Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Auglýsing

Tölu­verð hreyf­ing er á fylgi flokka á milli mán­aða sam­kvæmt nýrri könnun MMR, sem birt var í dag. Píratar mæl­ast nú næst stærstir, bæta við sig rúmum tveimur pró­sentum og mæl­ast nú með 15,4 pró­sent fylgi en Sam­fylk­ingin tapar yfir þremur pró­sentum og mælist með 13,1 pró­sent fylg­i. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærstur sem fyrr, með 24 pró­sent fylgi sem er nær hið sama í síð­ustu könnun MMR, sem gerð var 19. júní.

Í kjöl­far þess­ara þriggja flokka koma Vinstri græn með 10,8 pró­sent fylgi sem er nær hið sama og flokk­ur­inn mæld­ist með í júní og þar á eftir er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,6 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn mælist með tveimur og hálfu pró­sentu­stigi meira en í síð­ustu könn­un, er fylgið mæld­ist 6,1 pró­sent. 

Fylgi flokka í júlí 2020. Mynd: MMR

Fram­sókn mælist því stærri en bæði Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn, sem eru með 8,4 pró­sent fylgi. Mið­flokk­ur­inn bætir við sig tæpu hálfu pró­sentu­stigi á milli kann­ana en Við­reisn tapar rúmu einu og hálfu pró­sentu­stigi.

Sós­í­alistar yfir 5 pró­sent

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins fer yfir fimm pró­sent þrösk­uld­inn í þess­ari nýju könnun MMR, en fylgi flokks­ins mæld­ist 3,5 pró­sent í júní. Flokkur fólks­ins mælist með 4 pró­sent fylgi, en mæld­ist með 5,4 pró­sent síð­ast. 

Auglýsing


Rúm tvö pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla sér að kjósa aðra flokka, ef tæki­færi til þess að kjósa gæf­ist í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst

Sam­kvæmt könn­un­inni jókst mældur stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina um tæpt pró­sentu­stig á milli mán­aða, en 47,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust styðja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur.Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er því rúmum fjórum pró­sentum meiri en sam­an­lagt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, en það er nú 43,4 pró­sent í þess­ari nýju könnun og eykst um rúm tvö pró­sentu­stig frá því í jún­í. ­Sam­an­lagt fylgi Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar mælist til sam­an­burðar 36,9 pró­sent, en var 39,5 pró­sent í síð­ustu könnun MMR.Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 23. til 28. júlí, með net­könnun í þýði álits­gjafa MMR, sem valdir eru þannig að þeir end­ur­spegli lýð­fræði­lega sam­etn­ingu þjóð­ar­innar á hverjum tíma. 951 ein­stak­lingur svar­aði könn­un­inni.

Sam­tals voru 78,7 pró­sent sem gáfu upp afstöðu til flokka, en aðrir kváð­ust óákveðnir (6,7 pró­sent), myndu skila auðu (6,9 pró­sent), myndu ekki kjósa (2,7 pró­sent) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,1 pró­sent). 

Myndin sýnir nið­ur­stöðu könn­unar að við­bættum efri og neðri vik­mörkum miðað við 95% örygg­is­bil ásamt sam­an­burði við síð­ustu kann­anir þar á und­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent