Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis

Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Auglýsing

Ef vægi atkvæða á lands­vísu hefði verið jafnt á milli flokka í kosn­ing­unum í gær hefði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fengið 17 þing­menn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 12. Svo var ekki og nið­ur­staðan er sú að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 13 þing­menn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ein­ungis 16.

Þor­kell Helga­son stærð­fræð­ing­ur, sem hefur ásamt fleirum ítrekað vakið máls á þess­ari skekkju sem hefur komið fram í kosn­inga­kerf­inu í und­an­förnum kosn­ing­um, gerði þetta að umtals­efni í færslu á Face­book fyrr í dag og benti á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri nú að fá einn auka­mann sökum þess að jöfn­un­ar­sæt­in, sem eru níu tals­ins í kjör­dæm­unum sex, eru of fá miðað við kjör­dæma­sæt­in.

Árin 2013 og 2017 fékk Fram­sókn einnig einu þing­sæti of mikið miðað við það sem lands­fylgi hans stóð und­ir.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem nú tapar á þess­ari skekkju, fékk auka­mann árið 2016.

Jöfn­uður á milli flokka hvað atkvæða­vægi varðar hefur því ekki náðst í fernum alþing­is­kosn­ingum í röð, en ástæðan fyrir þessu er sú að kjör­dæm­is­sæti eru of mörg og jöfn­un­ar­sætin eru of fá til þess að þau nái að gera það sem ætl­ast er til af þeim, að jafna vægi atkvæða eftir flokk­um.

Afar skýrt skýrt dæmi um þennan ágalla kerf­is­ins komu fram í kosn­ing­unum árið 2017, er Sam­fylk­ingin fékk einum þing­manni færri en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði á lands­vísu.

„Eina var­an­lega lausnin á þessu er að hafa skilin á milli kjör­dæm­is- og jöfn­un­ar­sæta fljót­andi; sem sagt að þau séu í raun öll ígildi jöfn­un­ar­sæta. Þetta og margt annað þarf að lag­færa í gild­andi kosn­inga­lög­um!“ skrif­aði Þor­kell í færslu sinni um mál­ið.

Stjórn­mála­fræði­pró­fessor ítrekað gagn­rýnt aðgerða­leysi þings­ins

Ólafur Þ. Harð­ar­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands er annar sem hefur ítrekað gagn­rýnt að stjórn­mála­menn grípi ekki til ráð­staf­ana til að jafna vægi atkvæða eftir flokkum á lands­vísu, þrátt fyrir að skekkjan hafi sýnt sig í fleiri kosn­ingum í röð.

Auglýsing

Hann sagði fyrr á árinu að það væri „ekki boð­legt“ ef raunin yrði sú að ekki tæk­ist að jafna vægið fjórðu kosn­ing­arnar í röð og hefur talað mikið um málið er hann hefur verið kall­aður til sem álits­gjafi í aðdrag­anda kosn­inga núna. Þegar skoð­ana­kann­anir gerðu ráð fyrir því að Sós­í­alista­flokk­ur­inn næði inn þing­mönnum og flokkar á þingi yrðu níu tals­ins, var útlit fyrir að jöfn­un­ar­manna­kerfið myndi hrein­lega springa.

Þingið hafði kost á því að grípa til breyt­inga hvað þetta varðar fyrr á þessu ári, en ein­ungis ein­faldan þing­meiri­hluta þarf til þess að breyta fjölda jöfn­un­ar­þing­sæta. Það var ekki gert.

Málið var til nokk­urrar umræðu í vor er verið var að ræða breyt­ingar á kosn­inga­lög­um, en þá náð­ist engin sam­staða á þingi um að fjölga jöfn­un­ar­þing­sætum til þess að laga misvægi atkvæða eftir flokk­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent