Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu

Ein ástæðna flokkamisvægisins er hlutfallslega misjafnt vægi kjördæmanna, skrifar Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor. „Eina trygga lausnin felst í því er að afmá skilin milli kjördæmis- og jöfnunarsæta, og það helst með öllu.“

Auglýsing

Fyr­ir­komu­lag kosn­inga til Alþingis hefur verið stokkað upp nokkuð reglu­lega á minna en tveggja ára­tuga fresti; á árunum 1933-34, 1942, 1959, 1983-1987 og 1999-2000.

Til­efnið hefur að jafn­aði verið aðlögun að búsetu­breyt­ing­um. Upp­taln­ingin hefst 1933 þegar gerð varð sú mikla kerf­is­breyt­ing að tekin voru upp jöfn­un­ar­sæti (þá kölluð upp­bót­ar­sæti) til þess að stuðla að jöfn­uði á milli flokka, þ.e. hlut­falls­legu sam­ræmi milli lands­fylgis flokk­anna og þing­manna­tölu þeirra.

Full­yrða má að jöfn­uður af þessi tagi hafi verið meg­in­mark­mið lög­gjafans í öllum breyt­ingum kosn­inga­á­kvæða á umræddu tíma­bili. Fullum jöfn­uði var þó ekki náð fyrr en með þeirri breyt­ingu sem tók gildi 1987. Upp­stokk­unin um síð­ustu alda­mót hafði sama mark­mið. Fullur jöfn­uður hélst í öllum sjö þing­kosn­ingum frá 1987 til og með þeim 2009. Síðan hefur hallað undan fæti. Í síð­ustu þrennum kosn­ing­um, 2013, 2016 og 2017, hefur eitt sæti lent hjá óverð­skuld­uðum flokki og þá auð­vitað á kostnað ann­ars flokks. Þetta er svo sem minni ójöfn­uð­ur, en var allan tím­ann fram til 1987. Engu að síður byggð­ist þing­meiri­hluti þeirrar rík­is­stjórnar sem tók við eftir kosn­ing­arnar 2016 á slíku umfram­sæti.

Auglýsing

Nú eru enn blikur á lofti. Skoð­ana­kann­anir og hermdar kosn­ingar á grund­velli þeirra (með svoköll­uðum Kosn­inga­hermi, tæki sem er í loka­þró­un) benda til þess að ójöfn­uður kunni að verða á milli þing­flokka í kjöl­far kom­andi kosn­inga; að eitt – jafn­vel tvö – sæti kunni að lenda hjá flokki eða flokkum sem eigi þau ekki skilið miðað við lands­fylgi.

Það er póli­tískt mats­at­riði hvort það sé keppi­kefli að þing­styrkur flokka end­ur­spegli heild­ar­úr­slit kosn­inga. Þó verður ekki annað séð en að flokk­arnir séu ein­huga um að svo skuli vera. Sá flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem þurfti að fórna þing­sætum með breyt­ing­unum á níunda ára­tugn­um, studdi breyt­ing­arnar þá og um leið­mark­mið­setn­ingu sem þá var fest í stjórn­ar­skrá að „[v]ið úthlutun þing­sæta sam­kvæmt kosn­inga­úr­slitum skal gæta þess svo sem kostur er að hver þing­flokkur fái þing­manna­tölu í sem fyllstu sam­ræmi við heild­ar­at­kvæða­tölu sína.“

Hver er orsök misvægis milli flokka og hvað er til ráða?

Ein ástæðna flokka­misvæg­is­ins er hlut­falls­lega mis­jafnt vægi kjör­dæmanna, sem er hér meira en þekk­ist í lönd­unum í kringum okk­ur. Þó er meg­in­á­stæða misvægis milli flokka sú að jöfn­un­ar­sætin eru of fá, en þau hafa þann beina til­gang að ná umræddum jöfn­uði. Þetta má líka orða þannig að of stór hluti þing­sæta eru kjör­dæm­is­sæti. Vand­inn er sá að lög­gjaf­inn hefur alltaf skorið jöfn­un­ar­á­kvæðin við nögl. Því hefur þurft, og þarf nú, að stokka upp kerf­ið.

Eina trygga lausnin felst í því er að afmá skilin milli kjör­dæm­is- og jöfn­un­ar­sæta, og það helst með öllu. Í þess stað verði kveðið á um að fyrst sé öllum þing­sæt­un­um, sem nú eru 63, skipt á milli flokk­anna í hlut­falls­legu sam­ræmi við lands­fylgi þeirra. Ef vill, verði þetta þó ein­skorðað við þá flokka sem ná 5% lands­fylgi, sbr. þrösk­uld­inn núver­andi. Að þessu gefnu sé sæt­unum útdeilt til kjör­dæm­is­list­anna eftir úrslitum í hverju þeirra eins og frekast er kost­ur. M.ö.o. að jöfn­unin milli flokk­anna brengli sem minnst hreina hlut­fallsút­hlutun í hverju kjör­dæmi.

Reiknitil­raunir með fyrr­nefndum kos­inga­hermi sýna að vel má útfæra þetta á þann veg að bæði sjón­ar­miðin – virð­ing við vilja kjós­enda hvers kjör­dæmis og um leið við vilja kjós­enda í heild sinni – séu í heiðri höfð. Fyrra mark­miðið næst ekki síður en með núver­andi órök­réttu skipt­ingu sæta í kjör­dæm­is- og jöfn­un­ar­sæti. Og seinna mark­miðið næst alfar­ið. Um þetta má t.d. lesa í umsögn höf­undar þessa pistils um þing­mál á nýliðnu þingi; sjá hér. Ítar­lega grein höf­undar um umbætur á kosn­inga­kerf­inu er auk þess að finna í haust­hefti tíma­rits­ins Stjórn­mál og stjórn­sýsla frá 1984; sjá hér.

Höf­undur er fyrr­ver­andi pró­fess­or.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar