„Þetta er bara bölvað rugl“

Þingmaður Pírata telur að ekki sé heimild til að endurtelja atkvæði þegar yfirkjörstjórn er búin að skila skýrslu til landskjörstjórnar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Við erum að skoða hvernig lögin eru varð­andi þetta. Við sjáum ekki að það sé heim­ild til að end­ur­telja þegar yfir­kjör­stjórn er búin að skila skýrslu til lands­kjör­stjórnar – þá eru þau bara búin. Þau geta ekki farið að rölta yfir í næsta her­bergi og taka inn­sigli af – sem voru ekki einu sinni til staðar – og end­ur­telja af því bara. Og án þess að umboðs­maður sé til stað­ar, þetta er bara bölvað rugl.“

Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata í sam­tali við Kjarn­ann. Um miðjan dag í gær greindu fjöl­miðlar frá því að öll atkvæði í Norð­vest­ur­kjör­dæmi yrðu talin aftur vegna þess hversu lít­ill munur var á jöfn­un­ar­þing­mönnum á milli kjör­dæma. Ingi Tryggva­son, yfir­maður kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sagði að kjör­stjórn hefði ákveðið að telja atkvæðin aftur vegna lít­ils mun­ar. Eng­inn flokkur hefði farið fram á end­ur­taln­ingu. Eftir end­ur­taln­ing­una færð­ust jöfn­un­ar­sæti flokka á milli kjör­dæma og þannig viku fimm ein­stak­lingar sem töldu sig vera inni á þingi í gær­morgun fyrir öðrum fimm seinni part­inn.

Björn Leví segir að það bjóði upp á „alls konar rugl“ þegar yfir­kjör­stjórn sé búin að senda inn sínar tölur en þegar hún sjái nið­ur­stöð­una á lands­vísu ákveði hún að fara í end­ur­taln­ingu. „Þetta bara gengur ekki.“

Auglýsing

Hvaða tölur á að nota?

„Spurn­ingin hjá okkur er hvort lands­kjör­stjórn ætli að nota töl­urnar sem komu úr upp­runa­legu skýrsl­unni eða end­ur­taln­ing­una. Við sjáum ekki að það sé heim­ild fyrir því í lögum að end­ur­telja yfir­leitt. Það er hægt að kæra upp­runa­legu töl­urnar – upp­runa­legu taln­ing­una – til kjör­bréfa­nefndar og þar yrði ákveðið að end­ur­telja.“

Björn Leví segir að þau hjá Pírötum séu að skoða það hvernig hægt sé að tryggja að farið sé eftir lögum um það hvernig þing­mönnum sé skilað til þings­ins þegar allt kemur til alls. „Síðan gæti komið upp alls konar ves­en, eins og kærur sem kjör­bréfa­nefnd þyrfti að taka afstöðu til sem gæti leitt til ákvarð­ana um það að end­ur­telja. En núna gætu kjör­gögnin verið spillt og þá þyrfti upp­kosn­ing­u.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþingi er kjör­bréfa­nefnd kosin á fyrsta fundi þings­ins eftir kosn­ing­ar. Hlut­verk hennar er að prófa kjör­bréf og kosn­ingu nýkjör­inna þing­manna og vara­þing­manna. Kýs nefndin sér for­mann og fram­sögu­mann og gerir til­lögu til þings­ins um hvort kosn­ing og kjör­gengi þing­manns telj­ist gild.

„Þetta er svo mikið kaos“

Í frétt RÚV í morgun kom fram að óskir hefðu komið fram um end­ur­taln­ingu atkvæða í Suð­ur­kjör­dæmi og muni yfir­kjör­stjórn þar taka afstöðu til þess á fundi í dag. Kristín Edwald, for­maður lands­kjör­stjórn­ar, segir í sam­tali við RÚV að miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar sjái hún ekki þörf á end­ur­taln­ingu í öðrum kjör­dæm­um. Það sé þó yfir­kjör­stjórna á hverjum stað að taka ákvörðun um það enda hafi lands­kjör­stjórn ekki boð­vald yfir yfir­kjör­stjórn­um.

Björn Leví segir í því sam­hengi að ekki sé tími til að end­ur­telja. „Þetta er svo mikið kaos.“

„Við ætlum að funda með lög­fræð­ingum og skoða þetta. Gömlu kosn­inga­lögin eru hnoð­texti og ekk­ert rosa­lega þjált orð­að­ur. En alla­vega er það mjög skýrt að end­ur­taln­ing eða eitt­hvað sem teng­ist því er hvergi í text­anum í lög­un­um. Það er bara talað um taln­ingu og þegar yfir­kjör­stjórn telur þá getur hún alltaf tekið bunk­ann sem hún er búin að telja og talið aft­ur. Þau marg­telja hvort sem er og það er ekk­ert óeðli­legt. En þau voru búin að senda frá sér tölur og þá á taln­ingin að vera búin. Það er ekk­ert sem heitir end­ur­taln­ing eftir þann part. End­ur­taln­ing áður en kjör­stjórn sendir frá sér skýrslu er allt ann­að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent