Krefjast stöðvunar framkvæmda Vegagerðarinnar við Hljóðakletta

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera alvarlegar athugasemdir við verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat veglagningar við Hljóðakletta. Matið sé fjórtán ára gamalt og framkvæmdir Vegagerðarinnar ekki í samræmi við það.

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, krefj­ast þess að fram­kvæmdir Vega­gerð­ar­innar í Vest­ur­dal og við Hljóða­kletta í Jök­ulsár­gljúfrum verði stöðv­uð. Fram­kvæmdir hafa staðið yfir síðan fyrr í sum­ar. Sam­tökin gera „al­var­legar athuga­semdir varð­andi verk­lag í kringum fram­kvæmda­leyfi og umhverf­is­mat og gera kröfu um að betur sé að gætt þegar um svo dýr­mætan stað er að ræða“.Svæðið sem um ræðir er nú innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs en hefur verið þjóð­garður síðan 1973. Sam­tökin hafa sent kæru til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála vegna athafna Vega­gerð­ar­innar og kraf­ist við­ur­kenn­ingar á ólög­mæti þeirra meðal ann­ars.Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að um sé að ræða fram­kvæmdir á hluta Detti­foss­vegar en sú fram­kvæmd fór í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum árið 2006. Stjórn sam­tak­anna telur hins vegar eðli þeirra fram­kvæmda sem nú standa yfir ekki vera í sam­ræmi við hið fjórtán ára gamla umhverf­is­mat. „Þá kom skýrt fram af hálfu þjóð­garðs­yf­ir­valda að vega­bótum um Vest­ur­dal skyldi haldið lág­stemmdum til að standa vörð um þá ein­stöku kyrrð og nátt­úru­feg­urð sem ein­kennir tjald­stæðið í Vest­ur­dal sem veg­ur­inn liggur um. Þess í stað skyldi mæta auk­inni umferð með aðkomu að svæð­inu upp á Langa­vatns­höfða, fyrir ofan Hljóða­kletta og Vest­ur­dal. Þar er gert ráð fyrir bíla­stæði fyrir rútur og þá ferða­langa sem staldra [skem­ur] við en geta notið svæð­is­ins án þess að trufla þá kyrrð sem ríkir í Vest­ur­dal,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing


Á meðan verið er að byggja upp áður­nefnda aðkomu að Hljóða­klettum um Langa­vatns­höfða telja sam­tökin mik­il­vægt að veg­ur­inn um Vest­ur­dal sam­ræm­ist þeirri upp­lifun sem fylgir því að fara um hann. „Lág­stemmdur vegur sem liggur vel í lands­lag­inu og býður upp á að fara sér hægt og njóta þeirrar ein­stöku nátt­úru­feg­urðar sem dal­ur­inn skart­ar.“

Mikil mis­tökSig­þrúður Stella Jóhanns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfrum, sagði í sam­tali við RÚV að hinn breiði og „mjög upp­hækk­aði“ vegur í Vest­ur­dal sunnan Hljóða­kletta, gnæfi yfir tjald­stæði og spilli lands­lagi. Sagði hún ekki ljóst hver hefði tekið ákvörðun um að hanna svæðið með þessum hætti. Vega­gerðin öll væri mjög mikil mis­tök.

Vegurinn um Vesturdal sunnan Hljóðakletta.„Veg­ur­inn frá Ásbyrgi að Mývatni á að vera ferða­manna­vegur en hann virð­ist fyrst og fremst hafa verið ein­hvers­konar fantasía verk­fræð­ings og gröfu­stjóra,“ skrif­aði rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son á Face­book-­síðu sína nýver­ið. Sagði hann veg­inn gjör­breyta eðli svæð­is­ins frá Ásbyrgi inn í Hljóða­kletta og að vel hefði mátt leggja mal­bik­aðan veg með útskotum eins og gegnum Þing­valla­hraunið eða í sjálfu Ásbyrgi.

Lands­lag sem var mik­ils virði

 „Í stað­inn er búin til upp­byggð hrað­braut eins og mark­miðið sé að kom­ast á sem mestum hraða á milli staða,“ skrif­aði Andri. „Í stað þess að Hljóða­klettar séu dul­ar­fullur staður inn í lands­lag­inu verða þeir eins og vega­sjoppa í veg­kant­in­um. Best­un­ar­mark­mið verk­fræð­inga um að koma manni á 8 mín­útum á stað­inn álíka þroskað og að hraðspóla gegnum kvik­mynd eða hlaupa gegnum Lou­vre til að sjá Mónu Lísu og hlaupa út aft­ur.“Sagði Andri að Hóls­sandur hefði verið „kjörið athafna­svæði fyrir hrað­braut og hrað­teng­ingu við Mývatn“ en „ynd­is­lega grónar heið­arnar vestan megin Jök­ulsár voru lands­lag sem var mik­ils virði í sjálfu sér en veg­ur­inn tekur ekk­ert til­lit til þeirra. Það er mik­il­vægt að vera á vakt­inni þegar nátt­úruperlur og lands­lag eru mis­skildar svona hrapa­lega“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent