Krefjast stöðvunar framkvæmda Vegagerðarinnar við Hljóðakletta

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera alvarlegar athugasemdir við verklag í kringum framkvæmdaleyfi og umhverfismat veglagningar við Hljóðakletta. Matið sé fjórtán ára gamalt og framkvæmdir Vegagerðarinnar ekki í samræmi við það.

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, segir að hinn breiði og „mjög upphækkaði“ vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta, gnæfi yfir tjaldstæði og spilli landslagi.
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, krefj­ast þess að fram­kvæmdir Vega­gerð­ar­innar í Vest­ur­dal og við Hljóða­kletta í Jök­ulsár­gljúfrum verði stöðv­uð. Fram­kvæmdir hafa staðið yfir síðan fyrr í sum­ar. Sam­tökin gera „al­var­legar athuga­semdir varð­andi verk­lag í kringum fram­kvæmda­leyfi og umhverf­is­mat og gera kröfu um að betur sé að gætt þegar um svo dýr­mætan stað er að ræða“.Svæðið sem um ræðir er nú innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs en hefur verið þjóð­garður síðan 1973. Sam­tökin hafa sent kæru til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála vegna athafna Vega­gerð­ar­innar og kraf­ist við­ur­kenn­ingar á ólög­mæti þeirra meðal ann­ars.Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að um sé að ræða fram­kvæmdir á hluta Detti­foss­vegar en sú fram­kvæmd fór í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum árið 2006. Stjórn sam­tak­anna telur hins vegar eðli þeirra fram­kvæmda sem nú standa yfir ekki vera í sam­ræmi við hið fjórtán ára gamla umhverf­is­mat. „Þá kom skýrt fram af hálfu þjóð­garðs­yf­ir­valda að vega­bótum um Vest­ur­dal skyldi haldið lág­stemmdum til að standa vörð um þá ein­stöku kyrrð og nátt­úru­feg­urð sem ein­kennir tjald­stæðið í Vest­ur­dal sem veg­ur­inn liggur um. Þess í stað skyldi mæta auk­inni umferð með aðkomu að svæð­inu upp á Langa­vatns­höfða, fyrir ofan Hljóða­kletta og Vest­ur­dal. Þar er gert ráð fyrir bíla­stæði fyrir rútur og þá ferða­langa sem staldra [skem­ur] við en geta notið svæð­is­ins án þess að trufla þá kyrrð sem ríkir í Vest­ur­dal,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing


Á meðan verið er að byggja upp áður­nefnda aðkomu að Hljóða­klettum um Langa­vatns­höfða telja sam­tökin mik­il­vægt að veg­ur­inn um Vest­ur­dal sam­ræm­ist þeirri upp­lifun sem fylgir því að fara um hann. „Lág­stemmdur vegur sem liggur vel í lands­lag­inu og býður upp á að fara sér hægt og njóta þeirrar ein­stöku nátt­úru­feg­urðar sem dal­ur­inn skart­ar.“

Mikil mis­tökSig­þrúður Stella Jóhanns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þjóð­garðs­vörður í Jök­ulsár­gljúfrum, sagði í sam­tali við RÚV að hinn breiði og „mjög upp­hækk­aði“ vegur í Vest­ur­dal sunnan Hljóða­kletta, gnæfi yfir tjald­stæði og spilli lands­lagi. Sagði hún ekki ljóst hver hefði tekið ákvörðun um að hanna svæðið með þessum hætti. Vega­gerðin öll væri mjög mikil mis­tök.

Vegurinn um Vesturdal sunnan Hljóðakletta.„Veg­ur­inn frá Ásbyrgi að Mývatni á að vera ferða­manna­vegur en hann virð­ist fyrst og fremst hafa verið ein­hvers­konar fantasía verk­fræð­ings og gröfu­stjóra,“ skrif­aði rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son á Face­book-­síðu sína nýver­ið. Sagði hann veg­inn gjör­breyta eðli svæð­is­ins frá Ásbyrgi inn í Hljóða­kletta og að vel hefði mátt leggja mal­bik­aðan veg með útskotum eins og gegnum Þing­valla­hraunið eða í sjálfu Ásbyrgi.

Lands­lag sem var mik­ils virði

 „Í stað­inn er búin til upp­byggð hrað­braut eins og mark­miðið sé að kom­ast á sem mestum hraða á milli staða,“ skrif­aði Andri. „Í stað þess að Hljóða­klettar séu dul­ar­fullur staður inn í lands­lag­inu verða þeir eins og vega­sjoppa í veg­kant­in­um. Best­un­ar­mark­mið verk­fræð­inga um að koma manni á 8 mín­útum á stað­inn álíka þroskað og að hraðspóla gegnum kvik­mynd eða hlaupa gegnum Lou­vre til að sjá Mónu Lísu og hlaupa út aft­ur.“Sagði Andri að Hóls­sandur hefði verið „kjörið athafna­svæði fyrir hrað­braut og hrað­teng­ingu við Mývatn“ en „ynd­is­lega grónar heið­arnar vestan megin Jök­ulsár voru lands­lag sem var mik­ils virði í sjálfu sér en veg­ur­inn tekur ekk­ert til­lit til þeirra. Það er mik­il­vægt að vera á vakt­inni þegar nátt­úruperlur og lands­lag eru mis­skildar svona hrapa­lega“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent