Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði

„Vatnajökulsþjóðgarður hefur með þessum framkvæmdum valdið óþörfum og óafturkræfum spjöllum á náttúru og landslagi í Jökulsárgljúfrum og lítið aðhafst til að bæta úr því,“ skrifar Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður.

Auglýsing

Á Íslandi höfum við þrjá þjóð­garða sem sam­tals þekja um 15% af flat­ar­máli lands­ins. Mark­mið þeirra er meðal ann­ars að vernda nátt­úru- og menn­ing­arminjar, leyfa nátt­úr­unni að þró­ast eftir sínum eigin lög­málum en um leið gefa almenn­ingi kost á að njóta hennar með þeim tak­mörk­unum sem nauð­syn­legar eru til vernd­unar vist­kerfa, líf­rík­is, jarð­minja og menn­ing­arminja svo eitt­hvað sé nefnt. Hug­myndir eru uppi um að fjölga þjóð­görðum og koma á fót mið­há­lend­is­þjóð­garði sem umhverf­is­ráð­herra dreymir um. Er það skyn­sam­legt og tryggja þjóð­garðar að passað sé upp á við­kvæma nátt­úru lands­ins? Hér verður sagt frá nýlegri vega- og stíga­gerð í Jök­ulsár­gljúfrum innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem fær mann til að efast um að svo sé. Vatna­jök­uls­þjóð­garður státar af því að hafa verið sam­þykktur á heimsminja­skrá UNESCO og mætti því ætla að stjórn­endum hans væri sér­lega umhugað að vanda vel til verka við allar sínar fram­kvæmd­ir.

Auglýsing

Vega­gerð í Vest­ur­dal

Sum­arið 2020 vakti und­ir­rituð athygli almenn­ings á vega­gerð sem þá stóð yfir í Vest­ur­dal við Hljóða­kletta, innan Jök­ulsár­gljúfra í Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Þar var Vega­gerðin að leggja háan veg og há og mikil bíla­stæði í algjöru ósam­ræmi við við­kvæmt lands­lag svæð­is­ins og þá stað­reynd að í Vest­ur­dal var ein­stakt tjald­svæði, gert frá nátt­úr­unnar hendi. Vatna­jök­uls­þjóð­garður og þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfrum brugð­ust við frétt­inni og vörðu fram­kvæmd­ina og það gerði einnig Vega­gerðin . Í kjöl­farið kærði SUNN (Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi) fram­kvæmd­ina og í fram­hald­inu var hún stöðvuð.

Utanvegaakstur eftir efnisflutninga úr stíg nálægt Rauðhólum.

Stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs fund­aði þann 10. ágúst 2020 í Jök­ulsár­gljúfrum og bók­aði þá eft­ir­far­andi um vega­gerð­ina í fund­ar­gerð:

„Stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs styður þá nið­ur­stöðu Vega­gerð­ar­innar að stöðva vega­fram­kvæmdir í Vest­ur­dal í Jök­ulsár­gljúfrum í tengslum við kæru SUNN (Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi) til úrskurð­ar­nefndar um umhverf­is- og auð­linda­mál. Kæran snýr að fram­kvæmdum við að lag­færa núver­andi aðkomu­veg að Vest­ur­dal og bíla­stæði við upp­haf göngu­leiðar um Hljóða­kletta.

Stjórn felur svæð­is­ráði norð­ur­svæð­is, fram­kvæmda­stjóra og þjóð­garðs­verði svæð­is­ins að vinna að lausn máls­ins með full­trúum Vega­gerð­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­lags­ins Norð­ur­þings og SUNN þar sem mark­miðið er að ná sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu og sátt um vega­fram­kvæmdir sem valdi sem allra minnstum áhrifum á ein­staka nátt­úru og ásýnd svæð­is­ins í Vest­ur­dal.“

Með þess­ari bókun stjórnar batt und­ir­rituð vonir við að Vatna­jök­uls­þjóð­garður myndi vinda ofan af þess­ari skelfi­legu fram­kvæmd, fá fag­að­ila að mál­inu, setj­ast niður með þeim aðilum sem málið vörð­uðu og finna á því far­sæl­lega lausn. Til þess hefði verið nauð­syn­legt að byrja á því skoða málin heild­stætt, skoða stefnu þjóð­garðs­ins fyrir Vest­ur­dal, Hljóða­kletta og Rauð­hóla, hver mark­mið þjóð­garðs­ins væru fyrir þau svæði til fram­tíð­ar, verndun þeirra og nýt­ingu og hvernig best væri að stýra um þau umferð til að upp­fylla þau mark­mið.

Efni úr stíg falið inni í runnum nálægt Rauðhólum.

Slík stefna og vinna við hana er grund­völlur að þeirri upp­bygg­ingu sem á síðan að gera, þ.m.t. vega­gerð, stærð og stað­setn­ingu bíla­stæða, sal­erna, göngu­stíga og fleira. SUNN óskaði eftir því að fá að koma að því að ræða slíka stefnu, mark­mið og leiðir en Vatna­jök­uls­þjóð­garður vildi aðeins fá SUNN til að sam­þykkja eða hafna nýrri hönnun Vega­gerð­ar­innar af veg­inum og bíla­stæðum í Vest­ur­dal og við Hljóða­kletta. Það vildi SUNN ekki enda var ekki að sjá að til­lagan byggði á neinni sýn eða stefnu um svæð­ið. Þar sýndu sam­tökin meiri metnað fyrir ein­stakri nátt­úru Vest­ur­dals en Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur. Nú er vega­gerð í Vest­ur­dal að ljúka og var fram­kvæmt eftir nýju hönnun Vega­gerð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Eitt­hvað ávannst við þetta brölt und­ir­rit­aðrar sum­arið 2020 en því miður er skað­inn í Vest­ur­dal alltof mik­ill og dal­ur­inn verður aldrei sá sami, því mið­ur. Margir vel­unn­arar dals­ins hafa haft sam­band við und­ir­rit­aða vegna þess­ara fram­kvæmda og sumir þeirra sagst ekki treysta sér til að koma aftur í Vest­ur­dal eftir með­ferð Vatna­jök­uls­þjóð­garðs og Vega­gerð­ar­innar á þessu við­kvæma svæði.

Bíla­stæði á Langa­vatns­höfða

Sam­hliða vega­gerð í Vest­ur­dal var lagður vegur upp á Langa­vatns­höfða en það er höfð­inn sem gnæfir yfir Vest­ur­dal, Hljóða­kletta og Rauð­hóla. Við enda veg­ar­ins er bíla­stæði og frá því á að koma, sam­kvæmt skipu­lagi, göngu­leið að útsýn­is­stað yfir svæð­ið. Hvorki er búið að merkja fyrir né gera þá göngu­leið þrátt fyrir margra ára und­ir­bún­ings­tíma og þá stað­reynd að þetta er annað sum­arið sem bíla­stæðið er í notk­un.

Stór efnishrúga utan stígs sunnan við Ás.

Veg­ur­inn og bíla­stæðið á Langa­vatns­höfða voru til þess gerð að draga úr bíla­um­ferð í Vest­ur­dal og voru þau gerð að frum­kvæði Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem vildi jafn­framt að bíla­stæðið myndi ekki sjást frá helstu ferða­manna­stöðum svæð­is­ins. Árið 2010 sendi Vega­gerðin inn könnun á mat­skyldu fyrir þessa fram­kvæmd til Skipu­lags­stofn­unar. Þar segir Vega­gerðin um bíla­stæð­ið:

„Bíla­stæðið verður vestan í Langa­vatns­höfða og bílar sem verður lagt þar munu ekki sjást frá Vest­ur­dal, Hljóða­klettum eða Rauð­hól­u­m.“ (bls. 8).

Skipu­lags­stofnun úrskurð­aði að veg­teng­ingin og bíla­stæðið á Langa­vatns­höfða þyrfti ekki að fara í umhverf­is­mat. Sá úrskurður byggir m.a. á því sem Vega­gerðin heldur fram um bíla­stæðið á Langa­vatns­höfða en í úrskurð­inum segir Skipu­lags­stofn­un:

Áhrif á lands­lag. Fram kemur að í sam­ráði við þjóð­garðs­yf­ir­völd hafi verið lögð áhersla á að draga úr sjón­rænum áhrifum veg­anna og bíla­stæð­anna og stað­setn­ing valin þannig að bíla­stæðin sjá­ist ekki frá mik­il­vægum ferða­manna­stöðum í þjóð­garð­in­um. (bls. 2).

Þar segir einnig:

„Skipu­lags­stofnun ítrekar mik­il­vægi þess að Vega­gerðin og aðrir sem að fram­kvæmd­inni koma við­hafi þá verktil­högun og mót­væg­is­að­gerðir sem kynnt hafa verið við með­ferð máls­ins og vöktun á aðgerðum og áhrif­um.“ (bls. 5).

Utanvegaakstur eftir efnisflutninga inn í skógarrjóður í Ásbyrgi.

Skemmst er frá því að segja að bíla­stæðið á Langa­vatns­höfða er nán­ast upp á háhöfð­anum og sjást bíl­arnir vel af göngu­leiðum á og við Rauð­hóla en sjást ekki úr Vest­ur­dal og Hljóða­klett­um. Það er óásætt­an­legt að Vega­gerðin hafi ekki staðið við að leggja bíla­stæðið þannig að það sæist ekki frá Rauð­hól­um. Hitt er þó enn verra að Vatna­jök­uls­þjóð­garður skuli ekki ganga eftir því að farið sé að þeim óskum sem hann sjálfur kemur fram með og þeim til­mælum sem Skipu­lags­stofnun lagði upp með í úrskurði sín­um. Hvergi er að finna að þessi breyt­ing á stað­setn­ingu bíla­stæð­is­ins hafi verið sam­þykkt á form­legan hátt. Af hverju hefur Vatna­jök­uls­þjóð­garður ekki meiri metnað en þetta fyrir að varð­veita ein­staka nátt­úru og lands­lag Jök­ulsár­gljúfra?

Stíga­gerð í Jök­ulsár­gljúfrum

Kannski er skýr­ingin á metn­að­ar- og aðgerð­ar­leysi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs gagn­vart stað­setn­ingu bíla­stæð­is­ins á Langa­vatns­höfða og vega­gerð­inni í Vest­ur­dal sú að þeim finn­ist svona rask ekk­ert til­töku­mál og algjör óþarfi að láta eitt­hvað sem heitir nátt­úru­vernd þvæl­ast fyr­ir. Það má og glöggt sjá á þeirra eigin fram­kvæmdum við stíga­gerð í Jök­ulsár­gljúfrum sum­arið 2020, en þá réð Vatna­jök­uls­þjóð­garður verk­taka til að ryðja þar þrjá stíga með vinnu­vél. Þær fram­kvæmdir sýna ótrú­lega van­kunn­áttu Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á stíga­gerð og algjört virð­ing­ar­leysi gagn­vart gróðri og annarri nátt­úru svæð­is­ins. Þá sýna þær fram­kvæmdir einnig skiln­ings­leysi þjóð­garðs­ins á að gestir koma í þjóð­garð til að njóta nátt­úru­skoð­un­ar, úti­vistar og hreyf­ingar í óspilltri nátt­úru sem fær að þró­ast eftir sínum eigin lög­mál­um, en ekki til að ganga, hjóla eða ríða eftir stígum þar sem umhverfi stíg­anna er allt í sárum vegna fram­kvæmda þjóð­garðs­ins.

Utanvegaakstur eftir efnisflutninga inn í skógarrjóður í Ásbyrgi.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að í reglu­gerð nr. 300/2020 um Vatna­jök­uls­þjóð­garð segir í 31. grein að

„mann­virkja­gerð, vega-, stíga- og slóða­gerð og hvers­konar efn­istaka innan marka þjóð­garðs­ins sé ein­ungis heimil ef gert er ráð fyrir henni í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun fyrir þjóð­garð­inn.“

Þar segir einnig að gera skuli

„...­deiliskipu­lag fyrir allar fram­kvæmdir innan þjóð­garðs­ins.“

Í 20 gr. reglu­gerð­ar­innar segir enn­fremur að innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sé

„...ó­heim­ilt að valda spjöllum eða raski á nátt­úru, s.s. líf­ríki, jarð­mynd­unum eða lands­lagi, menn­ing­arminjum og mann­virkj­u­m.“

Og er þar m.a. átt við

„... líf­ríki, líf­fræði­lega fjöl­breytni, jarð­veg, plönt­ur, trjá­gróð­ur, gróð­ur­þekju, lands­lag, lands­lags­heild­ir, jarð­mynd­an­ir, vatn,...“

Efnishrúga utan stígs í Ásbyrgi.

Af þessum þremur stígum sem Vatna­jök­uls­þjóð­garður ákvað að láta ryðja með vinnu­vél sum­arið 2020 er einn þeirra alveg nýr og liggur frá nýju bíla­stæði á Langa­vatns­höfða, um 1,6 km leið að Rauð­hól­um. Annar stíg­ur­inn var lítið farin reið­leið frá Ási, austan Ásbyrg­is, sem lá í grónum troðn­ingi en á nú einnig að vera hjóla­stíg­ur, um 4,5 km. Þriðji stíg­ur­inn er hluti af stik­aðri göngu­leið sem hlykkj­ast um skóg­inn í Ásbyrgi, suður frá tjald­svæð­inu og inn á gamlan íþrótta­völl, af þeirri leið voru ruddir 1,5 km ásamt því að ruddur var stígur í gegnum íþrótta­völl­inn. Sam­tals voru því ruddir 7,6 km af stígum sum­arið 2020. Eng­inn þess­ara þriggja stíga eru sam­kvæmt deiliskipu­lagi og a.m.k. einn þeirra er ekki sam­kvæmt gild­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun fyrir Vatna­jök­uls­þjóð­garðs. Þá er mér einnig til efs að við fram­kvæmd­irnar hafi verið hugað að því hvort að á fram­kvæmda­svæð­inu væri að finna sjald­gæfar eða frið­lýstar plöntur eða hvort þar væru hreiður fugla þegar fram­kvæmd­irnar áttu sér stað en allir stíg­arnir eru í vel grónu landi með blóm­gróðri, lyng­gróðri, fjall­drapa, loð­víði, gul­víði og birkikjarri.

Efni utan stígs í Ásbyrgi.

Ekki er hér ætl­unin að fjalla nánar um skort á heild­ar­sýn í stíga­gerð á svæð­inu, skipu­lags­leysi, skringi­lega for­gangs­röðun fram­kvæmda, ein­kenni­lega legu stíg­anna eða þá stað­reynd að sami stígur eigi að vera bæði reið­leið og hjóla­stígur eða jafn­vel reið­leið, hjóla­stígur og göngu­stíg­ur. Haustið 2020 aug­lýsti Vatna­jök­uls­þjóð­garður nýja hjóla­leið í Jök­ulsár­gljúfrum en tveir af þessum stígum koma þar einmitt við sögu. Þar er þess og getið að halda eigi áfram með frek­ari end­ur­bætur á hjóla­leiðum innan þjóð­garðs­ins í sum­ar. Spurn­ing hvort þar verði við­höfð sams­konar vinnu­brögð og sum­arið 2020 og verður nú lýst.

Verk­tak­inn var lát­inn ryðja um 160-180 cm breiða stíga þar sem öllum gróðri, svarð­lagi og hluta af jarð­vegi var rutt úr stíg­unum og aðeins ber moldin skilin eft­ir. Við langvar­andi þurrka og hlý­indi, eins búið er að vera á Norð­aust­ur­landi í sum­ar, rýkur moldin upp úr stíg­unum þegar farið er um þá en í rign­ing­ar­tíð verða svona nið­ur­grafnir mold­ar­stígar að drullu­svaði. Efn­inu sem mokað var upp var ýmist dreift yfir gróna skorn­inga milli þúfna við hlið stíg­anna, sturtað í stórar hrúgur eða hóla með­fram stíg­unum eða því ekið langar leiðir utan stíga til að fela það inni í víð­irunnum og birkikjarri. Og þegar ég tala um hrúgur af gróðri, svarð­lagi og jarð­vegi er ég ekki að tala um eina til tvær hjól­börur heldur hrúgur á stærð við nokkrar stórar heyrúllur eða rúllu­bagga eins og sjást víða á túnum um þessar mund­ir.

Auglýsing

Með­fram lengsta stígnum (4,5 km) voru taldar yfir 100 hrúgur sem standa í 1-10 m fjar­lægð frá stígnum og verður ekki hróflað við nema með öfl­ugri vinnu­vél, aldeilis góð við­bót við lands­lag Jök­ulsár­gljúfra. Upp úr sumum hrúg­unum standa svo birki- og víði­hríslur sem urðu á vegi vinnu­vél­ar­inn­ar. Og ef þeim myndi svo detta í huga að dreifa úr hrúg­unum með vinnu­vél yfir gróið landið í kring yrðu spjöllin enn meiri. Á einum stígnum hafði komið upp mikið af stór­grýti og liggur það nú eins og hrá­viði út um allt með­fram þeim stíg.

Við fram­kvæmd­irnar hefur gróður umhverfis stíg­ana verið kaf­færður með efn­inu. Þar sem efn­inu hefur verið sturtað í hrúgur utan stíga eða ekið með það langar leiðir til að fela hrúg­urnar inni í víð­irunnum og birkikjarri má sjá utan­vega­slóðir af dauðu lyngi, fjall­drapa, eini, gul­víði og loð­víði eftir vinnu­vél­ina. Rétt er að taka fram að búið er að bera möl og trjákurl í stíg­inn í Ásbyrgi en það varla end­ast lengi og kantar hans og umhverfi er allt í sárum eins og að framan er lýst. Það er með ólík­indum að Vatna­jök­uls­þjóð­garður skuli láta vinna stíga með þessum hætti.

>Greinarhöfundur á ferðalagi á Fjallabaki.

Jök­ulsár­gljúfur til­heyra sveit­inni Keldu­hverfi en þar liggja slóðar frá flestum bæjum suður í vel gróna heið­ina og eru þeir nýttir til smöl­un­ar. Við gerð þeirra var oft­ast farið með litla ýtu sem slétt­aði leið­ina en passað var uppá að ýta efn­inu ekki út fyr­ir. Þetta er líka hægt að gera með drátt­ar­vél og tæt­ara eins og þegar jafnað er fyrir girð­ing­um. Mik­il­vægt er halda svarð­lag­inu í stígnum því það bindur jarð­veg­inn. Fyrir um 20 árum gerðu Skóg­rækt rík­is­ins, þá eig­andi Ásbyrgis og Nátt­úru­vernd rík­is­ins, þá umsjón­ar­að­ili þjóð­garðs­ins í Jök­ulsár­gljúfrum um 3 km langan stíg í aust­ur­hluta Ásbyrgis sem nú er kall­aður Skóg­ar­stíg­ur. Áður en stíg­ur­inn var gerður var leiðin valin af kost­gæfni og trjá­gróður grisjaður frá. Stíg­ur­inn var slétt­aður með vél en engu efni var ýtt út fyrir hann, hvorki gróðri, svarð­lagi, jarð­vegi né grjóti. Raskið var því ein­göngu bundið við stíg­inn sjálf­an. Því miður kaus Vatna­jök­uls­þjóð­garður ekki að nota þessa aðferð við stíga­gerð­ina sum­arið 2020 og skilur nú svæðið allt eftir í sár­um. Vega­gerðin gengur þó frá efni sem fellur til við vega­gerð með sóma­sam­legum hætti.

Svona er opin­beru fé varið í Vatna­jök­uls­þjóð­garði „í þágu nátt­úru­verndar og inn­viða­upp­bygg­ing­ar“ í dag. Það upp­lýs­ist hér með að verk­tak­inn sem sá um fram­an­greinda stíga­gerð fyrir Vatna­jök­uls­þjóð­garð í Jök­ulsár­gljúfrum sum­arið 2020 er verk­taka­fyr­ir­tækið Garð­vík á Húsa­vík. Þjóð­garð­ur­inn hefur greini­lega verið ánægður með þeirra störf við stíga­gerð­ina miðað umfang þeirra verk­efna sem þeir vinna að í Jök­ulsár­gljúfrum í sum­ar.

Snemma í vor var athygli full­trúa nátt­úru­vernd­ar­sam­taka í svæð­is­ráði Norð­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vakin á þess­ari stíga­gerð. Í fram­hald­inu var farin vett­vangs­ferð og óskað eftir að málið yrði tekið fyrir á fundi í svæð­is­ráði. Miklar tafir urðu á því að fundur yrði hald­inn en það varð úr þann 29. júní s.l. og var þá lögð fram bókun sem fjallar aðeins um einn stíg af þremur . Þar var enn­fremur óskað eftir því að Land­græðslan yrði fengin til að koma að mál­inu og skera þjóð­garð­inn úr snör­unni. Lítið eða ekk­ert hefur gerst síðan þá.

Að lokum

Vatna­jök­uls­þjóð­garður hefur með þessum fram­kvæmdum valdið óþörfum og óaft­ur­kræfum spjöllum á nátt­úru og lands­lagi í Jök­ulsár­gljúfrum og lítið aðhafst til að bæta úr því. Af þessum dæmum sést enn­fremur hversu þung­lama­leg og óskil­virk stjórn­sýsla Vatna­jök­uls­þjóð­garðs er. Þrátt fyrir lög, reglu­gerð­ir, sam­þykkta stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætl­un, stjórn, svæð­is­ráð og fram­kvæmda­stjóra þá virð­ast þjóð­garðs­verðir hafa nokkuð frjálsar hendur um fram­kvæmdir á sínu svæði enda sjá þeir alfarið um eft­ir­litið með sjálfum sér. Hvað ætli UNESCO finn­ist um þessi vinnu­brögð?

Því er næst að spyrja hæst­virtan umhverf­is­ráð­herra hvort að svona vinnu­bragða megi vænta við fram­kvæmdir á öllum þeim svæðum sem hann hefur frið­lýst á und­an­förnum árum og þeim svæðum sem hann dreymir um að frið­lýsa?

Væri ég spurð í dag hvort ég styddi stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs myndi svarið vera ein­falt NEI, ekki miðað við þessa reynslu. Það þarf eitt­hvað að stokka upp í þessu kerfi ef á að vera hægt að treysta því að unnið sé að heil­indum að nátt­úru­vernd í þjóð­görðum Íslands í dag.

Höf­undur er íbúi í Keldu­hverfi og starf­aði sem land­vörður í þjóð­garð­inum í Jök­ulsár­gljúfrum sumrin 1987-1993 og þjóð­garðs­vörður á sama stað árin 1994-2008.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar