Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Auglýsing

Töluverð hreyfing er á fylgi flokka á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun MMR, sem birt var í dag. Píratar mælast nú næst stærstir, bæta við sig rúmum tveimur prósentum og mælast nú með 15,4 prósent fylgi en Samfylkingin tapar yfir þremur prósentum og mælist með 13,1 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur sem fyrr, með 24 prósent fylgi sem er nær hið sama í síðustu könnun MMR, sem gerð var 19. júní.

Í kjölfar þessara þriggja flokka koma Vinstri græn með 10,8 prósent fylgi sem er nær hið sama og flokkurinn mældist með í júní og þar á eftir er Framsóknarflokkurinn með 8,6 prósent fylgi. Flokkurinn mælist með tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun, er fylgið mældist 6,1 prósent. 

Fylgi flokka í júlí 2020. Mynd: MMR

Framsókn mælist því stærri en bæði Miðflokkurinn og Viðreisn, sem eru með 8,4 prósent fylgi. Miðflokkurinn bætir við sig tæpu hálfu prósentustigi á milli kannana en Viðreisn tapar rúmu einu og hálfu prósentustigi.

Sósíalistar yfir 5 prósent

Fylgi Sósíalistaflokksins fer yfir fimm prósent þröskuldinn í þessari nýju könnun MMR, en fylgi flokksins mældist 3,5 prósent í júní. Flokkur fólksins mælist með 4 prósent fylgi, en mældist með 5,4 prósent síðast. 

Auglýsing

Rúm tvö prósent aðspurðra sögðust ætla sér að kjósa aðra flokka, ef tækifæri til þess að kjósa gæfist í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Samkvæmt könnuninni jókst mældur stuðningur við ríkisstjórnina um tæpt prósentustig á milli mánaða, en 47,7 prósent aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.


Stuðningur við ríkisstjórnina er því rúmum fjórum prósentum meiri en samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, en það er nú 43,4 prósent í þessari nýju könnun og eykst um rúm tvö prósentustig frá því í júní. Samanlagt fylgi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar mælist til samanburðar 36,9 prósent, en var 39,5 prósent í síðustu könnun MMR.


Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 28. júlí, með netkönnun í þýði álitsgjafa MMR, sem valdir eru þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega sametningu þjóðarinnar á hverjum tíma. 951 einstaklingur svaraði könnuninni.

Samtals voru 78,7 prósent sem gáfu upp afstöðu til flokka, en aðrir kváðust óákveðnir (6,7 prósent), myndu skila auðu (6,9 prósent), myndu ekki kjósa (2,7 prósent) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,1 prósent). 

Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent