Sósíalistaflokkurinn ætlar sér að fjármagna róttæka fjölmiðlun

Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð mönnum inn á þing í sinni fyrstu tilraun fær flokkurinn tugmilljónir á hverju ári í framlag úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Féð verður meðal annars nýtt til uppbyggingar róttæks fjölmiðils.

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafi ekki náð mönnum inn á þing í alþing­is­kosn­ingum laug­ar­dags­ins mun flokk­ur­inn fá fram­lög úr rík­is­sjóði næstu fjögur ár, lík­lega um 30 millj­ónir króna á ári eða um 120 millj­ónir á kjör­tíma­bil­inu, í sam­ræmi við fylgið sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­un­um, 4,1 pró­sent.

Þetta fé ætlar flokk­ur­inn meðal ann­ars að nota til þess að fjár­magna rót­tækan fjöl­mið­il, sam­kvæmt því sem Gunnar Smári Egils­son for­maður fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins sagði í við­tali á Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un.

Slíkur mið­ill er þegar til og Gunnar Smári verið í for­grunni hjá Sam­stöð­inni, sem er „sam­fé­lags­sjón­varp og vett­vangur fyrir rót­tæka sam­fé­lags­um­ræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meg­in­straum­smiðla,“ eins og segir á vef stöðv­ar­innar.

„Við ætlum að byggja upp fjöl­miðla til að styrkja rödd hinna fátæku og kúg­uð­u,“ sagði Gunnar Smári í við­tal­inu.

Hið sama var Gunnar Smári áður búinn að boða í umræðu­hópi Sós­í­alista­flokks­ins, en þar sagði hann að hann teldi flokk­inn í góðri stöðu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing.

Auglýsing

„Flokk­ur­inn fær styrk sem hann getur notað til að byggja upp öfl­uga alþýðu­hreyf­ingu og rót­tæka fjöl­miðl­un, án þess að þurfa að sitja á Alþing­i,“ skrif­aði Gunnar Smári þar og bætti við að miðað við úrslit kosn­ing­anna hefði flokk­ur­inn ekki lent í neinni lyk­il­stöðu þar, heldur orðið „enn einn þing­flokk­ur­inn í stjórn­ar­and­stöðu að glíma við ofríki rík­is­stjórn­ar­innar á þing­i.“

Ekki svekktur

Gunnar Smári sagði í við­tal­inu á Bít­inu að hann væri ekki svekktur vegna úrslita kosn­ing­anna, nema fyrir hönd þeirra sem höfðu lagt mikið á sig í kosn­inga­bar­átt­unni og fengu ekki að upp­skera í sam­ræmi við vænt­ingar sín­ar.

Hann sagði að bar­átta Sós­í­alista­flokks­ins haldi áfram þrátt fyrir að hún verði ekki háð inni á þingi, heldur utan þess. Mark­miðið sé að halda áfram að „end­ur­reisa verka­lýðs­hreyf­ing­una, byggja upp önnur almanna­sam­tök og byggja upp bar­áttu í sam­fé­lag­inu fyrir þeim hags­munum sem hafa setið eft­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent