Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Auglýsing

Tölu­verð hreyf­ing er á fylgi flokka á milli mán­aða sam­kvæmt nýrri könnun MMR, sem birt var í dag. Píratar mæl­ast nú næst stærstir, bæta við sig rúmum tveimur pró­sentum og mæl­ast nú með 15,4 pró­sent fylgi en Sam­fylk­ingin tapar yfir þremur pró­sentum og mælist með 13,1 pró­sent fylg­i. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærstur sem fyrr, með 24 pró­sent fylgi sem er nær hið sama í síð­ustu könnun MMR, sem gerð var 19. júní.

Í kjöl­far þess­ara þriggja flokka koma Vinstri græn með 10,8 pró­sent fylgi sem er nær hið sama og flokk­ur­inn mæld­ist með í júní og þar á eftir er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,6 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn mælist með tveimur og hálfu pró­sentu­stigi meira en í síð­ustu könn­un, er fylgið mæld­ist 6,1 pró­sent. 

Fylgi flokka í júlí 2020. Mynd: MMR

Fram­sókn mælist því stærri en bæði Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn, sem eru með 8,4 pró­sent fylgi. Mið­flokk­ur­inn bætir við sig tæpu hálfu pró­sentu­stigi á milli kann­ana en Við­reisn tapar rúmu einu og hálfu pró­sentu­stigi.

Sós­í­alistar yfir 5 pró­sent

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins fer yfir fimm pró­sent þrösk­uld­inn í þess­ari nýju könnun MMR, en fylgi flokks­ins mæld­ist 3,5 pró­sent í júní. Flokkur fólks­ins mælist með 4 pró­sent fylgi, en mæld­ist með 5,4 pró­sent síð­ast. 

Auglýsing


Rúm tvö pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla sér að kjósa aðra flokka, ef tæki­færi til þess að kjósa gæf­ist í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst

Sam­kvæmt könn­un­inni jókst mældur stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina um tæpt pró­sentu­stig á milli mán­aða, en 47,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust styðja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur.Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er því rúmum fjórum pró­sentum meiri en sam­an­lagt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, en það er nú 43,4 pró­sent í þess­ari nýju könnun og eykst um rúm tvö pró­sentu­stig frá því í jún­í. ­Sam­an­lagt fylgi Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar mælist til sam­an­burðar 36,9 pró­sent, en var 39,5 pró­sent í síð­ustu könnun MMR.Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 23. til 28. júlí, með net­könnun í þýði álits­gjafa MMR, sem valdir eru þannig að þeir end­ur­spegli lýð­fræði­lega sam­etn­ingu þjóð­ar­innar á hverjum tíma. 951 ein­stak­lingur svar­aði könn­un­inni.

Sam­tals voru 78,7 pró­sent sem gáfu upp afstöðu til flokka, en aðrir kváð­ust óákveðnir (6,7 pró­sent), myndu skila auðu (6,9 pró­sent), myndu ekki kjósa (2,7 pró­sent) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,1 pró­sent). 

Myndin sýnir nið­ur­stöðu könn­unar að við­bættum efri og neðri vik­mörkum miðað við 95% örygg­is­bil ásamt sam­an­burði við síð­ustu kann­anir þar á und­an.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi hyggst ekki ætla að bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent