefur orðið til þess að teppa og setja stundum veru­lega úr skorðum afhend­ingu vara á borð við mat­væli.

Auglýsing

„Frjáls för vinnu­afls er hluti af Evr­ópu­sam­band­inu og við lögðum mikið á okkur til að sann­færa Breta um að ganga ekki úr því,“ var svar Scholz. Hann benti svo á að mögu­lega mætti rekja skort á vöru­bíl­stjórum í Bret­landi til of lágra launa. Eftir þetta afger­andi svar bætti hann við að auð­vitað væri mik­il­vægt að halda áfram góðum tengslum milli Þýska­lands og Bret­lands.

„Það er skýrt í okkar huga að við ættum að fá umboð til að búa til rík­is­stjórn,“ sagði hann enn fremur á fund­inum og bætti við að Græn­ingjar og Frjáls­lyndir demókratar hafi aukið fylgi sitt „og þess vegna munum við reyna að mynda stjórn með þessum flokk­um“. Sagð­ist hann vilja að slíkar við­ræður hæfust sem fyrst.

Jafnaðarmenn fagna í Þýskalandi. Mynd: EPA

Stjórn sem byggði á félags­hyggju, umhverf­is­vernd og frjáls­hyggju ætti sér sögu og hefð í Þýska­landi. Slíka stjórn þurfi að mynda eigi að vera hægt að „takast á við áskor­anir fram­tíð­ar“.

Scholz lofar að Þjóð­verjar fái nýja rík­is­stjórn fyrir jól. Fyrir svo stuttum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er ekki rík hefð í land­inu. Árið 2017 tók það til dæmis hálft ár að mynda stjórn.

Annar tveggja for­manna flokks Græn­ingja, Robert Habeck, sagði eftir að úrslit kosn­ing­anna voru orðin ljós að honum virt­ist sem Jafn­að­ar­menn væru „fram­fara flokk­ur“ og að vel færi á því að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við þá. Til að ná meiri­hluta á þing­inu þyrfti hins vegar þriðja flokk­inn og nefndi hann líkt og Scholz Frjáls­lynda demókrata. Þessi mögu­lega sam­steypu stjórn hefur verið kennd við umferð­ar­ljós enda grænn litur Græn­ingja, rauður ein­kenn­islitur Jafn­að­ar­manna­flokks­ins og gulur Frjáls­lyndra demókrata. Habeck ítrek­aði svo helstu áherslu­mál flokks­ins. „Allar rík­is­stjórnin verða að grípa til aðgerða til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um.“ Þá leggja Græn­ingjar einnig aðal­á­herslu á útrým­ingu félags­legs mis­réttis í Þýska­landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent