Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta

Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.

Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Auglýsing

„Við höfum ákveðið að gera framkvæmdahlé á svæðinu sem hefur verið kært og fara yfir möguleikana,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar við Kjarnann spurður út í viðbrögð stofnunarinnar við kæru Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN. Hann segir að einnig hafi verið ákveðið að lækka veginn, sem gagnrýni náttúruvernarfólks hefur meðal annars beinst að, og hafi það verið gert til að bregðast við óskum þjóðgarðsvarðar.

Svæðið sem um ræðir er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs en hefur verið þjóðgarður síðan 1973.

Auglýsing

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sendu fyrir helgi kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess var krafist að vegaframkvæmdirnar í Vesturdal og við Hljóðakletta yrðu stöðvaðar. Gerðu samtökin „alvarlegar athugasemdir varðandi verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat og gera kröfu um að betur sé að gætt þegar um svo dýrmætan stað er að ræða“.

Um er að ræða framkvæmdir á hluta Dettifossvegar en sú framkvæmd fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum árið 2006. Stjórn SUNN telur hins vegar eðli þeirra framkvæmda sem staðið hafa yfir í sumar ekki í samræmi við hið fjórtán ára gamla umhverfismat. „Þá kom skýrt fram af hálfu þjóðgarðsyfirvalda að vegabótum um Vesturdal skyldi haldið lágstemmdum til að standa vörð um þá einstöku kyrrð og náttúrufegurð sem einkennir tjaldstæðið í Vesturdal sem vegurinn liggur um. Þess í stað skyldi mæta aukinni umferð með aðkomu að svæðinu upp á Langavatnshöfða, fyrir ofan Hljóðakletta og Vesturdal. Þar er gert ráð fyrir bílastæði fyrir rútur og þá ferðalanga sem staldra [skemur] við en geta notið svæðisins án þess að trufla þá kyrrð sem ríkir í Vesturdal,“ sagði í tilkynningu þeirra um kæruna fyrir helgi.

G. Pétur segir að Vegagerðin hafi haldið fund með kærendum og þjóðgarðsverði á föstudag og að sömu aðilar hafi svo farið í vettvangsferð í gærmorgun.

„Það eru Vegagerðin, Vatnajökulsþjóðgarður og Norðurþing sem eru kærð og við munum í kjölfarið setjast saman yfir málið og skoða möguleikana en vegurinn sem um ræðir er byggður á sama stað og vegurinn sem fyrir var, og síðan er um að ræða tvö plön,“ segir G. Pétur.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent