4.200 baðferðir keyptar fyrir ferðagjöfina

Alls hafa 205 milljónir króna af ferðagjöf stjórnvalda verið nýttar nú þegar. Baðstaðir víða um land hafa samtals tekið við 21 milljón króna í formi ferðagjafar en ætla má að sú upphæð hafi nýst fyrir 4.200 baðferðir.

Heimsóknir á baðstaði víða um land vega þungt í notkun á ferðagjöfinni.
Heimsóknir á baðstaði víða um land vega þungt í notkun á ferðagjöfinni.
Auglýsing

Alls hafa 205 millj­ónir króna verið greiddar út í formi ferða­gjafar rík­is­stjórn­ar­innar nú þegar um mán­uður er lið­inn frá því að opnað var fyrir notkun henn­ar. Ferða­gjöf er 5.000 króna ávísun sem ein­stak­lingar með lög­heim­ili á Íslandi, fæddir árið 2002 eða fyrr, geta fengið til kaupa á ein­hvers konar ferða­tengdri þjón­ustu eða afþr­ey­ingu inn­an­lands. Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna ferða­gjaf­ar­innar er um 1.500 millj­ónir króna, þannig að tæp 14% hafa nýtt gjöf­ina það sem af er sumri. Ferða­gjöf­ina þarf að nýta fyrir árs­lok 2020.

AuglýsingMinnst gist á Suð­ur­nesjum og hálend­inuFlestir nýta ferða­gjöf­ina til að kaupa gist­ingu en alls hafa 66 millj­ónir króna í formi ferða­gjafa runnið til gisti­staða víða um land, eða ríf­lega 32 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þeir sem nýta gjöf­ina upp í gist­ingu kjósa flestir að halla sínu höfði á Suð­ur­landi, Vest­ur­landi eða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls hafa 44 millj­ónir króna runnið til gisti­staða á þessum svæð­u­m. Norð­lenskir gisti­staðir hafa tekið við tæpum 11 millj­ónum króna í formi ferða­gjafa sem skipt­ist til­tölu­lega jafnt milli Norð­ur­lands vestra og eystra, rúmar fimm millj­ónir í hvorn lands­hluta. Gisti­staðir á Aust­ur­landi hafa fengið sjö millj­ónir króna í formi ferða­gjafa og á Vest­fjörðum hafa ferða­gjafir að and­virði fjórar millj­ónir króna runnið til gisti­staða. Fæstir nýta ferða­gjöf­ina til að kaupa sér gist­ingu á Suð­ur­nesjum og hálendi Íslands. Hálf milljón króna hefur farið á gisti­staði á Suð­ur­nesjum gegnum ferða­gjöf­ina og innan við tvö hund­ruð þús­und krónur í gist­ingu á hálendi Íslands. Bað­staðir víða um landið trekkja að

 

Nærri jafnhá upp­hæð og runnið hefur til gisti­staða hefur farið í ýmiss konar afþr­ey­ingu, alls 60 millj­ónir króna. Í þeim flokki er ferða­gjöfin mest nýtt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða fyrir 17 millj­ónir króna. Næst mest á Norð­ur­landi eystra þar sem 11 millj­ónir hafa verið skildar eftir í formi ferða­gjafar síð­ast­lið­inn mán­uð. Þar á eftir kemur Aust­ur­land með níu millj­ónir króna í afþr­ey­ingu og átta millj­ónir á Suð­ur­nesj­um. Á Suð­ur­landi hefur ferða­gjöf að and­virði sjö mil­i­jónir verið nýtt til afþrey­ing­ar, fyrir fjórar millj­ónir á Vest­ur­landi og sitt­hvorar tvær millj­ón­irnar á Norð­ur­landi og Vest­fjörð­u­m. Í afþrey­ing­ar­flokknum vega ýmiss konar bað­staðir þungt. Bláa lónið hefur tekið við ferða­gjöfum að and­virði átta millj­ónir króna og Vök Baths á Aust­ur­landi fyrir fjórar millj­ón­ir. Sjó­böðin á Húsa­vík og Jarð­böðin við Mývatn hafa tekið við tveimur millj­ónum hvort og Bjór­böðin á Árskógs­sandi hafa fengið eina milljón í formi ferða­gjafa. Þá hafa þrjár millj­ónir runnið til Kraumu við Deild­ar­tungu­hver og ein milljón króna til Laug­ar­vatns Font­ana. Sam­an­lagt hafa hand­hafar ferða­gjafar því nýtt 21 milljón króna í formi ferða­gjafar í það að baða sig á þessum stöð­u­m. Miðað við að hver ferða­gjöf er 5.000 krónur þá má ætla að ferða­gjöfin hafi nú þegar runnið upp í 4.200 bað­ferð­ir. 57 millj­ónir í matEitt­hvað þarf fólk víst að borða líka og veit­inga­staðir lands­ins hafa tekið við ferða­gjöfum að and­virði 57 millj­ónir króna. Mest fer fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­inu í þeirri tölu, alls hafa veit­inga­staðir þar tekið við ferða­gjöfum fyrir 29 millj­ónir króna. Á Suð­ur­landi hafa verið skildar níu millj­ónir króna eftir og sama tala á Norð­ur­landi eystra. Ferða­gjöfin hefur verið nýtt fyrir átta millj­ónir króna á veit­inga­stöðum á Vest­ur­landi, þrjár millj­ónir á Suð­ur­nesjum, tvær millj­ónir á Aust­ur­landi ogo sömu tölu á Norð­ur­landi vestra. Fæstir snæða fyrir ferða­gjöf­ina á Vest­fjörðum en vest­firskir veit­inga­staðir hafa tekið við um 400 þús­und krónum í formi ferða­gjafar enn sem komið er. Sam­an­lagt hafa lands­menn varið 183 millj­ónum króna af and­virði ferða­gjafar í gist­ingu, afþr­ey­ingu og veit­inga­þjón­ustu frá því opnað var fyrir ferða­gjöf­ina í lok júní. 22 millj­ónir hafa farið í sam­göng­ur, bíla­leigu­bíla og þjón­ustu ferða­skrif­stof­a. StuðlagilAust­ur­land vin­sæll áfanga­staðurÁ heild­ina litið hafa alls 80 millj­ónir króna í formi ferða­gjafar orðið eftir hjá fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða rúm 39 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 31 milljón eða um 15 pró­sent hefur farið til fyr­ir­tækja á Suð­ur­landi. Litlu minna hefur runnið til fyr­ir­tækja á Vest­ur­landi og Norð­ur­landi eystra, eða 28 millj­ónir og 25 millj­ónir króna, sem nemur 13,7 pró­sentum til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ækja á Vest­ur­landi og 12,2 pró­sentum til fyr­ir­tækja á Norð­ur­landi eystra. Hlutur Aust­ur­lands í heild­ar­notkun á ferða­gjöf­inni vekur athygli en alls hafa 19 millj­ónir króna orðið eftir í þeim lands­hluta eða um 9,3 pró­sent þess sem nýtt hefur verið af ferða­gjöf­inni hingað til. Á Suð­ur­nesjum hefur 13 millj­ónum króna verið varið í formi ferða­gjafa, um 6,3 pró­sent. Einna minnstu verja hand­hafar ferða­gjafar á Norð­ur­landi vestra, alls níu millj­ón­um, og Vest­fjörðum þar sem sjö millj­ónir hafa orðið eftir hjá ferða­þjón­ustu­að­ilum í formi ferða­gjafar enn sem komið er. Lang­minnst fær þó hálendið en ferða­þjón­ustu­að­ilar þar hafa tekið við alls rúm­lega 600 þús­und krón­um.Af ein­stökum fyr­ir­tækjum sem taka við ferða­gjöf­inni hefur mest farið til Hót­els Ham­ars í Borg­ar­firði, alls 10 millj­ónir hafa verið nýttar þar. Fast á hæla koma Íslands­hótel og Flyover Iceland með níu millj­ónir króna. Þá hefur Bláa lónið tekið við alls átta millj­ónum króna og Flug­fé­lag Íslands við sjö millj­ónum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent