„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum

Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.

Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
Auglýsing

„Tryggðin við gamla kerf­ið, fjór­flokka­kerf­ið, er greini­lega enn mjög mik­il,“ sagði full­trúi Kvenna­list­ans svekkt í sjón­varps­sal á kosn­inga­kvöld árið 1991, þegar fyrstu tölur úr flestum kjör­dæmum lands­ins höfðu skilað sér í hús.

Fjór­flokk­ur­inn; Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Alþýðu­flokkur og Alþýðu­banda­lag­ið, hafði þá sam­eig­in­lega hlotið næstum 9 af hverjum 10 atkvæðum sem höfðu verið talin í fyrsta kast­inu, öllu meira en hafði verið raunin fjórum árum fyrr er flokk­arnir fjórir fengu ein­ungis um 75 pró­sent atkvæða – sem heyrði til tíð­inda.

Þessi tryggð við fjór­flokk­inn, eins og fjórir rót­grón­ustu flokkar lands­ins og arf­takar þeirra eru enn oft kall­að­ir, var ekk­ert nýtt og hélst lengi enn. Á und­an­förnum ára­tug hafa hlut­irnir þó breyst ansi hratt og nýir flokkar náð að setja mark sitt á íslensk stjórn­mál svo um mun­ar.

Auglýsing

Nið­ur­staða alþing­is­kosn­ing­anna í gær var sú að flokk­arnir fjórir fá sam­an­lagt sína næst­verstu nið­ur­stöðu frá upp­hafi, 64,2 pró­sent. Flokkar sem stofn­aðir hafa verið á und­an­förnum ára­tug fá á móti vel rúm­lega þriðj­ungs­fylgi.

Versta nið­ur­staðan 2016

Í kosn­ing­unum árin 2007 og 2009 fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Fram­sókn sam­an­lagt um 90 pró­sent atkvæða eins og oft­ast hafði verið raunin um ára­tuga­skeið.

Í kosn­ing­unum árið 2013 féll sam­an­lagt fylgi fjór­flokks­ins hins vegar niður í 74,9 pró­sent og síðan þá hefur það enn dvín­að.

Fjór­flokk­ur­inn fékk ein­ungis 62,1 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2016, sem er versta sam­an­lagða nið­ur­staða þess­ara flokka frá upp­hafi, en rétti ögn úr kútnum og fékk 65 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Núna árið 2021 er nið­ur­staðan síðan afar svipuð og síð­ast, sem áður seg­ir.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent