4.200 baðferðir keyptar fyrir ferðagjöfina

Alls hafa 205 milljónir króna af ferðagjöf stjórnvalda verið nýttar nú þegar. Baðstaðir víða um land hafa samtals tekið við 21 milljón króna í formi ferðagjafar en ætla má að sú upphæð hafi nýst fyrir 4.200 baðferðir.

Heimsóknir á baðstaði víða um land vega þungt í notkun á ferðagjöfinni.
Heimsóknir á baðstaði víða um land vega þungt í notkun á ferðagjöfinni.
Auglýsing

Alls hafa 205 millj­ónir króna verið greiddar út í formi ferða­gjafar rík­is­stjórn­ar­innar nú þegar um mán­uður er lið­inn frá því að opnað var fyrir notkun henn­ar. Ferða­gjöf er 5.000 króna ávísun sem ein­stak­lingar með lög­heim­ili á Íslandi, fæddir árið 2002 eða fyrr, geta fengið til kaupa á ein­hvers konar ferða­tengdri þjón­ustu eða afþr­ey­ingu inn­an­lands. Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna ferða­gjaf­ar­innar er um 1.500 millj­ónir króna, þannig að tæp 14% hafa nýtt gjöf­ina það sem af er sumri. Ferða­gjöf­ina þarf að nýta fyrir árs­lok 2020.

AuglýsingMinnst gist á Suð­ur­nesjum og hálend­inuFlestir nýta ferða­gjöf­ina til að kaupa gist­ingu en alls hafa 66 millj­ónir króna í formi ferða­gjafa runnið til gisti­staða víða um land, eða ríf­lega 32 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þeir sem nýta gjöf­ina upp í gist­ingu kjósa flestir að halla sínu höfði á Suð­ur­landi, Vest­ur­landi eða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls hafa 44 millj­ónir króna runnið til gisti­staða á þessum svæð­u­m. Norð­lenskir gisti­staðir hafa tekið við tæpum 11 millj­ónum króna í formi ferða­gjafa sem skipt­ist til­tölu­lega jafnt milli Norð­ur­lands vestra og eystra, rúmar fimm millj­ónir í hvorn lands­hluta. Gisti­staðir á Aust­ur­landi hafa fengið sjö millj­ónir króna í formi ferða­gjafa og á Vest­fjörðum hafa ferða­gjafir að and­virði fjórar millj­ónir króna runnið til gisti­staða. Fæstir nýta ferða­gjöf­ina til að kaupa sér gist­ingu á Suð­ur­nesjum og hálendi Íslands. Hálf milljón króna hefur farið á gisti­staði á Suð­ur­nesjum gegnum ferða­gjöf­ina og innan við tvö hund­ruð þús­und krónur í gist­ingu á hálendi Íslands. Bað­staðir víða um landið trekkja að

 

Nærri jafnhá upp­hæð og runnið hefur til gisti­staða hefur farið í ýmiss konar afþr­ey­ingu, alls 60 millj­ónir króna. Í þeim flokki er ferða­gjöfin mest nýtt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða fyrir 17 millj­ónir króna. Næst mest á Norð­ur­landi eystra þar sem 11 millj­ónir hafa verið skildar eftir í formi ferða­gjafar síð­ast­lið­inn mán­uð. Þar á eftir kemur Aust­ur­land með níu millj­ónir króna í afþr­ey­ingu og átta millj­ónir á Suð­ur­nesj­um. Á Suð­ur­landi hefur ferða­gjöf að and­virði sjö mil­i­jónir verið nýtt til afþrey­ing­ar, fyrir fjórar millj­ónir á Vest­ur­landi og sitt­hvorar tvær millj­ón­irnar á Norð­ur­landi og Vest­fjörð­u­m. Í afþrey­ing­ar­flokknum vega ýmiss konar bað­staðir þungt. Bláa lónið hefur tekið við ferða­gjöfum að and­virði átta millj­ónir króna og Vök Baths á Aust­ur­landi fyrir fjórar millj­ón­ir. Sjó­böðin á Húsa­vík og Jarð­böðin við Mývatn hafa tekið við tveimur millj­ónum hvort og Bjór­böðin á Árskógs­sandi hafa fengið eina milljón í formi ferða­gjafa. Þá hafa þrjár millj­ónir runnið til Kraumu við Deild­ar­tungu­hver og ein milljón króna til Laug­ar­vatns Font­ana. Sam­an­lagt hafa hand­hafar ferða­gjafar því nýtt 21 milljón króna í formi ferða­gjafar í það að baða sig á þessum stöð­u­m. Miðað við að hver ferða­gjöf er 5.000 krónur þá má ætla að ferða­gjöfin hafi nú þegar runnið upp í 4.200 bað­ferð­ir. 57 millj­ónir í matEitt­hvað þarf fólk víst að borða líka og veit­inga­staðir lands­ins hafa tekið við ferða­gjöfum að and­virði 57 millj­ónir króna. Mest fer fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­inu í þeirri tölu, alls hafa veit­inga­staðir þar tekið við ferða­gjöfum fyrir 29 millj­ónir króna. Á Suð­ur­landi hafa verið skildar níu millj­ónir króna eftir og sama tala á Norð­ur­landi eystra. Ferða­gjöfin hefur verið nýtt fyrir átta millj­ónir króna á veit­inga­stöðum á Vest­ur­landi, þrjár millj­ónir á Suð­ur­nesjum, tvær millj­ónir á Aust­ur­landi ogo sömu tölu á Norð­ur­landi vestra. Fæstir snæða fyrir ferða­gjöf­ina á Vest­fjörðum en vest­firskir veit­inga­staðir hafa tekið við um 400 þús­und krónum í formi ferða­gjafar enn sem komið er. Sam­an­lagt hafa lands­menn varið 183 millj­ónum króna af and­virði ferða­gjafar í gist­ingu, afþr­ey­ingu og veit­inga­þjón­ustu frá því opnað var fyrir ferða­gjöf­ina í lok júní. 22 millj­ónir hafa farið í sam­göng­ur, bíla­leigu­bíla og þjón­ustu ferða­skrif­stof­a. StuðlagilAust­ur­land vin­sæll áfanga­staðurÁ heild­ina litið hafa alls 80 millj­ónir króna í formi ferða­gjafar orðið eftir hjá fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða rúm 39 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 31 milljón eða um 15 pró­sent hefur farið til fyr­ir­tækja á Suð­ur­landi. Litlu minna hefur runnið til fyr­ir­tækja á Vest­ur­landi og Norð­ur­landi eystra, eða 28 millj­ónir og 25 millj­ónir króna, sem nemur 13,7 pró­sentum til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ækja á Vest­ur­landi og 12,2 pró­sentum til fyr­ir­tækja á Norð­ur­landi eystra. Hlutur Aust­ur­lands í heild­ar­notkun á ferða­gjöf­inni vekur athygli en alls hafa 19 millj­ónir króna orðið eftir í þeim lands­hluta eða um 9,3 pró­sent þess sem nýtt hefur verið af ferða­gjöf­inni hingað til. Á Suð­ur­nesjum hefur 13 millj­ónum króna verið varið í formi ferða­gjafa, um 6,3 pró­sent. Einna minnstu verja hand­hafar ferða­gjafar á Norð­ur­landi vestra, alls níu millj­ón­um, og Vest­fjörðum þar sem sjö millj­ónir hafa orðið eftir hjá ferða­þjón­ustu­að­ilum í formi ferða­gjafar enn sem komið er. Lang­minnst fær þó hálendið en ferða­þjón­ustu­að­ilar þar hafa tekið við alls rúm­lega 600 þús­und krón­um.Af ein­stökum fyr­ir­tækjum sem taka við ferða­gjöf­inni hefur mest farið til Hót­els Ham­ars í Borg­ar­firði, alls 10 millj­ónir hafa verið nýttar þar. Fast á hæla koma Íslands­hótel og Flyover Iceland með níu millj­ónir króna. Þá hefur Bláa lónið tekið við alls átta millj­ónum króna og Flug­fé­lag Íslands við sjö millj­ónum króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent